Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 59

Fréttablaðið - 07.02.2009, Síða 59
heimili&hönnun ● S tundum skipta börn ört um áhugamál og smekkur þeirra breytist og þroskast. Því getur komið sér vel að hafa barnaherbergin þannig að auðvelt sé að breyta þeim. Sniðug lausn er að hengja upp snaga í stað nagla og þá má raða myndum eða einhverju öðru skrauti á þá að vild hverju sinni. Einnig hafa sumir brugðið á það ráð að strengja þráð eða mjóan gardínuvír upp á vegg eða enda á milli og hengja síðan teikningar og annað skraut upp með klemmum. Nota má hvort sem er þvottaklemmur eða aðrar sérhannaðar klemmur. Í Ikea fást til dæmis ýmiss konar klemmur og vírar og í Tiger og Søstrene Grenes má fá litlar klemmur, skreyttar með ýmiss konar fígúrum. Hægt er að fá eins konar hengi- rúm eða net undir bangsa og annað smálegt sem festa má horna á milli. Netið fæst meðal annars í Fífu. Auð- færanleg húsgögn geta líka komið sér vel í herbergi hugmyndaríkra barna sem gefin eru fyrir breytingar. Tilvalið er að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. - hs Auðvelt að breyta og bæta Einfalt er að hengja upp snaga í barnaherbergi sem nota má síðan undir ýmislegt smálegt. GETTY/NORDICPHOTOS ● ÍSLENSKUR ARKI- TEKTÚR Reykjavíkurborg var ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Af því tilefni ákvað Arkitektafélag Íslands að gefa út leiðarvísi um íslensk- an arkitektúr og hlaut sú bók heitið Guide to Icelandic Archi- tecture. Er hún sú fyrsta sinn- ar tegundar en um 250 verk eru rædd í bókinni og á valið á þeim að endurspegla megin- þemun í arkitektasögu Íslands sem og að sýna þá fjölbreytni og frjósemi sem einkennir íslenskan arki- tektúr. Bókin fæst á www. birkiland. com. OPIN RÝMI Prologus er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur á síðustu árum sérhæft sig í hönnun, framleiðslu og sölu á innanstokksmunum og húsgögnum fyrir heimili og fyrirtæki. Fyrirtækið býður nú upp á yfir 30 vörulínur, þar sem um er að ræða stóla, sófa, skenki, skiltalínur, sýningarskápa, bæklingastanda og skrifstofuhúsgögn auk þess sem sérhannaðar lausnir eru í boði. Stólinn hér á mynd- inni kallast Lex IV og er hluti af stólalínu sem verður kynnt á næstunni. Lex IV er hannaður fyrir opin biðrými, flugstöðvar og móttökusali þar sem menn geta notað fartölvur. Prologus er til húsa í Súðarvogi 20. Sjá einnig vefsíðuna www.prologus.is. hönnun LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.