Tíminn - 03.02.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKF.—rrOFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, fimmtuclaginn 3. febr. 1944 Erlent yfirlit: # Sameinast Bretar og Frakkar? Eins og kunnugt er, veiktist Churchill, er hann var á heim- leið af Teheranráðstefnunni. Pékk hann lungnabólgu og var það í 2. sinn á þessu ári. Af- leiðingar veikinnar voru taldar það alvarlegar, að honum var ráðlagt að dvelja nokkrar vikur í Marokkó sér til heilsubótar. Dvelur hann þar enn og er byrj- aður að mála sér til afþreying- ar. Því fer samt fjarri, að Chur- chill sé hættur að hafa afskipti af stjórnmálum og styrjaldar- málum. Fyrir rúmum hálfum mánuði flaug sú fregn um allan heim, að de Gaulle, leiðtogi frjálsra Frakka, hefði komið til fundar við hann og átt með honum langa ráðstefnu. Beav- erbrook lávarður kom frá Bret- landi til að setja þessa ráð- stefnu. Auk þess var Duff Coo- per, sendiherra Breta í Algier, mættur þar. Opinberlega hefir lítið verið tilkynnt um þessar viðræður annað en það, að þær hafi verið hinar mikilvægustu. Hefir sú yfirlýsing orðið til þess, að rifj- azt hefir upp fyrir mönnum, að 16. júní 1940 gerði stjórn Chur- chills frönsku stjórninni tilboð, að Bretland og Frakkland yrðu eins konar sambandsríki, er hefðu sameiginlegan þegnrétt, hervarnir, utanrikismál og fjár- mál. Tilboð þetta gerði brezka stjórnin til að koma í veg fyrir, að Frakkar hættu baráttunni gegn Þjóðverjum. Franska stjórnin hafnaði tilboðinu með 14:10 atkv. og samþykkti með 13:11 atkvæðum að biðja Þjóö- verja um vopnahlé. Hinir marg- háttuðu stóratburðir, sem gerð- ust næst á eftir, urðu þess vald- andí, að þetta merkilega tiiboö gleymdist að mestu. Fundur Churchills og de Gaulle hefir nú rifjað það upp að nýju og ýms blöð bollaleggja um það, hvort þetta tilboð Breta Frökkum til handa standi enn. , Aðstaða Breta er að sönnu stórum glæsilegri nú en í júní 1940. Tilboð Breta þá var eins konar þrautaúrræði,* er þó mis- heppnaðist. Nú virðist ekki jafn rík ástæða fyrir Breta að ganga eftir Frökkum. Við nánari athugun virðist það samt engin fjarstæða, að Bretar standi enn við tilboð sitt að -meira eða minna leyti. Þótt Bretland sé enn í tölu stórvelda, verður það samt í framtíðinni miklu veikara en hin stórveldin, Bandaríkin, Rússland og Kína. Það er bæði fátækara og fá- mennara. Frakkland er raun- verulega komið úr tölu stór- velda. Ef þessi tvö ríki aftur á móti mynduðu náið bandalag, myndi þetta breytast. Samein- uð væru þau nógu öflug til að standa hinum stórveldunum á sporði. Bretar hafa vitanlega mikinn (Framh, á 4. slðu) Seinustu Íréttir Bandarískur her hefir gengið á land á Marshallseyjum og eru háðir þar harðir bardagar. Hersveitir Bandamanna hafa rofið varnarlínu Þjóðverja á Cassinovígstöðvunum og sækja þar hratt fram. Cassino er um- kringd af þeim. Á landgöngu- svæðinu suður af Róm hafa Bandamenn einnig unnið á. Hafa þeir