Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Érítimm 19 >g leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið O io ooo Dauðinn á skerminum (Death Watch) Afar spennandi og mjög sérsfæð ný Panavision litmynd, um furðu- lega lífsreynslu ungrar konu, með Romy Schnelder, Harvey Keitel, Max Von Sydow. Leikstjóri: Bertrand Tavenier Islenskur texti Sýndkl. 3, 5.30, 9 og 11.15 Kvennabærinn Blaðaummæli: „Loksins er hún komin, kvennamyndin hans Fellini, og svikur engan". - Fyrst og fremst er myndin skemmtileg, það eru nánasf engin takmörk fyrir þvi sem Fellini gamla dettur í hug“ - „Myndin er veisla fyrir augað" - „Sérhver ný mynd frá Fellini er viðburður" - „Ég vona að sem . allra flestir taki sér fri frá jólastúss- inu, og skjótist til að sjá „Kvenn- abæinn““ - Leikstjóri: Federico Fellini íslenskur texti Sýnd kl. 9.05 Feiti Finnur Sprenghlægileg og fjörug litmynd, um röska stráka og uppátæki þeirra, með BenOxenbould - Bert Newton og Gerard Kennedy. íslenskur texti. Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Fílamaðurinn Hin viðfræga stórmynd, afbragðs vel gerð og leikin af Anthony Hopkins, John Hurt, Ann Bancroft, John Gielgud. Leikstjórl David Lynch íslenskur texti I Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 Heimsfrumsýning: Grasekkjumennirnlr iglleg og fjörug ný gam- anmynd í litum um tvo ólíka grasekkjumenn sem lenda I furðu- legustu ævintýrum, með Gusta Ekman og Janne Carlsson Leikstjóri: Hans Iveberg. Sýnd kl. 3.15*, 5.15,7.15,9.15 og 11.15 Tonabío 3*3-11-82 Tónabió frumsýnir jólamyndina 1982 Geimskutlan (Moonraker) ROGER MOORE JAMES BONO 007^ MOONRAKER Bond 007, færasti njósnari bresku leyniþjónustunnar! Bond, í Rio de Janeiro! Bond i Feneyjum! Bond, í heimi framtiðarinnar! Bond i „Moonraker", trygging fyrir góðri skemmtun! Leikstjóri: Lewis Gilberg. Aðalhlutverk: Roger Mo- ore, Lois Chiles, Richard Klel (Stálkjafturinn) Michael Long- dale. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd f 4ra rása Starscope Stereo. Ath. hækkað verð. SFT13-84 Jólamyndin 1982 ,,Oscars-verðlaunamyndin‘' Arthur DudleyMoore Ein hlægilegasta og besta gaman- mynd seinni ára, bandarisk í litum, varð önnur best sótta kvikmyndin í heiminum sl. ár. Aðalhlutverkið leikur: Dudley Moore (úr „10") sem er einn vinsælasti gaman- leikarinn um þessar mundir. Enn- fremur Liza Minelli og John Gielgud, en hann fékk „Oscarinn" fyrir leik sinn I myndinni. Lagið „Best That You Can Do“ fékk „Oscarinn" sem besta frumsamda lagið i kvikmynd. isl. texti kl. 5,7, 9 og 11 1-15-44 Jólamyndin 1982 „Villimaðurinn Conan.. COHÁH —iFjUtiY.U M. — Ný mjög spennandi ævintýramynd i Cinema Scope um söguhetjuna „CONAN", sem allir þekkja af teiknimyndasiðum Morgunblaðs- ins. Conan lendir I hinum ótrúleg- ustu raunum, ævintýrum, svall- veislum og hættum i tilraun sinni til að hefna sin á Thulsa Doom. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger (Hr. Al- heimur) Sandahl Bergman, Jam- es Earl Jones, Max von Sydow, Gerry Lopez. