Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD? Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag v- labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmmi Armiila 24 36510 IHflHiHHHIiíHHHHHHIH^I 11 HREYKINN AÐ VERA VAL- INN TIL ÞESSA HEKHJRS — Rætt vid Jónas Kristjánsson, sem í gær hlaut heið- ursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 11 ■ Ég er mjög ánægður og hreykinn af því að hafa verið valinn til þessa heiðurs sagði dr. Jónas Kristjánsson prófessor og forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi er Tíminn ræddi við hann í gær, en heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright vom afhent honum í gær. Dr. Jónas Kristjánsson hefur um árabil verið mjög athafnasamur á sviði íslenskra fræða og bókmenntarann- sókna. Útgáfur á íslenskum fornritum sem hann hefur séð um eru orðnar fjölmargar og má þar nefna, Eyfirðinga sögur, riddarasögur t.d. Dinus saga dramb- láta og Viktors saga og Blávus og einnig hefúr hann skrifað vandað alþýðlegt rit um sérgrein sína, Handritin og fornsögurnar er út kom árið 1970. F>á er dr. Jónas meðritstjóri að verkinu Saga íslands, sem hóf göngu sína á þjóðhátíðarárinu 1974 og hefur hann ritað um bókmennta- sögu íslands í þær bækur sem út eru komnar í ritröðinni. Þá hefur hann skrifað fjölda fræðilegra rigerða í tímarit og flutt fyrirlestra um íslensk fræði við erlendar menntastofnanir. Hann varði doktorsritgerð við Háskóla íslands árið 1972 og fjallaði hún um Fóstbræðra sögu. „Jónasi Kristjánssyni eru veitt heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Wright árið 1982 fyrir að ganga fremst í hópi þeirra, sem sjá um að varðveita og ávaxta hina dýrmætu arfleifð, handritin sem geyma fornbókmenntir íslendinga," sagði dr. Sturla Friðriksson formaður sjóðsstjórnar í lok ávarps síns við verðlaunaafhendinguna í gær. Meðal þeirra starfa sem hvíla á herðum Jónasar Kristjánssonar er að vera annar fulltrúa íslands í þeirri nefnd sem sér um að ákveða hvaða handrit skulu flytjast til íslands frá Danmörku og hver skulu verða þar eftir. Tíminn bað Jónas í gær að greina frá því hvernig það starf gengi og hvar væri komið í heimflutningi handritanna. - Já, þetta er fjögurra manna nefnd, í henni sitja tveir Islendingar og tveir Danir. Samnefndarmenn mínir eru þeir Magnús Már Lárusson fyrrverandi rekt- or Háskóla fslands, Ole Widding og Chr. Westerg&rd-Nielsen. Nefndin starf- ar á grundvelli laga sem sett voru um þetta efni í Danmörku árið 1961 og í þeim lögum segir að þau handrit skuli skilast til fslands, sem teljist íslensk menningareign eins og segir í lögunum. Þetta er auðvitað dálítið óljóst orðalag, dropar ■ Dr. Sturla Friðriksson afliendir Jónasi Kristjánssyni heiðursverðlaunin, viðurkcnningarskjal og ávisun að upphæð kr. 20. þúsund. - Tímamynd: Ella. en nánar segir í lögunum að til að handrit uppfylli þessi skilyrði þurfi þau að vera skrifuð af íslendingum og fjalla einvörðungu eða lang stærsta hluta um fsland eða íslenskar aðstæður, svo að ég snari lauslega því sem stendur í lögun- um. Við höfum nú ekki alltaf verið sammála, nefndarmenn um það hvernig beri að túlka þetta í öllum tilvikum, en það hefur hingað til tekist að leysa allan ágreining. Ég tel mig geta fullyrt að nefndin ljúkistörfum á næsta ári, en sennilega verður um töluverðan ágrein- ing að ræða varðandi þau handrit, sem eftir er að taka ákvörðun um. Eru mörg handrit sem ekki falla inn í þann ramma sem ákveðinn er í lögunum um handrit sem skuli flytja til íslands? - Já, það eru allmörg handrit sem örugglega hafna utan þess ramma, þar á meðal eru allar konungasögur, Noregs- konungasögur, Svía- og Danakonunga- sögur. Handrit að þessum sögum verða ekki flutt til íslands. Auðvitað vildum við hafa þau meðal þess sem við fáum heim, en það verður ekki á allt kosið. Það eru margir ómetanlegir dýrgipir sem við höfum fengið eða fáum heim. Ég nefni Konungsbók eddukvæða, Flateyjar- bók, Möðruvallabók, lagahandritin Jónsbók og Grágás. Það er ómetanlegt fyrir okkur að fá þessi handrit til okkar. Erum við vel í stakk búnir til að taka við handritunum? - Já, ég tel mig geta sagt það með fullum rétti. Það er vel búið að stofnun Árna Magnússonar á íslandi hvað hús- næði og vinnuaðstöðu snertir og þar starfa margir úrvals fræðimenn. Útgáfu- starfsemi á vegum