þar nú um 100 þús. manna lið. Bússar eru komnir inn í Eist- land. Vinna þeir hvarvetna á á Leningradvígstöðvunum. Skjaldarglíma w Armanns Guðmundur Agústsson vann skjöldinn í ann- að sinn. Skjaldarglíma Ármanns fór fram í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar síðastl. þriðjudags- kvöld. Áhorfendur voru eins margir og húsið mest rúmaði, enda má segja, að Skjaldarglím- an sé mesti íþróttaviðburður vetrarins í höfuðstaðnum. Keppendur voru upphaflega 16, en tveir gengu úr leik vegna meiðsla, en einn vegna lasleika. Var það Kristmundur Sigurðs- son, fyrrv. glímukóngur. Var .það skaði fyrir glímuna, því að Kristmundur er nú einn fjöl- hæfasti glímumaðurinn. Keppendurnir voru frá þrem- ur Reykjavíkurfélögum, Ár- manni (5), K. R: )5(, í. R. (5), og einu utanbæjarfélagi, U. M. F. Trausta í Rangárvallasýslu (1). Undanfarið hefir Ármann verið eina ReykjavíkurfélagiS, sem æft hefir glímu, unz K. R. hóf glímuæfingar á fyrra ári, og nú hefir Í.'R. einnig bæzt í hópinn. Keppendur í. R. báru þess merki, að þeir eru enn minnst æfðir, en þeir eru flestir ungir og geta því vafalaust sótt sig. Ætti að mega vænta þess, þegar Reykjavíkurfélögin eru þannig almennt farin að æfa glímu, að það skapi heilbrigða samkeppni og áhuga, er verði glímunni til stórrar eflingar í höfuðstaðnum. Sigurvegarinn var" Guðmund- ur Ágústsson (Á), sem var skjaldarhafi og er jafnframt glímukóngur íslands. Lagði hann alla keppinauta sína, tólf talsins, og gerði það mjög auð- veldlega. Hann fékk einnig .1. fegurðarverðlaun. Ánnar var Guðmundur Guð- mundsson (U. M. F. Trausti) með 10 vinninga. Guðmundur er mjög efnilegur glímumaður. Hann fékk 2. fegurðarverðlaun. Rögnvaldur Gunnlaugsson (K. R.) fékk 9 vinninga og 3. feg- urðarverðlaun. Næstir urðu Kristinn Sigur- jónsson (K. R.) og Ólafur Sveinsson (K. R.) með 8 vinn- inga og 7 vinninga hlutu Andrés Guðnason (Á.), Sigurður Hall- björnsson (Á.) og Steinn Guð- mundsson (Á.). Rögnvaldur, Kristinn, Ólafur og Andrés eru allir álitlegir glímumenn, sem góðs má Vænta af í framtíðinni. Glíman fór yfirleitt vel og drengilega fram. Munu vafa- laust allir þeir, sem vilja eflingu þessarar glæsilegu þjóðaríþrótt- ar, hafa farið ánægðari þaðan en. þeir komu, því að þetta var ein skemmtilegasta og fjöl- mennasta skjaldarglíma, er háð hefir verið um lengri tíma. 12. blað Flokksþíng Framsóknar- manna verður haldið í apríl Þetta verðttr sjöunda þitig ilokksíns Miðstjórn Framsóknarflokksins ákvað fyrir skömmu að kveðja saman flokksþing Framsóknarmanna nálægt rniðjum aprílmánuði næstkomandi. Verður þetta sjö- unda flokksþing Framsóknarmanna. Þrjú ár eru liðin síðan seinasta flokksþing var haldið. Öll flokksþing Fram- sóknarmanna hafa verið hin fjölsóttustu og haft mikil áhrif á landsmálabaráttuna á hverjum tíma. 0 Fyrsta þing Framsóknar- flokksins var haldið á Þingvöll- um 1919. Hin hafa verið haldin í Reykjavík 1931, 1933, 1934, 1937 