Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 ÍO 11 Iþr6ttlr Tþróttir Umsjón: Samúel Örn Erlingsson eftir leikinn Útaf hálfan tímann ■ „Ég fór inn á þcgar fjórtán mínútur voru til leiksloka", sagði Haukur Geirmundsson eftir leikinn. „Bjarni skipti við mig þegar fimm mínútur voru eftir þannig að ég var „inni á“ í níu mínútur. Af þeim níu mínútum var ég útaf í fjórar. Þannig að ég lék bara um fimm mínútur og þær voru slitnar sundur í tvígang. Og svo var þetta hreint ekkert sem þeir ráku mig útaf fyrir, ég braut að vísu en ekki þannig að það væri brottrek- strarsök. Þeir létu plata sig þessir vestur þýsku dómarar. Ef Danirnir létu sig detta þá hlupu þeir til. Og það var reyndar á báða bóga, við erum bara ekki eins útfarnir leikar- Kerfíð hrundi ■ „Við hættum að spila í kerfum og þá hrundi allt“ sagði Steindór Gunnarsson eftir leikinn. „meðan við héldum okkur við skipulagaðan leik gengu hlutirnir upp, en þegar menn fara að brjóta sig út þá fer allt í baklás. Varnarleikurinn hrundi líka og þeir löbbuðu í gegn, skoruðu úr hverri einustu sókn síðast í leiknum. Og við hugsuðum bara um að skora, og skoruðum ekkert“. Létu plata sig Danirnir byrjuðu leikinn röggsamlega, komust í 2-0. En þá vöknuðu íslendingar til lífsins og upphófst skemmtilegur fyrri hálf- leikur. Bjarni Guðmundsson skoraði fyrsta mark fslendinga af línunni eftir fallega sendingu Páls Ólafssonar, og Hans Guð- mundsson bætti við öðru marki úr langskoti. Danir komust í 4-2, en Guðmundur Guð- mundsson skoraði eitt af sínum snaggaralegu mörkum 3-4. Hans jafnaði fyrir ísland 4-4 úr langskoti og eftir það stóðu allar tölur jafnar. Danir þó á undan framan af. Kristján Arason skoraði fimmta markið með lang- skoti, og Bjami það sjötta. Kristján sjöunda markið, og Þorgils Óttar það áttunda. - íslendingar komust síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum 9-8 með fallegu marki Guðmundar úr hraðaupphlaupi. Danir jafna en Kristján skorar úr víti, og aftur með langskoti eftir að Danir höfðu jafnað. Brynjar Kvaran var eitthvað ósáttur við dómarana þegar Danir skoruðu sitt tíunda mark, og var vísað út af í tvær mínútur. Gísli Felix inn á og fslendingar fimm í sókninni, en það kom ekki að sök, íslendingar komust í 12-10 með marki Hans Guðmundssonar. Danir jöfn- uðu, Kristján skoraði 13. ntarkið og Hans það fjórtánda eftir að Danir höfðu jafnað 13-13. Staðan í leikhléi var 14-13 íslandi í hag, en þá má segja að draumurinn hafi verið búinn. Danir höfðu einn mann í því að taka Pál Ólafsson úr umferð, en hann tók einnig Hans Guðmundsson úr umferð annað slagið. Þetta kom íslendingum mjög svo í opna skjöldu, Danir komust í 15-14 og eftir það höfðu þeir ávallt forystuna í leiknum. Hans skoraði 15-15, en eftir það leið langur tími uns áhorfendur fengu að sjá íslenskt mark. Danir komust í 18-15, en Hansbætti stöðuna í 18-16. Danir skoruðu 19-16 en Kristián lagaði stöðuna 19-17. Danir aftur 20-17, Steindór 20-18, Danir 21-18. Þá kom inn á Haukur Geirmundsson og hans þáttur var ■ „Þeir voru ótrúlega einfaldir þessir dómarar“, sagði Kristján Ara- son eftir leikinn. „Leikaraskapur einn dugði til þess að þeir dæmdu og rækju menn útaf. Annars var ekkert skrýtið þó við töpuðum leiknum eins og við lékum síðast í leiknum. Enginn hugsaði um vörnina, og það átti bara að skora“. Fyrsta tapið ■ „Ég var í fyrsta sinn með í tapleik gegn íslendingum í