Tíminn - 23.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN.
' PR2NTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
! RITSTJÓRASKRIPSTOF0R: <
' v EDDUHÚSI Lindargötu 9A. >
Síirar 2353 og 437? |
' AFGREIÐSLA, INNHEIMT. [
| OG AUGLÝSINGASKr.rrc:.OFA: )
i PDDUIIÚSI 'indargötu QA.
i Síml 2323. ''________________I
28. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 23. maí 1944
jErlent yfirlitt
Noregur og
Norðurlönd
í blaði Norðmanna í London,
„Norsk Tidend", birtist nýlega
grein, sem var þýdd úr leyni-
blaði, er kemur út í Noregi.
í greininni er einkum rætt um
afstöðu Norðmanna til nor-
rænnar samvinnu eftir styrj-
öldina. Má telja líklegt, þar sem
greinin er þannig birt í tveimur
norskum blöðum, að hún túlki
nokkurn veginn hug Norð-
manna í þessum efnum, bæði
heima og erlendis. Hér á eftir
birtist aðalefni greinar þess-
arar:
— Það er vitanlega ekki rfægt,
eins og sakir standa, að marka
í smærri atriðum utanríkis-
málastefnu Norðmanna eftir
styrjöldina. Enn eru svo mörg
óviss. og óþekkt atriði í þvílík-
um reikningsdæmum, t. d. frið-
arsamningarnir, skipulagning
hinna nýju alþjóðlegu samtaka
og samlyndi og sambúð helztu
stórveldanna.
•Ýms einstök atriði virðast þó
alveg augljós, t. d. mun Noregur
ekki hverfa aftur til hinnar ein-
angrunarsinnuðu hlutleysis-
stefnu, er fylgt var fram til 1940.
Það er einnig ljóst, að Noregur
verður að vera í nánari sam-
vinnu við mestu stórveldin,
Bandaríkin, Rússland og brezka
samveldið. Það er og sjálfsagt
mál, að við gerum okkar bezta
til að komið verði á alþjóðlegu
réttarskipulagi.
Þrátt fyrir þau breyttu við-
horf, er enn kunna að skapast,
má til viðbótar nefna nokkur
atriði, sem sjálfsagt er að reikna
með. Það éru t. d. landfræðileg
aðstaða.' Landfræðilega — og
sögulega — er Noregur hluti af
Norðurlöndum. Því megum við
eigi gleyma, þótt við við séum
bæði Atlantshafs- og Norður-
sjávarriki. Þótt athygli sé vak-
in ájþessu, skal því engan veg-
inn haldið fram að vinna beri að
því að skapa öflugra bandalag
norrænu þjóðanna, t. d. um ut-
anríkismál, hermál, fjárhags-
mál. Slik stefna yæri eigi byggð
á raunsæi, án þess að orsakir
þess sé nánar raktar.
Góð sambúð þarf ekki áð vera
það sama og náin samvinna.
Noregur. getur ekki hætt að til-
heyra Norðurlöndum. Við erum
tengdir Svíum og Dönum land-
fræðilega, sögulega, viðskipta-
lega og menningarlega. Án til-
lits til þess, hvert skipulag hinn-
ar nýju alþjóðasamvinnu vefð-
ur og hvort landfræðileg ríkja-
bandalög hafa þar hlutverk að
vinna eða ekki, er það augljóst
mál að við verðum að finna hag-
anlega lausn á hinum norrænu
viðfangsefnum og treysta góða
sambúð við næstu nábúaþjóðir
okkar.
Það er óþarft að ræða hér
nánara um afstöðuna til Finn-
lands og íslands, eins og hún er
í dag-. Örlög Finnlands og hlut-
deild í Norðurlöndum framtíð^
arinnar eru nú alveg á huldu.
Landfræðilegar orsakir, auk
ymislegs fleira, valda ,því, að
sambúð íslands og Noregs hefir
minni raunhæfa þýðingu.
Grundvöllurinn fyrir gagn-
(Framh. á 4. slðu)
Seinustu Iréttir
Á ftalíu heldur sókn Banda-
manna áfram. Þjóðverjar hafa
víða orðið að láta undan síga,
þrátt fyrir feiknaharða mót-
spyrnu. Sækja Bandamenn'bæði
eftir Lirudalnum og vestur-
ströndinni í áttina til Rómar.
Mikið ber á Frökkum og ítölum
í sókninni. Buizt'er við, að her
Bandamanna við Anzio hefji þá
og þegar sókn til aðstoðar herj-
unum, er koma að sunnan.
