Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 gg 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Frábær viðbrögð íslenskra bænda ■ Á velgengnistíma þeim, sem ríkti áöur en efnahags- kreppan gekk í garö, efldust ýmsar atvinnugreinar meira en góöu hófi gegndi, því að margir treystu því, að velgengni myndi haldast áfram og markaðir stöðugt aukast. Eftir að kreppan gekk í garð, hefur þetta breytzt. Markaðir hafa þrengzt og verðlag lækkað. Hvergi hefur þetta valdið meiri þrengingu en á sviði stóriðjunnar. Stórfelldur samdráttur stálverksmiðja og álverksmiðja eru augljósust dæmi um það. Þetta hefur einnig náð til landbúnaðarins. Þess vegna glíma bændur nú víða við offramleiðslu, t.d. bæði í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. í þessum löndum nýtur landbúnaðurinn nú stórfelldra styrkja af þessum ástæðum. Bændur í viðkomandi löndum hafa reynt að bregðast við þessum vanda með samdrætti á framleiðslunni. Víða hefur náðst nokkur árangur í þessum efnum, en vafalítið hvergi meiri en á íslandi. íslenzkir bændur hafa brugðizt hér fyrr og betur við en bændur í öðrum löndum, eins og reyndar oft áður. Um þetta vitnar eftirfarandi frásögn Hákonar Sigurgrímsson- ar, sem tekin er úr grein, er birtist hér í blaðinu 28. þ.m.. „Árið 1978 var ástandið þannig, að mjólkurframleiðslan var orðin 120 millj. Iítrar eða 24% umfram innlendar þarfir, flytja þurfti út um 35% kindakjötsframleiðslunnar og offramboð var af svínakjöti, kjúklingum og eggjum. Flestir sáu að hér varð að grípa í taumana, en engir þó betur en forystumenn bænda sjálfra. Árið 1979 fengust svo langþráðar heimildir til framleiðslustjórnunar lögfest- ar og hafa þær aðgerðir nú borið skjótan og góðan árangur. Á yfirstandandi ári verður mjólkurframleiðslan um 103 millj. lítra eða aðeins 3-4% umfram innlendar þarfir. Á síðasta ári hafði sauðfé fækkað um 102 þúsund frá árinu '1978. Reiknað er með að í haust fækki því um ca. 50 þúsund til viðbótar. Er þá fækkunin orðin um 17% frá 1978. Á þessum sama tíma hefur dilkakjötsframleiðslan dregizt saman um 15%. Þó hafa áhrif sauðfjárfækkunar- innar enn ekki að fullu komið fram. Síðustu misserin hefur að mestu verið jafnvægi í framleiðslu svínakjöts, alifugla og eggja, ef frá er talið tímabundið verðfall á eggjum á sl. hausti. Nýfjárfesting í hinum hefðbundnu búgreinum er nú að heita má engin. Það má því segja að m.v. ríkjandi markaðskerfi sé nú aðeins um að ræða offramleiðslu á kindakjöti. Flestum er ljóst að enn frekar þarf að aðlaga framleiðslu þess þeim mörkuðum, sem tiltækir eru og nýtanlegir reynast.“ Þessi frásögn Hákonar Sigurgrímssonar sýnir glögglega að íslenzkir bændur hafa brugðizt vel og fljótt við vanda offramleiðslunnar og orðið stéttarbræðrum sínum víða annars staðar til fyrirmyndar. Rás 2 Samkomulag náðist um það á Alþingi við afgreiðslu fjárlaganna að fella niður aðflutningsgjöld á tækjum til Ríkisútvarpsins, eins og sendum, loftnetum og mögnur- um. Aðflutningsgjöldin hafa numið um 55% af verði þeirra Reiknað er með, að þetta spari Ríkisútvarpinu um 8 milljónir króna, miðað við þá framkvæmdaáætlun, sem búið var að gera. Ráðgert er að nota það fé, sem þannig sparast, til þess að hefja starfrækslu annarrar rásar hljóðvarpsins. Það hefur lengi verið aðkallandi að hljóðvarpið gæti starfrækt tvær rásir. Það er ánægjulegt, að sú von er nú að rætast. Þ.