Tíminn - 07.01.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1922, Blaðsíða 2
2 T I M I N N llm berklauarnlr (sueitum og berklalögin nýju eftir G. Bjömson landlækni. Best að segja sannleikann, hversu beiskur sem hann er. Veit það reyndar vel, að lygin og hræsnin koma sér oftast miklu betur: „Viljirðu hljóta heimsins lán, hundsbitin varast og gæfurán, þá get eg sagt þér sæmdarleiðina; hún liggúr yfir lægstu heiðina." En það er ekki gæfuleiðin fyrir okkar litlu þjóð. Okkar gæfuleið hún liggur yfir hæstu heiðarnar. Hvers vegna eg tala svona? pað er af því, að nú kem eg að 14. greininni í berklalögunum nýju, og mér getur ekki dulist það, að þar hefir þjóðin færst mikið í fang, lagt upp á hæstu heiðar ’í berklavörnum, og engin von tii þess að við náum í áfangastað fyr en að löngum tímá liðnum. Eg ætla að láta 14. grein lag- anna fylgja þessu ávarpi mínu — athugasemdalaust, að svo stöddu. En bið menn að gæta þess vand- lega, alls þess, sem í greininni stendur, og þá fyrst og fremst fyrstu málsgreinarinnar, þar sem talað er um „heilsuhæli“, „sjúkra- hús“ og „sumarhæli bama“. Best að segja sannleikann: það er aðallega mér að kenna, að Heilsuhælið á Vífilsstöðum varð til, og það er satt, að eg varði mörg-um bestu árum æfi minnar til að berjast fyrir því málefni — og átti erfitt uppdráttar. þeir sögðu svo margir, að þessu gæti eg áldrei hrundið áfram. Og þeg- ar skrið komst á málið, þá héldu þeir, að það væri nóg að reisa hér á landi heilsuhæli fyrir 30— 40 sjúklinga. Og svo varð eg að taka á öllu því sem eg á, til þess að fá heilsuhælið helmingi stærra en hinir vildu hafa það. pað lán- aðist. Og eg var alveg búinn að gleyma því, sem eg var mintur á núna á dögunum: Heilsuhælið á Vífilsstöðum er eitt vandaðasta og besta berklahælið hér á Norð- urlöndum og þótt víðar sé leitað. En þegar það var fullgert og kom- ið í gang og þingmenn komu fylktu liði að líta á verkið, þá reis einn af merkustu mönnum þings- ins upp og ávítaði okkur hörðum orðum — mig vitanlega fyrst og fremst og svo mína Oddfellow- bræður, bestu mennina í Heilsu- hælisbaráttunni, fyrir það, að við hefðum verið of stórhuga — gert of mikið! þessu var eg búinn að steingleyma, en eg var mintur á það núna um daginn af manni sem var þar við staddur. Best að segja sannleikann. pegar Heilsuhælið var komið komið uþp, þá fann eg sárt til þess, að eitt vantaði á: par var ekkert skjól fyrir berklaveik börn. Nú hefir verið bætt úr þessu, reist íbúðarhús handa lækninum og allri hans íbúð umturnað, gerð að ágætu hæli fyrir berklaveik börn — rúmar 20—30 börn, og það var ein mesta ánægjan mín á dögunum, þegar eg var þar suð- ur frá, að koma til vesalings barn- anna — sjá þá ósk mína uppfylta. Og þar er það ekki eg, sem á þakkirnar, ef um þakkir yrði að ræða, heldur yfirlæknirinn á Víf- ilsstöðum, Sigurður Magnússon; það er hann sem með dæmalaus- um dugnaði hefir knúið það fram, að fá þessa viðbót við Vífils- staðahælið — þessa barnadeild. Best að segja sannleikann — þó hann nú sé dálítið beiskur fyr- ir sjálfan mig: það var þegar berklanefndin sat á sínum rök- stólum og átti svo oft tal við mig, þá fanst mér eins og nefndinni, að önnur „heilsuhæli“ þyrftum við ekki — það á Vífilsstöðum væri nóg. En nú hefi eg setið yfir þessu máíefni í þrjá mánuði, og meðal annars er mér orðið það ljóst, að heilsuhælið mitt á Vífilsstöðum er ekki nóg handa allri þjóðinni. Hefi lengi hugsað mig um og lit- ið í allar áttir, og er nú alveg ný- lega kominn að þessari niður- stöðu. Best að segja sannleikann: Víf- ilsstaðahælið er troðfult, einlægt troðfult, og — það er meinið, eins og einn af bestu læknum höfuð- staðarins sagði við mig nýlega: Meinið er það,að nú verða einlægt svo margir og margir sjúklingar að bíða hér í bænum mánuðum saman, bíða eftir því, að fá vist á Vífilsstöðum. Best að segja sannleikann. Mér hefir missýnst og berklanefndinni líka; Krafa Norðlendinga um heilsu- hæli þar er keiprétt. En hvernig og hvenær við fá- um því máli framgengt — það. má guð vita. Forstjórastaðan við Kaupfélag Bovgfirðinga er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní næstkomandi. