Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Auglýsing frá ríkisskattstjóra Frestur til skila á skrám vegna sérstaks eignarskatts skv. lögum nr. 20 frá 23. mars 1983 á fasteignir sem nýttar voru við verslun- arrekstureðatilskrifstofuhalds í árslok 1982: Samkvæmt 5. grein laga nr. 20 frá 23. mars 1983 ber eigendum þeirra fasteigna sem nýttar voru við verslunar- rekstur eða til skrifstofuhalds, að fylla út sérstaka skrá um þessar eignir. Skrám þessum ber að skila til viðkomandi skattstjóra. Eyöublöð til skrárgerðar er hægt að fá hjá skattstjórum. Framtalsfrestur er sem hér segir: a. fyrir framtalsskylda menn til og með hádegis 16. maí 1983, b. fyrir lögaðila til og með 31. maí 1983 Athygli er vakin á ákvæðum 4. gr. laga nr. 20/1983 sem eru svohljóðandi: „Við ákvörðun á því, hvaða eignir myndi stofn sérstaks eignarskatts, skal miða við raunverulega notkun fast- eignanna í árslok 1982. Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, en einnig til annarra nota, skal við ákvörðun á skattstofni skipta verðmæti eignarinnar hlutfallslega." Reykjavík, 14. apríl 1983 Ríkisskattstjóri Jörð til leigu eða sölu Við Breiðafjörð er góð Tjarjörð laus til ábúðar í vor ef um semst Upplýsingar í síma 93-4799 + Viö þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Ingunnar Árnadóttur Valþjólsstöðum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Sveinn Ellertsson fyrrverandi mjolkurbusstjori lést á Héraðshælinu á Blönduósi þann 14. apríl. Alma Ellertsson, Bragi Sveinsson, Brynhildur Sigmarsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Jóhann Aadnegard, Ida Sveinsdóttir, Ríkharður Kristjánsson, og barnabörn. Geir Benedikt Benediktsson Hvammsgerði 6 lést í Borgarsþítalanum miðvikudaginn 13. apríl F.h. aðstandenda. Oddur Geirsson Benedikt Geirsson Gunnar Geirsson. f réttir Ópera í lands- byggöarreisu I fyrsta sinn ■ Hópur á vegum íslensku óper- unnar hefur nú lagt upp í leik- og söngför út um land með barnaóper- una „Búum til óperu" öðru nafni „Litla sótarann", eftir Benjamin Britten, í íslenskri þýðingu Tómasar Guðmundssonar. Er þetta í fyrsta sinn sem lagt er í slfka ferð á vegum íslensku óperunnar og meira en það, því þetta mun vera í fyrsta sinn sem farið er með heila óperu í ferð um landið, samkvæmt frétt frá fslensku óperunni. Fyrsta sýningin var á Varmalandi í Borgarfirði í gærkvöldi. Síðan er ráðgert að heimsækja uppsveitir Árnessýslu og að iokum ráðgerir íslenska óperan ferð norður í land þar sem söngfólkið verður væntan- lega kærkomnir gestir hjá söngelsk- um Skagfirðingum og Þingeyingum og svo auðvitað í sjálfum höfuðstaðn- um, Akureyri. Alls eru í hópnuin 20 manns, söngvarar, lcikarar, hljómsveit og aðstoðarfólk. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, en hún endursamdi og staðfærði hluta verksins. Stjórnandi cr Jón Stefánsson. Litli sótarinn hefur verið sýndur í vetur við prýði- lcgar undirtektirog hafa á milli 13 og 14 þús. börn og fuliorðnir séð óper- una og tekið sýningunum almennt mjög vel. -HEI Neytendafélag Borgarfjardar 5 ára BORGARNES: Aðalfundur Neytendafélags Borgarfjarðar var haldinn í Borgarnesi s.l. sunnudag. f skýrslu stjórnar kom fram að félagið hafði afskipti af nokkrum kvörtunum frá neytendum á síðasta ári. Hjá félaginu var mikil áhersla lögð á fræðslu- og upplýsingastarf. Haldin voru námskeið um neytendamál í samvinnu við MFA og