Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 3 fréttir Efnahagsstefna Framsóknarflokksins hin eina raunhæfa: , JffiRAR KOSNINGAR VÆRU SKEMMDAR- VERK GEGN (SLENSKU EFNAHAGSLÍFI” — segir Haraldur Ólafsson, sem skipar 2. sætið á B-listanum í Reykjavík ■ Verðbólguspár eru nú hrikalegri en nokkru sinni fyrr og kenna stjómarand- stæðingar ríkisstjórninni einhliða um það ástand og draga ekki úr prósentutölun- um sem þeir nefna. Framsóknarflokkur- inn hefur einn flokka sett fram afgerandi hugmyndir um hvernig bregðast á við þessu og hefur sett fram stefnu sína í efnahagsmálum á skýran og skorinorðan hátt og vill snúast við vandanum í stað þess að láta damla stjórnlaust eða reyna að breiða yfír það ástand sem hér er að skapast. Haraldur Ólafsson dósent er 2. maður á lista framsóknarmanna í Reykja- vík. Tíminn bað hann að skýra í stuttu máli viðhorf sitt og flokksins til þeirra úrræða sem greinilegt er að grípa verður til hvort sem mönnum líkar betur eða verr. - Það er augljóst mál að verðbólgan er á uppleið. Við vitum ekki nákvæmlega hve mikið, en greinilegt er að hún verður allmiklu meiri en verið hefur. Þar til kemur fyrst og fremst að ekki hefur verið gripið til þeirra úrræða sem nauð- synleg voru til að hemja hana. ■ Á Húsavík var hvert sæti skipað á sameiginlegum framboðsfundi flokkanna, enda 400-500 manns sem sóttu þann fund að sögn Guðmundar Bjarnasonar, alþingis- manns. Tímamynd: Þröstur Sig. Mikil fundahöld Framsóknar- manna á Nordurlandi-eystra: „Tilbúnir að styðja góðar hugmyndir frá heimaaðilum og fylgja þeim eftir” — Guðmundur Bjarnason, alþingismaóur, spuróur frétta af kosningabaráttunni ■ „Það eru búin að vera mikil funda- höld hér í kjördæminu. Við framsóknar- menn höfum haldið eina 16 fundi sem yfirleitt hafa verið vel sóttir og andrúms- loftið verið gott, svo ég tel að við höfum ástæðu til að vera hóflega bjartsýnir hvað sem skoðanakönnunum líður. Síð- an erum við búnir að vera á 5 sameigin- legum fundum á stærstu stöðunum í kjördæminu, Raufarhöfn, Þórshöfn, Húsavík, Dalvík og Ólafsfirði, sem hafa verið mjög vel sóttir allt frá um 150 og upp i 400-500 manns, sem komu á fund á Húsavík. Eftir er svo fundur á Akur- eyri á þriðjudaginn kemur og verður útvarpað frá þeim fundi einnig", sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður spurður frétta af kosningabaráttunni í Norðurlandskjördæmi-eystra. „Helstu kosningamálin - það er auð- vitað hér, eins og sjálfsagt víðast hvar, efnahagsmálin og glíman við verðbólg- una. í öðru lagi er lögð mikil áhersla á atvinnumálin. Mikið er rætt um þann samdrátt sem hér hefur vissulega orðið í atvinnulífinu og hann stafar kannski fyrst og fremst af verulegum samdrætti í sjávarafla. Aflinn fyrstu þrjá mánuðina á Húsavík hefur t.d. verið aðeins um heimingur þess sem hann var á sama tíma í fyrra. Þetta kemur svo fram í byggingariðnaði og öðrum þjónustuiðn- aði. Menn leggja því mikla áherslu á hvað sé til ráða í þessu sambandi. Við erum auðvitað tilbúnir að reyna að styðja við allar góðar hugmyndir, sem ég álít að eigi fyrst og fremst að koma frá heima- aðilum, en að það sé síðan okkar að reyna að fylgja þeim eftir. Við leggjum áherslu á að það hljóti að vera okkar hlutverk að reyna að skapa atvinnulífinu sterkari grundvöll en það býr við núna og að aðstoða þá sem'éru að brjótast í að halda því gangandi. Að sjálfsögðu er svo mikið rætt hér um hátt raforkuverð til þeirra sem ekki njóta hitaveitu eða annarra ódýrari kyndingarkosta. Við höfum gert grein fyrir því að það er nokkur niðurgreiðsla. En betur má ef duga skal. Þar höfum við lagt áherslu á að um sinn mætti nota orkujöfnunar- gjaldið til að auka niðurgreiðslur þar til tekist hefur að hækka raforkuverðið til Álversins. Jú, álmálið er auðvitað rætt. Það er Ijóst að Alþýðubandalagið hefur byggt málflutning sinn upp þannig, að nota þetta álmál sem kosningamál. Það finnst mér kannski leggja áherslu á það, að það væri vafamál hvort þessir menn vildu nokkurn tímann semja. Vildu þeir ekki bara búa sér til málefni og vera í stríði við vonda útlendinga?" sagði Guðmund- ur. Verðið þið ekki varir við þá pólitísku þreytu hjá fólki sem nokkuð er talað um núna? „Við skiljum þá þreytu eftir þinghald eins og verið hefur í vetur. Hins vegar viljum við koma því á framfæri við fólk að kosningar séu miklu þýðingarmeiri en svo, að það megi láta hlutina afskipta- lausa, þegar fólk er að velja sér stjórn- endur - vonandi til næstu 4ra ára - til að takast á við efnahagsmálin af meiri festu