gærkvöld“, sagði Per Skaarup, einn skæðasti leikmað- ur Dana í fyrrakvöld. Hann var lítið með í leiknum í gærkvöld. Ég kom hér fyrst fyrir einum þremur eða fjórum árum, þá leikum við hér tvo leiki og unnum báða með fimm eða sex marka mun. Það er alltaf eins að leika á móti íslendingum, þeir eru mjög harðir í horn að taka“. - Er þetta ekki nýtt fyrir þig að leika á línunni? „Jú, ég er vanur að leika fyrir utan sem skytta, ég geri það heima með mínu liði, Gladsaxe, en þetta er allt í lagi og gengur þokkalega. Ég lék áður sem skytta með danska landsliðinu, en Leif Mikkelsen notar mig aðallega sem varnarmann. Það hefur stundum verið höfuðverkur hjá okkur að við höfum ekki nógu stóra menn í vörninni. En mér líkar vel að koma hingað, hér er ágætt andrúmsloft. Hvert er sniðugast að fara ef maður ætlar að fara út í kvöld?" Léleg dómgæsla ■ Þrátt fyrir að danska liðið hafi átt sigur skilinn í leiknum í gær verður ekki hjá því komist að spjalla dálítið um þátt dómaranna. Þeir dæmdu mjög eftir meginlandsstíln- um, það er að segja létu menn halda áfram, þó brotið væri á þeim ef þeir komust, en það var ekki það sem að var. Þeir misstu öll tök á leiknum á tímabili, síðast í fyrri hálfleik og oft í síðari hálfleik, og var oft kostulegt að sjá til þeirra. Tvisvar eða þrisvar létu þeir sij. hafa það að flauta of' fljótt, og þá á örlagaríkum augna- blikum, það er að segja þegar knötturinn lá í danska markinu. Allir sem rætt var við eftir leikinn voru á því að dómararnir hefðu getað verið betri. ■ Brotið á Óttari Mathiesen á Ununni. Danimir léku sterka vöm í gær. ■ Danir lögðu íslendinga að velli í gær- kvöld með 26 mörkum gegn 22. íslenska liðið sem lék mjög vel í fyrri hálfleik féll niður í ekki neitt í síðari hálfleik þegar Danir breyttu um varnaraðferð, tóku einn mann úr umferð, og riðluðu þannig sóknarkerfum Islendinga. í síðari hluta síðari hálfleiks virtust Islendingar loks vera búnir að setja undir lekann í sókninni, en þá fór varnarleikurinn veg allrar veraldar, og ekkert var gert nema reyna að skora. Tlmamynd: Róbert fyrir þær sakir merkilegur að hann var hálfan þann tíma sem hann var notaður að taka út refsingu fyrir utan völl, var rekinn út af tvisvar. Þeir Páll Ólafsson, Kristján Arason og Guðmundur Guðmundsson skoruðu það sem eftir var af mörkum íslendinga, en Danirnir sölluðu inn mörkum hverju af öðru og sigruðu 26-22. Kristján Arason var sterkastur Islendinga í leiknum, yfirvegaður eins og alltaf. Brynjar varði mjög vel, 10 skot í fyrri hálfleik, en lítið í þeim síðari og var tekinn út af. Hans Guðmundsson var stefkur, á framtíðina fyrir sér drengurinn. Guðmundur var og góður. Kristján skoraði mest, 8 mörk, hans Guðmundsson skoraði 6 mörk og Guðmund- ur 3. Bjarni skoraði 2 mörk og Páll, Steindór og Óttar eitt hver. Fyrir Dani skoraði mest fyrirliðinn Morten Stig Christiansen, og línumaðurinn Jörgen Cluver. Carsten Haur- um skoraði fjögur. Dómarar voru vestur- þýskir og verður ekki hirt um nöfn þeirra. Lyftingamót KR ■ Lyftingamót KR er á morgun. Mótið er innanfélagsmót og verður í anddyri Laugardalshallar. Lyftingar hefjast klukkan 20.00. Víst er að margir fræknir lóðakappar verða mættir til leiks, en það sem gerir þetta mót enn merkilegra en það annars væri er að Skúli Óskars- son sá .margsnjalli' lóðaskelfir mun þar keppa í hinsta sinn, eða það segir kappinn sjálfur. Líklegast er þetta síðasta lyftingamót ársins... Körfuboltalandsliðið lcikur gegn Dönum ■ íslenska körfuboltalandsliðið leikur þrjá landsleiki gegn Dönum hér á landi 7.