Tíminn - 03.02.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.02.1944, Blaðsíða 4
48 TlMHVIV, fimmtudagiim 3. febr. 1944 12. blað tin BÆIVUM Skrifstofur stjórnarráðsins verða lokaðar frá hádegi í dag vegna minningarathafnar um þá, er fórust með b.v. Max Pemberton. Huginn, blað Samvinnuskólanemenda, er ný- lega kominn út. Blaðið flytur ýmsar greinar, þar sem minnst er 25 ára af- mælis Samvinnuskólans. Skólinn varð 25 ára gamall í fyrra vetur, því að raunverulega byrjaði hann starf sitt veturinn 1917—18. Blaðið flytur einnig hvatningagreinar um samvinnumál, ýms skemmtlefni o. fl. Pi'ágangur þess er með miklum ágætum. Ritstjóri að blaðinu er Hannes Jónsson. Framhaldsfundur verður haldinn um lýðveldismálið í Stúdentafélagi Reykjavíkur annað kvöld í háskólanum. Fyrstir á mæl- endaskrá eru Hermann Jónasson, Þor- valdur Þórarinsson, Einar Olgeirsson og Lúðvílc Guðmundsson. Menntamál, janúarheftið 1944 er nýkomið út. Að- algreinar þess eru: Framlenging skóla- skyldunnar, eftir Stefán Júlíusson og Framkvæmd sundskyldunnar eftir Þorstein Einarsson. Ætlast er til, að framvegis komi Menntamál oftar út, en í minni heftum en áður. Gunnar M. Magnúss hefir látið af ritstjórn- inni. Annast hana nú Ólafur Þ. Krist- jánsson, en Ingimar Jóhannesson og Arngrímur Kristjánsson eru með hon- um í útgáfustjórn. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) áhuga fyrir stjórnmálaþróun- inni í Evrópu. Frakkland eitt og óstutt getur hæglega orðið hinum verstu öfgum að bráð eftir þrengingar þær, sem þjóð- in hefir orðið að þola. Þessi hætta' er miklu minni, ef það væri í samvinnu við Bretland. Bretland og Frakkland samein- uð yrðu stórveldi í Evrópu, er fullkomlega gæti staðið Rússum jafnfætis, er annars yrðu mesta stórveldið þar, þegar Þýzkaland er að velli lagt. Það er því engin fjarstæða að halda, að einmitt náið banda- lag Frakka og Breta hafi verið rætt á fundum Churchills og de Gaulles. Samveldisríki Breta myndu ekki slíku bandalagi fjarstæð. í Kanada myndi því t. d. vafalaust fagnað. Hins veg- ar er ekki víst um afstöðu Bandaríkjanna, er geta farið að líta á sig sem leiðtoga ensku- mælandi þjóða. Hleðsla togaranna (Framh. af 1. slðu) 1939: 153 670; 1942: 215 747; 1943: 243 650. Skutull. Rúmlestir: 314; 1939: 104 039; 1942: 152 501; 1943: 184 435. Snorri goði. Rúmlestir: 373; 1939: 118 484; 1942: 179 070; 1943: 204 441. Surprise. Rúmlestir: 313; 1939: 90 932; 1942: 165 290; 1943: 186 309. Tryggvi gamli. Rúmlestir: 326; 1939: 93 662; 1942: 162 814; 1943: 182 245. Venus. Rúmlestir: 415; 1939: 137 765; 1942: 217 487; 1943: 276 161. Vörður. Rúmlestir: 316; 1939: 107 950; 1942: 198 882; 1943: 215 201. Þorfinnur. Rúmlestir: 269; 1939: 87 224; 1942: 124 714; 1943: 139 090. Þórólfur. Rúmlestir: 403; 1939: 122 530; 1942: 227 000; 1943: 274 967. Á þessu sést, sagði Finnur, að upp úr skipunum kemur allt að 135% meiri farmur en þótti fært að láta í þau 1939. Hér getur ekki verið öðru til að dreifa