Tíminn - 03.02.1944, Síða 2

Tíminn - 03.02.1944, Síða 2
46 TÓirVX, fimmtudagiim 3. febr. 1944 12. blað ^ímtrm Fimmtudagur 3. febr. Framlenging skóla- skyldunnar í nýútkomnu hefti Mennta- mála birtist athyglisverð grein eftir Stefán Júlíusson kemrara. Fjallar hún um framlengingu skólaskyldunnar. í greininni segir Stefán m. a.: „Fáir munu neita því, að æskulýðnum sé ekki hvað sízt hætta búin í þeim þrengingum, sem eftirstríðsárin bera í skauti sínu. Undanfarin ár hafa ekki verið ungu fólki og uppvaxandi sem beztur skóli. Stríðsár eru jafnan ólgutímar, og þá fara í súginn verðmæti og sannindi, sem menn reyna að klófesta og tileinka sér á ný, þegar storm- urinn er genginn hjá. En oft gengur það erfiðlega að laga þann bagga* sem úr böndum er farinn, og mun það enginn spá- dómur vera, þótt sagt sé, að margur erfiður hjallinn muni verða í uppeldismálefnum þjóð- arinnar hin næstu ár. Að þessu athuguðu þarf eng- um að koma á óvart, þó að hér sé vakið máls á því, að almenn skólaskylda sé færð fram um tvö ár eða fleiri. Það ætti að vera hverjum hugsandi manni Ijóst, að fyrr eða seinna hlýtur að þessu að reka og væri stór bót að, ef þessu yrði fram komið meðan á góðærinu stendur. Er og víst, að betri skilyrði og ástæður eru fyrir hendi að koma þessu í kring nú heldur en seinna verður. Og mörgum mundi þykja það fengur, að bú- ið væri að skipuleggja og lög- festa nám unglinga til 16 ára aldurs, þegar stríðinu lýkur og þjóðin hlýtur að horfast í augu við nýja örðugleika. Eðlilegast væri, að fyrst í stað yrði skólaskylda miðuð við 16 ára aldur, og lyki þá barnaskól- anum við 12 ára aldurinn, en síðan tæki við fjögurra ára ung- lingaskóli. Þessi unglingaskóli yrði skipulagður og starfræktur þannig, að sérhæfni og áhugi hvers einstaks nemenda fengi að njóta sín sem bezt. Námsskrá skólans yrði að vera mjög rúm og' skólinn að starfa á víðum grundvelli, svo að sem flest mætti þar kenna og um hönd hafa, er ungmennum væri til þroska og menningarauka. Verk- legt nám og handíðir alls kon- ar mundu skipa þar jafnan sess og bókleg fræði. íþróttir og söng ur, dans og músíkkennsla ættu þar ákveðið rúm. Lagt væri yf- irleitt stund á að þroska ung- lingana alhliða, en um leið að hjálpa þeim til þess að finna, hvar þeir eiga bezt heima og hvaða störf hæfa þeim helzt.“ Þessi ummæli Stefáns eru vissulega hin athyglisverðustu. Þess má geta jafnframt, að fyr- ir brezka þinginu liggur nú stjórnarfrumvarp, sem stefnir að því að koma barnafræðsl- unni þar í svipað horf og Stef- án gerir hér ráð fyrir. Aðalatriði frv. eru að láta skólaskylduna ná til 16 ára aldurs og skipta náminu í tvennt, barnaskóla og unglingaskóla, sem leggur öllu meiri stund á verkleg en bókleg fræði. Blöðin skýra nú nær daglega frá því, að óknyttir unglinga í höfuðstaðnum fari óðum í vöxt. Hvað verður þá eftir stríðið, þegar atvinnuleysi eykst og fjár- ráð verða minni?Ekkert er ung- lingum jafnhættulegt og iðju- leysi og slæpingsskapur. Hins vegar er þeim ekkert jafn gagn- legt og að hug þeirra sé beint að vinnu og æskilegum skemmtun- um. Það hefir oft verið rætt um, að stór hluti borgaræskunnar væri að slitna úr tengslum við landið, væri hættur að þekkja þær kröfur, sem það gerir til nýtilegra þjóðfélagsþegna. Það þarf að kenna öllum unglingum að þekkja til helztu vinnu- bragða við aðalatvinnuvegina á landi og sjó. Ýmsir