-9. janúar n.k. Þjálfari liðsins, Bandaríkjamaðurinn Jim Dooley, hefur nú tilkynnt hvaða leikmenn spila fyrir íslands hönd í leikjum þessum. Þeireru eftirtaldir: Torfi Magnússon Ríkharður Hrafnkelsson, Val Kristján Ágústsson, Val Hreinn Þorkelsson, ÍR Pétur Guðmundsson, ÍR Valur Ingimundarson, UMFN Axel Nikulásson, ÍBK Jón Kr. Gíslason, ÍBK Björn Víkingsson, ÍBK Símon Ólafsson, Fram Þorvaldur Geirsson, Fram Viðar Þorkelsson, Fram Pálmar Sigurðsson, Haukum Fjögurra liða mót í körfuknattleik ■ 2. janúar verður haldið í Njarð- * vík fjögurra liða hraðmót í körfu- knattleik í Njarðvík. Þátttakendur verða Njarðvík, Valur, KR og ungl- ingalandsliðið 17-18 ára. Unglingalandsliðið á Norðurlandamót ■ Unglingalandsliðið í körfuknatt- leik var tilkynnt í gærdag, en liðið tekur þátt í Norðurlandamóti ung- lingaliða í Árósum í Danmörku í byrjun janúar. íslenska liðið er þannig skipað: Nafn Félag Páll H. Kolbeinsson KR Björn O. Steffensen ÍR Jóhann Bjarnason Fram Þorkell Andre'sson Fram Björn Zoega Valur Kristinn Kristinsson Haukar Matthías Einarsson KR Ástþór Ingason UMFN Tómas A. Holton Valur Ólafur Guðmundsson KR Jóhannes Kristbjörns KR Einar Ólafsson Valur ■ Hraðmót 3 flokks ■ f gær var hraðmót í körfuknatt- leik í íþróttahúsi Hagaskóla. Það var þriðji aldursflokkur drengja sem þar var að verki, en þeir eru á aldrinum 16-17 ára. Mótið var haldið á vegum Vals og landsliðsnefndar. 8 lið tóku þátt og eitt þeirra var drengjalandslið íslands, en það eru drengir 15-16 ára eða á fyrra ári í 3. flokki. Leikir voru spennandi og mótið tókst vel að sögn Einars Bollasonar. ÍR sigraði á mótinu, undir styrkri stjórn Jims Dooley, en hann þjálfar alla flokka hjá ÍR og er að gera virkilega góða hluti. ÍR sigraði KR með einu stigi í úrslitaleik, en drengjalandsliðið varð í þriðja sæti á mótinu. sagði Leif Mikkelsen ■ „íslenskur leikstfll og þýskir dómar- ar framleiðir kokktei! sem kallaður er dýnamít“, sagði Leif Mikkelsen þjálfari danska landsliðsins eftir 1 leikinn. ■ Leif Mikkelsen „Þessi leikur var eins og þeir gerast erfiðastir. Það er nú einu sinni þannig með fslendinga að þeir berjast eins og Ijón og leika fremur grófan handknatt- leik. Við lékum mjög lélega vörn í fyrri hálfleik, en það var lagfært í leikhléi. Sú varnaraðferð sem við tókum upp í síðari hálfleik, að taka alltaf einn mann úr umferð og skipta um mann öðru hvoru, fannst mér vera öðru fremur það sem skapaði okkur sigur. Með þessu voru langskytturnar stöðvaðar, og þá var fátt eftir hjá íslenska liðinu. Það er nefnilega galli hjá Islendingum hve þeir nota línumennina lítið. Leikmaður númer 7, Steindór Gunnarsson finnst mér til dæmis vera mjög góður, en hann er ekkert spilaður upp. -Ég held að íslenska liðið lærði mikið á þessum leik fyrir B keppnina í Hollandi. íslendingar leika of harðan handknattleik þegar þeir leika eins og í kvöld. Gróft leikið í vörninni, og sóknarvillur, eða sóknarbrot alltof algeng. Það er alveg klárt að liðum sem leika eins og ísland gerði í kvöld verður refsað af dómurunum í B-keppninni. Dómarar á meginlandinu viðurkenna ekki svona leik. En það er líka víst að íslenskir leikmenn og þýskir dómarar gera slæman kokkteil hér uppi á íslandi með íslenska áhorfendur“. En hvemig fannst þér