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. mars 1922, sem veita allar frekari upplýsingar. Svignaskarði 4. des. 1921. Guðmundur Ólafsson Guðmundur Jdnsson Lundum. Skeljabrekku. i IMI. 'Með því að hér í bænum er nú mikill atvinnuskortur og alt út- lit fyrir að svo muni verða fram eftir vetrinum, hefir bæjarstjórninni þótt rétt vera að vara menn úr öðrum héruðum við að flytja hingað til bæjarins á þessum vetri til að leita sér atvinnu. Jafnframt því að birta aðvörun þessa, eru bæjannenn, er eitthvert verk láta vinna eða yfir vinnu eiga að sjá, hvattir til að láta innan- bæjarmenn sitja fyrir atvinnu þeirri og yfir liöfuð fyrir verkum, sem þeir þurfa að ráða fólk til í vetur. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, liinn 29. desbr. 1921. Magnús Jónsson. Og það er eitt — af mörgu, sem vefst í huga mínum: pað er Austurland, versta berklalandið okkar. Mér finst eg þurfa ofurlít- ið heilsuhæli þar líka. Hér á eftir fer þá 14. grein berklalaganna: 14. gr. Berklaveikur sjúklingur get- ur fengið ókeypis vist i heilsuhæl- um, sjúkrahúsum eða sumarhælum barna, ef hann eða sá, sem fram- færsluskyldan hvílir á, ,er svo efnum búinn, að ætla má að hann mundi liða mikið tjón á efnahag sínum, eða jafnvel verða öreigi, ætti hann að standa straum af kostnaði þeim, er af slíkri vist leiðir. Ef sjúklingurinn dvelur í sjúkra- húsi eða heilsuliæli, sem rekið er á opinberan kostnað, annan en ríkis- sjóðs (t. d. bæjarsjóðs, sýslusjóðs eða læknishéraðs), en nýtur þó styrks úr rikissjóði, þá greiðir rikissjóður upp í meðlagskostnaðinn alt að 3 kr. fyr- ir hvern legudag, eða 2,25 kr., ef um börn er að ræða innan 12 ára, þó ekki meira en 3/5 hluta meðlagskostnaðar- ins. Hinn hluta meðlagskostnaðarins greiðir dvalarhérað sjúklingsins. Dvalarliérað táknar í lögum þess- um bæjar- eða sýslufélag það, sem sjúklingurinn á heimili í. Undir meðlagskostnað telst einnig lyf og læknishjálp. Nú dvelur sjúklingurinn í sumar- hæli barna, sem rekið er á þann hátt, er að framan getur, og greiðir þá ríkissjóður alt að kr. 1,50 fyrir hvern legudag, þó ekki meira en 3/6 hluta meðlagskostnaðarins, enda fer þá um hinn bluta hans sem fyr var sagt. Nú er heilsuhæli, sjúkrahús eða sumarhæli barna ekki rekið á opin- beran kostnað með ríkissjóðsstyrk, heldur eign einstakra manna, félaga eða stofnana, og ge.tur þá stjórnar- ráðið ákveðið, að berklaveikir sjúkl- ingar geti einnig þar fengið ókeypis vist, enda greiðist þá meðlagskostn- aðurinn sem fyr var sagt. Ef heilsuhæli eða sjúkrahús er rek- ið á ríkiskostnað, þá skal dvalar- hérað sjúklingsins greiða 2 kr. fyrir hvern legudag, eða kr. 1,50, ef um börn innan 12 ára er að ræða, þó ekki meira en 2/s hluta alls rekst- urskostnaðar. Nú getur sjúklingurinn ekki feng- ið vist í sjúkrahúsi eða hæli, en er komið fyrir á öðru heimili samkvæmt fyrirmælum 10. og 13. gr., og greiðir þá ríkissjóður alt að kr. 1,50 fyrir hvern dag, þó ekki meira en 3/b hluta vcrukostnaðar. Greiðir þá dval- arhéraðið afganginn, enda sé efna- hagur sjúklingsins eins og tilskilið er um ókeypis vist i sjúkrahúsi eða hæli. Ef heilbrigð börn eru tekin að beiman, samkvæmt fyrirmælum 13. gr., og efnahagurinn er sem fyr seg- ir, þá greiðir ríkissjóður meðgjöf með þeim að hálfu, þó ekki meira en 50 aura fyrir hvern dag, en dvalarhér- aðið greiðir afganginn. Dvalarhérað sjúklingsins getur kraf ist endurgjalds á 2/3 