stofnunarinnar hefur FIMMTUDAGUR 3«. DESEMBER 1982 verið þó nokkur, t.d. tvær stórar útgáfur á þessu ári. Nú þegar þú hefur fengið þessa viðurkenningu, hyggstu taka þér frí frá stjórnunarstörfum og snúa þér að rann- sóknum? - Þessi verðlaunaveiting kom nú svo flatt upp á mig að ég hef ekki haft tíma til að hugsa málið, ætli ég leggi ekki þetta fé inn á verðtryggðan reikning meðan ég hugsa minn gang. Það er rétt að mikið af mínum tíma fer f stjórnunar- störf við stofnunina og ég kvarta ekki yfir því, ég hef mikla ánægju af mínum störftim. En auðvitað heilla fræðistörfin mann alltaf og ég gæti einmitt vel hugsað mér að taka mér tíma til þeirra ef færi gefst. - JGK. fréttir Fá íslenskan ríkisborgararétt ■ Lagt hefur verið fyrir al- þingi frumvarp um að veita 17 manns íslenskan ríkisborgara- rétt, en umsækjendumir sem teknir hafa verið í lagafrum- varpið fullnægja skilyrðum til að hljóta þau réttindi. Þeir eru: Blanco, Hugo Roberto, nemi í Reykjavík, f. 16. maí 1953 í Argentínu. - Boulter, Fred, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1956 í Bandaríkjunum. - Cates, James Michael, verkamaður í Hafnarfirði, f. 29. mars 1964 á íslandi. - Eriksen, Liv Synnöve, skrifstofustúlka í Reykjavík, f. 7. febrúar 1935 í Noregi. - Femandez, Dan- iele, kennari í Reykjavík, f. 5. apríl 1950 í Marokkó. - Garðar Ragnvaldsson, raf- virki í Kópavogi f. 6. nóvem- ber 1955 á íslandi. - Henrik- sen, Rosa Kristiane Jakobine, verkakona í Keflavík, f. 11. febrúar 1961 á Grænlandi. - Hentze, Amy Evarda, hús- móðir á Skagaströnd, f. 5. febrúar 1939 í Færeyjum. - Húbner, Tryggvi Júlíus, nemi í Kópavogi, f. 11. janúar 1957 á íslandi. - Jacobsen, Turid Egholm, húsmóðir í Reykja- vík, f. 2. júní 1935 í Noregi. - Hanscn, Sofie Katrine Deo- dora, húsmóðir á Kjalarnesi f. 12. mai 1953 á Grænlandi. - Kashima, Miyako, prestur í Reykjavík, f. 3. febrúar 1947 í Japan. - Lozanov, Krsto, rafsuðumaður í Reykjavík, f. 28. nóvember í Búlgaríu. - Maharey, Stella Marie, versl- unarmaður á Seltjamarnesi, f. 22. febrúar 1962 í Banda- ríkjunum. - Suarez, Maria Emma, húsmóðir í Reykjavík f. 5. apríl 1954áFilippseyjum. Thepchai, Narcumon, húsmóðir í Reykjavík, f. 3. mars 1952 í Thailandi. - Wilkinson, Janine Ruth, kennari í Hafnarfirði, f. 16. ágúst 1955 í Englandi. Blaðburðarbörn óskast Tímani. vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin bverfi: ijj Kvisthaga TjarnarbóÍ Fornhaga Miðbraut. Freyjugötu Wimvm sími:86300 dauSHBSHBBBsKS ■bhhhhhhbb Endurprentuð fjárhagsáætlun ■ Kunnugir segja að Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykja- vík, hafi tekið upp sérstakar hagræðingaraðgerðir við gerð fjárhagsáætlunar sinnar fyrir næsta ár, sem er hans fyrsta í röðinni. Fclast þær í því, að í stað þess að semja sérstaka áætlun frá grunni, þá sé tekin gömul og góð fjárhagsáætlun, sem algert skilyrði er að sé frá tímum Gialdsins, og hún endur- prentuð í heild sinni, eða því sem næst. wm Segja gárungarnir að fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1972 og síðan frumvarp fjárhagsáætlunarinn- ar fyrir næsta ár stemmi svo gott sem upp á krónu. Það er eins gott að Birgir Isleifur hafi áttað sig á því að hann var að semja margfaldar fjárhags- áætlanir hér á árum áður, sem síðan yrðu endurprentaðar í fyllingu tímans. Bryndís ogJón að baki Guðlaugi? ■ Undirbúningur prófkjörs- baráttunnar ■ hinum ýmsu flokkum stendur nú sem hæst. Kratar á Suðurlandi eru þar engin undantekning. Sögu- sagnir voru um það í haust að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem sigraði í prófkjöri Alþýðu- flokksmanna í Reykjavik, hygði á framboð í því kjör- dæmi, en nú hafa þær verið bornar til baka, enda fram- boðsfrestur runninn út og hún ekki á meðal frambjóðenda. Hins vegar hafa þau hjónin fundið sinn mann sem þau styðja dyggilega á Suðurlandi, sem er Guðlaugur Tryggvi Karlsson, sem heldur sinn fyrsta kosningafund á Selfossi í dag. Aðalræðumaður þar að Guðlaugi frátöldum, verður einmitt Jón Baldvin Hanni- balsson. Segja heimildamenn Dropa að þama sé um gagn- kvæman stuðning að ræða, því Guðlaugur Tryggvi hafi verið ein aðal vitamínsprautan í kosningavinnu við framboð Jóns Baldvins hér í Reykjavík á dögunum. Krummi ... strengir þess heit um áramótin að...nei annars...skál!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.