Tíminn - 23.05.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.05.1944, Blaðsíða 4
212 TÓIIMV, þriðjmlagiim 23. maí 1944 53. blað Æskulýðsskólarnir í sveitunum (Framh. áf 1. síðu) hernáms. Aðalkennarar skólans voru hinir sumu og áður, þeir Guðmundur Gíslason skóla- stjóri og séra Jón Guðnason á Prestsbakka. Söngkennari var Þorsteinn Jónsson frá Gili í Svartárdal, íþróttakennari Matt- hías Jónsson frá Kollafjarðar- múla, smíðakennari Hannes Þórðarson frá Galtanesi og handavinnukennari Hanna Jónsdóttir frá Stóradal. Þegar hafa margir sótt um skólavist næsta vetur. Hólar í Hjaltadal. í bænda- skólanum að Hólum í Hjaltadal voru 34 nemendur. Burtfarar- prófi í vor luku 16 þeirra. Hæsta einkunn hlaut Steingrímur Vil- hjálmsson frá Norðfirði. Fæðis- og þjónustukostnaður varð kr. 7,97 á dag. Skólinn er nú þegar fullskipaður næsta vetur. Laugalandsskóli. Þar voru 32 námsmeyjar. Við burtfararpróf- ið hlutu bezta aðaleinkunn 9,07 þær Oddný Ólafsdóttir, Akur- eyri, og Gerður Kristjánsdóttir frá Möðrufelli. Við brottför sína úr skólanum gáfu náms- meyjarnar 700 kr. í píanósjóð skólans. Fæðiskostnaður varð kr. 5,64 á dag fyrir nemanda. Skól- inn er fullskipaður fyrir næsta vetur. Húsmæðraskólinn að Laug- um. í honum voru 18 náms- meyjar og tekur • skólinn ekki fleiri. Skólinn starfar í 7 mánuði og er námsmeyjunum skipt í 3 flokka, er starfar hver að sinni sérgrein í um tvo mánuði. Einn flokkurinn starfar að sauma- skap og hannyrðum, annar að matreiðslu og sá þriðji að vefn- aði. Skiptast stúlkurnar þann- ig á við störf og nám allan vet- urinn. ^LaugaskóIi. Nemendur voru 96 í vetur. Fæðiskostnaður pilta var kr. 6,66 á dag, en stúlkna kr. 5,33. Skólaslit 6. apríl s. 1. Handa- vinnusýning kvenna var haldin í skólanum. erVyakti mikla at- hygli fyrir vandvirkni og mikil vinnuafköst skólastúlknanna. Eiðaskóli. Honum var sagt upp 23. apríl. 54 nemendur voru í skólanum. 21 luku burtfarar- prófi. Hæsta einkunn í bókleg- um greinum hlaut Sigurður Kristinsson nemandi í yngri deild, en í verklegum greinum Sigríður Eiríksdóttir .nemandi í eldri deild. Sýning var við skóla- slit á handavinnu nemenda, svo sem hannyrðum, smíðum, teikningum og bókbandi. Eftir að skólanum var slitið hófst íþróttanámsskeið á vegum íþrótta- og ungmennasambands Austurlands. Skólinn er full- skipaður fyrir næsta ár. Húsmæðraskólinn á Hallorms- stað. Honum var slitið 30. apríl. 27 nemendur tóku próf. Sýning var haldin á handavinnu. Fæð- iskostnaður nemenda varð kr. 6,70 á dag. Skólinn verður full- skipaður næsta vetur. Náms- skeið skólans hófst 8. maí í saumum, vefnaði, matreiðslu og garðyrkju. Laugarvatnsskólinn. 136 nem- endur voru í héraðsskólanum að Laugarvatni í vetur, 55 stúlk- ur og 81 piltur. 60 luku burt- fararprófi. Hæsta einkunn af þeim hlutu Gunnl. Þorsteinsson frá Gíslastöðum, Árn. og Bjarni Jónsson, Skeiðaháholti, Árn., þ. e. a. s. piltunum. Af stúlkunum Halla Jónsdóttir, Vatnahjáleigu, Rang. og Kristrún Jóhanns- dóttir, Hveragerði, Árn. Hæsta einkun (9,43) yfir skólann hlaut piltur í yngri deild, Ósk- ar Jónsson frá Hellisholtum, Árnessýslu. Fæðiskostnaður varð fyrír stúlkur kr. 6,04 en nokkru hærra fyrir pilta. í húsakynnum héraðsskólans störfuðu tveir aðrir skólar: Húsmæðraskóli og einnig íþróttakennaraskólinn, sem Björn Jakobsson stjórnar. í hvorum þeirra voru 12 nem- endur, svo að 160 nemendur voru alls við nám að Laugar- vatni í vetur. 