Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 9 tekinn tali Framlög til mennta- og menningarmála hafa vaxið verulega á stjórnartímabil- inu 1980-83. Ingvar Gísla- son menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á eflingu almennra mennta- og menningarmála og stuðn- ing við skapandi listastarf- semi. Ingvar var beðinn að rekja hið helsta sem unnið hefur verið að í menning- armálum og skólamálum. ■ Eitt af merkustu verkefnum núver- andi ríkisstjórnar er smíði Þjóðarbók- hlöðu, sem ætlað er að sameina í einni stofnun Landsbókasafn og Háskólabóka- safn. Nær 30 ár eru nú liðin síðan farið var að hyggja að sameiningu safnanna óg reisa veglega byggingu yfir stofnun- ina. Á stjórnartímabilinu hefur verið únnið markvisst að byggingu Þjóðarbók- hlöðu og sér nú loks fyrir endann á að þessi 30 ára hugmynd verði að veruleika, en hornsteinn var lagður í september 1981. Ríkisútvarpið hefur stóreflst á sl. þrem árum og vaxið og stórbætt aðstöðu sína. Fjárhag þess hefur verið komið á traustan grundvöll. Þegar ég settist í stól menntamálaráðherra, sagði Ingvar, höfðu byggingamál Ríkisútvarpsins ver- ið reyrð í hnút og gerð að bitbeini nefnda og ráða. En bygginganefndin var endur- skipulögð og er nú unnið að markvissum framkvæmdum við útvarpshúsið og verður hornsteinn lagður áður en langt Líkan af Þjóðarbókhlöðunni. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Mikil gróska í mennta og menningarmálum — og grunnur lagdur að framtldarverkefnum um líður. Á Akureyri hefur verið stofnuð sér- stök deild Ríkisútvarpsins og starfsemi hennar hefur gefist vcl. Hefur nú verið keypt vandað og rúmgott hús fyrir starfsemina þar og fyrirhugað er að flytja fljótlega inn í húsið eftir að innréttingavinnu og öðrum framkvæmd- um verður lokið. Ég skipaði sérstaka nefnd til að endur- skoða útvarpslög og skilaði hún áliti í okt. sl. og hafa orðið miklar umræður um hugmyndir hennar um tiltekna slökun á einkarétti Ríkisútvarpsins. Menn eru ekki á eitt sáttir um álit nefndarinnar en umræðurnar hafa reynst gagnlegar m.a. hvað snertir málefni Ríkisútvarpsins og almennan skilning á því að starfsemi þess þurfi að efla og gera hana sem fjölbreyttasta. Ákveðið hefur verið að hefja útsend- ingar á „rás 2“ sem m.a. getur orðið grundvöllur landshlutaútvarps, með dagskrá sem miðuð er við staðbundnar þarfir og óskir heimamanna á hverjum stað. Menningarstarfsemi efld Byggingu Listasafns íslands við Frí- kirkjuveg miðar vel áfram, þótt enn eigi nokkuð í land að hægt sé að flytja starfsemina þangað úr núverandi hús- næði sem er alls ófullnægjandi. Að mörgu er að hyggja þegar litið er yfir verkefni svo viðamikils ráðuneytis sem menntamálaráðuneytið er. Nefna má að ég beitti mér fyrir setningu laga um Blindrabókasafn íslands og hefur safnið nú tekið til starfa. Er hér um að ræða einn mikilvægasta áfanga sem náðst hefur í réttindamálum blindra og sjón- skertra. Ný lög hafa verið sett um Lánasjóð ísl. námsmanna og sjóðurinn endurskipu- lagður. Ég beitti mér fyrir víðtæku samkomulagi við þingflokka og náms- mannasamtök um þetta efni. Hafa fram- lög til sjóðsins vaxið verulega og framtíð hans tryggð. Á síðasta þingi lagði ég fram frumvarp um bann við ofbeldiskvikmyndum og var það samþykkt en nauðsynlegt var að lögbinda ákvæði um þessi efni vegna nýrrar tækni og breyttra aðstæðna. Þá beitti ég mér fyrir að íslensk málnefnd hófst úr niðurlægingu í virðu- lega starfseiningu í Háskóla íslands. Með eflingu málnefndarinnar og mál- tölvunnar er treystur grundvöllur skynsamlegrar nýyrðasmíðar í íslensku máli, ekki síst á sviði tækni, vísinda og verkfræði. Leidrétting ■ í grein Jónasar Jónssonar búnaðar- málastjóra um möguleika til loðdýra- ræktar á íslandi sem birtist í Tímanum 13. apríl, féll niður setning sem brenglar merkingu verulega. Hér verður birtur aftur hluti úr grein búnaðarmálastjóra án meinlegrar niðurfellingar: Fóður og fóðurverð. Hér fellur til, eins og fyrr segir, mikið af fiskúrgangi, sem er hið ágætasta loðdýrafóður. Áætlað hefur verið að slíkur úrgangur af fiski sem tekinn er til vinnslu nemi allt að 200 þúsund lestum, auk þess fellur til verulegur sláturúr- gangur. Fiskúrgangurinn einn sem hér væri hægt að nýta er verulega meiri en allt það sem Danir nota til loðdýraræktar. í Danmörku er nær enginn sláturúrgangur notaður í loðdýrafóður vegna þess að hann er þar of dýr. Meira fæst fyrir hann með því að gera úr honum gæludýrafóð- ur - hunda eða kattamat. Hér grafa sláturhúsin mikið af slíkum úrgangi og er það vægast sagt hæpin aðferð og lítil búmennska. { Danmörku eru nú á milli 2500-2600 loðdýrabændur. Þeir framleiddu á síð- asta ári um 5 milljónir minkaskinna og nokkuð á annað hundrað þúsund refa skinna.Verðmæti þessara skinna á upp- boðum í Danmörku má ætla að hafi verið sem svaraði um 3 