Tíminn - 03.02.1944, Page 3

Tíminn - 03.02.1944, Page 3
12. blað TlMINN, fimmtadagÍBm 3. febr. 1944 47 DÁNARMIMUÍG: Víg'lundur Helgason bóndi á Höfða 1 Þegar ég fyrir nokkrum dög- um frétti lát Víglundar í Höfða, komu í huga mér ýmsar minn- ingar af þeirri kynningu, er ég hafði af honum, og urðu þær mér hugljúfar, því að á þær bar hvergi skugga. Mér kom hann alltaf fyrir sjónir sem hinn sami trausti og rólegi drengskapar- maður, sem alltaf mátti stuðn- ings af vænta, hvort heldur var í bMðu eða stríðu. — Fæddur var hann í Arnar- holti í Biskupstungum 20. marz 1876. Foreldrar hans voru Hall- dóra Snorradóttir og Helgi Guð- mundsson, bæði af traustum, sunnlenzkum stofni. Hjóna- band þeirra var ekki langt, en farsælt svo að af bar. Eftir skamma sambúð missti Hall- dóra mann sinn frá fjórum ungum sonum þeirra, og nokkru síðar tók sr. Magnús Helgason, prestur á Torfastöðum, Víglund til fósturs, og var hann hjá honum þar til hann sjálfur hóf búskap, þó að tveimur árum undanskildum, er Víglundur stundaði nám í bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Það mun ekki hafa verið al- gengt í þá daga hér sunnan- lands, að ung bændaefni nytu slíkrar menntunar, enda var Víglundur gáfumaður í bezta lagi og var að öllu leyti talinn í fremstu röð sinna samtíðar- manna. Það sem einkenndi hann alla tíð, var fáguð prúð- mennska. Þegar hann kom heim frá Hólum, hugðu sveitungar hans gott til að hagnýta sér þá þekkingu, er hann hafði aflað sér í skólanum. Hann tók þegar virkan þátt í búnaðarfram- kvæmdum hreppsins og verk- leg'um umbótum, og einnig hlóðust á hann störf í þágu sveitarfélagsins, og gegndi hann mörgum þeirra til dauða- dags, og leysti hann þau öll af hendi með sérstakri vandvirkni og samvizkusemi. — Fyrir 36 árum kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Ketilríði Þorsteinsdóttur í Höfða í sömu sveit, og á þeirri jörð bjuggu þau til hans dauða- dags. Þeim varð átta barna auðið, og urðu þau fyrir þeirri þungu raun að missa þrjú þeirra, tvö í bernsku, þau Mar- gréti og Þórð, en Helga náði tvítugsaldri og var að allra dómi mjög vel gefin stúlka. Þau, sem lifa, eru: Sesselja Þórdís, gift Sigurði Þórðarsyni verzlunar- stjóra, Gunnþórunn, gift Þor- steini Gíslasyni vélstjóra, Magnús, heildsali, giftur Ragn- heiði Guðmundsdóttur, er stundar nám við læknaskólann, Guðrún Þóra og Þorsteinn, bæði heima í föðurgarði. Þegar þau hjón byrjuðu bú- skap í Höfða, var þar eins og víðast annars staðar, að mikið verkefni var fyrir hendi. Þá þurfti bæði að slétta tún og byggja upp qll hús, og gekk þetta furðu fljótt og varð húsakostur þar góður á þeirrar tíðar mæli- kvarða, snotur bæjarhús og fénaðarhús í bezta lagi. — Þá var túnræktin tekin jöfnum höndum, og mun Víglundur oft hafa átt við það starf langan vinnudag, og þótt þau tæki, sem þá voru notuð við túnræktina væru ekki fullkomin, vannst þó mikið á í því efni. Það var gam- an að sjá hann halda á spaða við túnræktina, enda var hann sérstakt lipurmenni til allra verka. Ræktun og landbúnaður voru hans hjartans áhugamál. Hann unni sveit sinni, Biskups- tungum, enda átti hann þar heima alla æfi sína, nema hin tvö námsár. — Víglundur var frekar alvöru- maður, en þó gleðimaður í sín- m hóp, hreinn og ákveðinn í skoðunum, gætinn og orðvar og þótti jafnan miklu skipta hvar hann stóð í hverju máli. Slúður- sögur um náungann áttu ekki til hans neitt erindi, Víglundur vildi heldur leita upp það góða í fari hans og rækta það, enda var hann mjög vinsæll og mik- ilsvirtur af öllum, er af honum höfðu kynni. Barnalán höfðu þau hjón í bezta lagi, og má segja að Víglundur hafi verið gæfumaður. Hann hafði þá