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7:15 og 9:30. ,3*1-89-36 A-salur Jólamyndin 1982 Snargeggjað Ihe funwst ame&/ trim on die sottn.. Heimsfræg ný amerísk gaman mynd í litum. Gene Wilder og Richard Pryor fara svo sanrtarlega á kostum I þessari stórkostlegu gamanmynd - jólamynd Stjörnu- bíós i ár. Hafirðu hlegið að „Blazing Saddles", Smokey and the Bandit”, og The Odd Couple", hlærðu enn meira nú. Myndin er hreint frábær. Leikstjóri: Sindney Poitier. kl. 3, 5 7.05, 9.10 og 11.15 Hækkað verð Islenskur texti B-salur Jólamyndin 1982 Frumsýning Nú er komið að mér (lt‘s my Turn) íslenskur texti Bráðskemmtileg ný bandarísk gamanmynd um nútíma konu og flókin ástarmál hennar. Mynd þessi hefur alls staðar fengið mjóg góða dóma. Leikstjóri. Claudia Weill. Aðalhlutverk. Jill Clayburgh, Michael Douglas, Charles Grodin. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9.05 og 11 Ath. ofangr. sýningartimi gildir fram yfir áramót. 3*3-20-75 E. T. Jólamynd 1982 Frumsýning í Evrópu Ný bandarisk mynd gerð af snill- ingnum Steven Spielberg. Myndin segir frá litilli geimveru sem kemur til jarðar og er tekin i umsjá unglinga og barna. Með þessari veru og börnunum skapast „Ein- lægt Traust" E. T. Mynd þessi hefur slegið öll aösóknarmet í Bndaríkjunum fyrr og siðar. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlutverk: Henry Thomas sem Elllott. Leik- stjóri: Steven Spielberg. Hljómlist: John Wiliiams. Myndin er tekin upp og sýnd i Dolby Stereo. v Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Hækkað verð Vinsamlega athugið að bila- stæði Laugarásbíós er vlð Kleppsveg. # ÞJÓDLKTKHÚSID Jómfrú Ragnheiður 4. sýning i kvöld kl. 20 Uppselt Hvít aðgangskort gilda 5. sýning sunnudag kl. 20 6. sýning fimmtud. 6. jan. kl. 20 Garðveisla Þriðjudag kl. 20 Dagleiðin langa inn í nótt 8. sýning miðvikud. 5. jan. kl. 19.30 Ath. breyttan sýningartíma Litla sviðið: Súkkulaði handa Silju eftir Ninu Björk Árnadóttur. Lýsing: Sveinn Benediktsson Leikmynd: Messiana Tómasdóttir Tónlist: Egill Ólafsson. Leikstjórn: María Kristjánsdóttir. Frumsýning: í kvöld kl. 20.30 Uppselt 2. sýning sunnudag kl. 20.30 3. sýning miðvikudag 5. jan. kl. 20.30 Tvíleikur Þriðjudag kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. ISLENSKAl ÓPERANf Töfraflautan í kvöld kl. 20. uppselt 2. janúar kl. 20.00 Miðasala er opin frá kl. 15-20. Simi11475. i.i;ikit:ia(j KKYKIAVÍKUK Forsetaheimsóknin 2. sýning i kvöld uppselt grá kort gilda 3. sýning sunnudag uppselt rauð kort gilda 4. sýning þriðjudag kl. 20.30 blá kort gilda Skilnaður miðvikudag kl. 20.30 miðasala í Iðnó kl. 14-20.30 Simi 16620. JASKO^ABjO _3 2-21 -40 Með allt á hreinu Ný kostuleg og kátbrosleg islensk gaman- og söngvamynd, sem fjallar á raunsannan og nærgætinn hátt um mál sem varða okkur öll. Myndin sem kvikmyndaeftirlitiðgat ekki bannað. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson, Myndin er bæði í Dolby og Stereo Frumsýning kl. 2. Órfáir miðar fáanlegir. W- , 5, 7 og 9 ■ Með allt á hreinu er fjórða íslenska kvikmyndin, sem frumsýnd var á þessu ári sem nú er að renna sitt skeið á enda. Kvikmyndaárið 1982: Þrjátfu þriggja stjörnu myndir ■ Þá eru áramótin á næsta leiti og ástæða til að líta yfír árið sem er að renna sitt skeið á enda frá sjónarmiði kvikmyndaáhugamanns. Og þegar litið er á framboð kvikmynda hér á landi árið 1982, þar á meðal íslensku framleiðsluna, er ekki annað hægt en vera nokkuð ánægður. Á þessu ári voru frumsýndar fjórar