stéttarfélögin á svæðinu. Gefin voru út fréttabréf, þar sem b i rtar voru greinar og ýmsar upplýsingar m.a. verðkannanir. Fyrsta tölublað Fréttabréfs er nú nýlega komið út, þar sem m.a. er grein um „notandann og opinber þjónustufyrirtæki“ eftir Gísla Jónsson, prófessor. í ræðu formanns félagsins, Bjarna Skarphéðinssonar, kom m.a. fram að gerður hefur verið samstarfssamn- ingur milli Neytendafélags Borgar- fjarðar og Verkalýðsfélags Borgar- ness um samvinnu þessara félaga m.a. á sviði fræðslumála. Telja fé- lagsmenn þar um merkan áfanga að ræða í sögu neytendasamstarfs hér á landi, þar sem þetta sé fyrsti samn- ingur er gerður er milli launþega- félags og neytendafélags. Félagið hefur nú starfað í fimm ár. Auk Bjarna formanns skipa stjórn félagsins þau: Ragnheiður Jóhanns- dóttir, Jón Finnsson og Ágúst Guð- mundsson í Borgarnesi og Jakobína Jónasdóttir á Hvanneyri. Alltaf stemmning og stuð í kringum Sæluvikuna: Böll þrjú kvöld íröð” ndur Valtýsson 11 — sagði Geirmu SKAGAFJÖRÐUR: Þessi Sæluvika okkar er alveg sér á parti - þaö er alltaf einhver stemmningog stuð í kringum hana. Aðal stuðið er þó eiginlega að byrja í kvöld. Að vísu byrjaði þetta með forsæludansleik á föstudaginn var og síðan unglingadegi á laugardegin- um. En nú verða dansleikir þrjú kvöld í röð. Gömlu dansarnir í kvöld og síðan ball á föstudagskvöld og loka- dansleikur á laugardagskvöldið, sem er venjulega alveg sérstakur. Þá er m.a. opnaður Græni-salurinn í Bifröst, þ.e. niðri í kjallaranum.og þar er alltaf alveg sérstök stemmning.Þar er sungið - hinir og þessir standa þar uppi á stól og stjórna söngnum“. Það er Geir- mundur Valtýsson á Sauðárkróki sem lýsir svo fyrir okkur Sæluviku- stemmningunni, en það er einmitt hann og hljómsveit hans sem heldur uppi stuðinu á böllunum á Króknum. Hann kvað böllin hefjast klukkan 11 á kvöldin ogstanda til kl. 3-4 á nóttunni. -Formlega lýkur Sæluvikunni þó ekki fyrr en á sunnudagskvöldið. Þá verður bæði leiksýning og síðan endar þetta með jass-kvöldi á sunnudags- kvöldið. Tríó Guðmundar Ingólfsson- ar kemur þá að sunnan. En það var einmitt stofnaður hér jassklúbbur í vetur. Jú, ég er ekki frá að einhver verði orðinn þreyttur á sunnudagskvöldið - en maður verður nú að mæta samt, sagði Geirmundur. Hann kvað öll atriði Sæluvikunnar hafa verið vel sótt - fullt hús á öllu. „Það var fullt á kirkjukvöldum bæði mánudags- og þriðjudagskvöld. Síðan hefur gengið hér revía úr bæjarlífinu - bæði verið haldnar sýningar að deginum og mið- nætursýningar og oftast fullt hús held ég. Eins hefur það verið með leiksýn- ingu Leikfélagsins, sagði Geirmundur. -HEI ■ Björgvin Sveinsson og Sigfús Sigfússon í hlutverkum sínum. Mynd Stefán Pedersen „Gripid í tómt” sýnt á Sæluviku: Góð skemmtun SAUÐARKRÓKUR: Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi sl. sunnudag gamanleikinn Gripið í tómt eftir Derek Benfield. Leikstjóri Guðjón Ingi Sig- urðsson. Leikendur eru alls tíu sem allir skila hlutverkum sínum með ágæt- um svo heildar svipur sýningarinnar er mjög góður, enda þótt sumir þeirra séu nýliðar á leiksviðinu eins og t.d. Björgvin Sveinsson, Sigfús Sigfússon og Óttar Bjarnason, sem fóru mjögvel með sín hlutverk. Aðrir leikendur eru aftur á móti sviðsvanir og vel þekktir á fjölunum hér á Sauðárkróki, Haukur Þorsteins- son, Helga Hannesdóttir, Friðrika Hermannsdóttir, Guðbjörg Bjarman og Hafsteinn Hannesson, Elín Jóns- dóttir og Helga Björk Sigurðardóttir fara með minni hlutverk. Fullt hús var á sýningunni og frum- sýningargestir þökkuðu leikurunum fyrir góða skemmtun með áköfu lófa- taki. -G.