Tíminn - 23.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1944, Blaðsíða 3
53. blað TÍMITCN, l>riðjiidagiim 23. mai 1944 311 Knúts saga Rasmussens FRAMHALD En á þessum tímum, upp úr aldamótunum, var Grænland lokað land. Þangað hafði enginn blaðamaöur komið. Margir velviljaðir menn voru þeirrar skoðunar, að það væri fyrir beztu landinu og íbúum þess, að því yrði haldið sem mest utan við strauma sið- menningarinnar. Yfirstjórnandi Grænlandsmála gerði allt, sem hann gat, til þess að hindra leiðangurinn. En nýr tími hafði hafið innreið sína í Danmörku, og einn góðan veðurdag lögðu leiðangursmenn fjórir af stað. Auk Mylíus-Erichsens og Knúts, voru í förinni dr. Alfreö Bertelsen og listmálarinn Haraldur Moltke greifi. Sá síðarnefndi hafði áður komið til Suður-Grænlands, og hann hafði einnig dvalið í Lapplandi, á íslandi og víðar. Með þeim Knúti tókst mikil og góð vinátta. Á leið sinni norður með Grænlandsströndum komu þeir við í mörgum byggðum. Þóttu þeir mjög hnýsnir um allt, sem miður fór. En á þessum slóðum voru eðlilega mjög víða gamlir og íhalds- samir nýlendustjórar, og þóttust þeir ekki þurfa að láta þessa unglinga, er helzt vildu umsvifalaust kollvarpa aldagömlum sið- um og venjum, kenna sér neitt. Urðu því víða átök. Um sumarið ferðuðust þeir í kvennabát milli byggðanna. Um síðir komu þeir norður í fæðingarþorp Knúts, Jakobshöfn. Þar komu þeir sér upp aðalbækistöð sinni og keyptu hunda og fóru á hundasleðum til byggðanna við Diskóflóann. Knútur stóð auð- vitað þeirra bezt að vígi, var ágætur ekill, kunni mál landsmanna til hlítar og þekkti auk þess þorra fólksins á þessum slóðum. Fyr- ir sleða sinn beitti hann stórum, hvítum hundum með svart höfuð, er Karl Fleischer, föðurbróðir hans hafði gefið honum. Þótt ekki séu nema fáir áratugir síðan þessir atburðir gerðust, voru sumarferðir í Grænlandi allmiklu erfiðari þá en nú. Þá voru ekki til þau nýtízku samgöngutæki, er nú er þó völ á. Rtundum lá líka við sjálft, að leiðangursmönnum hlekktist á. Rétt utan við hafnarmynnið við Sykurtopp hvolfdi til dæmis húðkeip undir Knúti, og gat hann lengi vel ekki reist sig við aft- ur, því að hann missti árina. Á síðasta augnabliki tókst honum þó að sleppa undan bátnum. En svo þrekaður var hann orðinn, að hann kom ekki nema öðrum fætinum upp í húðkeipinn. Bát- inn rak þvert yfir fjörðinn og hékk Knútur á honum, hálfur út- byrðis, unz stúlka nakkur varð hans vör og bjargaði honum. Knútur varð borinn til húsa, því að hann var stirður og dof- inn af kulda. Hann hresstist heldur, er hann var kominn í þurr föt. Þegar hann hafði fengið sjóðheitt kaffi, spratt hann á fæt- ur. Um kvöldið bar svo til, að efnt var til dansleiks í vöruskemm- unni, og viti menn: Þar var koniinn Knútur Rasmussen og dansaði „arfíneqpingasút“ og „sísamat“ næturlangt við stúlkuna, er hafði bjargað honum. Sandi var stráð á gólfið, og var það í frásögur fært, að skór Knúts hefðu verið gatslitnir að morgni. Hann brá sér nú á hreindýraveiðár með Eskimóum og þótti fljótt afbragð annarra veiðimanna að elju og kænsku. í Góðvon slóst hann í fylgd með manni, sem Benediktus hét, er grunaður var um ægilegt morð. Átti hann að hafa skorið sund- ur skinn i kvennabát og orðið þess valdandi, að tuttugu og tveir menn drukknuðu. Þetta, að skera sundur skinnin í bátnum, er forn og all-al- geng aðferð meðal Skrælingja, til þess að ráða menn af dög- um. Við þessu er illt að sjá og verður aldrei sannað, að skinnin séu skorin af mannavöldum, því að það ber oft við að þunnar ísflögur valdi líkum slysum. En Benediktus meðgekk aldrei þennan verknað. Sat hann þó sex mánuði í haldi í þvottahúsi yfirlögregluþjónsins. Hann var fullur beiskju í garð samlanda sinna, er hann var loksins lát- inn laus, og af viðkynningu sinni við þenna mann