nýjar íslenskar kvikmyndir. „Rokk í Reykjavík" eftir Friðrik Þór Frið- riksson var frumsýnd á páskunum og lýsti með skemmtilegum hætti þeirri miklu grósku, sem ríkt hefur í svokölluðu nýbylgjurokki hérlendis að undanförnu. Flér er fyrst og fremst um að ræða heimildarkvikmynd um nokkuð sér- stætt fyrirbrigði í íslenska unglinga- heiminum og sem slík tókst hún vel. Á páskum var „Sóley" einnig frumsýnd, en hún var því miður misheppnuð og gerði því stuttan stans í kvikmyndahúsum borgarinn- ar. I ágústmánuði var nýjasta kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar frum- sýnd og þar sýndi hann enn, að hann er ófeiminn að takast á við vandamál í samtímanum, að yrkja um íslend- inga samtímans á filmu. í „Okkar á milli í hita og þunga dagsins" tókst Hrafni þetta að mörgu leyti mjög.vel og þannig að eftir var tekið. Og nú fyrir jólin kom svo nýjasta kvikmynd Ágústs Guðmundssonar - „Með allt á hreinu". Því miður liefur mér ekki enn unnist tími til að sjá hana, en mcr er tjáð að hún sé að mörgu leyti mjög vel heppnuð, og fæ vonandi að sannreyna það einhvern tíma á nýja árinu. Fjórar nýjar íslenskar kvikmyndir á árinu sýna að gróskan er enn í íslenskri kvikmyndagerð. Og nokkr- ar myndir eru í undirbúningi eða vinnslu. Erlendu kvikmyndirnar En hvað þá um þær erlendu kvikmyndir, sem hér hafa verið frumsýndar á árinu? Á þessu ári hefur verið fjallað um tæplega 150 kvikmyndir í kvikmyndaþætti Tímans, og þeim gefnar stjörnur í samræmi við stjörnugjöf blaðsins. Þegar rennt er yfir stjörnugjöfina á árinu sem er að líða kemur í ljós, að af þessum ntyndum eru það 30, sem hafa fengið þrjár stjömur (ntjög góð) eða fjórar stjörnur (frábær). Það er fimmtungur cða þar um bil, þ.e. um 20%, sem vafalaust má teljast gott. Þetta hlutfall var í það minnsta aðeins lægra við uppgjör fyrir árið 1981, sem gert var um slðustu áramót, Af þessum 30 kvikmyndum hafa aðeins þrjár fengið fjórar stjörnur, sem sé „Járnmaðurinn" eftir pólska leikstjórann Andrei Wadja um fæð- ingu Solidarnosc, óháðu verkalýðs- hreyfingarinnar í Póllandi, japanska stórvirkið „Kagemusha" eða „Tví- farinn“ eftir Akira Kurosawa, og svo barna- og fjölskyldumyndin „E.T.“ eftir bandaríska undramanninn Stev- en Spielberg. Mjögólíkarkvikmynd- ir, en hvcr um sig frábær á sinn hátt. Þær kvikmyndir, sem fengu þrjár stjörnur, fara hér á eftir: Kona flugmannsins, Eldvagninn, Leitin að eldinum, Shining, Melvin og Howard, Montenegro, BeingThere, Stalker, Báturinn er fullur, Ránið á týndu örkinni, Lola, Síðsumar, Flótt- inn frá New York, Morant liðþjálfi, Close Encounters of the Third Kind (sérútgáfa), Kafbáturinn, Stáðgengillinn, Diva, Atlantic City, Blóðhiti, Absence of Malice, Venju- legt fólk, Hörkutólið, Dauðinn í fenjunum, Framadraumar, Dýra- garðsbörnin og Snargeggjað. Það er vafalaust misjafnt, hverjar af þessum 30 myndum ættu að teljast til „10 bestu mynda ársins“. Slíkt val erpersónubundið. í kvikmyndahorn- inu á morgun mun ég birta minn lista. -ESJ ★★ Dauðinn á skerminum ★★ Moonraker ★★ Kvennabærinn ★★ Með allt á hreinu ★★ Konungur grínsins ★★★ Snargeggjað ★★★★ E.T. ★★ Snákurinn ★★★ Being There Stjörnugjöf Tímans * * frábær ■ ♦ * t mjög góö • * * góö • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.