hafá álitið, að úr þessu mætti m. a. bæta með þegnskyldu. Unglingaskól- inn gæti verið miklu eðlilegri Bjarni Asgoirsson, alþingfism. s Pistill Ar Húnaþingi; „Upplýsinga"-siarfsemi Jóns Páimasonar 5. Hlutatryggingarfélög. Um þá löggjöf segir J. P., að „upphafsmaðurinn" að þeirri hugmynd, Sigurður Kristjáns- son, hafi barizt fyrir henni „lengst af við harða andstöðu Framsóknarmanna, er jafnan hafa lítinn skilning á útgerðar- málum“. — Hér fer J. P. með hrein og bein ósannindi. Fram- sóknarflokkurinn á þingi hefir frá fyrstu tekið hugmynd þess- ari vel, en jafnan beitt sér fyrir breytingum á frumvarpi S. Kr. til að koma því í raunhæfara horf, m. a. að gera þau úr garði sem heimildarlög, þannig að hvert hérað gæti komið á hjá sér samþykktum um þessi efni, samkv. lögunum. Sannanir fyrir þessari aðstöðu flokksins er hægt að tilfæra með fjölda þingskjala varðandi gang þessa máls á undanfarandi þingum, ef með þyrfti. Ýmsir aðrir þing- menn hafa tekið í sama streng- inn, og meðal þeirra flokksmað- ur J. P., Pétur Ottesen, sem a. m. k. einu sinni flutti sérstakar breytingartillögur, er samþykkt- ar voru í neðri deild. Afgreiðslu hefir mál þetta þó ekki fengið frá þinginu fyr vegna þess, að samkomulag hefir ekki fengizt um þá tilhögun fyr. Á síðastliðnu hausti var mál- ið svo tekið upp í milli- þinganefnd í sjávarútvegsmál- um, þar sem m. a. frumkvöðull málsins, S. Kr., á sæti, og féllst nefndin að athuguðu máli ein- róma á það fyrirkomulag og þá framkvæmd málsins, er m. a. Framsóknarmenn á Alþingi höfðu ætíð lagt til í aðalatrið- um. Þannig var svo málið flutt inn í þingið að nýju, og náði þar einróma samþykki. Þetta á Jón Pálmason að vita sem al- og framkvæmanlegri leið í þeim efnum. Þótt að þessu ráði væri horfið, er vart hægt að hugsa sér, að unglingaskólakerfið gæti náð til alls landsins fyrst í stað. Fram- kvæmdin yrði það torveld og miklu skiptir að vanda vel til byrjunarinnar. Það yrði að byrja þar, sem þörfin er mest, en það er í stærstu kaupstöðunum. Þar verður losið mest eftir styrjöld- ina og hættast við iðjuleysi hjá unglingum, sem getur orðið stórfelld þjóðfélagsmeinsemd, ef ekkert er við því gert. Þ. Þ. þingismaður, þó að hann að öðru leyti hafi máske „lítinn skiln- ing“ á útgerðarmálum. Um skilning eða skilningsleysi Framsóknarmanna á málum sjávarútvegsins almennt, ætla ég annars ekki mikið að ræða við J. P. í þetta sinn. Ég vil þó aðeins til að sýna haldgæði þeirra ummæla hans, minna á það, að Framsóknarflokurinn með þingfylgi sínu og stjórnar- aðstöðu átti mestan þátt í að koma á síldarbræðsluverksmiðj- um ríkisins, skipulagi síldarsöl- unnar og stuðningi ríkisins við hraðfrystihúsin, og veit ég ekki hvaða ráðstafanir hafa á und- anförnum árum hafa verið sjáv- arútveginum gagnlegri en þess- ar aðgerðir þings og stjórnar. Þá má einnig benda á að það var Framsóknarflokkurinn, sem beitti sér fyrir milliþinganefnd þeirri í sjávarútvegsmálum, er nú situr og mun hafa mörg veigamikil verkefni fyrir sjáv- arútveginn með höndum. Hygg ég, að þéssi mál og fleiri, sem upp mætti telja, sýni það ljós- lega, að Framsóknarmenn á þingi þola vel að fara í mann- jöfnuð við Jón Pálmason um „skilning á útgerðarmálum“. 