komst Knút- ur fyrst til hlítar að raun um það, hve næmar tilfinningar Eski- móa eru. Skammt frá Egedesminni bjó annar mjög einkennilegur mað- ur. Hann hét Manasse. Hann hafði gerzt ofsatrúarmaður og var farinn til trúboðs vestur á Baffínsland. En síðar gekk hann af trúnni og snerist gegn kristindómnum. Beindist hugur hans mjög eð félagsmálum og hugsaði hann meðal annars upp nýtt skipu>- lag í sambúð manna, er að mestu leyti var samhljóða kenning- um bolsevikka í Rússlandi áratug síðar. Vitaskuld var maðurinn talinn geggjaður. En margar hugmynd- ir og margs konar fróðleik um líf og lífsskoðanir Eskimóa sótti Knútur til hans. Nýr maður bættist nú í hóp leiðangursmanna. Það var Jörgen Brönlund, æskuvinur Knúts og jafnaldri. Skyldi hann vera túlkur leiðangursmanna. Hann dó hetjudauða nokkrum árum síðar í öðrum Grænlandsleiðangri Mylíus-Erichsens og bjargaði skýrslum og dagbókum hans frá tortímingu. Hann talaði að vísu ekki sérlega góða dönsku, en hann þýddi hiklaust allt, sem sagt var. Sá ágalli er nefnilega mjög ríkur í Eskimóum að vilja ekki segja neitt það sem er óþægilegt, við nokkra manneskju. Sjálfur tók Knútur ekki í mál að vera túlkur. Mylíus-Ericsen var sérkennilegur maður. Hann var hugmynda- íikur mjög og allt, sem honum datt í hug, varð að framkvæma þegar í stað. Honum hafði komið i hug að takast ferð á hendur bvert yfir Diskóeyna. Og þessu var hrundið í framkvæmd, þótt ekki væri að öllu leyti til stofnað af mikilli fyrirhyggju. Lágt Trar af stað frá Góðhöfn. Þessi ferð var í meira lagi kátleg. Mylíus-Erichsen kunni lítt með hunda að fara. Jörgen Brönlund reiddist sleifarlaginu og vildi helzt ganga frá öllu saman. Loks skall á hríðarveður, svo að þeir urðu að halda kyrru fyrir. Það fauk ofan af þeim tjaldið, og hundarnir átu aktygin, taugarnar og svipurnar upp til agna. Loks urðu þeir matarlausir. Hundamaturinn gekk einnig til þurrðar, og seinast urðu þeir að lóga hundunum. Allt var eítir þessu. Sem betur fór komust þeir þó til byggða um síðir. En vegalengdin, sem þeir ætluðu að fara, var ekki nema rösk dagleið. A N N A L L Dáuardægur. Halldór Sigurðsson bóndi á Valþjófsstöðum í Núpasveit lézt að heimili sínu sunnudaginn 26. f. m., rúmlega áttræður að aldri. Hann var sonur merkis- hjónanna Sigurlaugar Benja- mínsdóttur og Sigurðar Rafns- sonar, er lengst af bjuggu á Snartarstöðum í Núpasveit. Halldór átti átta systkini, en að- eins tvö þeirra náðu fullorðins- aldri, Ingimundur á Snartar- stöðum, alkunnur sæmdarmað- ur, og Hólmfríður á Valþjófs- stöðum, er einnig var merk kona. Bæði eru þau látin. Ekki mun Halldór Sigurðsson hafa notið skólamenntunar í æsku, fremur en títt var um bændaefni þeirra tíma, en heil- næmt loftslag í fööurgarði og fjölþætt áhrif traustrar sveita- menningar og starfa gerðu úr góðum efnivið slíkan mann, sem hann varð. Halldór var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur hinni ágæt- ustu konu. Hófu þau búskap við lítil efni og stopult jarðnæði, en fyrir rúmum 50 árum fluttust þau að Valþjófsstöðum. Höfðu þau hálfa jörðina og þótti ekki mikið jarðnæði. Nú eru Valþjófs- staðir orðnir í höndunum á Hall- dóri og Sigurði syni hans eitt af fullkomnustu býlum norður þar. Hýsing fullkomin. Heytaka öll á véltæku, ræktuðu landi og búrækt í bezta lagi. Sama gildir um bæði býlin á Valþjófsstöð- um. Hafa þau rafmagn til allra heimilisnota frá vatnsaflstöð, sem reist var fyrir allmörgum árum. Halldór og Guðrún eignuðust þrjú börn, tvær dætur og einn son, er upp komust. Eru dæturn- ar, Hólmfríður og Sigurlaug, báðar látnar, en Sigurður býr á Valþjófsstöðum. Konu sína missti Halldór fyrir um það bil 20 árum. Eftir það var hann í skjóli sonar sína og tengdadótt- ur. Halldór á Valþjófsstöðum var fæddur til gæfu og farsældar. Hans lífsglaða