Ó. Héraðsvaka á Héraði: Kabarett og dans í kvöld FLJÓTSDALSHÉRAÐ: í gærkvöldi hófst „Héraðsvaka“ á vegum Menn- ingarsamtaka Fljótsdalshéraðs með kvöldvöku í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Að kvöldvökunni lokinni var opnuð fjölbreytt sýning, sem hlotið hefur nafnið „Alþýðulist“. Þar eru sýndir fjölbreyttir gripir eftir níu aðila, olíumálverk, vatnslitamyndir, stein- myndir, teikningar, tréskurður, vefn- aður og fleira. Flestir sýnendur eru sjálfmenntað alþýðufólk en sumir í hópnum þó menntaðir í myndlist. Áformað er að sýningar verði árlegur viðburður á Héraði, að því er segir í frétt frá Menningarsamtökum Fljóts- dalshéraðs. Skólar héraðsins voru kynntir á unglingadansleik sem haldinn var í Valaskjálf í gærkvöidi. í kvöld verður síðan kabarett í Valaskjálf, sem Leik- félag og Tónkór Fljótsdalshéraðs sjá um. Að kabarettinum loknum verður síðan almennur dansleikur þar sem Skruggurnar leika fyrir dansi. Vökunni lýkur á sunnudagskvöld. -HEI Mikið um að vera á Húnavöku HÚNAÞING: Myndlistinni er gert hátt undir höfði á Húnavöku 1983. Sunnudaginn 17. apríl verður sýning í fræðsluskrifstofu Norðurlands-vestra á málverkum, grafík, vatnslitamynd- um og teikningum í samvinnu við Menningarsamtök Norðlendinga. Þeir sem sýna eru: Óli G. Jóhannsson, Ólafur Torfason og Rut Hansen. Um 30 myndir verða á sýningunni. Samband Austurhúnverskra kvenna heldur heimilisiðnaðarsýningu í Fél- agsheimilinu á Blönduósi. Þar verða sýndir ýmsir munir sem unnir eru í tómstundum fólks í A-Húnavatnssýslu fyrrpg nú. í Héraðsbókasafni Austur-Hún- vetninga á Blönduósi verður opin grafíksýning frá Færeyjum á vegum Norræna félagsins í A-Hún. Næsta þriðjudagskvöld frumsýnir Leikfélag Blönduóss leikritið „Tangó“. Leikstjóri er Jóel Einarsson. Tvær aðrar sýningar verða á Húna- vöku, en leikfélagið ráðgerir að ferðast með leikritið til nágrannabyggða. Á morgun verður haldinn borgara- fundur um ferðamannaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu. Annað kvöld sér karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps um kvöldskemmtun þar sem m.a. Jóhann Már Jóhannsson syngur ein- söng. Síðasta vetrardag verður húsbænda- vaka. Þar mun herra Sigurbjörn Ein- arsson biskup m.a. rabba við samkomugesti. Einnig verða þar úrslit í „sveitarstjórnirnar svara“ og margt fleira. Á sumardaginn fyrsta verðursumar- skemmtun Grunnskólans á Blönduósi, þar sem dagskrá verður fjölbreytt. Lúðrasveit Blönduóss leikur nokkur lög áður en samkoman hefst og í anddyri Félagsheimilisins verður sýning á dúfum. Að lokinni skólaskemmtun- inni verður Hjálparsveit skáta á Blönduósi með ýmsa útileiki. Á kosnsingadag - lokadegi Húna- vöku - verður skemmtun á vegum UFAH fyrir börn og unglinga. Barna- ball um miðjan dag og kosningadans- leikur fram á rauða nótt, þar sem m.a. verður spilað bingó um glæsilega ferða- vinninga frá Ferðaskrifstofunni Útsýn. Hljómsveitin Upplýfting leikur á þrem almennum dansleikjum á Húna- vökunni og einnig á unglingadansleik 1. sumardags. Margar kvikmyndasýn- ingar verða á Húnavöku og má nefna sýningu á myndinni „Húsið - trúnað-. armál“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.