Tíminn - 10.01.1920, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1920, Blaðsíða 3
TlMINN 3 CJtan úr hoimi. i. Rússland. Stríðið mikla hefir gerbreytt heiminum. Stórar og litlar þjóðir, mentaðar og ómentaðar hafa tekið þátt í hinum mikla kappleik. Þær hafa færst nær hver annnri. Og viðburðir í einu landi geta fyr en varir haft óvænt áhrif á þjóðir, sem í fjariægð búa. Þess vegna getur engin þjóð, þótt afskekt sé, fylgst fyllilega með viðburðunum erlendis, og skilið innra samband þeirra, nema með því, að öllum þorra hugsandi fhanna í landinu séu kunnir frumdrættirnir úr sögu og þjóðlifi þeirra þjóða, sem mest- an þátt eiga í áhrifamestu við- burðum samtiðarinnar. Fylgja hér á eftir nokkrir kaflar um einstök atriði í sögu ýmsra samtíðarþjóða og byrjað á því landinu, þar sem andstæðurnar í stjórnarfari og þjóð- lifi hafa verið einna mestar. En það er Rússlaud. .★ ★ ■* Öldum saman hefir Rússland staðið svo að segja utanvert við menningu Norðurálfunnar. Rússar hafa verið eins og fleygur milli Asíu og Evrópu, haft nokkuð af báöum, en dregist stórum aftur úr þeirri álfunni, sem fremri var. Bæði i stjórnarfari, iðnaði, sam- göngum og almennri mentun hafa Rússar verið tveibaur til þremur öldum á eftir nábúum sínum í vesturátt. Ástæðunnar til kyrstöðunnar i landinu, er vart að leita í lyndi eður gáfnafari þjóðarinnar. Rússar hafa ált eigi allfáa af mestu snill- ingum heimsins i visindum, bók- mentum og listum. Öllu fremur verður að leita skýringa í sögu þjóðarinnar og með því að athuga aðstöðu hennar til viðskifta- og verslunar. Fyrsta sögulega hindrunin á vegi Rússa, samanborið við Vestur- þjóðirnar, er sú, að landið varð hvorki beint eða óbeint fyrir á- hrifum af stjórn og menningu Rómverja. í öðru lagi náði rórn- versk kaþólska kirkjan ekki til þeirra, með sínu sterka skipulagi. Grísk-bysantiskir trúboðar kristn- uðu slaversku þjóðirnar, en þeir báru ekki með sér áhrif grískrjar menningar á sama hátt og vest- rænu trúboðar dreifðu menningu Rómverja. í þriðja lagi varð Rúss- land fyrir þeirri ógæfu, að hálf- viltir Tartara kynþættir streymdu þangað á 13. öld, austau úr Asíu. Stýrðu þessir aðkomumenn land- siðar meir að koma fram með tillögur um hina einstöku skatta- stofna. Ádeila hr. J. G. P. um landsskattinn, að svo miklu leyti, sem hann væri liður i skattakerfi, er því grein minni algerlega óvið- komandi, og högg út í loftið. Þá kem eg að hinu öðru frum- hlaupi hr. J. G. P., þar sem hann ræðst á tekjuskattinn, sem hann lætur sem eg haldi fram sem grundvelli skattauna. Það er ekki laust við, að mér finnist hann hafa lesið grein mína eins og viss persóna les biblíuna. Eg hélt að grein mín bæri öll með sér, að eg væri andstæður einkaskatti í hverri mynd sem væri. Eg minnist á ein- um stað á stighækkandi tekjuskatt sem heppilegt dæmi lireyfanlegs gjaldstofns, en siðan ekki söguna meir. En einkaskalts-hugmyndin sýnist vera svo rík í eöli hr. J. G. P., að hann geti ekki hugsað sér mann, sem ekki vilji hafa einkaskatt á einhverjum gjald- stofni. Það, sem eg tók fram í grein minni var, að allir skattar ættu að hvíla á þjóðartekjunum, en ekki þjóðareigninni. Pó má auðvitað leggja skattana t. d. á fasteignir, ef þeir samt sem áður hvila á þjóðartekjunum. Pjóðartekjurnar verða til með samvinnu frainleiðslu- aflauua, lauds, auðs og starfsaíls Hf. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur. Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands, verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, laugardaginn 26. júní 1920 og hefst kl. 1 e. h. Dagkrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og frarnkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrar- reikninga til 31. desember 1919 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendunum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík eða öðrum stað sem auglýstur verður síðar, dagaua 22.