ánægju að sjá ávöxt af verkum sínum í uppeldi barnanna, í þeim gat hann fundið aftur það góða, er hann hafði innrætt (Framh. á 4. síðu) hún langt komin síðla sumars, og þá var það, að Hallur heit- inn, ásamt syni sínum Kristjáni, mesta efnismanni, var að sækja sand til fágunar á veggjum hússins. Þar sem sandurinn var tekinn hagaði svo til, að grafa varð inn undir móhellu, til að ná í þennan fína sand. — Þeir feðgar höfðu nær lokið við að moka á vagninn, þegar Kristján heitinn seildist eftir síðustu skóflunni inn undir móhelluna, en þá féll hellan á hann ofan og varð það hans bani. Er það öllum skiljanlegt hvílík þrek- raun það var föður, að horfa á slíkt og geta ekki aðgert, þar sem móhellan er niður féll, var margar smálestir að þyngd. Kona Halls, frú Sigríður 111- ugadóttir, lifir mann sinn, mjög farin að heilsu. Var það almæli, er þau hjón voru í blóma lífsins, að þar hallaðist ekki á með bónda og húsfreyju. Guðjón Guðmundsson bóndi að Saurum í Helgafellssveit var fæddur að Selvöllum 22. sept- ember 1872 og var því sjötíu og eins árs að aldri er hann lézt. Hann bjó nær 40 ár að Saur- um og var jafnan kenndur við þá jörð. — Guðjón var einn hinna kyrlátu manna, sem vann störf sín í hljóðri kyrrð fyrir heimili sitt og hérað. Sauraland er fagurt og frjósamt, og eru í því landi einu skógaleifarnar, sem nú eru sjáanlegar af hinum miklu skógum, er á söguöldinni þöktu allar hlíðar og ása í Helgafellssveit. — Guðjón á Saurum var fyrsti bóndinn, sem ég kynntist, er ég fluttist til Stykkishólms. Mér varð þegar hlýtt til þessa fáorða ‘og hæg- láta bónda, og við nánari kynn- ingu varð mér það æ ljósara, að þar hafði mér ekki skjátlazt. Trygglyndi hans og vinfesti brást mér aldrei. — Hann hafði ekki mörg orð, ef hann var beðinn að gera einhvern greiða, en gleðin ljómaði í svipnum, eins og hans væri þágan, en ekki þess, er naut greiðans. Guðjón var einn af stofnend- um Kaupfélags Stykkishólms og endurskoðandi félagsreikn- inga og fulltrúi á fundum þess hin fyrstu árin. Kona Guðjóns, frú Kristín Jóhannesdóttir, er látin fyrir allmörgum árum. — Þau hjón áttu 8 börn, er upp- komust, og er ein af dætrum Guðjóns gift Páli Hermannssyni alþingismanni. Þorleifur Jóhannesson bóka- vörður var fæddur að Dagverð- arnesseli í Dalasýslu hinn 20. desember 1878, en andaðist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hinn 22. janúar þ. á. Hann flutt- ist ungur til Stykkishólms og dvaldi þar alla ævi sína. Þar stundaði hann alla algenga vinnu, en var þó um mörg ár verkstjóri hjá Sæmundi kaup- manni Halldórssyni. Hinn síð- asta áratug var hann ráðsmað- ur við sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi og jafnframt bókavörður við bókasafn sýslunnar í Stykk- ishólmi nokkur undanfarin ár. Þorleifur var þekktur fyrir á- huga sinn á þjóðlegum fræðum. (Framh. á 4. síðu) Upp frá áþján FRAMHALD Ef þér sökkvið skjólunni meðal kynbræðra minna, réttið þér þeim hjálparhönd og hvetjið á svipaðan hátt og hér hefir ver- ið gert, til þess að þroska hug og hönd, þá munuð þér sanna, að þeir munu kaupa jarðirnar, sem þér getið ekki nýtt, erja ó^ ræktarsvæðin milli akra yðar og reka verksmiðjur yðar. Ég get fullvissað yður um, að framvegis sem hingað til munu þeir vera þolinmóðasta, trygglyndasta, löghlýðnasta og góðhjartaðasta fólkið, sem finnst undir sólunni. Á sama hátt og vér höfum vottað yður hryggð vora á liðnum árum, gætt barna yðar og vakað við sjúkrabeði mæðra yðar og feðra og oft fylgt þeim til grafar með tárvota brá, þannig munum vér og á komandi tímum standa við hlið yðar, fúsari og æðrulausari en nokkrir útlendingar, reiðubúnir til þess að verja líf yðar