Tíminn - 23.12.1944, Page 5

Tíminn - 23.12.1944, Page 5
é T f M I N N Pálmi Hannesson, rekior: Frá JWóðuharðindunum Árið 1784 gekk í garð — hið ægilega ár harðinda og horfellis, þá er dauðinn gekk hús úr húsi um gervallt ísland, ekki í eng- ils líki né hins líknsama bróður svefns- ins, ekki sem sláttumaður, skyldurækinn og skjótvirkur, heldur í gervi geigvænlegrar ófreskju, sem lagðist á menn og málleys- ingja, læsti í þá klónum, saug úr þeim merg og bein og blóð, lék sér að þeim, líkt og köttur að músum, missti sumra, kvaldi lífið 'úr öðrum og lét hvarvetna eftir sig ískalda örvæntingu. Þessi óvættur var hungrið. Fyrst eftir áramótin voru veður mild víða um land, og margir hinna bjartsýnni hugðu því, að betri tímar færu í hönd, enda verð- ur því naumast neitað, að þá væri þegar nóg komið af harðindunum. — En með þorra gekk ís að Norðurlandi, og rak hann síðan fyrir Austur- og Vesturland. Spillt- ist þá tíðarfar aftur og gerði mikla kulda með fannalögum, eins og venja er til, þeg- ar ís er við land. Þó var ekki mjög harc í Múlasýslum. Vorið var kalt með *afbrigðum, svo að ekki sá gróðurnál í túnum fyrr en um fardaga, enda lá ísinn fram í maímánuð. En snemma í júrfí gerði snöggan bata, og greri þá skjótt úr þvi. Veturinn 1783—1784 var nálægt tveim mánuðum lengri en í meðallagi. Hann hófst mánuði fyrr en venja er til og endaði síðar. En á þessum árum hefði slíkt verið ærin orsök almenns fjárfellis, jafnvel þó að sumarið áður hefði verið sæmilega hag- stætt. Slíku fór fjarri nú. Og þegar þess er gætt, sem á undan var gengið, má nokkuð gera sér í hugarlund, hvernig afkoman varð. — Hér kom þó enn fleira til en fóð- urskorturinn. Þegar um haustið áður hafði tekið að brydda á ókennilegum sjúkdómi i skepn- um, einkum í eldsveitunum. í fyrstu lagð- ist hann helzt á sauðfé, en um hátíðir tóku stórgripir einnig að sýkjast, enda varð veil$in því skæðari sem lengur leið og gerð- ist banvæn. Pyrstu einkenni sjúkdómsins voru fótveiki og magnleysi, en er frá leið varð allur líkami skepnanna undir lagður. Bólga kom í munn, og tennurnar losnuðu, liðamót hnýtti, en beinin visnuðu eða þá, að á þau runnu æxli og bris. Fæturnir bólgnuðu, og klaufir duttu sundur eða þær leysti fram af með öllu við mikil harm- kvæli. En þegar svo var komið lá ekki ann- að íýrir skepnunum en hnífurinn, og kom þá oft í ljós, að innyflin voru bólgin og blóðhlaupin eða útsteypt í graftrarkýlum og ýldukenndum kaunum. Lítill efi er á því, að þessi sjúkdómur hafi verið skyrbjúgur, en hann stafar af þvi, eins og kunnugt er, að C-bætiefni vant- ar i íæðuna. Ekki er ólíklegt, að fleiri slík- ir sjúkdómar hafi verið í verki með, enda er auðsætt, að heyin frá sumrinu 1783 hafi verið bætiefnasnauð. Bætiefnin skapast i gfænum plöntum fyrir áorkun sólarljóss- ins, einkum hinna bláu og útbláu geisla. En allt þetta sumar var sólin rauð, þegar til hennar sást á annað borð. Bláu geisl- ana gleypti eldmóðan. Eins og vænta mátti lagðist sóttin þyngst á ungviði. En svo bar við, að næstu árin fyrir eldinn höfðu verið góð, svo að kalla mátti, að tvö væru höfuð á hverri skepnu, og var því mikið af ungum peningi i land- inu. En þegar fram kom á útmánuði, tók hann að hrynja niður. Eftir það óx fellir- inn jafnt og þétt, þangað til um vorið, að gróður kom upp, enda þraut nú heybrigð- ir manna, svo að bjargarleysi bættist ofan á veikindin í skepnunum. Framan af þessu ári voru eldarnir á Síðu- mannaafrétti ennþá uppi og sáust öðru hverju úr byggð, einkum í Öræfum, enda færðust þeir æ lengra til norðausturs eftir því sem tíminn leið fram. Af Síðunni og úr næstu sveitum sást eigi til eldsins eftir 7. febrúar. En litlu síðar gerði þar land- skjálfta £vo harða, að jörðin sprakk víða. Þegar þeim var af létt, heyrðust oft ann- arleg hljóð úr jörðu, og líktust stundum veini, en stundum nautsöskri eða urri í hundum. Var svo að heyra, sem ættu þau upptök djúpt niðri, en færðust svo upp undir yfirborði jarðar. Þótti fólki þetta kynlegt mjög að vonum, og margir trúðu því, að þessi hljóð kæmu frá huldufólki eða öðrum jarðarvættum, sem liðu sára nauð líkt og sjálfir þeir. Snemma í aprílmánuði tóku að heyrast dunur og dynkir inn til Skeiðarárjökuls, og hófst þar síðan upp svartur mökkur með öskufalli. Var eldurinn nú