Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.02.1983, Blaðsíða 1
FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miövikudagur 9. febrúar 1983 31. tölublað - 67. árgangur Bráða- birgðalögin rædd í dag? „Hver á Hermanns- son ■ „Það veit ég aidrei - hver d að vita það? - hver á að svara? Ég tek bráðabirgða- lögin auðvitað fyrir, en það veit ands... hvort ég næ af- greiðsiu - en menn hóta mái- þófi'". Það var - eins og menn sjá - gustur á Sverri Hermanns- syni, forscta neðri - deildar Alþingis er við spurðum hann hvað liði afgreiðslu bráða- birgðalaganna - hvort þau yrðu tekin fyrir á Alþingi í dag. ' _________HEI Hrossa- sýning í Laugar- dalshöll? ■ „Þetta er í bígerð, cn ekki víst að þeir fái Laugardalshöil- ina og alls ekki á íþróttatíma- bilinu. Það er um hvítasunn- una scm þctta gæti komið til greina", svaraði Gunnar Guð- mannsson, forstöðumaður Laugardalshallarinnar, spurð- ur hvort verið sé að undirbúa mikla hrossasýningu í Höll- inni. En mikil sölu- og kynn- ingarsýning á hrossum er fyrir- huguð í vor fyrir útlendinga og aðra hrossaáhugamenn. Gunnar kvað ekki einu sinni búið að sækja um Höllina skriflega ennþá, og ekkert víst um hvað af verður fyrr en skriflcgt svar fengist þar að lútandi frá íþróttaráði. -HEI Miðstjórn fjallar um kjördæma- málið ■ Miðstjórn Framsóknar- flokksins hefur verið köiluð saman til fundar, sem haldinn verður í Reykjavík n.k. sunnu- dag. Miðstjórnin mun taka afstöðu tii þeirra breytinga sem verið er að undirbúa á kjördæmaskipaninni. Fundir eru tíðir og langir hjá for- mönnum stjórnmálaflokkanna og um kjördæmamálið og er reiknað með að línur vcrði farnar að skýrast um helgina. Fundi miðstjómar sem halda átti um miðjan janúar s.i. var frestað vegna óveðurs og sam- gönguerfiðleika. Síðan voru menn uppteknir í nokkrum kjördæmum vegna prófkjöra en nú er lag að halda mið- stjórnarfund og kjördæmamál- ið að komast á það stig að miðstjórnin getur tekið afstöðu til þess máls. O.Ó Ágreiningur innan Sjálfstædisflokksins í kjördæmamálinu: „EKKI NÖGU ÁNÆGBUR MEB ÞAD SEM AB ER SIEFNF segir Sverrir Hermannsson, sem kveðst andvígur sama vægi atkvæða á öllu landinu ■ „Ég er ekki nógu ánxgður með það sem að er stefnt - mundi bera fram breytingartil- lögu,“ sagði Sverrir Hermanns- son, alþingsmaður spurður álits á frumvarpi því sem nú mun liggja fyrir og Morgunblaðið sagði í gær að samstaða væri að nást um milli allra flokka nema Framsóknar. -Ég á eftir að sjá að það náist alsherjar samkomulag um þetta. Held raunar að einhver tími muni líða áður en hægt er að kveða upp úr með það að líkur séu á samkomulagi, þótt á þeim sé að heyra að þeir hafi gert sér auknar vonir um þetta - hvort sem það er raunsæ niðurstaða eða ekki, sagði Sverrir. „En.það komu fréttir sem maður varð vissulega hissa á fyrir helgina, þ.e. að Framsóknarflokkurinn væri ákaflega tilleiðanlegur í þessu öllu. Það hafði maður nú haft vissar efasemdir um“. Spurður hvort skoðanir séu ekki skiptar milli þéttbýlis- og dreifbýlisþingmanna í Sjálf- stæðisflokknum, sagði Sverrir: „Það er búið að ræða þetta óhemju mikið - óhemju margar hugmyndir sem hafa komið upp og alltaf verið að reyna að ná endum saman - reyna að taka tillit til sem flestra. En jöfnun atkvæða verður ekki nema með því að það bitni á einhverjum. Ég fylgi frekar fjölgun þing- manna og urðu mér því mestu vonbrigði hvað menn létu hræða sig frá því. Það er staðreynd að það hefði gengið best að lækna þetta vægi atkvæðanna með því - þó ég vilji taka fram að ég er ekki þeirrar skoðunar að vægi atkvæða eigi að vera jafnt hvar sem menn eru búsettir á landinu. En því var spillt fyrir þröngsýni að mínum dómi og þessvegna erfiðara að ná niðurstöðu“. HEI ■ Vængurinn af TF-MAO við síðu togarans Harðbaks á Akureyri í gærdag. Brakið fannst einmitt nærri þeim stað þar sem skip varð síðast vart við flugvélina. (Ljósmynd G.K.) Brak finnst úr TF MAO ■ S.l. fimmtudag þegar togar- inn Harðbakur var á veiðum ulþ.b. 30 sjómílur út af Kóp fékk hann brak úr flugvél í vörpuna og var það síðan rannsakað þcgar togarinn kom til hafnar.