og fórna voru, ef því er að skipta. Vér munum tengja samna þræðina í starfs- lífi, viðskiptalífi, þjóðmálum og trúmálum, báðum kynþáttun- um til hagsbóta. í öllu, er varðar félagslega aðstöðu vora í þjóð- félaginu, getum vér verið aðgreindir líkt og fingurnir, en þó eitt sem höndin um allt, sem snertir sameiginleg framfaramál beggja. Hér mun hvorki ríkja öryggi né hamingja, nema allir geti hlotið þann vitsmunaþroska, sem þeim má beztur veitast. Ef einhvers staðar er höfð í frammi viðleitni í þá átt að hindra eðlilegan vöxt Svertingjanna, þá vendið því kvæði í kross og hvetjið þá og eflið til þess að verða góða og skynsama borgara. Það erfiði og sá kostnaður, er það hefir í för með sér, mun bera hundraðfaldan ávöxt, því að af því mun tvöföld blessun hljót- ast — blessun þeim, er þiggur og þeim, er gefur. Hvorki mannlegur né guðdómlegur máttur getur haggað ei- lífu lögmáli. Lögmál réttlætisins hlekkjar ofbeldismanninn miskunarlaust við örlög þeirra, sem hann kúgar, og jafn vissu- lega og synd og þjáning haldast í hendur, göngum vér saman gegn örlögum vorum. Nær sextán miljónir handa eru réttar fram til þess að hjálpa yður að draga ækið upp brekkuna, en ef illa tekst til mun þetta fólk spyrna við fótum og draga það og yður niður hallann. Um það er teflt, hvort á vorn reikning skuli skrifazt þriðjungur og meira til af allri fáfræði og afbrotum í Suðurríkjunum eða þriðjungur háleitra hugsana og framfara. Vér getum auðgað viðskipta- og athafnalíf í Suðurríkjunum að þriðjungi, og það getur líka svo farið, að vér verðum eins og dauð hönd, sem torveldar og lamar sérhverja mennmgarviðleitni í þjóðfélaginu. Háttvirt sýningarráð! Þegar vér nú hér biðjum yður að virða fyrir yður þá viðleitni, sem vér höfum hér á að sýna framfarir vorar, þá megið þér ekki vænta allt of mikils. Það eru aðeins þrjátíu ár síðan stöku Svertingi eignaðist fyrst ábreiður, gras- ker og hænsni. Minnist þess, að sá vegur, sem liggur frá umkomu- leysi til uppgötvana, vélavinnu, búnaðar, blaðamennsku, bók- lesturs, myndlistar og bankastjórnar, eru þyrnum stráður og torsóttur. Þótt vér séum hreyknir af því, hverju vér sjálfir höf- um fengið áorkað oss til aukinnar menningar, þá gleymum vér því aldrei, hve mjög deild vor í þessari sýningu hlyti að verða yður til vonbrigða, ef við hefðúm ekki sífelldlega notið stuðn ings yðar í baráttu vorri, ekki aðeins frá mönnum hér í Suður- ríkjunum, heldur einnig og sérstaklega frá mannvinum í Norðurríkjunum, sem með gjöfum sínum hafa hvatt oss og örvað. Hinir beztu menn kynstofns vors sjá, að það væri hið mesta óvit að gera kröfur til fullkomins jafnréttis í þjóðfélaginu. Sér- hver ný réttindi, sem oss fellur í skaut að njóta, verða að vera ávöxtur harðrar og látlausrar menningarbaráttu. Þau skal ekki hrifsa með valdi. Sérhver kynstofn, sem nokkuð hefir að bjóða á heimsmarkaðinum, mun fljótlega öðlast þar ítök. Það er mikilvægt og réttlátt, að vér njótum lagaréttar, en það er miklu, miklu mikilvægara, að vér verðum vel hæf til þess að njóta þessa réttar.. Eins og sakir standa er margfalt meira vert, að menn hafi aðstöðu til þess að hljóta einn Bandaríkjadal í vinnulaun í verksmiðju, heldur en þótt þeir ættu kost á að hlusta á söngleik í virðulegu söngleikahúsi gegn sömu upphæð. Að lokum leyfi ég mér að endurtaka það, að í þrjátíu ár hefir ekkert aukið kjark vorn og trú á framtíðina meira en þátttaka vor í þessari sýningu. Og um leið og ég krýp niður að þessu altari, vil ég segja — árangrinum af starfi tveggja kyn þátta, yðar og vorum, er báðir gengu til verka með tvær hendur tómar fyrir þrem áratugum — lýsi ég yfir því í heyránda hljóði að viðleitni yðar til þess að leysa þann mikla og margþætta vanda, er Guð hefir fært Suðurríkjunum að höndum, skal eiga vísan, einlægan og öruggan stuðning vorn. Gleymum því aðeins aldrei, að hversu gagnleg .