Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 17 menningarmál ■ Neró (Dom DeLuise) í peningabaði í Róm. Stórkarlalegt grín Mel Brooks HISTORY OF THE WORLD, PART I (Saga heimsins, fyrsti hluti). LeikstjóH, framleiðandi og höfundur handríts: Mel Brooks. Myndataka: Woody Omens og Paul Wilson. Aðalhlutverk: Mel Brooks, Dom DeLuise, Madeline Kahn, Gloris Leachman, Sid Caesar, Pamela Stephenson. Bandarísk frá árinu 1981. Sýnd í Stjörnubíó. ■ Þegar hetjumar í „Sögu heimsins" sleppa úr fallöxi frönsku byltingarinnar með aðstoð hermanns úr rómverska hemum á tímum Nerós, þykir jafnvel þeim nóg um hversu farið er út fyrir bönd þess trúanlega í myndinni, en fá þá svarið: kvikmyndin er töfrar, þar getur allt gerst. Og það em vissulega fá bönd, sem hér halda Mel Brooks frekar en fyrri daginn. Árangurinn er stundum frábær en á öðmm tímum ótrúlega flatur og hvers- dagslegur. „Saga heimsins“ er því einna líkust sundurslitinni revíu, þarsem bráð- vel gerð atriði glitra inn á milli meðal- mennskunnar. Mel Brooks tekur fyrir nokkra merkis- atburði í sögu mannsins: sýnir hvernig mannaparnir læra að standa, bregður upp nokkrum svipmyndum, sumum bráðskemmtilegum, af steinaldarlífinu, og sýnir okkur hvers vegna boðorðin, sem Moses birti lýðnum, voru tíu en ekki til að mynda fimmtán. Mestur hluti myndarinnar fjallar hins vegar um þrjú tímabil í mannkynssögunni; Rómaveldi á tímum Nerós, Rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar á Spáni, og frönsku stjórnarbyltinguna. Af þessum atriðum hlýtur Rannsóknarrétturinn að teljast best heppnaður; þar verður pyntingar- stöð rannsóknarréttarins að sviði fyrir hugmyndaríkt söngleiksatriði í stíl gömlu dans- og söngvamyndanna frá Hollywood; aldeilis ótrúlegt, fáránlegt, ósvífið og bráðskemmtilegt atriði. Saga helmsins, fyrsti hluti — Stjörnubfó: ★ ★ Það fer vafalaust eftir smekk hvers og eins hversu mikla skemmtun áhorfendur hafa af uppátækjum Brooks, sem er eins og oft áður alltof upptekinn af húmor sem snýst um kynlíf og líffærastarfsemi. Hann leikur sjálfur ýmis hlutverk í myndinni, og er til dæmis góður sem Torquemada, yfirmaður Rannsóknar- réttarins. Dom DeLuise gerir Neró keisara mjög góð skil, og Madeline Kahn er óborganleg sem keisaraynjan Nympho. Sem sagt: góð skemmtun fyrir þá sem kunna að meta dálítið stórkarlalegt grín. -ESJ Umgjafabréf og bindindisstarf ■ Mér hefur borist bréf SÁÁ með tveimur gjafabréfum sem mér er gefinn kostur á að undirrita. Það geri ég þóekki að svo komnu máli og skal ég gera grein fyrir ástæðu þess. Mér er síst skapraun eða leiðindi að því þó að áhugasamt fólk safni fé til góðra verkefna. Hins vegar sýnist mér að nú sé svo ástatt á sviði heilbrigðismála og lækninga að frekar skorti fé til að reka starfsemi í þeim húsum sem til eru en að byggja fleiri. Nefni ég þar Landspítalann og Kristnes sem dæmi. Hér skiptir þó mestu að mér finnst að bindindisstarfsemi í landinu sé mjög vanmetin. Betra er heilt en velgróið og talsmaður SÁÁ í sjónvarpinu á þriðju- dagskvöldið sagði að 10-15% af alkóhól- istum yrði ekki viðbjargað svo að þeir lifðu eðlilegu, heilbrigðu lífi. Ég hef dálítið reynt að hjálpa til við barnastúku síðustu árin og ég mun halda því áfram meðan ég get og þyki liðtækur til þess. Það eru liðlega 100 krakkar í- stúkunni. Stefna okkar er að „við