en ofhleðslu. Getur ekki hjá því farið, að þessar upplýsingar veki gífur- lega athygli. Eignaaukaskatturinn (Framh. af 1. síðu) ingi frv. Að þessu sinni vildi flokkurinn ekki verða meðflytj- andi frv. með kommúnistum til að mótmæla þannig þeim leik- arahætti, er þeir sýndu í mál- inu,á þingi í haust. Hins vegar var afstaða flokksins til máls- íns sjálfs vitanlega óbreytt. Þótt þetta mál hafi tafizt nú, mun það vitanlega ná fram- gangi síðar, því að heilbrigð nið- urfærsla verðlags og kaupgjalds getur ekki átt sér stað, nema fyrirfram sé tryggt, að stór- gróðamennirnir taki einnig á sig hlutfallslega svipaðar byrð- ar og aðrir. Dánarmlnnmg. (Framh. af 2. síðu) þeim á bernskuárunum. Honum entist aldur til að ala þau upp, og sjá þau öll verða að nýtum þegnum þjóðfélagsins. Þetta er stærsti sigur fyrir hvern heim- ilisföður. í barnauppeldinu var honum ljóst, að betur vinnst með blíðu en stríðu. Hann þekkti flest blóm, sem vaxa í íslenzk- um jarðvegi, og hafði mikið yndi af að kenna börnum að þekkja þau og koma auga á feg- urð þeirra og gildi. Sagði þeim oft frá höfundi blómanna og vakti þannig hjá þeim þann vorhug og hlýju, sem hann átti sjálfur í svo ríkum mæli. Kona hans var honum góður förunautur, samhent í búskapn- um, örugg og sterk í hverri raun, kona, sem alltaf gat miðl- að kröftum og kærleika. Þótt heilsa hennar sé nú farin að bila, gat hún samt rétt honum örugga hjálparhönd þá daga, sem hann lá veikur heima. Hann var fluttur veikur til Reykjavíkur og andaðist þar hinn 21. janúar á heimili Magn- úsar sonar hans. Hann var kall- aður frá fullu starfi, lá ekki nema rúma viku. Fram að þeim tíma vann hann fulla vinnu og stjórnaði búi sínu til dauðadags. Með dauða Víglundar í Höfða er stórt skarð höggvið í íslenzku bændastéttina. Guð gefi landi og þjóð marga slíka syni. Ég kveð þig, vinur, og þakka allar liðnar samverustundir. Þú skildir sáttur við lífið og sáttur við alla menn. Friður Drottins hvíli yfir þér og blessi minningu þína. Vinur. Fallnír stofnar (Framh. af 3. síðu) — Hann var sérlegá vel að sér í fornsögum öllum, en einkum hafði hann kynnt sér Eyrbyggju og sögustaði alla á norðanverðu Snæfellsnesi, — Hann hafði ferðazt á sögustaðina með pró- fessor Ólafi Lárussyni og hann var með Matthíasi Þórðarsyni formenjaverði, er hann gróf upp rústirnar af bæ Arnkels goða, Bólstað í Kárastaðabotni. Er mér það kunnugt, að báðir þessir menn mátu mikils sögu- og örnefna-þekkingu Þorleifs, og er vitnað til álits hans í útgáfu fornrita af Eyrbyggjasögu. Kona Þorleifs, frú Anna Guðmundsdóttir, lifir mann sinn, ásamt fjórum uppkomn- um börnum. Á knöppum mánuði hafa þess- ir stofnar fallið. — Allir þessir menn voru hver á sinn hátt merkilegir fulitrúar síns tíma- bils. Þeir voru forustumenn hver á sínu sviði og nú eru sæti þeirra auð. Þetta er leið lífsins og maður kemur í manns stað, en þó er það ekki of mælt, að hið forna Þórsnesþing er í svip- inn fátækara af greindum at- hafnamönnum og