6. Fjármálaafgreiðslan. Um fjárlagaafgreiðslu og með- ferð á fjármálum almennt, ræð- ir J. P. allmikið, bæði í upphafi greinanna og eins í lokin. Er sú sýning allóglæsileg, og mun margur virða þingmanninum það til vorkunar. Tvítekur hann í greininni þau ummæli, að „sennilega hefði engin þing- ræðisstjórn tekið við“ fjárlög- unum eins og Alþingi gekk frá þeim. Síðan tvístígur þingmað- urinn með nokkrum •almennum orðum kringum orsök þessa ástands, þar til að hann kemur að kjarnapúnktinum í ummæl- um sínum um störf fjárveit- inganefndar. Þar segir svo: „Formaður hennar er einn allra duglegasti maður þingsins, og hefir áreið- anlega vilja á að varna því að straumurinn beri til hafs. En hann hafði ekki fylgi nema þriggja manna af níu í nefnd- inni“. Þar sprakk blaðran. Orsök fjármálaöngþveitisins er svo augljós af þessari lýsingu. For- maður fjárveitinganefndar berst við þriðja mann í fjárveitinga- nefnd fyrir ábyrgri afgreiðslu fjárlaganna. En þar er við ofur- efli að etja, þar sem tveir í liði skemmdarverkamanna eru á móti hverjum einum. Og svipað verður auðvitað útkoman í þing- inu, þar sem vesalings Sjálf- stæðisflokksmennirnir berjast vonlausri baráttu eins og hetjur fyrir gætilegri fjármálastjórn undir forustu formanns fjár- veitinganefndar — en fá við ekkert ráðið. Ekki segir nú J. P. þetta skýr- um orðum. En hitt er augljóst, hvað hann ætlar „góðfúsum les- anda“ að lesa á milli línanna í þessari varfærnu frásögu. Og aðra ályktun en þá, sem hér að ofan er tilfærð, er ekki hægt að draga af hálfyrðum hans. Formaður fjárveitinganefnd- ar, P. O., hefir nú þegar rekið hinar umræddu ásakanir í garð fjárveitingarnefndarmanna of- an í J. P. á hinn eftirminnileg- asta hátt, eins og kunnugt er. Enda er það vitað, að þeir Sjálfstæðismennirnir og Fram- sóknarmennirnir í fjárveitinga- nefndinni, að nokkru leyti með aðstoð fulltrúa Alþýðuflokksins, stóðu algerlega saman um af- greiðslu fjárlaganna í höfuðat- riðum, eftir því sem við varð ráðið, vegna áhrifa þingsins í heild. Og það má hiklaust fullyrða, að hefði ekki þessara samtaka notið við, hefði fjárlagaaf- greiðslan orðið fullkominn ó- skapnaður. Fyrir forgöngu fjárveitinga- nefndarmanna beggja stærstu þingflokkanna voru einnig við þriðju umræðu fjárlaganna haf- in nokkur samtök innan þess- ara flokka, um að beita sér gegn því flóði af útgjaldatillögum,sem þá kom fram af hálfu einstakra þingmanna, og ekki þótti fært að bæta ofan á útgjöldin að þessu sinni. Þegar svo á hólm- inn kom, og atkvæði voru greidd, kom það í ljós, að Framsóknar- flokkurinn stóð í höfuðatriðum óskiptur við samkomulagið, en Sjálfstæðisflokkurinn riðlaðist við afgreiðslu margra stórra út- gjaldatillagna þannig, að þær flutu í gegn. Og heildarsvipur- inn á afgreiðslu fjárlaganna í þinginu var sá, að Framsóknar- flokkurinn stóð undantekning- arlítið eins og veggur með meiri hluta fjárveitinganefndar, og sömuleiðis um hálfur Sjálfstæð- isflokkurinn. Hinn helmingur- inn fylgdi að jafnaði þeim að málum, sem lengst vildu ganga í útgjöldum, sem voru sósíalist- ar. Mynduðust þarna í þinginu tvær álíka stórar fylkingar, þannig, að Alþýðuflokksmenn gátu æði oft ráðið úrslitum mála, eftir því að hverri fylk- ingunni þeir hölluðu sér — og mátti ósjaldan þakka þeim, að ekki fór ver en fór um hækkun útgjaldanna. Þetta veit hver maður í þinginu að er rétt, og þýðir ekki á móti að mæla. En útgjöldin voru ekki nema önnur hliðin á fjármálaaf- greiðslunni. Hin hliðin var vit- anlega telg uáætlunin^. Og hvernig var