viljum t/arast áfengi og tóbak." Ég held að allir góðir menn megi þakka fyrir hvert ár; sem það dregst áð börnin byrji að neytá áfengis og tóbaks. En auðvitað miðurn. við starfið við'það að þau leggi sigaldrei í þá óþörfu áhættu. Ef okkur tekst að verndá hundrað. börn frá því að byrja áfengisneyslu er það dýrmætur árangur. Þið vitið mæta vel að af hverjum hundrað mönnum sem venjast áfengi verða 10 alkóhólistar og aðrir 10 drekka sér til meiri eða minni vandræða. Við verndum því 10 manns frá því að fara í meðferð vegna drykkju- sýki úr hverju hundraði sem heldur bindindið. Og a.m.k. einum af þessum 10 segir Jón Steinar Gunnlaugsson að ekki yrði hægt að bjarga þó að hinir níu eigi sér viðreisnarvon. Ég hef alls ekki talið saman hversú margar krónur þessi viðleitni mín að styðja við bindindisstarf hefur kostað mig, enda kemur það ekki þessu máli við. En ég er ákveðinn í því að sá málstaður hafi forgangsverkefni hjá mér. Þar er þörfin mest og þar er mest að vinna, Samt sem áður þykir mér gaman að geta þó í litlu sé, stutt önnur mannbótafyrirtæki og líknarmál, krabbameinsfélög, SÁÁ, styrktarfélag fatlaðra, vangefinna o.s.frv. Því mun ég halda áfram að greiða árgjald til SÁÁ. Með samúðarkveðju, Halldór Kristjánsson ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR ‘ Breytum gömlum isskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. ífehstvBrk REYKJAVIKURVEGI 25 Hálnarfiröi simi 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Klukkur sem skrifa! — fermingargjöfin í ár Já, þú færð margt skemmtilegt í STUÐ-búöinni. Þar færö þú t.d.: ★ Klistraðar köngulær sem skríöa. ★ LAST-vökvann sem gerir plötuna betri en nýja. ★ Leigðar videospólur (VHS) meö Bob Marley, Black Uhuru, Grace Jones, Joy Division, Ca- baret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness, Kate Bush, Siouxie & The Banshees og mörg- um mörgum fleiri. ★ Flestar — ef ekki bara allar plöturnar meö: Stranglers • Doors • Tangerine Dream • D.A.F. • Art Bears • David Bowie • P.I.L. • Pere Ubu • John Lennon • Beatles • Rolling Stones • Brian Eno • Kizz • Mike Oldfield • Iron Maiden • Mississippí Delta Blues Band • Work • Killing Joke • Misty • Defunct • ★ Vinsælustu plöturnar trá Skandinaviu. DAVE VAN RONK: Sunday Street Virtasti blussöngvari heims meó sina allra bestu piötu. RAR’s Greatest Hits Safnplatan vinsæla með Clash, Tom Robinson, Stiff Little Fingers, Elvis Costello, Gang of 4 o.m.tl. STUO Átdé&UXÍKK TIL HVERS? FYRIR HVERN? STUOklúbburinn er plötuklúbb- ur, hugsaóur sem bætt þjónusta vlö þá sem aóhyllast framsækið rokk. STUDklúbburinn er fyrir þá sem vilja fytgjast meö þvi helsta sem er aó gerast á sviöi framsækin- nar rokktónlistar. Féiagar í STUOklúbbnum fá reglulega heimsendar upplýs- ingar um hvaöa plötur eru á boöstólum i hljómplötuverslun- inni STUDi, væntanlegar plötur, helstu hræringar i bransanum o.s.frv. Aö auki fá fólagar í STUDklúbbn- um afslátt á öllum fáanlegum vörum í STUÐi; þeim gefst kostur á aó sérpanta sjaldgæfar plötur; þeir fá margvislegar plötur á meiriháttar tllboösveröi, svo aóeins fátt eitt sé nefnt. Velkomin/nl Laugavegi20 Sími27670 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta rafiögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpai samvirki m y SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.