Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. APRIL 1983 á vettvangi dagsins Opið bréf til Guttorms Óskarssonar, formanns kjördæmisstjórn- ] ar Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra Vegna þess Guttormur að viö gcgnum báöir trúnaöarstörfum fyrir Framsókn- arffokkinn m.a. í Kjördæmisstjórninni, en erum nú orðnir alvarlega ósammála s.s. „kvittun" þín í Tímanum fimmtu- daginn 7. apríl sannar, er mér kærkomiö að fá afdráttarlaust tilefni til þcss að ræða ágreining okkar. Full ástæða cr til, strax í upphafi að rifja upp tvær grcinar í lögum Framsókn- arflokksins vegna þess að svo hefir virst að þú, þótt formaður Kjördæmis- stjórnarinnar sért, þekkir þær ekki cða viljir ekki skilja þær eða taka til greina: Fyrsta grcinin hljóðar svo: „Flokksmenn geta allir verirt, sem eru fylgjandi slefnu Framsóknarllokksins og eru ekki félagar í örtrum stjórnmálasam- tókum. Fari llokksmaður í framboð eða starfi við kosningar til Alþingis fyrir annan stjórnmálaflokk eða stjórnmála- samtök, skal líta á það. sem órsögn úr Framsóknarflokknum.“ Tuttugasta og sjötta grcinin hljóðar svo: „Rísi upp deilur innan flokksfélags eða á milli flokksfélaga í sama kjördæmi, skal deilunni vísaö til stjórnar viökom- andi kjördæmissambands, sein leitar sátta. Takist sættir ekki skal vísa málinu til framkvæmdastjórnar flokksins til úr- skurðar." A þessum tvcim greinum byggði ég þá skoðun mína, sem ég sagði þér á síðasta fundi Kjördæmisstjórnarinnar, sem að ég var boðaður á að þú hefðir brugðist skyldu þinni, sem formaður stjórnarinn- ar og mundi ég afdráttarlaust gera grein fyrir því síðar. Bréf mitt getur því ekki komið þér á óvart þótt „kvittun" þín hcfði ekki komið til. Og nú spyr ég þig: Heíurðu gert þér grcin fyrir því að með ítrekuðum tilraun- um þínum til þess að koma í veg fyrir að framboðslisti okkar „göngumanna" fengi merkingu Framsóknarflokksins ert þú að reyna að flæma mig og aðra skoðanabræður mína um framboðsmálin út úr Framsóknarflokknum? I þessum hópi eru allir fjórir formenn framsóknar- félaganna í Húnavatnssýslunum báðum, og flestir þeir aðrir er gegna trúnaðar- störfum fyrir flokkinn í umræddum fé- lögum. Margt bendir til þess að þér sé ekki sjálfrátt í þessum aðförum þínum t.d. þegar þú eftir að Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins, einmitt í samræmi við 26. gr. flokkslaga, hefir komið í veg fyrir að þér takist að vinna óhappaverk- ið, stenduraðáfrýjun til landskjörstjórn- ár og síðast hringir svo, sfðla kvölds, miðvikudaginn fyrir skírdag til formanns yftrkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis vcstra og krcfst þess að B.B. listinn verði tekinn út úr hefðbundinni stafrófsröð á ■ Grímur Gíslason kynnir framboðsmálin kjörseðlinum og settur þar neðstur! Mikil er örvænting þín Guttormur og enn er þctta eitt dæmið um fáránlegan skilning þinn á meðferð félagsmála. - Annars hlæja menn hér að þessu uppá- tæki þínu og tala um að kannske finnist þér stafrófið okkar sé orðið svo gamalt og úrelt að nauðsyn sé á að gera á því breytingar eða snúa því kannske við! En svo að ég snúi mér örlítið frekar að „kvittun" þinni Guttormur. Þá er það þægilcgt fyrir þig að flctta upp í gjörðar- bók Kjördæmisstjórnarinnar og tilfæra eitt og annað úr fundargerðum, sem þú tekur réttilega fram að ég hafi bókað. Þú náttúrlega slítur úr sambandi eftir þvt sem þér henta þykir. til þess að á fundi á Blönduósi. hagræða fyrir vonlausan málstað þinn, sem formanns Kjördæmisstjórnarinnar. Enn.verð ég að bera á þig ásökun um þá staðreynd að þú hafir með öllu brugðist skyldu þinni að reyna að ná sáttum í framboðsmálunum, heldur alltaf og allsstaöar þar, sem þú hefir komið nærri þeim verið manna einstrengingslegastur og anað beint af auga án þess að taka tillit til staðreynda, sem þér var bent a! Því berð þú manna mesta ábyrgð á því hvernig komið .. er að framboð Fram- sóknarflokksins eru tvö í kjördæminu. Eg fullyrði að hefðir þú beitt stöðu þinni til sátta um eitt framboð, hefði það tekist. Þú vilt segja Guttormur að þú hafir Utboð Hafnarstjórn Hafnarhrepps óskareftirtilboðum í að steypa Ijósamast- urshús og þekju auk þess að leggja nokkuð af plastlögnum í jörðu. Verkið er við Miklagarðsbakka, Höfn í Hornafirði. Verkið felur í sér: 1. Steypa 1130 m" þekju. 2. Steypa upp Ijósamasturshús. 