—24. júní að báðum dögum meðtöldum. Menn geta fengiö eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjár- söfnurum félagsins um alt land og afgreiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin félagsstjórninni í hendur til skrá- setningar, ef unt er 10 dögum fyrir fundinn. Reykjavík, 5. janúar 1920. Stjórnin. inu í því nærfþrjár aldir, og áttu drjúgan þátt i því, að halda þjóð- inni niðri í andlegu tilliti. Landið alt er samfeld öldumynduð gras- slétta, gífurlega víðáttuinikil. Þjóð- vegir menningarinnar lágu fram bjá því. Rússar gátu, vegna hafn- leysisins, hvorki komist í varan- legt samband við menningarþjóðir Suðurlanda, þær sem bjuggu kring- um Miðjarðarhafið, eða við Vestur- þjóðirnar á austurströnd Atlants- hafsins. — Vakningaröldur endur- fæðingarstefnunnar, siðabótarinnar og frönsku sljórnarbyltingarinnar geisuðu yfir Evrópu vestan og sunnanverða, en náðu því nær ekkert til Rússlands. í sögu Rússa á 19. öidinni gætir mest tveggja strauma. Annarsvegar hafa leiðandi menn þjóðarinnar barist fyrir lýðfrelsi og þingræðis- stjórn. Hinsvegar hefir stjórnar- valdinu verið beilt einhuga til að stækka ríkið, leggja undir keisara- dæmið ný lönd bæði i Norður- og Austurálfu. í fyrstu virðist þetta hungur eftir meiri löndum litt skiljanlegt. Rússaveldi náði yfir sjötta hluta alls þurlendis á hnelt- inum. Rússland skorti miklu frem- ur greiða götu að heimshöfuuum, heldur en meiri lönd. Archangel, eina höfnin við Hvítahafið, er lögð meir en hálft árið. Odessa, við Svarta hafið, átti líf og lán undir Tyrkjanum, sem gat lokað Hellu- sundi, þegar honum þótti sér hag- ur að. Eystrasaltshafnirnar, Riga og Pétursborg eru lagðar frá 130 —150 daga árlega. Rússland á þannig enga höfn við úthaf, sem er islaus árið um kring. ^orgin oilífa eftir all |Mainc. INNGANGUR. I. í hinni miklu liðkönnun lífsins stóð hann ekki vel að vígi, eftir því sem út leit. Hann var tólf ára gamall, tötralega klæddur og þreytt- ur. Harmónika hékk um axlir hon- um, hann hélt á litlu búri úr tré undir hendinni, og var í grár íkorni. Það var í Lundúnum, um kvöld í desembermánuði. Drengur- inn var ættaður sunnan úr lönd- um og hafði sér ekki annað til skýlis gegn nöprum norðanvindin- um, en treyjuslitur úr flaueli, rautt vesti og stuttbuxur. Langan dag- mannsins og eru þvl þrennskonar, landarður, auðarður, vinnulaun. Á þessari þrenningu eiga allir skattar að hvila, þannig, að þeir rýri ekki sjálf fram/eiðsluöflin. En skattstofninn er ekki ákveðinn með þvl, enda heyrði það ekki undir svið greinar minnar. Það, sem þó víst hefir sérstak- lega sært tilfinningar hr. J. G. P. er, að eg hélt því fram, að viður- kent væri, að skattakerfið í heild sinni ætli að vera þannig bygt upp, að samanlögð áhrif hinna einstöku skatta hvíldu á mönnum eftir gjaldþoli. Svo lltur einnig út, sem hr. J. G. P. hafl búist við, að eg skrifaði heildaryfirlit yfir fjármálavisindin fyr og nú. Enda þótt eg viðurkenni, eftir að hafa lesið grein hans, að slíks yfirlits væri sist vanþörf, þá álit eg það of mikið mál til að rúmast í blaða- grein, auk þess sem þess virtist elcki þarfnast til að átta sig á því einu, hvernig rannsókn skattamál- anna yrði best fyrir komið. Vit- anlega er hægt að deila um eðli skatta o. s. frv. Eg er t. d. þeirr- ar skoðunar, að helst ættu engir skattar að vera, og þeirra væri heldur ekki þörf, ef komið væri á sam vinnuþjóðfélagi, þar sem gjöld- in yrðu greidd af atvinnutekjum þess. En við