Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 ■ Guðbjörg Thoroddsen, sem Ragnheiður. Myndin tekin á æfingu. Þau Brynjólfur eignuðust alls sjö börn. Þrjú dóu þegar ung, tvö hlutu ekki skírn, en tvö komust til fullorðinsára. Ragnheiður og Halldór. Halldór Brynjólfsson, umboðsmaður (1642-1666) varð ekki langlífur og dó úr brjóstveiki á Englandi og fer fáum sögum um hann. Ragnheiður Brynjólfs- dóttir hefur á hinn bóginn lifað með þjóðinni. Ragnheiður eignaðist barn, er hún var ung ógift stúlka í föðurhúsum, með Daða Halldórssyni (1638-1721), presti frá Hruna. Hann var lengi í Skálholti. Þau áttu dreng, er skírður var Þórður, er andaðist ungur úr brjóstveiki. Á Brynjólfur biskup því enga afkomend- ur á lífi. Þegar þessi saga gerðist, voru örðugir tímar á íslandi og galdrabrennur tíðar, þótt eigi væri Brynjólfur afkastamaður þar, a.m.k. í samanburði við séra Pál í Selárdal, en þeir biskup voru svilar og^ báðir góðir í grískþ og líkir um margt annað. Auðvitað getum við ekki dæmt þessa öld af voðaverkunum einum, en eiður Ragnheiðar og barneign hennar hefur síðan verið mönnum mikil ráðgáta. Ætla ég að sú sögn sé svo kunn, að eigi verður frekar farið út í hana hér. Þó má geta þess að séra Daði Halldórsson var samstu.ndis dæmdur frá prestsskap vegna barneignarinnar. Galt faðir hans í rétt og ráðspjöll eftir samningi 1 1h hundr. hundr. sem var geypifé á þess tíma mælikvarða, enda Ragnheiður Brynjólfsdóttir talinn mestur kvenkostur á íslandi þá, af ógiftum konum. Fögur var hún, gáfuð, lærð og auðug. Leikritið Leikritið Jómfrú Ragnheiður er um þessaástarsögu. í athugasemd leikhúss ins varðandi þetta atriði, segir svo: „Guðmundur Kamban lét eftir sig tvær gerðir leikritsins um Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Sú lengri (Pá Skalholt, Köbenhavn 1934) hefur aldrei verið sýnd hér á landi en var gefin út árið 1969 í þýðingu Lárusar Sigurbjörnssonar í heildarútgáfu AB af verkum Kambans. Styttri gerðin sem Vilhjálmur Þ. Gísla- son íslenskaði (hdr. Þjóðleikhússins) mun hafa legið fyrri sýningum verksins hér heima til grundvallar. Sýning okkar að þessu sinni sækir texta sinn og allt efni í báðar þessar gerðir leikritsins, en einnig í skáldsögu Kambans „Skálholt", einkum tvær fyrri bækurnar: „Jómfrú Ragnheiður" og „Mala domestica". Þess má geta að jarðarfararsálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“ eftir Hallgrim Pétursson, var í fyrsta sinn sunginn yfir moldum þeirrar Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur sem er söguleg fyrirmynd af skáldsögupersónu Kambans.“ Það er Bríet Héðinsdóttir, sem tekur að sér að sameina þessi þrjú verk í eitt. Og er þá vitanlega með fjórða verkið við höndina í leiðinni, sumsé íslandssöguna, eða þjóðsöguna, sem hér skiptir tals- verðu máli. Ragnheiður er nefnilega ekki aðeins leikhúspersóna núna, heldur sögn. Undir venjulegum kringumstæðum, væri maður andvígur þessari aðferð. En á hitt er að líta, að þarna er ekki verið að breyta verki, eða falsa það, heldur að skapa nýja leikgerð úr öllu, sem Guðmundur Kamban skrifaði um þessa þjáningu alla. Stórverk, þar sem eigi verður greint milli skáldskapar og veru- leika öllum stundum. Líkja má handriti Bríetar við það er menn hafa til leikgerð af skáldsögum; taka þær úr bók og láta þær á svið. Þess er enginn kostur við borðið hér, að