og 1941. .Hafa þau jafnan verið mjög fjölmenn og markað þýðingarmikil spor í landsmála- baráttu flokksins og sögu þjóð- arinnar. Síðasta flokksþing mót- aði m. a. þá stefnu, sem þjóðin mun nú fylkja sér um í lýðveld- ismálinu. Samkvæmt skipulagslögum Framsóknarflokksins hefir hvert flokksfélag rétt til að senda fulltrúa á flokksþing, einh fyrir. hvern hrepp á félags- svæðinu. Framsóknarfélög í kaupstöðum hafa rétt til að senda jafn marga fulltrúa á flokksþing og alls eiga sæti í bæjarstjórn hlutaðeigandi kaupstaðar, þó aldrei fleiri en sem svarar einum fulltrúa á hverja tvo tugi félagsbundinna Framsóknarmanna í kaup- staðnum. Þá eiga félög ungra Fram- sóknarmanna rétt til fulltrúa á flokksþingi, eins fyrir hverja þrjá tugi atkvæðisbærra félags- manna, enda taki þeir ekki þátt í kosningu fulltrúa fyrir önnur flokksfélög. Þó má fá- mennara félag senda 1 fulltrúa á flokksþing, ef það fullnægir ákveðnum skilyrðum um flokks- félög. Það er vitanlega mjög áríð- andi, að flokksþingið í vetur geti orðið sem fjölmennast og þurfa því flokksfélögin að taka það, sem fyrst til athugunar, hvaða menn þau geta sent þangað. Það verður verkefni flokksþingsins að marka stefnu Framsóknarflokksins á næstu árum til margháttaðra vanda- mála, sem þjóðin þarf að taka ákvörðun um, eink og t. d. stjórnarskrá framtíðarinnar, at- vinnumálin og mörg önnur þýð- ingarmikil mál, sem úrlausnar krefjast að styrjaldarlokum. Það er því afar áríðandi að sem flestir flokksmenn og sem víð- ast af landinu geti tekið þátt í störfum þess. Síðar verður nánara skýrt frá ýmsum undirbúningi viðkom- andi flokksþinginu, er félögin utan af landi þurfa að fá fregn- ir um. Er ekki hægt að gera það, að þessu sinni, þar sem undir- búningsnefndin hefir þau mál enn til athugunar. Fallnir stoinar Embættispréi Embættispróf við Háskóla ís- lands fóru fram í janúarmán- uði s. 1. og luku 9 stúdentar prófi. í guðfræði: Sigmar Torfason, 2. eink. betri, 120 stig. Yngvi Þórir Árnason, 1. eink., 127 stig. í læknisfræði: Elías Eyvinds- son, 1. eink., 157 stig. í lögfræði: Ásberg Sigurðsson, 1. eink., 197% stig, Guðni Guðnason, 1. eink., 180 stig, Hallgrímur Dalberg, 1. eink., 201 stig, Sigurður Hafstað 1. eink. 179 y3 og Sigurhjörtur Pétursson, 2. eink. betri, 176 stig. Kandidatsprófi í viðskipta- fræðum lauk Önundur Ásgeirs- son, 1. eink. 283 % stig. Hleðsla togaranna hefir tvöfaldazt síðan 1939 Merkilegar upplýsingar á Alþingi. Við umræður í sameinuðu þingi, sem fóru fram í fyrradag um tillögu frá Alþýðuflokknum um athugun á skipaeftirlitinu og lögum þar aff lútandi, sannaði Finnur Jónsson með tölum frá Fiskifélaginu, að hleðsla togaranna í Englandsferðum væri nú í mörgum tilfellum helmingi meiri en hún var mest 1939. í umræðunum birti Finnur skýrslu, er styðst við heimildir frá Fiskifélagi íslands, þar sem fyrst er talin brúttó rúmlesta- tala hvers skips og síðan mesta magn í ferð, talið í kílóum, 