verðum að ganga út frá þvi þjóði'clagi, sem við lifum inn hafði hann dvalist í Chelsea, en var nú á heimleið. Hann hafði hugmynd um það, að hann var óvenjulegur álitum, hann hafði ó- Ijósan grun um að starf hans kynni að vera ólöglegt, þess vegna laum- aöist hann eftir hliðargötunum, til þess að forðast háðglósur götu- drengjanna og rannsóknaraugu lög- reglunnar. Þá er hann kom í ítalska hverfið í Sóhó nam hann staðar fyrir framan búðardyr, lil þess að sjá, hvað það myudi vera orðið framorðið. Klukkan var átta; þar af leiðandi var það ekki fyr en eftir klukkutíma að honum myndi óhætt að koma til náttstaðar. Búð- in var bakarabúð og í glugganum var mikið af brauði og kökum. Hitann úr kjallaranum lagði upp til hans um rist á gangstéltinni. Hann gat séð glæðurnar, og heyrt þá er skarað var í eldinn með hinni langskeftu skóflu. Drengur- i og þá komumst við ekki fram hjá gjaldþolinu, sem réttlátasta skattagrundvellinura. Hvort hr. J. G. P. kallar það réttlæti eða sann- girni má einu gilda, efhannskilur hvað átt er við. í einstökum til- fellum er hægt að mæla svo út hlunnindi, sem ríkið hefir veilt, að hægt sé að leggja skatt á eftir þeim, en það er undantekningin, sem staðfestir að eins aðalregluna. Og afgjald fyrir sérrétttindi til handa einstökum mönnum á ekki að koma til gresna af þeirri ein- földu ástæðu, að ríkið á ekki að veita einstökum mönnum nein sér- réttindi. Venjulegast er ekki hægt að mæla út hlunnindi þau, sem einstaklingar hafa hjá ríkinu, nema að þvi leyti er gjaldþolið segir til. »Breiöu bökin« eiga að bera bróður- hlutann af sköttunum, ekki ein- ungis vegna þess, að öðruvísi er ekki hægt að ná nægum sköttum, heldur ekki siður hins vegna, að menn auðgast því miður sjaldnast einungis af watorku, iðni, forsjá og sparsemi«. Ástæðurnar til þess að einstakir menn auðgast eru venju- lega beinlinis fyrirkomulag núver- andi þjóðfélags. Hvað er það þá annað en rétt að þeir, sem fyrst og fremst njóta hlunninda þjóð- félagsskipunarinnar, gjaldi mest til opiuberra þarfa. SkaUaroir verða inn tróð íkornabúrinu fastar undir hendina, stakk hendinni í huxna- vasann, náði nokkrum koparpen- ingum og taldi þá í hendi sér. Það voru niu pence, nákvæmlega það sem hann var skyldaður til að koma með heim. Hann mátti eng- an skilding missa. Hann vissi þetta ofur vel, áður en hann tók upp peningana. En sulturinn freistaði hans til að sjá hvort hann hefði reiknað rétt, þá er hann taldi ágóðann siðast. Það varð mildara í lofti. Það byrjaði að snjóa. Fín snjókornin liðu niður og sátu föst þar sem þau féllu. Umferðin minkaði óðum. Það mótaði ekki fyrir neinu í dimmviðrinu. Drengurinn ranglaði áfram eitlhvað út í bláinn og beið eftir því að klukkan slægi níu. Þá er honum fanst tíminn myndi vera liðinn, tók hann eftir því að hann var orðinn viltur. Hann glenti upp því að eins veik tilraun fil þess, að bæta úr misskiftingu þjóðar- teknanna milli einstakljnganna. Takmörkin fyrir því, hve langt megi ganga, eru auðvitað engin önnur en þörf þjóðfélagsins. Jafn- vel það, að ríkið tæki í skatt alt, sem menn geta án verið, væri rétl, ef þeim tekjum væri þannig varíð af þjóðfélaginu, að gagnið fyrir alþjóð yrði meira af tekjunum í höndum þess heldur en einstakl- inga. Eu þegar svo langt er komið er ólíklegt, að ríkið færi króka- veginn, heldur yrði komið á sam- vinnuþjóðfélagi, eins og nú virðist vera á leiðinni í ýmsum menningar- löndum Norðurálfunnar. Það á þó áreiðanlega langt í land hér, en ekki á siður við hér en annars- staðar, að réttlátasti grundvöllur skattakerfisins er gjaldþolið. Þetta vona eg að andmælingur minn játi við nánari athugun. Þó að það komi ekki við grein minni, sem var