aðstaðan þar? Þeg- ar sýnt var, að ekki yrði unnt að fá samkomulag um að tak- marka útgjöldin, frekar en það sem raun varð á, mætti ætla að þingið fyndi til skyldu sinnar í því efni, að sjá þó fyrir nægum tekjum til að standa undir þess- um útgjöldum. En það var nú síður en svo. Ríkisstjórnin má eiga það, að hún gerði sitt til að stuðla að því, að tekjuhliðin væri í nokkru lagi. Þegar búðið var að móta útgjaldahlið fjárlaganna í höf- uðatriðum, var borið fram í efri deild, fyrir tilstilli ríkis- stjórnarinnar, frumvarp til laga um framlenging á verðlækkun- arskattinum. Gegn þessu frv. snerist allur Sjálfstæðisflokk- urinn í efri deild nema Þ. Þor- steinsson, sem var annar flutn- ingsmaður frv. Sama var.að segja um verka- lýðsflokkana. Þegar að þetta ekki tókst, gerði ríkisstjórnin aðra tilraun í neðri deild með flutningi tekjuaukafrumvarps í annari mynd. Þetta frv. strand- aði líka á andstöðu verkalýðs- flokkanna og tregðu nokkurs hluta Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir þingm. hans, ásamt Framsóknarflokknum, hafa ver- ið reiðubúnir að fylgja því Svona fór um sjóferð þá. Þarna kom fram sami klofn- ingurinn í Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir, sem óðfúsastir voru um samþykktir aukinna út- gjalda, voru flestir tregastir við samþykkt aukinna tekna — og öfugt. Af þessum ástæðum var það m. a., að fjármálaafgreiðsla þingsins var svo bágborin sem raun varð á. Góðar óskir. í lok sinnar löngu greinar sendir J. P. samþingsmönnum Það á ekki lílið að stála Ég var nýlega að lesa í henni ísafold um bændasamtökin inn- an Sjálfstæðisflokksins. Manni hlýnar alveg ofan frá og niður úr við það eitt að fá að lesa svo ódýrt blað, þegar háa verðið ætlar allt að drepa, verð blaðs- ins sennilega aðeins brot af raunverulegu kostnaðarverði. Og svona innvortis með sjálfum mér, virðist mér þetta næstum bruðl á mannkærleika, því að hver efast um góðan tilgang með þessu. En svo var það greinin um bændasamtökin. „Betra er seint en aldrei" má segja, en fyrr hefði nú mátt koma auga á nauðsyn þeirra samtaka, því að þeir fáu þingbændur, er verið hafa innan Sjálfstæðisflokks- ins, hafa löngum orðið að víkja til hliðar í skuggann með sjón- armið sín og áhrifavald, fyrir vilja hinna meiriháttar burgeisa lir stétt verzlunar, útgerð og annarra stórlaxa, er verið hafa og eru megin uppistaða Sjálf- stæðisflokksins, og er þetta kunnara en frá þurfi að segja. Manni verður því að fagna yfir viðleitni þeirri um samtök þau, er hér um ræðir. Svo virðist, sem ísafold eigi að túlka málstað bændadeildar- innar, því að nýr ritstj óri úr bændastétt er vígður. Heitir sá Jón Pálmason, og fer hann auð- vitað fyrir liðinu um hina pólit- tsku vaðla. En þar er einkum um tvö vöð að ræða: Annað ör- uggt og heppilegt og vel fallið til þess að geta komizt í áttina til Framsóknarflokksins og rétta honum hendi til samstarfs, þar sem hann er hinn raunveru- legi bændaflokkur landsins og lætur ekkert happamál sveit- anna sér óviðkomandi. Og þeirrar útréttu handar var ekki sízt þörf nú, þar eð bændur sjá nú fram á margháttaðan vanda, enda þótt reynt sé að færa kaupgjald og afurðaverð til (Framh. á 4. síðu) sínum góðar nýársóskir í „per- sónulegum skilningi.