Þ. Jómfrú Ragnheidur ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: JÓMFRÚ RAGNHEIÐUR eftir GUÐMUND KAMBAN Tónlist: Jón Þórarinsson. Lýsing David Walters. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. handrit og leikstjóm: Bríet Héðisdóttir. Guðmundur Kamban ■ Ég hygg að það hafi mælst vel fyrir, er það fregnaðist að Jómfrú Ragnheiður, eftir Guðmund Kamban (1888-1945), yrði jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár, og ber þar margt til. Fremur hljótt hefur orðið um nafn skáldsins seinustu árin, ef frá er talið að sjónvarpað var filmu er hann gjörði í byrjun þriðja áratugarins. Guðmundur Kamban kom á hinn bóginn mjög við sögu íslenskrar menningar á vissu skeiði og öðlaðist frægð sem rithöfundur og leikritaskáld. í leikskrá má meðal annars lesa þetta um Guðmund. „Guðmundur (Jónsson) Kamban fæddist í Litlabæ á Álftanesi þann 8. júní 1888. Hann var bókhneigður mjög strax á unga aldri og féll illa öll líkamleg vinna og þótti föður hans hann vera latur. Móðir hans hinsvegar barðist fyrir því að pilturinn yrði settur til mennta, cn það var ekki auðsótt. Hann settist í Menntaskólann í Reykjavik árið 1904, en efnahagur fjölskyldunnar var bágur og varð Guðmundur að vinna fyrir sér með náminu og las utanskóla undir stúdentsprófið sem hann tók vorið 1910. Á námsárunum í Reykjavík var hann undir handarjaðri Björns Jónssonar ritstjóra ísafoldar og starfaði við blað hans. Er sennilegt talið að hann hafi m.a. skrifað leikgagnrýni um sýningar hins unga Leikfélags Reykjavíkur í ísafold og vitað er að hann skrifaði gagnrýni um Bóndann á Hrauni, eftir Jóhann Sigurjónsson, sem leikinn var 1908. En hann skrifaði einnig margvís- Iegt annað efni í blaðið og ber þar hæst fjölda skeleggra baráttugreina um Upp- kastsmálið svonefnda, kosningasumarið 1908. Þá tók hann á þessum árum virkan þátt í Tilraunafélaginu, ásamt Birni riststjóra og Einari H. Kvaran - og reyndist búa yfir miðilshæfileikum. Skrifaði hann t.d „ósjálfrátt" greinar, sögur og kvæði fyrir hönd H.C. Ander- sens, Jónasar Hallgrímssonar og fleiri og tók síðan af lífi og sál þátt í deilunum um spíritismann á þessum árum. Þótti fjölskyldu hans nóg um þetta áhugamál ■ Guðmundur Kamban skáld. Guðmundar og eftir nokkra baráttu fór svo að áhugi hans minkaði og miðilshæfi- leikarnir gufuðu upp. Árið 1910 siglir hann utan til að nema bókmennir, fagurfræði og framsagnar- list í Kaupmannahöfn og k emst þar í hóp íslensku höfundanna; kynnist þá m.a. Jóhanni Sigurjónssyni sem hann var ákaflega hrifinn af.“ Ragnheiður Brynjólfs- dóttir Þótt vikið sé að því að Guðmundur haft á sínum tíma ritað „ósjálfrátt" greinar fyrir hönd H-C. Andersen og Jónasar Hallgrimssonar, var allt öðru máli að gegna þegar hann ritaði skáldsög- una Skálholt og leikgerðirnar tvær um Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Hann kom hingað til lands árið 1927 og sökkti sér þá niður í rannsóknir á heimildum um Brynjólf Sveinsson, biskup (1605-1675) í Skálholti, sem var talinn lærðasti íslendingur síns tíma og mikill búhöldur og stjórnandi þar á ofan. í Æviskrám er honum svo lýst: „Til hans er jafnað um skörungsskap í byskupastétt í lúterskum sið á íslandi, stjórnsemi, höfðingsskap og lærdómi: hefir enginn maður verið meir virtur en hann í þeirri stöðu. Hann var búsýslumaður mikill, útsjónarsamur og gerðist auðmaður. Hann þótti manna bezt að sér sinnar tíðar manna hérlendis. Hann sinnti mjög íslenzkri fornfræði,..." Hann fékkst við þýðingar úr grísku og orti á latínu. Kona Brynjólfs biskups var Margrét Halldórsdóttir (1615-1670), lögmanns, Ólafssonar. T rúarljóð Ingimar Erlendur Sigurðsson: Helgimyndir í nálarauga Ljóð 170 bls. Víkurútgáfan Guðjún Elíasson Reykjavík 1982 Trúarljóð og sálmar ■ Það er ekki daglegt brauð að þeir sem rita um bókmenntir fái mikið af guðsorði inn úr dyrum sínum, þótt trú sé að vísu meðal þess sem brotið er til mergjar, eða reynt er að skilja í bókum. Biblíufélagið hefur til þess verið eitt um það að vera bókaforlag forlaganna, en kirkjan hefur séð um sálmabækurnar að mestu og einstakir söfnuðir, sem vilja annað orð og annan söng. Það kom því dálítið á óvart, þegar Ingimar Erlendur kom inn úr dyrunum með Helgimyndir í nálarauga, sem eru trúaríjóð sem hann hcfur verið að yrkja. Áður hafði hann orð Sunnanhólma (1959) og síðar hafði hann Ort á öxi og margt annað, en núna er brátt kominn aldarfjórðungur, síðan hann hóf skáld- skap handa prentsmiðjum. Og síðan hefur hann verið að, meira eða minna - aðallega meira, við að yrkja bækjur og búa til skáldsögur. Hann býr í húsi sínu rétt ofan við bæinn, ber þar við himin á göngu og sekkur svo í þykka jörðina og hverfur í brekkuna hinum meginn heiðarinnar. Þarna austanmegin hæðarinnar, er borgin í hvarfi, en skammt undan, alveg eins og trúin er. Og tímanir eru að breytast. Fyrst vildi söfnuðurinn fá að vera í friði, svo kirkjan, og nú vill bæði kirkjan og söfnuðurinn hafa frið á jörðu, og um daginn var meira að segja rætt um meðaldrægar eldflaugar í dómkirkj- unni, og aðra þaðan af öflugri húsmuni félaga Andrópoffs, en hann býður nú hnífakaup, því þorri mannkyns er orðinn hræddur við að byssurnar fari að skjóta sjálfar, og sprengjurnar að springa út af þrýstingi. Ekki veit ég hvort það er friðar- hreyfingin, eða kreppan, sem veldur svo merkjanlegri trúaröldu á Vesturlöndum núna, og í kaþólskum löndum austan við múrinn og sunnan og norðan við gaddavírinn. Þó er það líklegt að allt hjálpist þetta að, því maðurinn er nú einu sinni svo gerður, að hann kemst býsna vel af án trúar, þegar vel veiðist og viðskiptahallinn við útlönd er góður, að ekki sé nú talað um þá daga, þegar hagvöxtur er merkjanlegur í opinberum tölum. Þá líður manninum vel og hann hugsar ekki mikið um æðri mátt. Svo þegar syrtir að, þá er byrjað að leita að guði, og hjá okkur vill svo vel til að hann er geymdur í kirkjunni milli atriða, og þar öllum tiltækur, og einnig í bókum. Bæði í bók bókanna og eins í sálmum og öðrum trúarritum mannanna. Þótt vera kunni að þessi orð séu nokkur alhæfing, þá boðar það nú sjaldnast nokkuð gott þegar íslendingar fara að trúa opinberlega á guð og að yrkja sálma. Helgimyndir í nálarauga í Helgimyndum í nálarauga eru rúm- lega 140 Ijóð, og þau eru fremur stutt. Og þótt þau séu flest helgimyndir og beri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.