skilgreina þessa leikgerð í einstökum atriðum, hvað er hvurs, en ,Jómfrú Ragnheiður er haganlega sniðið verk, allt eins vel þótt þemað sé í nokkurri ofbrúkun núna. Leikur og leikstjórn Það verður að hafa það í huga þegar þetta verk kemur á svið, að flestir vita nokkuð um þá atburði er um er fjallað. Þekkja söguna, meistara Brynjólf og Ragnheiði. Enda eru þau höfuðpers- ónur þessa sjónleiks, þótt aðrir komi við sögu. Gunnar Eyjólfsson leikur biskup- inn og hygg ég að vel hafi tekist. Gunnar virðist í einkar miklu formi sem leikari og listamaður. Ragnheiði leikur ný leik- kona, Guðbjörg Thoroddsen, sem ekki hefur haft hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu áður. Hins vegar lék hún Uglu í gestaleik á Atómstöðinni, er Leikfélag Akureyrar kom með þá sýningu suður. Það spillir ofurlítið, því á stundum leiðir ofurlítið á milli norðanstúlkunnar og heimasætunnar í Skálholti. 1 annan máta komst hún furðu vel frá þessu vanda- sama hlutverki. Þess er þá líka að geta, að ekki eru nema fimm ár síðan hún innritaðist í Leiklistarskóla íslands (1977). Hún starfar núna sem fastráðinn leikari hjá L.A. Þetta er einkar haganlega unnin sýning og hófsöm. Fjöldi leikara kemur fram í stórum og smáum hlutverkum. Tónlist Jóns Þórarinssonar tímasetur síðan verkið rétt aftur í aldir, og það sama gjöra leiktjöldin, er sýna okkur á táknmáli stað, þar sem aldrei er forsæla, að sagt var. Jónas Guðmundsson. i í sér innilega trú, er víða farið og víða komið við. Hann byrjar bókina á því að lýsa biskupsferli herra Sigurbjörns Ein- arssonar, og farast svo orð: Köllun Maður á myrkrinu mettur glaður í guði hver blettur; lifir í ljósinu léttur yfir sólskinið settur. Síðan tekur eitt yrkisefnið við af öðru innan trúarinnar. Trúflæði, Lausnarorð, Hinn nýi maður, Kristmunkur, í fótspor hans, Endurreisn, Bæn, Efasýki, Dómur, Sekt, Þrenning og Trúarsókn. Þetta gefur nokkra hugmynd um yrkis- efni skáldsins. Mörg þessi kvæði, eða öll, eiga það sammerkt að vera stutt. Aðeins fáeinar línur. Sum segja þó meira en löng kvæði gjöra á stundum. Fjallræðan er svona: Við skulum ekki æðrast hót upp af fjallsins fomu rót vaxa blóm í gegnum grjót. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að íslensk skáld leiti í vit trúarinnar með sínar tilfinningar. Allflest af betri Ijóðskáldum okkar, hafa ort sálma. Og þótt menn taki þýska heimspeki eða hagfræði oft fram yfir guðstrú, þá minnka þau kvæði ekki, og eru mörg öllum lesefni og umhugsunarefni. Og víst getum við tekið undir bæn Ingimars Erlendar: Gef oss í dag vort daglega brauð gef oss í hag hinn alslausa auð. 22. des. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson skrifar um bókmenntir landfari Forsjá og framtídarsýn ■ Nýlega eru afstaðnar stór- skemmdir á hafnarmannvirkjum og landspjöll orðið um norðanvert land- ið og víðar af völdum veðurs og stórflóðs, sem orsakaðist af völdunt djúprar lægðar og komu nýs tungls. Nemur það tjón mörgum milljónum króna og verður seint að fullu bætt. Þannig getur samspil tungls og lægðar orsakað náttúruhamfarir, sem fátt eða ekkert stendur fyrir. Samspil þessara afla virðist geta komið víðar við en á hafnarmann- virkjum og í landbroti, þó afleiðingar þess séu þar mest áberandi. Haft er fyrir satt að menn geti orðið fyrir truflunum af sömu orsökum, en séu þó misnæmir fyrir því. - Menn