en tekist hefur hingað til." Aðspurður sagðist Guðmundur telja að svona stutt og hörð kosningabarátta væri betri heldur en að standa í þessu vikum og mánuðum saman. „En þetta þýðir auðvitað ströng ferðalög. Við höfum öðru hverju átt í svolitlum vand- ræðum með veður og færð og stundum þurft að breyta fundatíma. Og auðvitað er þetta mikil törn, frá því snemma á morgnana til miðnættis. í gært.d. vorum við fyrst á fund frá kl, 14.00 til 19.00 og síðan aftur á öðrum fundi frá 20.30 til miðnættis. Auk þéss eru svo vinnustaða- fundir og viðtöl á morgnana", sagði Guðm'undur. Bráðabirgðalögin tóku ekki til nema hluta vandans. Ég tel að það hefði átt að grípa miklu harkalegar í taumana 1. sept s.l. í fyrsta lagi voru flest úrræðin þá geymd til 1. des. Síðan var engin sam- staða um úrræði 1. mars. Það var m.a. vegna þess að búið var að ákveða kosningar og stjórnin orðin eins konar afgreiðslustjórn. Nú hefur Gunnari Thoroddsen forsætis- ráðherra vakið athygli á því, að ný holskefla ríði yfir. Eg hef margoft tekio fram, m.a. á vinnustaðafundum að hol- skeflan yrði kannski ægilegri en nokkru sinni áður. 20% hækkun verðbóta 1. júní n.k. hlýtur að hafa í för með sér gífurlega útgjaldaaukningu fyrir at- vinnuvegina, sem að þegar eru á heljar- þröminni. Ef ekki verður gripið snarlega í taumana strax eftir kosningar muni verð- bólgan komast vel yfir 100% á árinu og því mun sennilega fylgja stöðvun fjel- margra atvinnugreina og þar með at- vinnuleysi. Við framsóknarmenn höfum, einir flokka, lagt fram nákvæma áætlun um hvað gera þarf. Við viljum lögfesta þak á kaup og verðlag. Við teljum að ekki sé hægt að stöðva verðbólguþróunina öðru vísi og snúa henni við og verði ekki gripið til þeirra ráða muni skapast hér óviðráðanlegt ástand. Ég hef orðið greinilega var við það núna á fundum með fjölmörgu fólki af öllum stéttum og aldri að hugmyndin um aðrar kosningar í sumar er fráleit. Ég held að allir séu orðnir sammála um það, að slíkt komi ekki til greina. Það eru brýnni vandamál sem við er að glíma heldur en að kjósa aftur í sumar. Ef fara á að kjósa á ný, geta síðari kosningar ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi í ljúlí og þá verður holskeflan riðin yfir. Þó þessi stjórn sæti áfram sem bráðabirgðastjórn hefði hún engan möguleika á að gera neitt róttækt í efnahagsmálunum. - Framsóknarmenn hafa veríð ásakað- ir fyrir að þeir ætli sér að skerða kjörin og stefna að atvinnuleysi með tillögum sínum. En er ekki greinilegt að kjörin eru þegar skert af allt öðrum orsökum en þeim að stjúrnmálamenn stefna að því að grípa í taumana? - Þetta eru náttúrlega fráleitar ásakan- ir því að okkar aðgerðir miða einmitt að því að tryggja kjörin, með því að tryggja fulla atvinnu og að tryggja það að koma hér á jafnvægi í efnahagsmálum og atvinnumálum. Okkar stefna er upp- byggingarstefna og við erum að koma í veg fyrir hrun með okkar tillögum. Og við erum reiðubúnir að vinna með hvaða flokki sem er að því að koma stefnumál- um okkar í framkvæmd. Tillögur okkar eru raunhæfar og einmitt settar fram til að verjast þeirri holskeflu verðhækkana og kjaraskerðingar og atvinnuleysis sem að við blasir. Það verður að grípa mjög sterkt í taumana og ég veit að fólk skilur þetta eins og vel kemur í ljós þegar rætt er um þessi efni, og upphrópanir Þjóð- viljáns um að framsóknarmenn stefni að kjaraskerðingu eru fáránlegar. - Afli á þeirri vertíð sem nú er langt komin hefur enn minnkað frá því í fyrra. Hefur þetta áhrif á þróun efnahagsmála? - Að sjálfsögðu. Þetta þýðir minnkandi þjóðarframleiðslu og minna kemur í hvers hlut heldur en áður. Það sem við viljum koma í veg fyrir er að þetta komi misjafnt niður á fólki. Við viljum að launafólk í landinu þurfi ekki að bera þessar byrðar eitt. - Munu þeir flokkar sem hafa það eitt á stefnuskrá að kjósa aftur í sumar án þess að snúa sér fyrst að efnahagsvand- anum, ekki skella skollaeyrum við raun- hæfum tillögum framsóknarmanna? - Ég held að Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur hafi verið ákveðnir í því að knýja fram aðrar kosningar í sumar, en þeir finna núna að fólkið í landinu er andvígt slíku og ég get ekki séð annað en að þeir hljóti að vea til viðræðu um mjög róttækar efnahags- aðgerðir. Annað væri fullkomið ábyrgð- arleysi. Nema að þeir leggi meira upp úr því að halda uppi glamri og stóryrðum og standa í endalausum kösningum, þá er það hreinlega skemmdarvcrk gagnvart íslcnsku efnahagslífi. O.Ó. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.