áhrif, .sem þessi sýning á -auði akra skóga, náma, bókmennta og lista kann að hafa, þá getur þó önnur langtum dýrari gjöf, sem vér biðjum Guð um oss til handa, yfirskyggt allan efnalegan ávinning, þurrkað út trúarmun og gagnkvæma óvild og tortryggni kynþáttanna, vakið þann staðfasta ásetning að sýna ávallt fullkomið réttlæti, laðað allar stéttir manna til þess að hlýða fúslega lögum þessa lands Það, ásamt góðri fjárhagsafkomu manna, myndi skapa oss nýjan himin og nýja jörð í vorum ástfólgnu Suðurríkjum.“ Booker Washington hafði ekki fyrr lokið máli sínu, en Bull ock ríkisstjóri reis úr sæti sínu og faðmaði hann að sér. Síðan komu fyrirmenn sýningarinnar hver af öðrum og þökkuðu hon- um þessa frábæru ræðu. Fagnaðarlátum manníjöldans ætlaði aldrei að linna. Sjálfur gerði hann sér þess ekki fulla grein hví- líka ræðu hann hafði flutt og hversu geysileg áhrif hann hafði haft með orðum sínum. En hann komst fljótt að raun um það því að hvar sem hann fór þyrptist fólkið að honum og fagnaðar- ópin gullu við. En hann kunni ekki meira en svo við allt þetta dálæti. Hann tók því saman pjönkur sínar og hélt heim til Tuskegee daginn eftir. Næstu daga bergmálaði ræða hans í velflestum blöðum Banda- ríkjanna. Allir dáðust að viti hans og snilli. Einskis manns nafn var á svo margra vörum í Vesturheimi, sem hans. Þakkarbréfin streymdu til hans og ótal skólar og fyrirlestrafélög gerðu honum hvert glæsiboðið af öðru. Blöð og tímarit báðu um greinar og buðu við of fjár. En hann hafnaði þessum boðum öllum, því að hann vildi ekki láta neinn nota sig sem verkfæri til þess að raka saman fé. Nokkru eftir heimkomu sína sendi hann forseta Bandaríkj anna, Grover Cleveland, afrit af ræðu sinni. Og sjálfur forsetinn svaraði Svertingjanum frá Malden um hæl og þakkaði honum hina glæsilegu ræðu og hugulsemi við sig. Samband ísl. samvinnufélagu. Viðskipti yðar við kaupfélagið efla hag þess og yðar sjálfra. Öllum þeim, sem heiðruðu útför Sólveigar Þórliallsdóttur Haukatungu, með nærveru sinni og á annan hátt, vottum við okkar alúðarfyllstu þakkir. VANDAMENN. O p a L Rœstiduft — er fyrir nokkru komið & markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. NotifS O P A L ræstiduft Bókamenn! Höfum ávallt á boðstólum mikið úrval allskonar góðra bóka, sem hvergi fást annars staðar. Kaupum allar bækur, hvort heldur heil söfn, einstakar bækur, tímarit eða blöð. Eftirtaldar bækur höfum við til sölu: Dýralækningabók, eftir Magnús Einarsson. Árbækur Reykjavíkur, eftir Jón Helgason. í verum, eftir Theodór Friðriksson. Um refsivist á íslandi, eftir dr. Björn Þórðarson. Benedikt Gröndal áttræður. Freyr, complett. Búnaðarritið, complett. Plógur, complett. Bændaförin 1906. Rímur af Án bogsveigi, eftir Sig. Bjarnason. Rímur af Hænsna Þóri, eftir Jón frá Bægisá. Saga alþýðufræðslunnar á íslandi, eftir Gunnar M. Magnúss Ljóðmæli Bjarna Thorarensen. Ennfremur allar fáanlegar bækur um íslenzk, þjóðleg fræði, garðyrkju og landbúnað, ljóðmæli, músik úrval o. m. fl. Bókaverzhm Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6 A. — Sími 3263. Tílkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið að hámarksálagning á smásölu á alla innlenda málningu og lökk megi ekki vera hærri en 30%. Ákvæði þessi koma til framkvæmda að því er snertir vörur, sem keyptar eru frá og með 1. febrúar 1944. Reykjavík, 31. janúar 1944. Verðlagsstjóriim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.