hlutum þess kostnaðar, sem það greiðir sam- kvæmt þessari grein, af bæjar- eða sýslusjóði framfærslusveitar sjúkl- ingsins. Stjórnarráðið getur ákveðið há- mark daggjalds sjúklinga þeirra, er að framan getur, í sjúkrahúsum eða hælum, ef ástæða þykir til. það er skilyrði fyrir þvi, að berkla- veikir sjúklingar geti orðið aðnjót- andi styrká úr ríkis- eða sýslusjóði, að hreppsnefnd dvalarhrepps sjúkl- ingsins sendi stjómarráðinu skýrslu um efnahag hans. Skal héraðslæknir staðfesta skýrslu þessa eftir bestu vitund og jafnframt votta, að vist ut- an heimilis sé nauðsynleg. Urskurðar stjói'narráðið síðan eftir þessum gögnum, hvort sjúklingur- inn sé styrkhæfur. -----o---- Frá útlöndum. Rússneska stjórnin hefir boðist ist til að viðurkenna ríkisskuldir Rússlands gegn því að Norður- álfuríkin viðurkenni ráðstjórnina löglega stjórn. Fyrir stríðið voru ríkisskuldir Rússlands um 9 miljarðar rúbla og rétt fyrir bylt- inguna voru þær orðnar rúmir 32 miljarðar rúbla. — Englendingar hafa gefið eyjunni Möltu frjálsa stjórnar- skrá og var fyrsta þjóðþing eyj- arinnar sett í. nóvember síðastl. Var prinsinn af Wales látinn framkvæma þá athöfn. — Ein af stærstu flugvélum heimsins flaug nýlega frá Lond- on til Parísar og flutti með sér allar vélar í aðra flugvél. Daginn eftir flaug hún frá París til London og hafði þá bifreið innan- borðs. Komandi ár. Efnahagsskifting og aðstaða i lifsbaráttunni ræður, eins og fyr er sagt, mestu um hvernig allur þorri manna skipar sér i flokka. Undantekningarnar eru þeir fáfróð- ustu annars vegar, sem elta þá rikustu, þótt þeir séu öreigar, og úrvalsmenn, sem láta þekkingu og framsýni ráða gerðum sínum í félagsmáluin. Eftir því sem slíkir menn eru fleiri í einhverjum flokki, verður vinna flokks- ins meir þjóðbætandi. Og ef slíkir menn yrðu einhverm tíma í meiri hluta í landi, væri flokkamyndun á nú- tímavisu alóþörf. Hér á landi munu sem annars staðar flestir sem verða ríkir eða sem ætla að verða það, íylla flokk sam- kepnismanna, og þeim fylgja að málum óþroskaðasti hluti fólks úr öðrum stéttum, sem engar framfarir vill, þótt þeir menn hafi mesta þörf endurbóta bæði um ment- un og lífskjör öll. Sú staðreynd að samkepnismenn í öll- um löndum vinna af aleíli móti alþýðumentun, er skilj- anleg, þegar þetta er athugað. Samkepnisflokkurinn vill liafa ríkisvaldið veikt, aðeins hæfilega umgjörð um gróða- leik þeirra. Rikið á að vernda þá og eignir þeirra, og annast þær framkvæmdir, sem verður að gera, en tap er að (löggæsla, heilbrigðisvarnir o. fl.). Skattabyrðin er lögð á með nefsköttum og stóreignum hlíft. Með hluta- félagsfyrirkomulaginu og hringunum hafa samkepnis- menn fundið ráð til að græða í takmörkuðum félagskap, og á sínum eigin grundvelli. Samvinnan kemur þar fram í afbakaðri og öfugri mynd. Samvinnuílokkinn íslenska fylla væntanlega ekki all- ir sem nú telja sig til einhvers samvinnufélags. Stjómmálaflokkar, bygðir að mestu á stéttum og efnahag, eru þannig óhjákvæmilegir eins og menningu samtíðarinnar er háttað. Og hér á landi er föst flokka- skipun beinlínis nauðsynleg. Án flokka yrði alt þjóðlífið tóm sundrung og athafnaleysi. Og þar sem alt félagslíf íslendinga liggur i rústttm, má þjóðin síst af öllu við kyrstöðu og athafnaleysi. Ilér á landi verður á komandi árum að taka tillit til hinna þriggja áðurtöldu flokka. Lán og líí lands- manna verður að miklu leyti undir því komin, hversu þeim tekst að ráða fram úr félagsmálunum. Skal þá að lokum líta stuttlega yfir aðstöðu þeirra og séreðli. Munurinn kemur glögglega fram í því, hvemig þessir þrír flokkar vilja nota ríkisvaldið og frjáls fé- lagssamtök. Samkepnismenn vilja hafa ríkið veikt, að- eins skjólgarð um eignarréttinn, og til að annast um nauðsynlega en óarðvænlega