3. Leggja plastlagnir til idráttar fyrir vatns og rafmagnslagnir. Verkinu skal lokið fyrir 15. ágúst 1983. Útboðsgögn eru til hjá sveitarstjóranum á Höfn og Hafnamálstofnun ríkisins, Seljavegi 32 Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 6. maí 1983 kl. 11.00 á skrifstofu Hafnarhrepps, Hafnarbraut 27, Höfn I Hornafirði. Hafnarstjórn Hafnarhrepps, Hafnamalastofnun rikisins. Sveitarstjóri Starf sveitarstióra í Stokkse\ sveitarstjóra í Stokkseyrarhreppi er laust til umsóknar frá og meö 1. júlí 1983. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf þurfa aö hafa borist oddvita Stokkseyrar- hrepps fyrir 26. apríl n.k. Upplýsingar um starfið veitir oddviti í síma 99-3244 og sveitarstjóri í síma 99-3267 Oddviti Stokkseyrarhrepps. Borgar- bókasafn Reykjavíkur 60 ára Nú gefst einstakt tækifæri til að léfta á samvisk- unni!! í tilefni afmælisins verða dagsektir felldar niður vikuna 18.-23. apríl n.k. Einnig vill Borgarbókasafnið vekja athygli á sögu- stundum fyrir börn sem eru sem hér segir: Aðalsafni, Þingholtsstræti 29A þriðjud. kl. 10.30-11.30 Bústaðasafni, í Bústaðakirkju, miðvikud. kl. 10-11 Sólheimasafni, Sólheimum 27, miðvikud. kl. 11-12. Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, lottræstingu, giugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6' og 7" borar. HLJOÐLÁTt OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 Þú færð allt fyrir gæludýrin hjá okkur. Sendum í póstkröfu. AMASON Laugavegi 30 - sími 91-16611. Bílaleiga VTJLj T OlTY Carrental BORGARTÚNI 24 - 105 BEYKJAVÍK. ICELAND - TEL. 11015 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki 51 SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44t5S6 ekki lagst gegn tillögu minni um að fá alþingismenn flokksins í lið með kjör- dæmisstjórninni til þess að leysa fram- boðsmálin með samkomulagi. Við skulum sættast á að þú hafir sýnt þessu fáleika, en ég get sagt þér, það sem þú ættir að þekkja, að ég hefi yfirleitt tamið mér, að bóka aðalatriði og niðurstöður hvers máls, en ekki að segja frá orðavið- skiptum einstakra fundarmanna, en í þessu tilfelli ættir þú að muna hug þinn og hafa hreinskilni til þess að viðurkenna að í þessu tilfelli, sem öðrum, taldir þú ekki þörf á að taka tillit til sjónarmiða okkar Húnvetninga. Undir þessum 1. lið „kvittunar" þinn- ar tilfærir þú eftirfarandi bókun: „Vill kjördæmisstjórnin með þessum fundi gera sitt til þess að leita möguleg- ustu leiða til þess að framsóknarmenn í kjördxminu gangi meö sem mestan samhug og sigurstranglegast til næstu kosninga.“ Gott var að þú tilfærðir þessa bókun því ég tel að hún túlki furðu vel viðhorf mitt til framboðsmálanna, enda var það ég sem stýrði þarna penna og á bókunina með húð og hári, en ekki þú Guttormur. Um II. lið „kvittunar" þinnar hirði ég lítillega að svara: Þér þykir, sem fyrr, gott að grípa til bókunnar minnar, en gætir þess, sem alltaf, er þú hefir sagt frá gangi framboðsmálanna, bæði á fundum kjördæmisstjórnarinnar og á kjördæmisþinginu í Miðgarði og blaða- viðtölum að geta ekki um afstöðu mína og okkar Húnvetninganna, sem vildum forðast að framboðsmálin kæmust í það öngþveiti, sem varð. Eyði ég ekki um það fleiri orðum. í III. kaflakvittunarþinnarkemursvo „rúsínan í pylsuendanum" og ég kenni í brjósti um þig Guttormur að hafa sleppt slíkri óhæfu fram úr penna þínum, en þar stendur orðrétt: „Ekki þótti ástæða til að ræða það mál við Grím Gíslason, frekar en aðra andstæðinga Framsóknarflokksins, sem nú eru eru í framboði í kjördæminu." Með þessari klausu afhjúpar þú svo afdráttariaust ofstæki þitt og vanhæfni þína til þess að vera leiðandi maður í flokksmálum okkar Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra að vart verður lengra komist og er það í sam- ræmi við önnur vinnubrögð þín, sem ég hefi talið mig tilneyddan að gera að umræðuefni vegna þess að, eins og ég segi í upphafi þessa greinastúfs að við erum ósammála. Stóryrði þín og slagorð læt ég þig einan um. Slíkur talsmáti vill oft henda þá sem engin hafa rökin. En að síðustu þetta Guttormur: Á sama tíma sem þú hefir með öllu mögulegu móti reynt að dæma bæði mig og fjölmarga aðra gamalgróna flokks- menn út úr flokki okkar, að ógleymdu öllu unga fókinu, sem honum vill fylgja þá hefi ég reynt að koma í veg fyrir það með þeirri einu leið, sem var hægt að fara, sérframboðinu. Ég nota orð þín í lok margumræddrar „kvittunar" þinnar „Þar dæma aðrir um en við“ En sennilega verður svo áfram að þú tapir fyrir öllum dómstólum. Með flokkskveðju. Blönduósi 12.04.1983. Grímur Gíslason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.