1939, 1942 og 1943. Er skýrsla þessi svohljóðandi: Arinbjörn hersir. *Rúmlestir: 321; 1939: 93 929; 1943: 205 409. Belgaum. Rúmlestir: 337; 1939: 120 142; 1942: 159 421; 1943: 214 440. Baldur. Rúmlestir: 315; 1939: 85 725; 1942: 165 506; 1943: 182 060. Egill Skallagrímsson: Rúm- lestir: 308; 1939: 108 407; 1942: 165 506; 1943: 182 060. Geir. Rúmlestir: 309; 1939: 92 482; 1942: 132 893; 1943: 153 021. GuIItoppur. Rúmlestir: 405; 1939: 122 225; 1942: 188 671; 1943: 221678. Gylfi. Rúmlestir: 336; 1939: 123 825; 1942: 203 454; 1943: 219 456. Gyllir. Rúmlestir: 369; 1939: 130 454; 1942: 191 592; 1943: 206 622. Haf steinn. Rúmlestir: 313; 1939: 84 480; 1942: 157 351; 1943: 201 295. Haukanes. Rúmlestir: 341; 1939: 103 784; 1942: 159 359; 1943: 180 784. Helgafell. Rúmlestir: 314; 1939: 107 136; 1942: 159 563; 1943: 192 430. Hilmir. Rúmlestir: 306; 1939: 92 964; 1942: 133 045; 1943: 161 899. Júní. Rúmlestir: 327; 1939: 97 536; 1942: 156 845; 1943: 183 705. Júpíter. Rúmlestir: 394; 1939: 146 214; 1942: 211518; 1943: 271 424. Kári. Rúmlestir: 344; 1939: 103 154; 1942: 163 004; 1943: 176 632. Karlsefni. Rúmlestir: 223; 1939: 108 923; 1942: 157 073; 1943: 177 698. Maí. Rúmlestir: 339; 1939: 104 496; 1942: 159 448; 1943: 192 392. Max Pemberton. Rúmlestir: 321; 1939: 108 518; 1942: 159 816; 1943: 199 898. Óli Garða. Rúmlestir: 316; 1939: 118 059; 1942: 168 656; 1943: 208 940. Rán. Rúmlestir: 262; 1942: 126 809; 1943: 137 033. Sindri. Rúmlestir: 241; 1939: 96 215; 1942: 125 273; 1943: 139 192. Skallagrímur. Rúmlestir: 403; (Framh. á 4. síðu) ¦SMÍiííéí.: Guðmundur Jónsson. Hallur Kristjánsson. Sjá grein Stefáns Jónssonar skólastjóra í kjallara blaðsins í dag. Frá Alþingi: Eígnaaukaskattur- inn ielldur Frv. um eignaaukaskatt var fellt við 1. umræðu í efri deild í gær með jöfnum atkvæðum. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu: Bernharð Stefáns- son, Brynjólfur Bjarnason, Har- aldur Guðmundsson, Hermann Jónasson, Ingvar Pálmason, Kristinn Andrésson, Páll Her- mannsson og Steingrímur Aðal- steirisson. Nei sögðu: Siálfstæðismenn- irnir sjö og Jónas Jónsson. Annar Alþýðuflokksmaðurinn, Guðmundur I. Guðmundsson, var fjarverandi án þess að hafa greint ástæður. Eins og kunnugt er, var það aðalefni eignaaukaskattsfrv., að sérstakur stighækkandi skattur skyldi lagður á eignaaukningu einstaklinga og fyrirtækja, er safnazt hefði á stríðsárunum, þegar hún væri komin yfir 100 þús. kr. Sjóðir samvinnufélaga og nýbyggingarsjóðir útgerðar- félaga skyldu vera undanþegn- ir. Tekjum af skattinum skyldi skipt til ýmsra framfara, m. a. þriðjungurinn til bygginga í sveitum. Eignaaukaskattsfrv. var nú flutt af Haraldi Guðmundssyni og Brynjólfi Bjarnasyni, en var flutt af fulltrúum þriggja flokka á seinasta þingi. Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti þá einróma að standa að flutn- (Framh. á 4. slSu) Á víðavangi VILL MORGUNBLABIÐ UM- RÆÐUR UM ÁFENGISBROT? Morgunblaðinu hefir ekki þótt það stór tíðindi, þótt menn hlytu sektir fyrir ölvun. Það hefir a. m. k. ekki þótt þess vert að nafngreina þá eða úr- skurða þá lakari og óstarf- hæfari menn, þótt þá hafi hent einhver slík yfirsjón. Nú hefir brugðið svo kynlega við, að Mbl. hefir brotið þessa venju. Það hefir þrástagazt á því, að nafngreindur Fram- sóknarmaður hafi verið sektað- ur fyrir ölvun. Hins vegar hefir það ekki minnzt á, að fjölmarga aðra menn hefir hent svipað brot, án þess að vera dæmdir til óhelgis eða yfirsjón þeirra gerð að áróðursefni í blöðum. En það má vel bæta úr þess- ari vanrækslu hjá blaðinu. Vilji það halda þessum umræðum á- fram, má vel taka þær upp á breiðari grundvelli. Morgun- blaðið getur þá sj^lfum sér um kennt,.þótt ýmsum velunnurum og vandamönnum þess þætti miður að dragast inn í þær um- ræður. ÓÞVERRASKRIF UM ÍSLAND f ERLENDUM BLÖÐUM. í haust voru hér á ferðinni tveir útlendir blaðámenn, sem sagt var að væru mjög frægir og tækju myndir og skrifuðu greinar fyrir fjölda mörg blöð í Ameríku og Bandaríkjunum. Hér virtist þeim tekið af her- stjórninni með kostum og kynj- um og mikið stáss gert með þá í ýmsum íslenzkum blöðum. Þessir herrar eru nú byrjaðir að kynna erlendum blaðales- endum land og þjóð og er sú kynning vissulega með þeim hætti, að ástæða virtist til, að utanrikismálaþjónustan léti þau ekki afskiptalaus. í grein eftir annan þeirra í blaðinu „Illustrated" segir m. a.: „f meira en þúsund ár hefir ísland að miklu leyti verið land steinaldarinnar. En á rúmum tveimur árum hafa Ameríku- menn komið öllu í raunverulega nýtízku horf. Verkfræðingar þeirra hafa byggt hunrdruð mílna af steinsteyptum vegum í stað hraunstíganna". Þá segir á öðrum stað: „Enn hefir ekki verið hægt að halda lífinu í einu einasta tré á íslandi." Þessi grein úir og grúir af fjölda annarra villna. Því er t. d. haldið fram, að fsland hafi verið dönsk nýlenda, er striðið hófst. Þá er sagt frá ýmsu í grein- inni, sem herstjórnin hér hefir (Framh. á 4. slðu) Þjóðveldið Einn mann, sem þekktur er að því að tala og rita fagurt og þróttmikið íslenzkt mál, hefi ég heyrt halda því fram, að við ættum að segja þjóð- v e 1 d i heldur en lýðveldi. Þetta er rétt. Orðið er réttara og fallegra. Þjóð er nafnið á fólkinu yfir- leitt, sem á landinu býr, og af bergi þess er brotið. Lýður hef- ir a. m. k. oft aðra merkingu, sbr. t. d. götulýður, rusllýður, óþjóðalýður, þorparalýður o. s. frv. „Lýðurinn kýs hin léttu spor". Það er a. m. k. mjög oft þegar talað er um lýð, þá er það samsafn af einhvers konar lýð, sem ekki „sýnir afl og þor". En aftur á móti þjóð — íslenzk þjóð, það eru allir íslendingar. Samkvæmt því segjum við líka þjóðlíf, þjóðtrú og þjóðerni, en ekki líðlíf, lýðtrú og lýðerni. Hví þá ekki að halda þjóð- félagsskipan íslendinga, þ j ó ð- veldi, heldur en lýðveldi? V. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.