starfsemi, t. d. löggæslu, póstmál, kenslu. Sjálfum sér geyma þeir gróðalindirn- ar, og láta hendur skifta innan yfirvarps laganna. pau gróðafyrirtæki, sem eru of stór fyrir mátt einstaklings- ins, eru forsjá hlutafélaga og „hringa", þar sem fjár- magnið ræður lögum og lofum. Samvinnumenn leysa eins mörg og unt er af vandamálum félagslífsins með samhjálp, þar sem allir menn hafa jafnan atkvæðisrétt, án tillits til auðlegðar. Menn ráða þar en ekki fé. En þar sem frjáls samvinna ræður ekki við vandamálin, grípa samvinnuínenn til ríkisvaldsins, svo sem í bar- áttunni við okurliringa samkepnismanna, t. d. steinolíu- félagið ameríska, sem lika er þekt hér á landi. Ríkisvald- inu er þannig af miðflokknum beitt, þar sem frjáls sam- tök hafa ójafna aðstöðu við kúgunarsamtök auðmanna. Sameignarmenn' gera ríkið alvoldugt. Hlutafélags- formið er þeim framandi og samvinnu hafa þeir sem aukaatriði, meðan ríkisvaldið er að færast i aukana. Andstæðan milli þeirra, sem Játa ríkið vera skjólgarð um fjárplógstafl samkepnisforkólfanna, og liinna, sem vilja að ríkið sé einvaldur heimilisfaðir borgaranna, er djúp- tæk og varanleg. Samvinnumenn fara mitt á milli, við- urkenna bæði einstaklingseignarréttinn og rikisvaldið, og hagnýta sér hvortveggja. En höfuðeinkenni þeirrar stefnu er að hún myndar á frjálsum grundvelli riki í ríkinu. pangað geta komið þeir sem hafa skap og löngun til. Utan við standa þeir, sem ekki vilja vera með, af því þeir líta öðrum augum á málin. þeir halda sína götu óáreittir, nema þar sem um sjálfsvörn er að ræða frá liálfu samvinnuríkisins. Á íslandi eru mörg erfið verk fyrir höndum, þungar byrðar og fáar herðar að bera. Ef landsfólkið, það sem hugsar og veit hvað það vill, raðar.sér i þrjár fylkingar, verður hver hópur að gæta þess,. að geta frammi fyrir dómi eftirkomendanna staðið reikningsskap á því pundi, sem lánað hefir verið. Og dýrasta eign þjóðarinnar er andlegur og líkamlegur máttur þjóðarinnar. Enginn er svo veikur, að hann geti að ósekju verið troðinn undir fótum. pýðing nútimaskipulagsins er í því fólgin, að það byggir á reynslunni, og verndar betur en undanfamar aldir hvert smábarn sem langar til að gróa.*) Fyrsti kafli. Lögg'jöf, stjórn og fjármál. I. Lagagerðin. Eftir margra alda undirokun erlendrar þjóðar hafa íslendingar nú fengið yfirstjórn flestra þjóðmála í hend- ur innlendra manna, sem þjóðin velur. Stjórnarformið er engu lakara en gerist með öðrum þjóðum. Ef stjórn og löggjöf íslands verða samt í ólagi, er ekki forminu um að kenna sérstaklega. Meinsemdirnar stafa þá af gam- alli kúgun og ósjálfstæðisvenjum, sundrungu, sem að nokkru leyti getur stafað af strjálbygðinni, eða þroska- skorti kjósenda og fulltrúa. Stjórnaríorminu sjálfu verð- ur ekki kent um það, sem að er í þessum efnum. Nú- timalöggjöf íslendinga ætti að vera gleggri, fastbygðari, ljósari og stefnufastari en löggjöf forfeðranna á þjóð- veldistímanum, af því að nú er meiru til kostað, og líka hægt að byggja á reynslu erlendra þjóða. En þessu er þó ekki svo varið. pingmaður einn, sem nú er láinn fyrir fáum árum, sagði að Islendingar ættu heimsins hroðvirkustu laga- verksmiðju. páð var háð. Með því var átt við, að of mikil væri lagagerðin og stundum lítt til vandað. Er nú svo komið, að lögum hefir verið hrúgað upp reglu- og skipu- lagslaust, eins og i viðvaningslegasta námumannabæ. Jafnvel lögfræðingarnir eiga erfitt með að átta sig i þessu moldviðri. Sífelt er verið gera nýja viðauka við lög, eða viðauka við viðaukana. Ekkert er gert til að tryggja samræmi, einfalt og ljóst form eða gott mál á nýju lögunum. þar er alt látið vera komið undir handa- *) Hér lýkur innganginum. pá taka við allmargir kaflar um ýms landsmál. Héf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.