5 flokkar frá héraðsskólanum og íþróttakennaraskólanum undir stjórn þeirra Björns Jak- obssonar og Þóris Þorgeirsson- ÚR BÆNPM Kvennaskólinn. Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp 17. maí. Rúmlega 160 stúlkur stunduöu nám í skólanum í vetur, en 27 tóku burtfararpróf og höfðu hæstar einkunnir af þeim Jónína Björnsdótt- ir, Reykjavík 9,22 og Gunnþóra Gísla- dóttir, Papey 9,05. — Sýning á hann- yröum og teikningum nemenda var haldin rétt fyrir skólaslit og sóttu hana margt manna, er luku lofsorðum á hve myndarleg hún væri. Skólinn er fullskipaður fyrir næsta vetur. Tvennir flokkar eldri námsmeyja, bær er luku prófi fyrir 10 og 20 árum heimsóttu skólann við skólaslitin og færðu skólanum fjárfúlgu í leikflmis- sjóð skólans. Nemur sá sjóður nú um 100 þús. kr. Á komandi hausti á Kvennaskólinn 70 ára afmæli. Hann hóf starf sitt þjóðhátíðarárið '1874. Landgræðslusjóffur. í gærkvöldi var fjársöfnunin í Reykjavík í Landgræðslusjóðinn orðin tæpar 50 þús. kr., þar af gaf Olíuverzl- un íslands 10 þús. kr. í Haínarfirði var flársöfnunin orðin nálægt 9 þús. kr. En annars staðar hafði ekki heyrzt •hvernig hún gengur.Fjársöfnunin held- ur áfram og verður p'iöfum veitt við- taka framvegis í Skógrækt ríkisins að Laugavegi 3, Reykjavík. Vinnuhæliff. Nýjustu gjafir, sem borizt hafa til S. í. B. S til vinnuheimilisins að Reykj- um eru 10 þús. kr. frá Kaupfélagi Ey- firðinga, 10 þús. kr. frá Hallgrími Benediktssyni & Co., 10 og 15 þús. kr. kr. frá tveim ónefndum firmum í Reykjavík og kr. 2475.00 frá Véla- smiðjunni Klettur í Hafnarfirði og starfsfólki hennar. — Búizt er við að vinnan við vinnuheimilið að Reykj- um hefjist um næsfcu helgi. Sextugur. Sipurður Björnsson frá Veðramóti varð sextugur í gær. Sigurður er lands- kunnur maður og hefir gegnt mörgum opinberum trúnaðarstörfum, bæði í Skagafirði meðan hann bjó stóru búi að Veðramóti og eins síðan hann kom hingað til Reykjavíkur. Ferffafélagiff. Ferðafélag íslands ráðgerir meiri ferðalög í sumar heldur en nokkru sinni áður. Ákveðið hefir verið að fara 12 sumarleyfisferöir og það sumt lang- ferðir, t. d. eins og til Herðubreiðar og Öskju, ganga á Öræfajökul, til Dettifoss, Arnarfells o. s. frv. Um 30 helgaferðir hafa einnig verið ákveðnar. Handknattleikur. Glímufélagið Ármann gekkst fyrir handknattleikamóti á iþróttavellinum á uppstigningardag. Úrslitaleikur fór fram um kvöldið milli Ármanns og Vals og Vals og Hauka úr Hafrftr- firði. Valur vann bæði félögin, Ármann með T3 geen 9, en Hauka með 15 gegn 8. Baldur Kristlónsson var dóm- ari. Leikurinn var f''ölsóttur. Mesta kosníngapátt- taka á Islandi (Framh. af 1. síðu) sýslu 98,0, Séyðisfjarðarkaup- stað 97,4, Norður-Múlasýslu 98,0, Suður-Múlasýslu 98,0, Aust- ur-Skaftafellssýslu 98,0, Vestur- Skaftafellssýslu 100, Vestmanna eyjakaupstað 98,0, Rangár- vallasýslu 99,7, Árnessýslu 99,1, Gullbringu- og Kjósarsýslu 98,7, Hafnarfjarðarkaupstað 98,0, Reykjavík um 93,7. — Alls höfðu 24,541 kosið í Reykjavík. í sjö kjördæmum hafa 99— 100% allra kjósenda greitt at- kvæði, en 98—99% í fjórtán. Engar ábyggilegar tölur um kosningaþátttökuna höfðu bor- izt úr Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslum. Allri atkvæðagreiðslu verður lokiff á miðnætti í nótt, og hefst þá talning atkvæða. ar sýndu fimleika við ágætan orðstír á skólamóti í Reykjavík fyrir páskana. Sundnámskeið hefir verið í maí fyrir um 100 börn, og húsmæðranámskeið hefst snemma í júní. Allir skól- arnir að Laugarvatni eru full- skipaðir fyrir næsta vetur. i Kvennaskólinn á Hverabökk- um. Skólinn lauk störfum í apríllokin. 