bjartsýni og hlýja hugarþel sköpuðu honum vin- sældir állra, er kynntust honum, en þeir v.oru orðnir margir á langri leið. Valþjófsstaðaheimili var veitult með afbrigðum, enda í þjóðbraut. í því sem öðru var fjölskyldan samhent. í tíð Halldórs Sigurðssonar hafa á margan hátt stórfelldar breytingar gerzt á sviði sveita- lifs og búskapar. Gamlar aðferð- ir, venjur og siðir hafa þokað fyrir nýjum. Ýmsu góðu af því tagi hefir víðast skolað fyrir borð í því róti. Heimili Halldórs Sig- urðssonar var undantekning í þessu efni. Jafnframt því sem þeir feðgar Halldór og Sigurður voru manna fremstir í því að tileinka sér þær nýjungar, sem til framfara horfðu, héldu þeir því bezta úr gömlum sið. Ólafs almennan bókmennta- skilning okkar. M. a. ætla ég að hún kenni okkur að leita og krefjast siðferðilegrar uppbygg- ingar í því er við lesum, og það er líka mikilsvert. Svo er rétt að minna á fyrir- tækið, sem gaf Á Njálsbúð út. Menn ættu að styrkja Bók- menntafélagið betur en verið hefir um sinn. Það má vitan- lega segja að stundum hafi gætt nokkurra hrörnunarmerkja á starfsemi þess undanfarið og skal ekki ræða það hér. Á hitt má minna, sem reynsla síðustu ára sannar, að nýjum útgáfu- fyrirtækjum getur llka orðið á. Skírnir hefir jafnan verið merkilegt tímarit. Öðru hvoru hafa alltaf birzt þar öndvegis- ritgerðir. Auk þess megum við vel muna það, að þjóðleg fræði hafa stöðugt skipað þar vegleg- an sess. Guðmundur Finnbogason læt • ur nú af störfum hjá Bók- menntafélaginu eftir að hafa unnið þar mikið starf og merki- legt. íslenzkir lesendur ættu nú- að rétta eftirmanni hans örv- andi hendur og hjálpa til þess, að Hið íslenzka bókmenntafé- lag geti framvegis orðið brjóst og skjöldur andlegrar menning- ar með þjóðinni. Það bezta, sem félagið hefir gert á liðnum ár- um vísar þann veg. Halldór Kristjánsson. Halldór á Valþjófsstöðum hef- ir lokið löngu dagsverki og góðu. Traustum og jöfnum tökum jók hann og bætti reitinn sinn, en steig aldrei á strá fyrir öðrum. Líf hans og starf er til fyrir- myndar. B. H. Friðbjörn Þorsteinsson, sem lengi bjó að Brekkukoti á Efri- byggð í Skagafirði, andaðist að heimili sínu, Reykjakoti í Ölfusi, laugardaginn 18. marz. Hann var fæddur að Finnastöðum í Eyja- firði, 15. júlí 1865. Foreldra sína missti hann ungur, en ólst síðan upp hjá systur sinni og átti þar hörðu að mæta hjá manni henn- ar. Árið 1890 réðst hann vinnu- maöur að Álfgeirsvöllum 1 Skagafirði til Ólafs Briem alþrn,, og var þar í 13 ár. En árið 1903 fluttist hann að Brekkukoti til Snorra, bróður síns, og var þar í húsmennsku tvö næstu árin. Árið 1905 andaðist Snorri frá fimm ungum börnum. Friðbjörn tók þá við búinu, kom öllum börnunum til manns og tók síð- ar sjötta fósturbarnið, er hann ól upp. Fyrir nokkrum árum lét hann af búskap og dvaldist síð- an hjá bróðursyni sínum og nafna, Friðbirni Snorrasyni, fyrst í Brekkukoti, en nú síðasta árið að Reykjakoti í Ölfusi. Friðbjörn heitinn var gildur bóndi og bætti jörð sína til muna. Hann var gagnmerkur maður og svo vandaður til orða og verka, að fátítt er. Ég þekkti hann frá barnæsku og heyrði hann aldrei tala styggðaryrði né lastmæli um nokkurn mann. Hann var greiðamaður hinn mesti, sannur vinur í raun, jafnt dýra sem manna. Tryggð hans, trúmennsku og dyggð yar viðbrugðið af öllum, sem til þekktu. P. H. Málfríður Þorbjarnardóttir, fyrrum húsfreyja á Hamri í Hörðudal, lézt 6. janúar s. 1. Hún var fædd að Spóamýri í Þverárhlíð 23. sept. 1864, bjuggu þar foreldar hennar Þorbjörn Davíðsson og Guðrún Ásbjörns- dóttir Péturssonar bónda í Brekkubæ. Kona Ásbjörns var Málfríður, dóttir Ásmundar Jónssonar að Elínarhöfða á Akranesi. Ásmundur var þrí- giftur og átti um 30 börn, er margt manna og merkra af hon- um komið um Borgarfjörð og víðar. Ætt Ásbjörns