Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 7 ■ Roger Moore sem trúður Þekkið þið Hver er það, sem héniefur brugðið sér í truðsgervi. Hann er hér að leika í kvikmynd í Bretlandi og þar þurfti hann að nota dulargervi til að komast undan óvinum sínum. Jú, það var enginn annar en Brando borðar sér til óbóta ■ Stórleikarinn Marlon Brando er nú sagður illa hald- inn af ástarsorg. Og til að sefa sorgina þá borðar hann og borðar, og vinir hans eru heist á því að hann sé að borða sig í hel. l>ar til nú fyrir skömmu var Marlon Brando, sem nú er 58 ára, sannfæröur um að hin japanska vinkona hans. Yac- hio Tsubaki, myndi samþykkja að giftast honum, og var farinn að hugsa fyrir brúðkaupi og hjónabandi. En nú segir Yachio: Foreldr- ar mínir eru á móti því að ég giftist fráskildum manni, svo það kemur ekki til mála. í örvæntingu sinni hefur Brando snúið sér að góðum mat og drykk sér til huggunar, og hann fitnar og fitnar. ■ Hér hefur hann afklæðst trúðsgervinu, en hann kvart aði yfir andlitsmálningin væri enn föst framan í sér trúðinn? Roger Moore, sem kom þarna fram sem trúður í nýjustu James Bond-myndinni Octop- ussy, 'sem tckin er upp bæði í Pinewood kvikmyndaverinu í Bretlandi og á ævintýralegum stað í Indlandi. fyrsta þar sem ég sýni íslenskt landslag. Þessar myndir eru mál- aðar bæði hér heima og úti í Noregi." Er ekki erfitt að mála íslenskt landslag úti í Noregi? „Jú auðvitað er það dálítið erfitt. Ég hef bæði unnið þær eftir skyssum sem ég hef haft með mér að heiman og svo eru þetta svona minningar líka, myndir sem ég mála eftir minni, og geyma náttúrustemmningar sem ég hef geymt í endur- minningunni. . Annars voru fyrstu landslags- myndirnar sem ég málaði frá Kína, ég fór þangað í ferðalag árið 1978. Eftir það tóku við myndirnar frá Noregi og svo þessar sem ég sýni nú.“ Hefurðu tölu á því hvað þú hefur haldið margar einkasýn- ingar. „Já, þetta er áttunda einkasýn- ingin. Auk þess hef ég haldið stórar samsýningar með ágætum málurum fyrst 1976 og aftur 1982. Er mikil gróska í myndlist hjá Norðmönnum? Já, það er óhætt að segja það, en ég held að þeir slái ekki íslendinga út í þeim efnum. Það er mikið selt af málverkum þar ytra, en varla eins og hér. En Norðmenn eiga mikið af söfnum og mörg gallerí og það er mikið líf í þessu hjá þeim. Þeir hafa líka löngum átt góða málara og eiga ennþá. Lærðir þú kannske í Noregi sem ungur maður? Já, reyndar var ég þar eitt ár við nám. Ég stundaði annars mitt myndlistarnám í Stokk- hólmi fyrst og síðan í París. En að því loknu fékk ég styrk til ársdvalar í Noregi, svo að ég kannaðist við mig þar þegar ég flutti þangað. Sýning Hjörleifs verður opnuð á laugardaginn eins og fyrr sagði og mun standa fram til fyrsta maí. Myndirnar eru allar til sölu. JGK erlent yfirlit ■■ ■ Reagan að búa sig undir að flytja stjörnustríðsræðuna. Við hlið hans er Ijósmynd, sem á að sýna flugvöll, sem Rússar hafa byggt á Kúbu. '■ÍWM. Reagan stóref lir fridar- hreyfingarnar í Evrópu Breytir hann um starfsaðferðir 17. maí? ■ AMERÍSKA vikuritið Newsweek kemst svo að orði í tölublaðinu, sem kom út eftir páskahelgina, að Ronald Reag- an hafi aldrei tekizt að sannfæra gagnrýnendur sína í Bandaríkj- unum, friðarhreyfingamar í Evrópu né rússneska ráðamenn um að hann væri raunverulega fylgjandi samkomulagi um tak- mörkun vígbúnaðar. Honum hafi ekki heldur tekizt þetta með síðasta tilboði sínu til Sovétmanna um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Enginn hefði búizt við jákvæðu svari Rússa, enda hafi það ekki verið tilgangurinn með tillögu Reagans, heldur hafi henni verið ætlað að sanna efa- sömum Bandaríkjamönnum og Evrópumönnum friðarvilja for- setans. Þetta hefði honum síður en svo tekizt og væri það vissu- lega mikið alvörumál. Augljósasti vitnisburðurinn um það voru hinar miklu göngur og samkomur friðarhreyfing- anna í Vestur-Evrópu um páska- helgina, einkum þó í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi, en þær voru að mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu meðaldrægra eld- flauga í þessum löndum. Hin mikla þátttaka var augljós sönnun þess, að Reagan hafði enn einu sinni tekizt að magna þessar hreyfingar. Það sem hafði gerzt áður en Reagan bar fram umrædda til- lögu sína, hafði ekki síður verið vatn á myllu friðarhreyfinganna. Strax eftir kosningasigur Kohls í Vestur-Þýzkalandi flutti Reagan ræðu á kristilegri sam- komu, þar sem hann lýsti Sovét- ríkjunum sem fulltrúa hins illa í heiminum. Af