W
Mesta kosníngaþátttaka á Islandí
Að minnsta kosti 96°|0 kjósenda hafa neytt atkvæðisréttar í lýðveldískosningunum
I 90 hreppum og einni sýslu haia allir greítt atkvæði
Einsýnasta, fjölsóttasta og örlagaríkasta atkvæðagreiðsla á fslandi hefir farið fram þrjá síð-
ustu daga — atkvæðagreiðsla, er leiðir til lykta meira en aldarlanga stjórnfrelsisbaráttu íslend-
inga. Er henni svo til alveg lokið, þótt einn kjördagur sé eftir.
Alls munu um 75 þúsundir hafa verið á kjörskrá, og er líklegt að eigi færri en 96 af hundraði
atkvæðisbærra manna hafi greitt atkvæði. í níutíu hreppum, að minnsta kosti, og einni sýslu
heilli, hafa allir naytt atkvæðisréttar síns.
Talning atkvæða hefst ekki fyrr en í kvöld, að atkvæðagreiðslu er alls staðar lokið. Verða ,þær
atkvæðatölur, sem fást um sinn, þó affeins bráðabirgðatölur, þar eð fólki, sem statt er fjarri
heimkynnum sínum, hefir verið leyft að greiða atkvæði þar til í kvöld, og koma síðustu atkvæð-
in vitaskuld ekki til réttrar kjörstjórnar fyrr en að nokkrum tíma liðnum.
Utankj örf undaatkvæðagreiðsla
fólks, sem ekki gerði ráð fyrir að
verða statt heima kjördagana,
hófst laugardaginn 22. apríl, og
mun mega gera ráð fyrir, að um
fimm þúsund manns hafi neytt
atkvæðisréttar á þann hátt á
öllu landinu.
Heimakosningar fólks, er sakir
sjúkleika, elli eða annarra óvið-
ráðanlegra ástæðna, taldist ekki
geta sótt venjulegan kjörstað
hófust laugardaginn 13. maí,
en engar skýrslur eru enn
fyrir hendi um það, hve margir
hafa kosið heima. Kosning-
ar í sjúkrahúsum voru leyfðar
nokkru fyrr.
Almenn atkvæðagreiðsla á
kjörstöðum hófst svo um land
allt klukkan tíu' á laugardags-
morgun. Var veður alls staðar
sæmilegt og sums staðar ágætt.
Fánar blöktu á stöngum á fjöl-
mörgum húsum í Reykjavík og
öðrum kaupstöðum landsins, og
til sveita gat einnig að'líta fána
við hún á bæjum, þar sem fán-
ar og fánastengur voru á ann-
að borð til. Um götur Reykja-
víkúr gengu skátar með fána og
lUðrasveit í broddi fylkingar.
Það var þegar sýnt, er leið
fram á daginn, að kjörsókn
myndi mjög mikil, ekki sizt i
sveitum og smákauptúnum, og
um miðjan dag var tilkynnt, að
hver einasti atkvæðisbær maður
í nokkrum hreppum hefði greitt
atkvæði. Voru á laugardags-
kvöld fréttir komnar af fimm-
tán hreppum, þar sem kosningu
var lokið með þátttöku allra
atkvæðisbærra manna, og geta
þeir þó hafa verið fleiri. Víða
annars staðar áttu aðeins einn
eða tveir eða þrír menn eftir að
kjósa og voru það þá oft
annað tveggja erlendis eða þá
sjúklingar, sem engin tök voru
á að kysu. Um land allt var
kosningaþátttakan að kvöldi
laugardags orðin 40—100%.
Hreppar þeir, þar sem kosn-
ingu var pá lokið með þátt-
töku hvers einasta atkvæðisbærs
manns, voru Skeiðahreppur,
Grafningshreppur og Sahdvik-
urhreppur í Árnessýslu, Önguls-
staðahreppur í Eyjafjarðarsýslú,
Klofningshreppur, Hörðudals-
hreppur, Haukadalshreppur og
Hvammssveit í Dalasýslu, Sval-
barðsstrandarhreppur, Ljósa-
vatnshrejapur, Tjörneshreppur
og Aðaldælahreppur í Suður-
r ingeyjarsýslu, Fjallahreppur í
Norður-Þingeyjarsýslu, Fells-
hreppur í Skagafjarðarsýslu og
Hvolhreppur í Rangárvalla-
sýslu
Kosning hófst að nýju klukk-
an 10 á sunnudagsmorgun og
var þá einkum ör í kaupstöðum
landsins. Er kom fram um há-
degi, fóru að berast fregnir um
ýms fleiri byggðarlög, þar sem
atkvæðagreiðslu væri lokið með
þátttöku allra. Ekki löngu síðar
fregnaðist, að allir kjósendur.í
Dalasýslu nema tveir hefðu
neytt atkvæðisréttar síns, og
um kvöldið höfðu allir kjósendr
í Vestur-Skaftafellssýslu nema
þrír og allir kjósendur í Vestur-
Húnavatnssýslu nema sex greitt
atkvæði. Var þá kosningaþátt-
takan orðin yfir 90'af hundr-
aði í langflestum þeim kjör-
dæmum, sem glöggar yfir-
litsfregríir voru komnar úr. Yfir
90 af hundraði var þátttakan
þá orðin, svo kunnugt væri
hér syðra, í Suður-Þingeyjar-
sýslu, Árnessýslu, Seyðisfirði,
Siglufirði og Hafnarfirði, auk"
Dalasýslu, Vestur-Skaftafells-
sýslu og Vestur-Húnavatnssýslu.