Pétursson- ar í Brekkubæ má rekja til Lofts ríka á Möðruvöllum og Skarðs- verja aftur á 12. öld. Málfríður fluttist ung vestur í Dali og giftist Kristjáni Sveinssyni frá Hamri. Reistu þau þar bú við lítil efni, og eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi og hin mann- vænlegustu. Þrátt fyrir, þó oft væri þröngt í búi, ríkti meiri ánægja í lágreista bænum á Hamri, en víða þar, sem víðara var til veggja og efnin meiri. Konan var greind og fróð, heim- ilisfaðirinn gleðimaður og söngvinn. Undu bþrnin þar á myrkum vetrarkvöldum við söng, sögur og margs konar fróðleik, undir handleiðslu kær- leiksríkra foreldra. Munu þau uppeldisáhrif, er þáu nutu þar, hafa orðið þeim drýgra vega- nesti að heiman, en nokkrar krónur í vasann. Ég held að slík- ar konur sem Málfríður Þor- bjarnardóttir hafi lagt stærstan skerf til að viðhalda tungu vorri og þjóðlegri menningu á liðnum öldum. Málfríður var skapmikil, en hreinlynd og trygglynd svo af bar. Þó stundum sviði undan napuryrðum hinnar greindu konu, er sagði hverjum sem í hlut átti eins og henniþótti vera, þá var falin undir þeim hjúp eldur kærleiks og góðvildar, sem yljaði inn að hjartarótum. Hún var sáttfús og handtakið hlýtt, er hún mætti samúð og skilningi. Það er trú mín að henni líði nú vel, hafin yfir mannlegan breyskleika og skiln- ingsleysi í bjartari heimkynnum þar sem kærleikurinn og rétt- lætið ríkir. H. P. Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VEBZL. BRYNJA Sími 4160. Frá U. M. F. I- (Framli. af 2. síðu) Ungmennasambandi Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu, Sig- urður Eiríksson, Miðskeri, sem kennir hjá Úlfljóti, ungmenna- sambandi Austur-Skaftfellinga, Höskuldur Skagfjörð, sem kennir hjá Umf. Skallagrími í Borgarnesi, og Baldur Krist- jónsson og Kjartan Bergmann; GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. sem kenna hjá Umf. Reykjavík- ur. Mörg héraðssamböndin undir- búa héraðshátíðir 17. júní næst- komandi. Samband ísl. stnnvinnufólafia. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- iega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Opai ftaestiduft — er fyrir n^kkru komið á niarkaðinn og hefir þegar lilotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Ðpal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drj’igt, og er nothæft á allar tegondir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotfð O P A L rœstiduft Raftækjavinnustofan Selfossí framkvæmir allsltoiiar rafvirkjastörf. Saltkjöt Akveðið liefir verið að selja iunanlands nokkuð af stórhöggnu dilkakjöti fyrir aðeins 462 krónur heiltunnuna Það af kjötiim, sem ekki selst fljótlega, verður flutt út, og verða l»ví jieir, seni ætla að kaupa kjöt til sumarsins, að gera pantanir sem fyrst hjá KAUPFÉ- LÖGUM eða SAMBAIVDEVU, o» vcrður kjötið þá sent á hvaða höfn sem óskað er með fyrstu ferð er fcllur. ÍTSÖLlSTAlim TlMAJVS t REYKJAVlK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................ Sími 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61........................ — 2603 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ................... — 5305 Leifskaífi, Skólavörðustíg 3 ...................... — 2138 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................ — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu .......................... — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Gróflnni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............. — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16..................... — 1754 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............. — 4040 Konfektgerðin Fjóia, Vesturgötu 29 ................ — 1816 + ÚTBREIÐIÐ TIMANN^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.