leiða nú hugann að því hvort verið geti, að ritstjóri Dagblaðsins geti hafa orðið fyrir þessum áhrifum. - í kjölfar þessa stóra flóðs virðist hann hafa fengið nýtt „kast“. - Dag eftir dag hellir hann úr skálum reiði sinnar yfir tilvist bænda í landinu og hrópar án afláts á upprætingu þeirra með öllum hugsanlegum og tiltækum ráðum. - Enn sem fyrr sér hann bestu og einföldustu leiðina til þess, að flytja inn í landið allar þær landbúnaðarvörur, sem bændur landsins hafa framleitt til þessa, frá löndum Efnahagsbandalagsins þar sem þær eru taldar ódýrastar um þessar mundir, enda stórlega niður- greiddar úr sjóðum þeirra landa. I þessu sér hann einfalda og fljótvirka leið til að kippa fótum undan framleiðslu bænda á þessum lífs- nauðsynjum þjóðarinnar og koma þeim á vonarvöl. Þannig eiga þær neysluvörur almennings, sem með góðum árangri er hægt að framleiða hérlendis að færast í flokk með olíuvörum og öðru þvílíku, sem við erum nauðbeygðir að flytja inn. - Þetta er þaulhugsað „bjargráð“! hjá ritstjóranunt, enda vart hægt að fá annað áhrifaríkara, ef farið verður í að farga bændum að óskum ritstjór- ans. En úr því farið er að ræða og skrifa um bjargráð af þessu tagi, því þá ekki að útfæra þessa hagspeki rit- stjórans á víðari og stærri grunn? - Allir kannast við erfiðleika sjávarút- vegsins. Því eiga „landsmenn" að vera að leggja á sig byrðar og færa fórnir til að reka svo tvísýnan og óhagkvæman atvinnuveg? Væri ekki jafn skynsamlegt af okkur, að leigja eða selja fiskimiðin kringum landið erlendum útgerðar- og auðfyrirtækj- um? Trúlega væri unnt að komast að samkomulagi við þá aðila um að láta okkur hafa ódýrt tros í soðningu af þeim fiskitegundum, sem erfiðlegast gengur að selja á mörkuðum menn- ingarþjóða. - Slík viðskipti gætu sparað okkur gengisfellingar og skap- að fast gengi og um leið losað sjómenn við margvíslega mæðu, erfiðleika og vos sem fylgir því að vera að skælast út um allan sjó eftir þessum þverrandi fisktittum. - Á sama hátt mætti fara með þann iðnað, sem þjóðin er að baslast við í vesöld sinni og aldrei hefur getað greitt starfsfólki sínu mannsæmandi laun - að sögn -. Þannig mætti áfram telja óþarfar og of dýrar atvinnu- greinar. Og í beinu áframhaldi af því vaknar sú spurning: Hvað erum við að gera með að vera að montast sem sjálfstæð þjóð? - Það er hægt að færa mörg og álíka haldgóð rök fyrir því að það sé ekkert nema vitleysa. Ef hinir erlendu valdhafar teldu sig þurfa að hafa umboðsmann hér til að annast viðskiptin, sem af þessu leiddi, þá ættu ekki að verða vand- ræði með það. Að heildaráætlun hefur ekki verið sett fram um þetta kemur kannski til af því að vænlegra þyki að taka það í áföngum. Milljónir manna eru nú atvinnu- lausar í nálægum löndum, því er hugsanlegt að þjóðir Efnahags- bandalagsins og aðrar, yrðu fegnar að nýta þau atvinnutækifæri, sem hér yrðu til staðar þegar við sjálfir hefðum lagt atvinnuvegi okkar niður, þó hvorki sé bitinn stór eða um feitan gölt að flá. Um framfærslu þjóðar- innar, þegar svo væri komið verður ekki rætt í þessu sambandi. Allt væri betra en að þurfa að láta „landsmenn" burðast með þann bagga, sem leiðir.af því að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi við annað eins ómagaföndur og landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður og annað fleira eru, með þessari