milljörðum íslenskra króna, búbót væri að minnu fyrir íslenskt efnahagslíf og gjaldeyris- stöðu. Enn má nefna að sett hafa verið lög um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og er starfsemi hennar nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Samþykkt hafa verið lög um List- skreytingasjóð ríkisins og cr hann tckinn til starfa. Sjóðurinn opnar nýja atvinnu- möguleika fyrir myndlistamenn og á að tryggja það að skólar og fleiri opinbcrar byggingar séu búnar vönduðum lista- verkum eins og siður hefur verið í menningarlöndum í aldaraðir og á sér einnig hefð hér á landi sem sjálfsagt er að halda við og efla. Kvikmyndasjóður var stofnaður 1978 er Vilhjálmur Hjálmarsson var mcnnta- málaráðherra. íslensk kvikmyndagerð hefur eflst mjög á síðustu árum og gegnir sjóðurinn miklu hlutverki sem stofnfjár- sjóður kvikmyndaiðnaðar. Hann hefur yfirleitt verið of félítill, en framlög hans hafa margfaldast á þessu stjórnartíma- bili, þótt þörfin sé vafalaust mciri en sem nemur auknum framlögum. Geta má að ég undirbjó frumvarp til nýrra laga um kvikmyndasjóð, en það hlaut ekki stuðning í ríkisstjórninni, og fékkst ekki lagt fram sem stjórnarfrumvarp. Skólamállin Uríi skólamálin er það helst að segja að skólastarfið byggist á grunnskólalög- unum frá 1974 og er ekki ástæða til að breyta þeim í grundvallaratriðum, en eðlilegt er að endurskoða ýmis ákvæði þeirra. Skipuleg endurskoðun grunn- skólalaganna hefur verið á döfinni síð- asta ár og liggja fyrir allmargar breyt- ingatillögur frá endurskoðunarnefnd grunnskólalaga og sérstakri ráðstcfnu sem haldin var um þessi mál að mínu frumkvæði. Á grundvelli þessa undir- búnings lagði ég fram lagafrumvarp um breytingu á grunnskólalögunum til kynn- ingar og í því skyni að skapa umræður um málið. Framhaldsskólastigið hefur verið mik- ' ið til umræðu síðasta ár en ekki leitt til samræmdrar löggjafar um framhalds- skóla eins og vænst var í upphafi stjórn- arsamstarfsins. Margar ástæður liggja til aö ekki hefur náðst samstaða um lög um grunnskóla. Eigi að síður hcf ég unnið markvisst að því í samstarfi við samtök sveitarfélag að sett verði lög um fram- haldsskóla og skólakostnað. En málið hefur ekki náð fram að ganga í ríkis- stjórninni. Þótt ekki hafi náðst fram heildarlög- gjöf um framhaldsskólann cr eigi að síður unnið að samræmingu þessa skóla- stigs mcð ýmsu móti. Þannig á víðtæk samvinna sér stað um nám og kennslu milli skólanna með samræmdum náms- skrám og hlutverkaskiptingu eftir því sem við verður komið. Vel hcfur miðað í ýmsum skólabygg- ingamálum og mikilvægar ákvarðanir teknar um framtíðaruppbyggingu skóla. Minnast má á Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni, Verkmenntaksólann á Ak- ureyri, heimavist Fjölbrautaskólans á Akranesi og aðra uppbyggingu þess skóla, heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, sem verður að öllu kostuð úr ríkissjóði, og Fiskvinnsluskólann í Hafnarfiröi. Myndarleg skólahús eru í byggjpgu víða um land fyrir grunnskólastig, svo og mörg íþróttahús ogsundlaugar. Þegar á heildina er litið er óhætt að segja að gróska ríki á þessum sviðum. Mál á undirbúningsstigi Unnið er að tillögugerð og athugunum á ýmsum sviðum mennta- og menningar- mála. Nefna má nefnd sem starfar að athugunum og tilllögugerð um eflingu Akureyrar sem skólabæjar með sérstöku tilliti til að það fari fram kennsla á háskólastigi. Unnið er að endurskoðun þjóð- minjalaga og fjallað um ný verkefni og framtíðarskipulag Þjóðminjasafns og byggðasafna. Verið er að gera úttekt á stöðu Þjóðskjalasafns og mun nefnd leggja fram tillögur um framtíðarhlutverk þess, skipulag og húsnæðismál. Hagfræðileg athugun fer fram á opin- berum stuðningi við listir og þjóðmenn- ingu til að komast sem gleggst að því ■ Ingvar Gísalson menntamálsráð- herra. hver staða þeirra mála er og hvernig þau hafa þróast. Slík athugun mun ekki hafa áður farið fram hér á landi og gæti komið að gagni í umræðum um meningarmál og opinbera stefnumörkun á því sviði. Athuganir þessar benda ekki til annars en að íslendingar standi jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar opinberan stuðning við menningarmál. Nefnd er að gera úttekt á æskulýðs- málum í landinu. Henni ér falið að fjalla um skipulag æskulýðsmála og hlutverk félagshreyfinga, sveitarfélaga, skóla og annarra aðila á þeim vettvangi, kostnað við æskulýðsstarf, fjáröflunarleiðir og tekjustofna. Örar þjóðfélagsbreytingar gera það að verkum að úttekt á þessum stóra mála- flokki er mjög þýðingarmikil svo að unnt sé að átta sig á því, á hvaða þætti ber helst að leggja áherslu. Enn hef ég skipðað sérstaka fram- kvæmdanefnd fyrir alþjóðaár æskunnar 1985. Nefndin er skipuð aðilum sem á einn hátt eða annan tengjast æskulýðs- starfi um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.