dómgæslan? „Þessir dómarar voru ekki góðir. Þeir hafa ekki mikla reynslu þessir, og þegar áhorfendur eru eins og hér er ekki von á góðu. Það er mjög erfitt starf að dæma landsleiki hér. En ég vona þessara dómara vegna að þetta sé ekki þeirra besta, þetta sem þeir sýndu í kvöld“. „Eins og bú- ast mátti við” — sagdi Hilmar Björnsson „NÆ KflNNSKE 9000 STIGIIM” segir Daley Thompson ■ „Ég er sannfærður um að ég get bætt mig verulega í öllum greinum", segir Daley Thompson tugþrautarkappi frá Bretlandi. Ég gæti jafnvel náð 9000 stigum". Daley Thompson er 24 ára gamall. Hann setti heimsmet í tugþraut í mai á þessu ári 8707 stig. Tæpum þremur mánuðum seinna náði Austur Þjóðverj- inn Jurgen Hingsen metinu og bætti það með árangri uppá 8723 stig. Þá biðu allir með öndina í hálsinum eftir Evrópuleik- unum í Aþenu í september, en þar mættust þeir kapparnir báðir. Evrópuleikarnir hófust og Daley Thompson gekk í hverja gein með ákveðni, rólegheitum og öryggi. Hing- sen átti ekki möguleika á að fylgja meistaranum. Thompson náði skínandi árangri í flestum greinum, bætti heims- metið og endurheimti það um leið; 8743 stig hljóðaði árangurinn upp á. En það eru ekki bara frábærir hæfileik- ar í íþróttunum sjálfum sem gera Thompson að heimsmethafa og Evróp- umeistara í tugþraut. Það að hann er kynblendingur, á skoskan föður og afríska móður, gerði bernsku hans á Sohosvæðinu í Lundúnum frekar erfiða! Hann ólst upp við að vera harður og ákveðinn og þurfa að berjast fyrir sínu, og það er hlutur sem kemur sér vel í hinni erfiðu tugþraut. Þó var það ekki í frjálsum íþróttum sem Daley Thompson kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hann var knattspyrnumað- ur með Chelsea. Skýringin sem hann gaf á því að hann hætti í knattspyrnunni fljótlega eftir að hann byrjaði var „að það væri nóg af miðlungsknattspyrnu- mönnum á Bretlandseyjum". Fyrst var mm L > ■ 5 metra stökk í uppsiglíngu. tekið eftir hæfileikum Thompsons í frjálsum íþróttum þegar hann var 16 ára. Daley Thompson, besti tugþrautar-. maður heims er skínandi fyrirmynd annar- ra íþrótamanna. Hann vinnur sem blaöafulljrúi fyrir bílaframleiðslufyrir- tæki, en það gerir honum kleift að ráða tíma sínum og samræma hann æfingum þeim sem hann þarf að stunda sem tugþrautarmaður, og þær eru alltaf tvisvar á dag. Daley leggur mikið á sig til að ná markmiðum þeim sem hann hefur sett sér. „Ég æfi meira á einum degi en atvinnuknattspyrnumaður á einni viku“, segir hann. Daley Thompson er frábær íþróttamaður, enda kosinn íþróttamað- ur ársins í heiminum af frægu íþróttartíma- riti á Ítalíu fyrir skömntu (Paolo Rossi varð þar í 6. sæti). Og hann er enn að vaxa í þess orðs fyllstu merkingu, árið sem hann varð 23 ára hækkaði hann um rúman sentimetra. ■ „Þetta var eins og búast mátti við sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari. Við kláruðum ekki vörnina sérstak- lega í síðari hálfleiknum. Við vorum líka í vandræðum mest allan síðari hálfleik vegna þess að við vorum lengst af einum færri, að vísu misstu þeir líka menn út af, en það var ekki nærri því eins mikið hjá þeim og okkur. Og mcðan við klárum ekki vörnina sex, þá gerum við það ekki fímm, það segir sig alveg sjálft. 22 mörk eru ekki svo slæmt í sókninni, og það er því vörnin sem bilar“. Hvernig fannst þér dómgæslan? Ég vil ekkert um hana tala, það er best þannig. ■ Hilmar Björnsson Heimsmet í tugþraut árið 1982: grein Uiompson Hingsen Thompson 23,5,82 15.8.82 8.9.82 lOOm.hl. 10.49s. 10.74s. lO.Sls. langst. 