En að öllum líkindum hafa flelri
kjördæmi verið búin að ná
þessari kosningaþátttöku, um
það bil er kjörstofum var lokað.
í Reykjavík. var þátttakan við
90 af hundraði, og óhætt mun
að fullyrða, aö hún hafi hvergi
verið undir 80 af hundraði.
Á mánudagsmorgun hófust
kjörfundir að nýju í þeim kjör-
deildum, þar sem til var hokk-
ur nærstaddur maður, er eigi
hafði neytt atkvæðisréttarins.
Þegar. um morguninn bárust
fréttir um enn fleiri hreppa, þar
sem allir höfðu kosið, og um
miðjan dag höfðu allir atkvæð-
isbærir menn í einni* sýslu,
I trn rás i n í 1 o f t
9
1
Vestur-Skaftafellssýslu, greitt
atkvæði. Um sama leyti höfðu
allir nema einn greitt atkvæði
í Dalasýslu.
í gærkvöldi var atkvæða-
greiðslu lokið með þátttöku allra
atkvæðisbærra manna í þess-
um hreppum, auk þeirra fimm-
tán, er áður var getið:
Vatnsleysustrandar og Bessa-
staðahreppum í Gullbringu-
sýslu; Kj alarneshreppi i Kjós-
arsýslu; Hvalfjarðarstrandar-,
Skilmanna-, Innri-Akraness-,
Leirár-, Andakíls-, Skorradals-
og Reykholtsdalshreppum í
Borgarfjarðarsýslu; Hvítársíðu-
Þverárhl.- og Borgarhreppum í
Mýrasýslu; Kolbeinsstaðahr.,
Staðar og Helgafellssveitum í
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu; Laxárdals-, Miðdala-,
Skarðs- og Saurbæjarhreppúm
i Dalasýslu; Ketildala-, Suður-
fjarða-, Rauðasands- og
Tálknafjarðarhreppum'í Barða-
strandarsýslu; Snæfjalla-, Ög-
ur- og Reykjarfjarðarhreppum
í Norður-ísafjarðarsýslu; Ytri-
Torfastaða- og Fremri-Torfa-
staðahreppum í Vestur-Húna-
vatnssýslu; Ás-, Sveinsstaða- og
Svínavatnshreppum í Austur-
Húnavatnssýslu; Staðar- og
Ripurhreppum i Skagafjarðar-
sýslu; Grímseyjar-, .Árskógs-,
Öxnadals- og Hrafnagilshrepp-
um í Eyjafjarðarsýslu; Reykja-
og ipárðdælahreppum í Suður-
Þingeyjarsýslu, Presthóla-, Öx-
arfjarðar- og Keldunesshrepp-
um i Norður-Þingeyjarsýslu;
Loðmundarfjarðarhreppi í Norð-
ur-Múlasýslu; Geithellna-,
Breiðdals-, Helgustaða-, Norð-
fjarðar- og Mjóafjarðarhrepp-
um í Suður-Múlasýslu; Bæjar-
og Nesjahreppi í Austur-Skafta-
fellssýslu; öllum hreppum Vest-
ur-Skaftafellssýslu, Hörglands-,
Kirkjubæjar-, / Leiðvallar-,
Álftavers-, Skaftártungu-,
Hvamms- og Dyrhólahreppum;
Austur-Eyjafjallá-, Austur-
Landeyja-, Vestur-Landeyja-,
Djúpár-, Rangárvalla- og Land-
mannahreppum A Rangárvalla-
sýslu; Gaulverjabæjar-, Vill-
ingaholts-, Hraungerðis- og
Þingvallahreppum í Árnessýslu.