“ Ég vil nú þakka fyrir minn hluta af þess- um góðu óskum, af því að ég geri ráð fyrir því, að þær séu í einlægni frambornar. En ég vil þá einnig í fullri einlægni senda honum í „persónulegum skilningi" beztu óskir um alla góða hluti á þessu nýbyrjaða ári. Einkum vil ég þó óska hon- um þess að hann mætti taka sem mestum framförum í sann- leiksást og réttsýni. Stelán Jónsson, skólastjóri: Fallnir stofuar Um áramótin síðustu féllu í valinn í hinu forna Þórsnes- þingi fjórir valinkunnir menn, og minningu þeirra eru þessar línur helgaðar.' Guðmundur Jónsson frá Narf- eyri andaðist 23. desember. Hallur Kristjánsson bóndi á Gríshóli dó á nýársdag. Guðjón Guðmundsson bóndi á Saurum lézt 2. janúar og Þorleifur Jó- hannesson bókavörður í Stykk- ishólmi dó á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 22. janúar. — Hver þessara manna hafði innt af höndum merkilegt dags- verk, enda allir nokkuð við ald- ur, er dauða þeirra bar að hönd- um, en vissulega áttu þeir mörg verkefni óunnin, þegar lífsþráð- ur þeirra var snögglega slitinn. Guðmundur Jónsson er fædd- ur að Valshamri á Skógarströnd hinn 29. janúar 1884 og skorti því tæpan mánuð í að ná sex- tugsaldri. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum að Narf- eyri í sömu sveit og kenndi sig jafnan við þann bæ síðim. Ungur að aldri fluttist Guð- mundur til Stykkishólms og hóf þar búskap með fyrri konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur, en hún var systir frú Arnbjargar, ekkju sr. Lárusar heitins Hall- dórssonar prests að Breiðaból- stað. — Eignuðust þau 6 mann- vænleg börn, en árið 1924 missti Guðmundur konu sína eftir langvarandi erfið veikindi. Hann kvæntist síðar Kristínu Vigfúsdóttur, Vigfúsar Hjalta- líns bónda í Brokey, og eignuð- ust þau þrjú börn, sem enn eru á barnsaldri. — Hin fyrstu ár sín í Stykkishólmi stundaði Guðmundur smíðar, en jafn- framt gerðist hann forustumað- ur í málefnum verkalýðsins í Stykkishólmi og stofnaði Kaup- félag verkamanna í Stykkis- hólmi og veitti því forstöðu. Þetta var á dýrtíðar- og erfið- leikaárunum 1918—23 og reynd- ist viðskiptakreppan hinu unga félagi ofraun, og varð það að hætta störfum, fyrst og fremst vegna taps á útgerð tveggja þil- skipa, er félagið hafði keypt og gert út. — Þegar samvinnuút- gerðin í Stykkishólmi hóf starf- semi sína varð Guðmundur framkvæmdastjóri þess fyrir- tækis, og var það öll þau ár, er félagið starfaði, en nú hin síð- ustu ár var Guðmundur for- maður og framkvæmdastjóri m.b. Baldurs, sem hefir um mörg ár haldið uppi áætlunar- ferðum um innanverðan Breiða- fjörð. — Jafnframt þessum störfum var Guðmundur óþreytandi og hlaðinn störfum í félagsmálum verkamanna í Stykkishólmi, og í málefnum Stykkishólms- hrepps, því að han sat óslitið í hreppsnefnd um 20 ára skeið. — Tvívegis var Guðmundur í framboði á Snæfellsnesi fyrir Alþýðuflokinn, enda var hann um tvo áratugi aðalforingi Al- þýðuflokksins í sýslunni. Þetta, sem hér er greint, er í fáum orðum ytri lífssaga Guð- mundar Jónssonar frá Narfeyri, og þegar þess er gætt, að öll sín þroskaár gekk Guðmundur með ólæknandi sjúkdóm, sem flest árin lagði hann í rúmið um lengri eða skemmri tíma, þá má segja, að dagsverkið sé ótrúlega umfangsmikið, og aldrei bilaði kjarkur hans, og þegar hann fór að hressast, eftir hvert veikinda- kast, var hann glaður og reifur eins og aldrei hefði neitt að orð- ið. — Guðmundur gekk aldrei í neinn skóla, en hann var hag- leiksmaður hinn mesti á öll störf og prýðilega ritfær