7.95m. 7.85m. 7.8öm. Kúluvarp 15.31m. ló.OOm. 15.44m. Hástökk 2.08rn. 2.15m. 2.03m. 400m.hl. 46.86s. 47.65s. 47.11s. 110.gr. 14.31s. 14.64s. 14.39s. Kringluk. 44.34m. 44.92m. 45.48m. Stangarst. 4.90m. 4.60m. 5.00m. Spjótk. 60.52m. 63.1öm. 53.56m. 1500m.hl. 4:30,55 4:15,13 4:23,71 Stig 8707 8723 8743 ■ Skærasta stjarnan í langstökki og sprctthlaupi i dag er af mörgum talin vera Carl Lewis frá Bandaríkjunum. Það er ekki að ófyrirsynju, þrí að Lcw is hefur stokkið næst lengst allra í langstökki til þessa. Heimsmet Bobs Beamon í langst ökki, sett á ólympíuleik- unum í Mexíkó 1968, er nú orðið 14 ára gamalt, enda hreint ótrúlega langt 8,90 m. Carl Lewis hefur stokkið 8,76 metra lengst, en það gerði hann síðastliðið sumar. Hann hcfur marglýst því yfir að hann muni slá heimsmetið, það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lewis er einnig einn af bestu 100 metra hlaupurum heims, og það hjálpar honum ekki lítið í langstökkinu. Mörgum þykir þessi bandaríski blökkumaður líkjast mjög hinum þeldökka kynbróður sínum Jcsse Owens, sem sigraði m.a. í langstökki og 100 metra hlaupi á Ólympiuleikunum í Berlín 1936 og gerði að cngu vonir Adolfs Hitlér um að þýskur Aríi yrði stjarna þeirra leika. ■ Thompson þeytti kringlunni 45,8 metra í Aþenu í september. Lewis er af mörgum talinn stórstjarna, en hvað segir hann sjálfur? „Mér fínnst ég ekki vera nein stór- stjarna, mér finnst ég enn vera byrjandi eða svo til. En ég geri mér fulla grein fyrir því að hæfilcákar minir geta gert mig að milljónamæríngi“. Fólk segir að ég sé eins og Jesse Owens, það er mikill heiður fyrir mig, en um leið heilmikil byrði. Bob Bcamon hefur nú haldið heirasmetinu í 14 ár, og það er það sem ég er að keppa við.“ Hvenær heldur þú að þú sláir metið? „Það eru aðeins þrír keppnisstaðir sem ég tel nógu góða til þess að slá heimsmetið á, það eru Los Angeles, Indianapolis og Zurich. Hvenær ég slæ heimsmetið get ég ekki ákveðið eða sagt um, ég verð bara að vera þolinmóður. En ég veit að ég er nógu góður“. Stekkurðu svona langt af því þú hleypur svo hratt? „Tilhlaupið hjá mér er mjög afslapp- að, ekki það að ég fari neitt hægar þó svo sé, ég hugsa ekkert um stökkið fyrr P ■ Bob Beamon setur met metanna árið 1968 í Mexíkó. Sumir segja að þetta met verði aldrei slegið, en fullyrðingar i þá átt hafa heyrst æ minna eftir að Carl Lewis (á innfclldu rayndinni) kom fram á sjónarsviðið. en i siðustu tveimur skrefunum. Af- gangurínn er fatinn í útfærslu stökksms og uppstökkinu“. Ætlarðu að vinna eins mörg gullverðlaun í Los Angeles 1984 eins og Jesse Owcns í Berlin 1936? „Ég get tekið þátt í 100 og 200 metra hlaupum, langstökkinu og boðhlaupi, það er ekkert því til fyrirstöðu varðandi dagskrá leikanna, en ef ég ætla að gera það verð ég að vera í toppformi. Fjögur gullverðlaun í Lps Angeles væru góð fyrir framtíðina, ég gæti jafnvel orðið sjónvarpsstjama11. og skoraði. Hans Guðmundsson átti góðan leik með íslenska liðinu í gærkvöldi. Hér mundar hann skothönd sína og skömmu síðar læddi hann boltanum í gegn undir hönd varnarmannsins danska TTmamynd: Róbert DANIR HEFNDU OSIGURSINS ÁTTU SÍDARI HALFLEIKINN „ÍSLENSKfl LIÐIÐ LÆRIR AF ÞESSU” „SLÆ HEIMSMETK)” segir Carl Lewis langstökkvari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.