Seint í gærkvöldi bættust við
þessir hreppar: Eyrarbakka-
hreppur, Árn.; Grindavíkurhr.,
Gullbringus., Fróðárhreppur,
Eyrarsveit og Skógarstrarídar-
hreppur, Snæf.
Vafalaust hefir þó þessu
marki verið náð í fleiri hrepp-
um, þótt eigi væru komnar af
því óyggjandi fréttir í gær-
kvöldi, óg í fjöldamörgum
hreppum voru það aðeins einn
eða tveir menn, sem ekki höfðu
greitt atkvæði.
Kosningaþátttaka í einstök-
um kjördæmum var, þegar síð-
ast fréjtist í gærkvöldi, eins og
hér segir:
í Borgarfjarðarsýslu «6,4 af
hundraði atkvæðisbærra manna,
Mýrasýslu 99,2 af hundraði,
Snæfeilsness- og Hnappadals-
syslu 98,6, Dalasýslu 99,9, Barða-
strandarsýslu 98,5, Vestur-ísa-
fjarðarsýslu 98,0, ísafjarðar-
kaupstað 94,2, Norður-ísafjarð-
arsýslu 98,0, Strandasýslu 98,7,
Vestur-Húnavatnssýslu 99,2,
Austur-Húnavatnssýslu 98,0,
Siglufjarðarkaupstað 98,2 (er
hæstur allra kaupstaðanna),
Akureyrarkaupstað 91,8 (þar
hefir kjörsókn verið lökust á
öllu landinu), Suður-Þingeyj-
arsýslu 99,0, Norður-Þingeyjar-
(Framh. á 4. slðu)
53. blað
Á viðavangi
„SIGUR" KOMMÚNISTA OG
ÁKVÆÐISVINNA VIÐ
VEGAGERÐ.
Vegavinnudeilunni er lokið.
Kommúnistar urðu þar að láta
í minni pokann. Þeir urðu að
falla frá forgangskröfunni, er
átti að útiloka bændur frá
vegavinnu. Jafnframt urðu þeir
að láta undan þeirri ósk verka-
manna, að þeir fengju að vinna
10 klst. dagvinnu í fjallvegum
alla virka daga vikunnar.
Þrátt fyrir þessa ósigra lát-
ast kommúnistar vera hinir sig-
urglöðustu. Það skal líka játað,
að þeir haf a að einu leyti unnið
sigur. Þeir hafa fengið að ráða
kaupsvæðaskiptingunni. Afleið-
ing hennar er hið mesta ósam-
ræmi í kaupgjaldi vegavinnu-
manna. V>5,avinnumenn í Kjós
hafa miklu hærra kaup en vega-
vinnumenn hinum megin Hval-
fjarðar, vegavinnumenn í Mýra-
sýslu hafa hærra kaup en vega-
vinnumenn á Snæfellsnesi, vega
vinnumenn í Vestur-Húna-
vatnssýslu hafa lægra kaup en
vegavinnumenn í Austur-Húna-
vatnssýslu, og þannig mætti
lengi telja.
Ríkisstjórnin bauð fram sam-
ræmdan kauptaxta við vega-
vinnuna um allt land, en Al-
þýðusambandið hafnaði þvi.
Þess vegna hélzt þetta mikla
misræmi vegavinnukaupsins.
Það er á ábyrgð kommúnista
einna.
Þótt ekki fengist samræming
kauptaxtans, er samt til örugg
leið að bæta úr þessu öngþveiti.
Það er ákvæðisvinna. Þar sem
hún hefir verið reynd, hefir
hún þótt gefast ágætlega, bæði
fyrir verkamennina og ríkið,
enda virðist hún henta vega-
vinnunni ágætlega. Vegamála-
stjóri hefir hins vegar verið
tregur til að beita henni. Úr
þeirri tregðu þarf að bæta. Með
því móti væri vegavinnunni
komið á stórum heilbrigðari
grundvöll og útilokuð ýms á-
greiningsefni, sem iðulega geta
valdið talsverðum deilum, þótt
óft séu þau smávægileg.
KommUnistar ættu ekki að
hafa á móti ákvæðisvinnunni.