um skaltakerfið í heild sinni, en ekki skattaslofnana, get eg ekki stilt mig um að geta þess, að það er einkennilegt að sjá hr. J. G. P. vitna í »tekjuskatts- eyðublöð Breta og sumra Norður- landaþjóða« til þess, að sýna við- leitni til að skattleggja tekjur mis- munandi hátt, eftir því af hvaða rótum þær eru runnar. Hvers vegna vitnar haoo ekki i skattalögio sjálf? þreytt augun til þess að sjá, hvort hann þekti húsin, en alt umhverfið var alt í einu orðið gerbreytt. Snjónum dengdi niður, stórum, hvítum hnoðrum. Drengurinn þurk- aði snjóinn úr andlitinu, en um leið hékk snjórinn aftur í löngum augnahárunum og dapraði honum sýn. Eins og stórir skuggar komu þeir út úr kafinu sem fram hjá gengu og hurfu aftur út í rökkrið. Hann reyndi að spyrja til vegar, en enginn nenti að nema staðar og hlusta á hann. Maður sem var að setja hlera fyrir glugga hreytti úr sér emhverju svari, en orðin hurfu í snjó og myrkur. Drengur- inn kom að breiðu skrauthliði með fjórum súlum. Hann gekk þar inn til þess að átta sig. Þar sem hann nú stóð gat hann ekki séð hina löngu gasljóskeraröð á göt- unni, og þess vegna hélt hann að hann væri á Sóhó-torgi, en hann gat ekki gert sér grein fyrir hvort hann væri á austur- eða vestur- horni þess og vissi þess vegna ekki i hvaða átt hann átti að halda. Það færðist undarleg kyrð yfir alt. Það heyrðist ekki annað en frísið í ökuhestunum, í hinu þunga lofti. Honum var ógurlega kalt. Skórn- ir voru orðnir fullir af snjó og hann tróðst inn um götin á sokk- unurn. Það vantaði nokkra hnappa í rauða vestið hans og hann fann að það var ekki þur þráður í skyrtunni. Hann reyndi að hrista af sér snjóinn, en hann sat fastur í flauelinu. Búrið var snævi þakið og hann gat varla haldið á því með loppnum fingrunum. Hann leit inn i búrið við daufa birtu sem kom úr glugga yfir hliðinu. Litli veslingurinn lá og hríðskalf i hinu kalda fleti. Hann tók íkorn- ann út úr búrinu, andaði á hann og stakk honum í barm sér. Hann heyrði barnsrödd innan úr húsinu hlæja og syngja í hálfum hljóðum. En hann gat ekkert séð inn um gluggann, ekkert annað en hvíta, miskunnarlausa snjóhnoðrana — þá er birtuna bar á þá innanað. Það setti að honum svo undar- legan svima. Hann settist og hall- aði höfði að einni súlunni. Það fór um hann kuldahrollur, þá hlýnaði honum og hann varð syfj- aður. Nú heyrði hann kirkjuklukku slá niu. Hann hrökk við og kendi samviskubits og reyndi að standa upp, en fæturnir voru svo stirðir að hann hné aftur í mjúkan snjó- inn. Hann andaöi nokkrum sinn- um á íkornann, til þess að hita honum, og svo sofnaði hann. Rétt áður en hann lokaði augunum alveg, fanst honum hann horfa um ljótu, óvistlegu og nálega hús- Hvaða »sumra« Norðurlandaþjóða á hann við? Enski tekjuskattur- inn var ekki beinn tekjuslcattur heldur óbeinn, eða tekjuuppruna- skattur, svo að hann sannar ekk- ert í þessu sambandi. Tekjuupp- runaskattar hafa hingað til þótt standa að baki tekjusköttum. í lok greinar sinnar kveðst hr. J. G. P. vera mér sammála um, að full þörf sé á því, að menn séu sendir utan til þess, að kynna sér alt, sem að skattamálum lýtur. Eg á bágt með að skilja þenna stuðning hans, eftir að hann hefir í II. kafla greinar sinnar látið mjög lítið yfir fjármálavísindum nútím- ans og reynslu framkvæmdarvald- anna erlendis. Því hvað annað ættu þessir sendimenn að kjmna sér? En ef til vill hefir hr. J. G. P. í lok greinar sinnar farið að sjá sig um hönd og fyrirdæma sinar fyrri villur. Ef svo er má segja, að meiri gleði verður yfir einum syndara, sem bælir ráð sitt, heldur en yfir níutíu.og niu rétt- látum, sem ekki þurfa yfirbótar við. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.