þeim orðum mátti vel draga þá ályktun, að Reagan væri ekki í neinum samningahug. Skömmu á eftir flutti Reagan svo sjónvarpsræðu, sem oft síðan hefur verið kennd við stjörnu- stríð. Þar boðaði hann, að Bandaríkin ættu að koma sér upp geislavirkum vörnum úti í háloftunum, sem yrðu þess megnugar að eyðileggja allar eldflaugar, sem fulltrúar hins illa hygðust senda Bandaríkja- mönnum. ■ Gromyko á blaðumanna- fundinum að hafna tillögu Reag- ans. Það var nokkurn veginn Ijóst, að ef slík vopn væri hægt að nota til varnar, væri ekki síður hægt að nota þau til sóknar og beita þeim gegn borgum og mann- virkjum hvar sem var á hnettin- um. Augljóst var það líka, að Rússar myndu ekki horfa á það aðgerðalaust, ef Bandaríkin reyndu að koma upp slíku vopnakerfi. Þeir myndu reyna hið sama. Mesta vígbúnaðar- kapphlaup sögunnar væri þá hafið. HIN NÝJA tillaga Reagans um takmörkun eldflauga í Evrópu var knúin fram af ríkis- stjórnunum í Vestur-Evrópu, sem töldu, að tillagan um núll- lausnina hefði ekki hljómgrunn í Evrópu, því að Rússum væri auðvelt að hafna henni. Sam- kvæmt henni áttu Rússar að eyðileggja allar SS-20 eldflaugar sínar, sem taldar eru á fjórða hundrað, gegn því að Nato félli frá eldflaugaáætlun sinni frá 1979. Augljóst var, að samkomulag á þessum grundvelli myndi tryggja yfirburði vestrænna ríkja á sviði meðaldrægra eldflauga. Bretar og Frakkar hefðu áfram um 150 eldflaugar, sem þeir ætla að fara að endurnýja. Vestrænu ríkin hafa einnig yfirburði hvað snertir eldflaugar, sem eru stað- settar á skipum. Þau hafa einnig fleiri flugvélar, sem geta flutt kjarnavopn. Rússum hcfur þannig verið auðvelt að hafna núlllausninni á þeim grundvelli, að hún næði aðeins til eldflauga, sem væri skotið frá jörðu og tryggði þann- ig yfirburði vestrænna ríkja. Þeir hafa hins vegar komið með þá gagntillögu, að þeir hefðu ekki fleiri meðaldrægar eldflaugar í Evrópu en Bretar og Frakkar samanlagt. Þessi tillaga Rússa lítur ekki illa út, þegar þess er ekki gætt, að SS-20 eru fullkomnari en eldflaugar Breta og Frakka. Þessi lausn myndi því tryggja yfirburði Rússa hvað meðal- drægar eldflaugar snerti. Hin nýja tillaga Reagans er byggð á núlllausninni, en gerir ráð fyrir því, að til að byrja með, fækki Rússar aðeins hluta af SS-20 eldflaugum sínum, en Nato komi sér upp sömu tölu nýrra eldflauga og Rússar halda eftir. Rússum var auðvelt að hafna þessu á þeim grundvelli, að þetta tryggði vestrænu ríkjunum yfir- burði, þar sem ekki væri neitt tillit tekið til eldflauga Breta og Frakka eða yfirburða vestrænu ríkjanna hvað snerti eldflaugar, sem skotið væri frá skipum eða flugvélum. Til að setja mótmæli sín sem eftirminnilegast á svið boðaði Gromyko til blaðamannafundar, þar sem hann hafnaði tillögu Reagans og svaraði fyrirspurn- um erlcndra blaðamanna. FRÉTTASKÝRENDUR velta því nú fyrir sér hvert fram- haldið verði. Af hálfu ríkisstjórna í Vestur- Evrópu hefur verið látið uppi, að tillaga Reagans sé skref í rétta átt, en vafalítið hafa þær þó gert sér von um, að skrefið yrði nokkru lengra en það varð að þessu sinni. Ríkisstjórnirnar láta jafnframt í ljós þær óskir, að synjun Rússa sé ekki endanleg. Undir niðri gera þær sér þó vafalítið Ijóst, að neitun Rússa er endanleg, nema stærra skref verði stigið af hálfu Reagans. Þær gera sér líka vafalítið von um það og byggja hana á því að Reagan fylgi þeirri samningsað- ferð að láta lítið eftir í einu, enda muni það vænlegust aðferð í viðræðum við Rússa. Hann kann einnig að vilja draga sam- komulagið, ef úr því verður, fram á næsta ár til að bæta stöðu sína í forsetakosningunum. Þess ber einnig að gæta, að Reagan ræður ekki einn ferð- inni. Hann þarf að fá samþykki Breta og Frakka fyrir því, að eldflaugar þeirra verði einnig teknar með í reikninginn. Án þess eru takmarkaðar líkur á samkomulagi. Flestum fréttaskýrendum kemur saman um, að sé það ætlun Reagans að semja, þurfi hann að halda öðru vísi á málum en hingað til. Hann sé með ræðuhöld og yfirlýsingar, sem veki tortryggni á vilja hans til samkomulags. Þannig blási hann lífi í friðarhreyfingarnar í Vest- ur-Evrópu og auðveldi Rússum áróðurinn. Viðræðum risaveldanna um meðaldrægu eldflaugarnar var frestað fyrir nokkru og áttu þær að hefjast aftur í júní. Nú hefur orðið samkomulag um, sam- kvæmt tillögu Bandaríkjamanna að þær hefjist mánuði fyrr, eða 17. maí. Sumir vona, að þá stigi Reagan nýtt og meira skref til samkomulags. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.