Rússar^hafa notfært sér hana i
stórum
angri.
stíl með ágætum ár-
Æskulýðsskólarnir í sveitunum
Yfirlit um störf þeirra síðastliðinn vetur
Bandamenn eru nú farnir að tala um innrásina i loftí. Loftsókn þeirra
gegn stöðvum og samgbnguleiðum Þjóðverja í Norður-Frakklandi, Belgíu
og Hollandi eykst stóðugt. Síðastl. laugardag sendu þeir 5000 flugvélar til
árásar á þessar stóðvar. — Hér á myndinni sést hlaði af 2000 punda
amerískum sprengjúm, sem mikið eru notaðar í þessum árásarferSum. —
Tíminn birtir hér fréttaágrip frá héraðsskólunum, og bænda-
og húsmæðraskólunum úti á landi, sem störfuðu s. 1. vetur. *Yfir-
leitt voru skólarnir fullskipaðir, og varð víða að neita mörgum,
hlaut hann líka verðlaun fyrir
þekkingu í bókmenntasögu. En
verðlaun fyrir kunnáttu í fs-
landssögu hlaut Valdimar Ól-
er sottu um skólavist. Sumir skolarmr eru þegar fuUskipaðír j afsgon fra Mosvöllum. verðlaun
næsta vetur.
Hvanneyrarskóli. Frá Hvann-
eyrarskólanum luku 30 piltar
burtfararprófi í vor. Hæsta
einkunn (9,15) hlaut Jóhann
Helgason frá Leirhöfn. 25 pilt-
ar voru í yngri deild í vetur, sem
halda áfram námi í sumar, og
bættist þar einn við í vor. 60
nýir nemendur eru búnir að
sækja um inngöngu 1 skólann
næsta haust, en í hæsta lagi er
húsrúm fyrir 30 þeirr'a.
Reykholtsskóli. Þar stunduðu
nám í vetur 103 nemendur þeg-
ar flest var. 26 luku burtfarar-
prófi úr eldri deild, en þegar
próf fóru fram, voru nokkurir
farnir Ur skólanum til þess að
taka próf við aðra skóla. Hæst
við prófið varð Þuríður Krist-
jánsdóttir frá Steinum, Mýra-
sýslu, 2. Sigurður Flosason,
Hörðubóli, Dalasýslu og 3. Sig-
urjóna Jónsdóttir, Enni, Skaga-
firði. Fengu þau öll ágætis-
einkun. Fæðiskostnaður varð
á dag kr. 6,65 fyrir pilta, en kr.
5,50 fyrir stúlkur. Fjölda margir
eru búnir að sækja um skólann
næsta vetur og litur Ut fyrir að
hann verði brátt fullskipaður.
Staðarf ellsskólinn. Húsmæðra-
skólanum að Staðarf elli var
slitið um miðjan maí. 34 náms-
meyjar stunduðu þar nám í vet-
ur og varð að neita mörgum um
inngöngu í skólann vegna rúm-
leysis. Handavinnusýning var í
skólanum að skólaslitum og sótti
hana fjölmenni úr nálægum
byggðum, er dáðist mjög að
vinnuafköstum og vandvirkni
námsmeyjanna. Ingibjörg Jó-
hannsdó,ttir frá Löngumýri í
Skagafirði, sem stýrt hefir skól-
anum við góðan orðstír i sjö
undanfarin ár,lætur nú af skóla-
stjórn. Fæðiskostnaður náms-
meyja varð kr. 4,60'á dag. Á
annað hundrað umsóknir hafa
nú þegar borizt um skólavist
næsta vetur. , '
Núpsskóli. í skólanm stund-
uðu 60 nemendur nám s. 1. vet-
ur. Hæstur varð við burtfarar-
próf Guhnar Ragnarsson frá
Hrafnabjörgum í Arnarfirði og
fyrir ástundun og siðprýði hlaut
Sigurður Pálsson frá Eyrar-
bakka. Fæði stúlkna varð kr.
4,43 á dag, en pilta.kr. 5,51. Ver-
ið er að reisa kennara- og nem-
endaíbúðir og hús fyrir böð,
buningsklefa og hreinsunartæki
við sundlaugina. Aðsókn er mikil
fyrir næsta vetur.
Reykjanesskóli. Þar voru 47
neniQndur í vétur og luku 12
þeirra burtfararprófi. Hæsta
einkunn hlaut Erlingur Hall-
dórsson frá Arngerðareyri, en
næsthæsta Óli Jónsson, Eyri,
ísafirði. Fæðiskostnaður stúlkna
varð kr. 6,55, en pilta kr. 7,30.
Reykjaskóli. Reykjaskóla í
Hrútafirði var sagt upp fyrir
nokkru. Brautskráðir voru 15
nemendur, en alls nutu 63 ung-
lingar kennslu í skólanum í vet-
ur. Fæðiskostnaður pilta var
kr. 7,50 á dag, en fæðiskostn-
aður stúlkna kr. 6,00. Reykja-
skóli tók aftur til starfa síðastl.
haust, en hann háfði eigi starf-
að þrjú undanfarin ár, vegna
(Frarrth. á 4. síðu)