þjóð. Markaðsbúskapurinn og óheftur innflutninguf ættu að geta losað okkur við það. Annars vekur það sérstaka eftir- tekt hvað ritstjóri Dagblaðsins er orðinn staðnaður í hugsun sinni. Dag eftir dag birtir hann sama leiðarann í blaði sínu um þessi mál nær orðréttan ' frá einum degi til annars. Sagt er að gleggsta dæmið um sálarhrörnun manna sé þegar þeir fara að þrástagast á sama hlutnum líkt og þeir geri sér ekki grein fyrir að hafa sagt það sama áður, og þá eigi þeir skammt eftir þar til þeir falla utan við almenna umræðu. Vonandi er þetta ekki svo slæmt. Með smækk- andi straumi og grynnri lægðum getur þetta lagast. Guðm. P. Valgeirsson Frjáls innflutningur á rusli ■ Til eru menn svo slitnir úr öllu samhengi við líf fólksins í landinu, að þeir sjá ekki nauðsyn þess að tryggja atvinnu og afkomu dreifbýlisins. DV, sem er orðið rammasta íhalds- blaðið á fslandi, reið á vaðið og réðst á togarakaup Hólmvíkinga og nærliggjandi sveita. Verðið á nýjum, fullkomnum fiskiskipum er vissulega mikið, en rek- sturinn eigi að síður vel arðbær, ef ekki væru vitfirringsleg vaxtakjör. Ef tekið er mið af síðustu hækkun lánskjaravísitölu, eru ársvextir af 100 millj. króna togara hvorki meira né minna en 60 millj. króna. Hvernig í ósköpunum getur nokkurt atvinnufyrirtæki staðið undir slíku? Væri ekki nær að lækka vextina en svelta íbúa í þorpum og kaupstöðum úti á landi? Á misvitrum bankastjórum og stjórnmálamönnum að takast, ómót- mælt, að leggja byggðir landsins í auðn? Eru slíkir menn ekki sjálfir of dýrir þjóðfélaginu fremur en togarar, sem sækja björg í bú? Sú var tíðin, að ástæða þótti til að veita grunnatvinnuvegunum vaxtalaus stofnlán. Þess er meir þörf nú en áður. I nýlegum sjónvarpsþætti roskinna stjórnmálamanna fann dr. Gylfi Þ. Gíslason sér það eitt til ágætis að hafa í „Viðreisn“ afleft höftum og leyft hömlu- lausan innflutning á hvers konar varningi frá útlöndum. Þar meö upphófst tímabil greiðsluhalla á utanríkisviðskiptum og stöðugra gengislækkana eða gengissigs. Rýrnun krónunnar og skerðing kaup- máttar iijá launþegum og lágtekjufólki er það tæki, sem þessi doktor vill nota til að ná jafnvægi í þjóðarbú- skapnum..Hvert var þá helzta úrræði þessa manns við vandamálum tjagsins í dag, - mannsins, sem heimilaði frjálsan innflutning á postulínskúm, kökubotnum og blikkbeljum? Brýnasta verkefnið, sagði hann, er að banna innflutning á togurum! Nú hefir honum bæzt liðsauki frá kollega, dr. Þráni Eggertssyni, sem er kaupmannssonur í Reykajavík. Hann vill llika láta banna innflutning á togurum. Hins vegar er ekkert við það að athuga, að bifreiðar í þúsundatali bíða á hafnarbakkanum, enda þótt þær, sem fyrir eru, þeki allar götur höfuðborgar- innar og ógni ungum sem gömlum í umferðinni. Ekki er orkusparnaðurinn þar. Sýnir þetta eitt með öðru, hverning viðskiptadeild Háskóla íslands, sem á að þjálfa unga (slendinga til forustu í atvinnulífinu, er orðin að eins konar eyðiskeri eða blindskeri.sem hefir ein- angrazt með öllu frá vinnandi fólki til lands og sjávar. Kuldi í sjó, sem er tímabundið fyrir- bæri, hefir dregið úr afla. Staðhæfingar fiskifræðinga um ofveiði eru véfengdar af, skipstjórum, sem hafa eytt mannsævi á miðunum. En meðal annarTa orða: Á að hætta búskap, þó að kalár komi í sveitum? S.J.Á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.