kominn langt inn í Vatnajökul, að likindum í Grímsvötn eða á nálægar slóðir. — Hinn 8. apríl, sem var skírdagur, kom mikið hlaup'fram úr Skeiðarárjökli, bæði að austan og vestan, og fylgdi því svo megn fýla, að hún þótti jafnvel ennþá verri en ólyfjanin af gosmekkinum sjálfum, þegar verst lét um sumarið áður. — Eftir þetta komu öðru hverju hlaup í Skeiðará og Núpsvötn, allt fram yfir Jónsmessu. Allan þann tíma, að minnsta kosti, hefir eldurinn verið uppi í jöklinum, enda þóttust menn verða hans varir vestur í Árnessýslufbæði gosmökk og dunur, en mjög var hann nú tekinn að slævast, og mun hann hafa logn- azt út af með öl-lu eftir það. Allt þetta ár lagði þó megnan brennisteinsþef frá eld- stöðvunum — hinni miklu gígaröð á Síðu- mannaafrétti, sem teygist á tvær hend- ur frá fjallinu Laka, til suðvesturs og norðausturs, 36 km að lengd. — Og lengi á eftir stigu gildir gufumekkir upp af hin- mn ægilegu hraunflákum, sem fallið höfðu um fagrar og víðar lendur, bæði í byggð- um og á afréttum. Síðueldur er tvímælalaust langmesta eldgos, sem orðið hefir hér á landi síðan sögur hefjast, og aðeins örfá gos á allri jörðinni komast til jafns við hann. Þor- valdur Thoroddsen hefir áætlað, að ailt fast efni, sem þá kom upp, nemi meira en 16 teningskílómetrum, — 16 þúsund milj- ónum teningsmetra. Af þessu telur hann þrjá hlufana hafa verið hraun, en einn vikur og ösku. Aldrei hefir áður né síðar runnið jafnmikið hraun í neinu öðru gosi, svo að kunnugt sé, og þó að lagðir séu saman allir hraunstraumar, sem fallið hafa frá ýmsum hinna mestu eldfjalla er- lendis, svo sem Etnu eða Vesúvíusi, allt frá upphafi þeirra, þá komast þau hraun ekki til jafns við Skaptárhraunin ein.*— En askan var ekkert smáræði heldur, Þó að ekkert hraun hefði runnið í gosinu, hefði öskumagnið eitt nægt til þess að skipa því meðal hinna mestu eldgosa, sem orðið hafa. Og þó hygg ég, að askan sé mikils til of lágt metin, þó að ekki geti ég fært að því rök hér. Skaptáreldhraunin eru talin 565 fer- ' kílómetrar að flatarmáli. Þau lögðu undir dimma storku sína gróðursæl heiðalönd og tóku af 15 býli með öllu, en skemmdu 30. Þó var sá skaðinn ekki allur og raunár lítilfjörlegur á móts við allt hitt, allt það tjón, tortímingu og hörmungar, sem ösku- ' % fallið og eitursvælan ollu á landi og lýð, enda var hvergi nærri búið að bíta úr náí- inni með það, þegar hér var komið, enda þótt eldgosið sjálft væri gengið hjá. — „Hesturinn fyrst, svo sauðurinn, svo kýrin“, sagði Sigurður í Dal. Og þessi fyrir- sögn reyndist harla rétt árið 1784. — Haustið áður tóku hestar þegar að falla hrönnum saman, einkum í éldsveitunum. Þannig segir séra Jón Steingrímsson frá því, að hinn 9. nóvember, sem var sunnu- dagur, hafi 20 hestar dottið dauðir niður milli Breiðabólsstaðar og Hörgslands á Síðu, og voru sumir þeirra undir fólki, sem var á leið til kirkju. En hinn 5. des. ritar Sigurður klausturhaldari Ólafsson að Kirkjubæjarklaustri: „Af 14 kúm, ég átti í vor, lifa eftir 2, nú allt reisa; af 40 hest- um fáeinir skinhoraðir, en enginn í vor, og 3 reiðhestar, ég átti, eru allir dauðir“. — . Fyrir norðan land var ekki öllu betur ástatt. Þar voru ýmsir bændur búnir að missa öll hross og sauðfé á miðjum vetri. í Múlasýslum og sumum sveitum vestan lands, til dæmis, við Breiðafjörð, var fell- irinn minni, að minnsta kosti fram á vor- ið 1784. — Þegar leið á veturinn svarf hun^rið og krömtn svo fast að öllum skepnum, að lík- ast var því, sem væru þær firrtar réttu eðli og rænu. Hestar litu ekki lengur við jörð, víða hvar, heldur sóttu mest í sorphauga eða rifu í sig torfveggi, þil og stoðir í hús- um. Sumir lögðust á hræ hinna, er fallið höfðú, eða átu hárið hver af öðrum. Slíkt var þó ekki farið öðrum hestum en þeim, sem kallaðir voru sæmilega heilbrigðir. — Hinir krokuðu í höm eða drógust áfram — dauðvona. — Á sumum þeirra fúnaði skinnið á allri hrygglengjunni, en tagl og fax losnaði og datt af, ef í var tekið. Á öðrum stokkbólgnaði allt höfuðið, og kokið varð svo máttlaust, að þeir gátu ekki rennt niður, svo að heyið datt út úr þeim hálf- tuggið, þó að rejmt væri að gefa þeim eitt- hvað. — Sauðfé kom þó ennþá harðar nið- ur, svo að varla var á því sá limur, að ekki

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.