20 stúlkur stunduðu verklegt og bóklegt nám við skólann s. 1. vetur. Sýning á harrdavinnu stúlknanna var í skólanum nokkra daga eftir skólauppsögnina. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) kvæman skilping Norðmanna og Dana, er nú hinn ákjósanleg- asti, vegna samstöðu þeirra í styrjöldinni. Sá ágreiningur og tortryggni, er skapaðist fyrst eftir 9. apríl 1940, er löngu úr sögunni, vegna síðari atburða í Danmörku. Síðan 1814 hafa þessar þjóðir aldrei verið tengd- ar slíkum bróðurböndum gagn- kvæms skilnings og aðdáunar. Aðstaðan til Svía er tvíráðn- ari. Hjá stórum hluta norsku þjóðarinnar ríkir nú dýpri and- úð í garð Svía en nokkru sinni síðan 1905. Það er engum til góðs að reyna að leyna þessu. Það er heldur engin ástæða til að leyna því, að vissir þættir sænskrar stjórnarstefnu hafa verið vel fallnir til að skapa andúð í Noregi. Það gildir bæði athafnir og orð. Það er rétt að ræða um þetta opinskátt, því að það hreinsar loftið bezt. Hins vegar er það og rétt að líta með fullu raunsæi á fram- komu Svía og láta ekki andúðina vegna einstakra aðgerða fá und- irtökin. Við verðum að skapa okkur rétta heildarmynd af kringumstæðum Svía á stríðs- árunum, hinni hernaðarlegu einangruðu og áhættusömu að- stöðu þeirra, þunganum af þessu mikla fargi, hinum háalvarlegu hótunum, sem þeir hafa verið beittir, og erfiðleikum þeirra til að afla sér nauðsynja og viður- væris í „rými“, þar sem Þjóð- verjar voru einráðir. Hefðum við breytt öðru vísi en þeir í þeirr-a sporum? Við skulum ekki heldur gleyma þeirri hjálp, sem Svíar hafa veitt okkur. Noregshjálpin, sem túlkaði bezt hug þeirra, hefir orðið langsamlega öflugT asta fjársöfnunin þar í landi, Finnlandshjálpin ekki undan- skilin. Stöðugt halda sending- arnar áfram yfir landamærin, matvörur fatnaður, læknislyf o. s. frv. Enginn má heldur láta sér sjást yfir þá miklu þýðingu, sem það hefir haft í frelsisbarátt- unni, að við höfum haft hlut- laust land að bakhjarli, og að Svíar hafa ekki aðeins tekið á móti 20 þús. flóttamönnum, en hafa líka —. þrátt fyrir ítrustu hótanir — leyft norskum yfir- völdum að starfa í*"Svíþjóð (sendisveitin og hið víðtæka starf í sambandi við hana, flóttamannaskrifstofan, þjálfun norskra lögreglumanna í Sví- þjóð, stundum með sænskri til- sögn, o. s. frv.). Þetta hefir ekki verið lítils virði fyrir okkur. Þetta eru aðeins nokkur ein- stök atriði myndarinnar. Eftir styrjöldina getum við gert myndina enn gleggri. Við eigum g. m. k. að varast þangað til að alast upp í neikvæðri aðstöðu til Svía. Norðmenn og Svíar hafa margra sameiginlegra hags- muna að gæta. Þetta þýðir ekki, að við eigum að þegja yfir til- finningum okkar. Við eigum að tala hreint út, eins og vinum sæmir. Við höfum rétt til að gagnrýna. En við höfum líka TJARNARBÍÓ Fegnrðardísir (Hello Beautiful!) Amer. gaman- og söngva- mynd. ANN SHIRLEY, GEORGE MURPHY, CAROLE LANDIS. Benny Goodman og hljóm- sveit hans. Dennis Day útv.söngvari. Sýnd kl. 5, 7 og 9. •GAMLA : Seinhepimi fréttaritarimi (They Got Me Covered) Spennandi og spreng- hlægileg gamanmynd. DOROTHY LAMOUR, BOB HOPE. Sýnd kl. 7 og 9. Föðurliefnd (Sagebrush Law) TIM HOLT. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ► NÝJA EÍÓ. Vörðurinn við Rín („Watch on the Rhine“) Mikilfengleg stórmynd. BETTE DAVIES, PAUL LUKAS. Bönnuff yngri en 12 ára. Sýnd kl. 6,30 og 9. Sýning kl. 5: Rithöfundur sem leynilögreglumaffur („Over my Dead Body“) MILTON BERLE, MARY BETH HUGHES. Kaupmenn og kaupfélög1! Höfum í heildsölu mýndaramma úr tré í 12 stærff- um, 4 litum og munstrum. Allir meff fallegum landslagsmyndum, sem fylgja ókeypis, innpakkaðir í snotrar cellophane-umbúðir. Einnig fallegar lit- myndir innrammaffar. Skrifið effa símið eftir sýnishornum. Rítfangaverzlun Marinó Jónsson i Vesturgötu 2.! Reykjavík. f Símar 5060 og 4787. skyldu 'til að reyna að skilja. — Til viðbótar grein þessari, má geta þess, að nýlega hafa verið undirritaðir samningar milli sænsku stjórnarinnar og norsku stjórnarinnar í London, þar sem sænska stjórnin lofar að veita norsku stjórninni hagstætt lán til að kaupa í Svíþjóð ýmsar vörur til viðreisnarinnar í Nor- egi eftir stríðið. Er talið, að lánsupphæðin sé milli 100—200 milj. kr. Norska stjórnin mun þegar hafa tryggt sér megnið af vörunum, sem hún ætlar að kaupa, en þær eru aðallega mat- vörur, sáðvörur, byggingavörur og' vélar. Viðskipti þessi verða ekki í neinu sámbandi við starf- semi Hjálpar- og viðreisnar- stofnun sameinuðu þjóðanna. Vísitalan 270 Hagstofan og Kauplagsnefnd hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir maímán- uð. Reyndist hún vera 270 stig, eða fjórum stigum hærri en í aprílmánuði. Hækkun vísitöl- unnar stafar aðallega af* hækk*- un á smjöri, er varð í mánuð- inum sem leið. Þakka auðsýnda samúff og vinátfu viff andlát og jarff- arför móffur minnar Helgu ísletfsdóttur frá Miffey. Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra vanda- manna. Árni Einarsson. Innilegt þaJcklceti votta ég öllum, sem heiðruðu mig á sextugsafmœli mínu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. EIRÍKUR LOFTSSON, Steinsholti. og svo umfram allt að senda| mér 1 stykki SAVON DE PARIS,’ hún er svo ljómandi góð. Eí rúða brotnar hjá yffur, þurfiff þér affeins aff hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerff- um og menn til aff annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. Ný bók, sem mun vekja atkygli: Npitalalíf eftir James Harpole. Dr. Gunnl. Claessen þýddi. í þessari bók lýsir athugull og greindur læknir ýmisum atburffum, sem fyrir hann bera í sjúkra- húsum og viff persónuleg kynni af ýmsum sjúkling- um. Bókinni er skipt í marga kafla, og heita þeir: Botnlangaskurffur, Keisaraskurffur, Geffveiki læknir- inn, S. O. S., Dalía, Appelsínur, Jól í spítala, Berklar og fagrar konur, Næturvakan, Holdafar, Eldraun skurðlæknisins, Örþrifaráffiff, Ungbarn í lífshættu, Dóttir flosvefarans, Ölvun viff akstur, Bráðkvödd, Vísindamaffurinn í vanda, Lán í óláni, Á elleftu stundu, Ólíkar konur. Höfundur bókarinnar, Jámes Harpole er þekktur hér á landi. Árið 1941 kom út bókin „,Úr dagbók- um skurðlæknis“ eftir hann í þýffingu dr. Gunnl. Claessen, en þýðandanum þarf /ekki aff lýsa fyrir íslenzkum lesendum. Bókin er 216 bls. í stóru broti, prentuff á mjög vandaffan pappír, og kostar kr. 25,00. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju og iitibúiö Laugaveg 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.