góðum drengjum, er þessir fjórir eru fallnir í valinn. Stefán Jónsson. Á víðavangi (Framh. af 1. síðu) stranglega bannað islenzkum blöðum að minnast á, því að það gæti gefið óvinunum þýð- ingarmiklar upplýsingar. Er vissulega skrítið, að útlend blöð skuli þannig geta sagt frá ýmsti er hér gerist, en íslendingar sjálfir verða að þegja um það. Þess verður að óska af her- stjórninni, að hún fari gætilega í því að greiða hér götu manna, sem launa gestrisni og góðar viðtökur með svívirðingum um land og þjóð. Þess verður jafn- framt að vænta, að bæði hún og utanríkisþjónustan láti þessa óþokkapilta finna verðskuldaða andúð á þessu athæfi. ORÐSENDDIG lil kaupcnda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. eða kl. 3—5 e. hád. — ■>» GAMLA BÍÓ*»o«<>^»«»o> > Æringjarnir (THE BIG STORE). Söngva- og gamanmynd I með THE MARX BROTHERS, TONY MARTIN, VIRGINA GREY. Sýnd kl. 7 og 9. I „HULLABALOO” J Gamanmynd með 1 FRANK MORGAN. Sýnd kl. 5. ! f > NÝJA BÍÓ. Sögur frá Manhatfan EDWARD G. ROBINSON RITA HAYWORTH. GINGER ROGERS. HENRY FONDA. CHARLES LAUGHTON. PAUL ROBESON. __________Sýnd kl. 9. GRAFINN LIFANDI (The Man who wouldn’t Die) Bönnuð börnum yngri en Sýnd klukkan 5—7. Tilkynning ftil innf ly tj enda Útlilutað verður iiman skamms gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir eflirtöldiini vör- Tilkynnmg L* ... ^ um frá Ameríku: V efnaðurvörum. Skófatnuði úr leðri. til garðleigjemla I Reykjavík um kaup á áburði. Pöntunum á áburði verður veitt móttaka í skrif- stofu ræktunarráðunautar bæjarins, Austurstræti 10, 4. hæð, alla virka daga kl. 10—12 og 1—3 til 25 þ. m. — Sími 5378. Búsáhöldum. Nauðsfinlefiustu hreinUetisvörum. Pappír, puppírsvörum op ritföngum. Timbri. Umsóknir sendist ViÖskiptaráÖinu, Skóla- vörðustíg 12 í Reykjavík, fyrir 10. feliruar n. k. Pistill úr Húnapingi (Framh. af 2. síðu) meira samræmis en áður. Hitt vaðið er allt hæpnara, enda kennt við skepnu eina með fjóra fætur. Við reynum að missa ekki sjónar af riddaranum, þar sem hann fer mikillátur og sjálfum- gla'ður fyrir liðinu. Við stönd- um og bíðum átekta, hvort vað- ið hann kýs sér. Við þrífum ísa- fold og lesum þar, hvað hann hyggst fyrir. Og sjá: Hann kýs síðarnefnda vaðið. Hann fer á hundavaðinu. Og þetta er nú ekkert smáræðis busl. Eftir að hafa hlotið ritstjórnarvígsluna er eitt af fyrstu skrifum hans grein er nefnist „Flokkarnir og fólkið“, og gengur út á að sanna þá nauðsyn, að Framsóknar- flokknum — flokki hinna dreifðu byggða — sé komið fyrir kattarnef, og svo gerir hann ráð fyrir, að bæjarflokk- arnir skipti mötunni — líklega bróðurlega á milli sín. Ritstjór- inn reiknar með því, að þeim einum beri tilverurétturinn. -----„en mér þykir sem þá séu allir yfirkomnir, er þú ert“. Svo mælti einhver mesti ófrið- arskarfur Sturlungaaldar — Sturla Sighvatsson — er hann hafði ginnt einn hættulegasta og mikilhæfasta andstæðing sinn með svikum. Sagan virðist endurtaka sig, því að ekki sýnist herferð þessi