Á Akureyri var brakið rannsakað af loftferðaeftirlitinu og að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar yfir- manns þess er sannað að um er að ræða vænghluta af vélinni TF MAO, sem fórst seint í október s.l. og með henni einn maður, Halþór Helgason kaupfélags- stjóri á ísafirði. Að sögn Skúla Jóns varstaður- inn þar scm brakið fannst einmitt á þeim slóðum sem tulið er að skipverjar á mb Þrym hafi síðast orðið varir við vélina. Brakið sem fannst var úr hægra væng vélarinnar , vængendinn að hrcyfli. FALLHLUTFALL í MENNTA- SKÓLUM ÓVENJU HÁTT NÚ — stærðfræðin einkum erfid, segir Sveinn Ingvarsson, konrektor ■ „Það er ákaflega mikil ein- földun að segja að 50% fyrsta árs nemenda hafi fallið á jóla- prófunum. En það er rétt að það var ansi mikið fall í ákveðnum greinum, stærðfræðinni t.d.‘", svaraði Sveir.n Ingvarsson, kon- rektor Menntaskólans við Hamrahlíð - spurður vegna orða er skólastjóri Hlíðarskóla lét falla í sjónvarpi nýlega. Taldi Sveinn orð hans eiga við fall á stærðfræðiprófunum, en fyrst og fremst hafi verið unnið úr prófum í greinum þeim sem eru í samræmdu prófunum. Sveinn benti hins vegar á að vegna meiri sveigjanieika í MH en í skólum með gamla bekkjarkerfinu, þá geti nemendur komið betur út í öðrum greinum og haldið áfram í þeim, þótt þeir þurfi að endurtaka þær greinar sem þau falla í. Spurður hvort fallhlutfallið hafi verið óvenjuhátt núna í vetur kvað hann svo virðast sem nokkurra áraskipta gætti um það. „En ég reikna þó með að það hafi kannski aldei verið eins mikið um að nemendur hafi fallið og núna í vetur". T.d. kvað hann útkomuna hafa verið miklu betri í fyrravor. Sveinn kvað þctta mál til ahugunar og umræðna í skólan- um. M.a. hafi allir grunnskólar sem nemendur komu frá á s.l. hausti verið heimsóttir og rætt við skólastjóra þeirra til að reyna að leita einhverra skýringa á þessu háa fallhlutfalli. En hver eru viðbrögð nemend- anna - hætta þau í skólanum? - Sum falla á önninni - falla þá kannski í nánast öllum greinum - önnur falla í hluta greinanna og þurfa að endurtaka þær, en geta haldið áfram í öðrum. Nemendur hætta hins vegar yfirleitt ekki fyrr en að vori - þ.e. eftir tvær annir - þótt alltaf detti auðvitað eitthvað úr. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík kvað ekki litið svo mjög á árangur í einstökum greinum í MR. En miðað við meðaltals- einkunnir úr prófum - án leik- fimi og skólasóknar þá hafi rúmlega 33% fyrsta árs nemenda ekki náð einkunninni 5 að meðaltali. Þegar annað bætist við og árangur til vors líti dæmið allt öðruvísi út. Undanfarin vor hafi brottfallið verið frá 20 til 25% - þ.e. þeir sem hafa fallið og hætt. Það sé mjög svipað hlutfall og var á landsprófstím- anum. En þar verði þó að taka með í reikninginn að þá þurfti meðaleinkunn að vera hálfum hærri, þ.e. 5,5 til að komast upp úr 3. bekk. Án þess að hafa gert nákvæma athugun kvaðst Guðni giska á að unt 40-50% þeirra sem falla í 3. bekk setjist aftur í sama bekk að hausti. Hinir hætta eða leita í aðra skóla. HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.