og ræðumaður svo af bar. Hann las mikið, þótt hann væri jafnan störfum hlaðinn, og kunni vel að velja bækur og lesefni og myndaði sér jafnan sjálfstæða skoðun í hverju máli. Gáfurnar voru með afbrigðum góðar, og skemmtilegri ferðafélaga gat maður ekki ákosið og nutu þess margir í hinum tiðu ferðum hans um Breiðafjörð. Við fráfall Guðmundar á eig- inkonan og börnin á bak að sjá kærum eiginmanni og föður. Verkalýður Stykkishólms hefir misst sinn traustasta málsvara, og samtíðarmenn hans allir eiga á bak að sjá glæsilega gáfuðum alþýðumanni, sem hikaði ekki við að etja kappi, ef þurfa þótti, við forustumenn úr andstæð- ingahópi á mannfundum og í nefndum og halda jafnan hlut sínum eins og málefni stóðu til. Hallur Kristjánsson bóndi á Gríshóli er fæddur í Galtardal í Dalasýslu 18. okt. 1875. Hann byrjaði búskap að Staðarbakka í Helgafellssveit, ungur að aldri, í tvíbýli við bóndann þar, en þótti þröngt um sig og keypti eftir tveggja ára búskap jörðina Gríshól í Helgafellssveit ásamt fjallakoti, er Valabjörg nefnd- ist. Gríshóll var þá, eins og margar jarðir á þeim tíma, næstum ónumið land. Túnið að- eins lítill kragi í kringum bæinn og útengjaslægjur fremur rýrar, en landrými mikið. — Nú er Gríshóll eitt myndarlegasta býli í héraðinu. — Stórt og grasgefið tún breiðir sig nú umhverfis veglegt íbúðarhús og myndar- leg útihús. — Allar eru bygg- ingar þessar úr steinsteypu. Meðal kotbær hefir á búskapar- árum Halls Kristjánssonar breytzt í höfuðból, sem er sveit- arprýði. Á yngri árum gaf Hallur sig allmikið að opinberum málum. Árið 1912 bauð hann sig fram til þingmennsku í Snæfells- nessýslu, en hlaut ekki kosn- ingu og bauð sig ekki oftar fram. Hann sat í sýslunefnd meir en þrjá tugi ára og í hreppsnefnd í sveit sinni um margra ára skeið. Þegar Kaupfélag Stykk- ishólms var stofnað, var Hallur einn af forustumönnunum og var kjörinn í fyrstu stjórn þess. Vorið 1925, þegar sr. Ásgeir Ás- geirsson í Hvammi lét af for- mannsstörfum í Kaupfélagi Stykkishólms, var Hallur kosinn formaður og jafnan síðan. Hann gegndi því formannsstörfum um rösklega 18 ára skeið. Ég kynnist Halli Kristjáns- syni ekki fyr en hann var hátt á fimmtugsaldri. Hann var þá í blóma lífsins, sæmilega efnum búinn, átti mannvænleg börn og var sem óðast að rækta og húsa jörð sína. Það var ekki hægt annað en að veita Halli bónda á Gríshóli athygli á þeim árum. Hann var hiklaus og djarfur í framkomu við hvern sem hann átti, hélt vel og drengilega á máli sínu á mann- fundum og var eindreginn fylg- ismaður strjálbýlis og landbún- aðar, en hneigðist lítt að kaup- túnum eða áhugamálum þeirra, er þar bjuggu. Hann skildi þarf- ir bændastéttarinnar og fann þar vel hvar skórinn kreppti að og vildi hefja hana til vegs og valda. Hann var ódeigur í sókn og vörn fyrir málefni sveit- anna, og margir töldu hann í þeim deilum harðan og óvæg- inn. Við nánari kynningu breyttist þetta álit, því að und- ir baráttu-skelinni var hulinn hlýleiki og viðkvæmni. Fram á sextugsaldur bar Hallur aldur- inn vel, og svo virtist sem „Elli kerling" ætti þangað lítið er- indi, en á þeim árum varð hann fyrir þungri raun, er of- reyndi taugar hans, svo að vafa- samt er, að hann hafi nokkurn tíma gengið heill til skógar frá þeirri stundu. — Það sumar stóð yfir bygging íbúðarhússins. Var

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.