hjá nýja ritstjóranum vænleg til friðar, og virðist hann ekki skera við neglur sér þakklætið fyrir upphefðina, en helzt til auðmýkjandi er sú þjónslund — og það fyrir bónda — við það djúpstæða hugarfar höfuðpaura Sjálfstæðisflokksins, er fram kemur meðal annars í þeirri játningu, að tilvinnandi væru þrennar alþingiskosningar, slík- ar sem þær síðustu, ef með því yrði hnekkt Framsóknarflokkn- um. En ef til vill er nú saklaust að spyrja, hvort ný vargöld væri ekki á næstu grösum, ef enginn væri milliflokkur, til þess að halda meira pólitísku jafnvægi og draga úr mestu öfgum og bera klæði á vopnin? Jú, nýi rit- stjórinn gerir ráð fyrir þessu með því, að hófsamari armar hinna tveggja stríðandi flokka næðu saman, þræddu meðalveg- inn og leggðu til friðarviljann. En mundi ekki sú raunin á, að þegar dragi til stærri átaka Jörðín Skíðastaðir í Lýtingsstaðahreppi, Skaga- fjarðarsýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Jarð- hiti er á jörðinni. Semja ber við eiganda og á- búanda jarðarinnar BJARNA BJÖRNSSON, Vífilsstaðahæli. í vanskfilnm brúnn hestur, mófextur, 5—6 vetra, ómarkaður. Miðengi, Grímsnesi. Vinnið ötullega fgrir Timann. Útbreiðið Tí 111:11111! meðal hinna stríðandi flokka, þá þrýsti hvor um sig öllu þing- fylgi sínu til framgangs mál- stað sínum og þá skeði eitt af þrennu: í fyrsta lagi, að hóf- samari armar beygðu sig fyrir megin vilja flokks síns og yrðu I með í átökunum, enda þótt nauðugir væru. í öðru lagi, að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðslu og tækju ekki þátt í úrslitum mála og væru því áhrifalausir um stærstu málin í hvert sinn. í þriðja lagi, að þeir slitnuðu frá og yrði af sérstæður flokk- ur, sem stæði mitt á milli hinna stríðandi flokka, enda þættu hvorugum tryggir fylgjendur við aðalstefnumiðin. Væri þá aftur kominn fram milliflokkur, enda er slík viðburðarás sem þessi, er hér um ræðir, mjög í samræmi við skaphöfn manna og hugarfar, og virðist það því fjarstæða ein að hugsa sér að hún yrði kveðin niður. Það virðist enda broslegt, að nýi ritstjórinn skuli byrja göngu sína með því að ætla að ráða niðurlögum Framsóknarflokks- ins, er á sér svo rammar rætur í hugum íslendinga frá yztu nesjum til innstu dala. Það ætti hann að sjá, að slíkt er ofraun pólitískum kögursveinum. En skrif ritstjórans sýna þó art- ina. Hann veit í hverjum hlakk- ar görnin yfir þessum ritsmíð- um, er hér um ræðir. Einn úr kjördæmi Jóns á Akri. Reykjavík. 1. fcbrúai* 1944. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. Harinoniknr litlar og stórar. Pianó harmoníkur og Hnappa harmoníkur höfum við oftast 'til sölu. Kaupum einnig allar gerðir af notuðum Harmoníkum. " VERZLUNIN RÍN Yjáls"öni 23. Síinl 3664. Vegna minningarathafnar um pá, sem fórusft með boftn- vörpungnum ,Max Pemberfton* loka bankarnir frá kl. 12 á hádegí fimmftudagínn 3. febr. Landsbankí íslands Utvegsbanki Islands h.í. Búnaðarbanki íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.