Tíminn - 29.03.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.03.1956, Blaðsíða 5
T í MIN N, fimmtudaginn 29. marz 1956. ’Örn Ó. Johnson, framkvæmctastjóri: RÓGI HNEKKT Dagblöð bæjarins greina í dag frá fundi er stjórn Loftleiða h. f. átti í gær með blaðamönnum, til viðræðna vi^ þá um tvö mál, ann- ars vegar hækkun fargjalda á milli landaflugleiðum og hins vegar þ:er óskir Loftleiða að eignast hluía- bréf Flugfélagi íslands h.f. og leigja eða kaupa flugvélar félags- ins o. s. frv. Greinargerð Loftleiða um far- gjaldamálin er ekki aðeins alröng í verulegum atriðum, helduv einn- ig svo rætin að ekki verður annað séð en að hér sé um beinan at- vinnuróg að ræða. Vegr.a þessa v.il ég undirritaður taka fram eftirfar andi staðreyndir: 1. Flugfélag íslands sótti snemma í vetur um það til íslenzkra verð- lagsyfirvalda að mega hinn 1. apríl n. k. hækka fargjöld á millilanda- leiðum félagsins. Hækkun þessi skyldi nema frá 6 til 10 af hundr- aði. Ástæðan fyrir þessari umsókn er einungis þær miklu hækkanir, sem orðið hafa á öllum reksturs- kostnaði hérlendis að undanförnu. j Nægir í því sambandi að benda á ; að launagreiðslur félagsins hafa | hækkað um ca. 23% á einu ári.! Þar eð um 35% af reksturskostn- aði félagsins eru kaupgreiðslur, nemur þessi hækkun ein um 8%. 2. Það er alrangt, og dylgjur einar, að félagið hafi með þessu aetlað að:<„skaða Loftleiðir í sam- keppni þess við önnur flugfélög.“ Að slíkt er fjarstæða sézt bezt á því, að umrædd fargjaldahækkun nemur frá kr. 89,00 til kr. 160,00 (aðra leiðina) en mismunurinn á fargjaldi, Loftleiða og annarra flug félaga á leiðinni milli Bandaríkj- anna og Evrópu nemur kr. 1030,00. 3. Flugfélag íslands leitaði sam- þykktar I.A.T.A. á umræddri hækk un þar eð án þess hefði félagið, sem er aðili að alþjóðasamband- inu, ekki getað hækkað fargjöld, á sama hátt og félagið getur ekki hækkað fargjöldin án samþykkis íslenzkra yfirvalda. Samþykkt beggja aðila þarf að koma til. 4. Flugfélag íslands liefir ætíð stefnt að því að fargjöld á flugleið um félagsins væru sem lægst. Sem dæmi um það má benda á að síð- ustu tyær breytingar, sem gerðar voru á millilandafargjöldum fé- lagsins voru báðar til lækkunar. Fyrri breytingin var gerð 1. apríl 1952 er fargjöldin voru lækkuð um 10—17% og hin siðari 1. apríl r r I.S.I. leggsi gegn frv. um bann við Imefaleikum Eins og skýrt liefir verið frá hér í blaðinu er fram komið frum varp á þingi frá tveim læknum, um bahn við hnefaleikum hér á landi. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd leggur til, að frv. verði sam þykkt. Nú hefir íþróttasamband íslands ritað bréf til Alþingis, þar sem mótmáélt er frumvarpi þessu og skorað á Alþingi að vísa því frá. SjSegir í bréfinu, að hnefaleik- ar séu viðurkennd íþróttagrein um allan heim, þar sem íþróttir eru á annað borð, og hafi svo ver- ið um langan aldur, og í þessari íþrótt sé m.a. keppt á liverjum Ólympíuleikjum. Segir í bréfinu, að samkvæmt íþróttalögumun frá 1940, sé Í.S.Í. æðsti aðili um alla frjálsa íþróttastarfsemi í landinu og hnefaleikar hafi lengi verið á stefoy^krá sambandsins og sé það verkefni íþróttasambandsins að ákvgða hvaða greinar íþrótta séu á stefnuskrá þess. Ennfremur segir, að ef frv. þetta nái sam- þykkj, muni Í.S.Í. líta svo á, að það sé skoðun löggjafarvaldsins, að það.sé ekki fært um að gegna einu af meginhlutverkum sínum. 1954 er þau lækkuðu um 2—4%. Báðar þessar lækkanir, sem gerð- ar voru á sama tíma og flest önn- ur fargjöld innan Evrópu hækkuðu verulega, voru gerðar af Flugfé- lagi íslands og fyrir atbeina þess, og urðu til þess að fargjöld milli íslands og meginlands Evrópu eru nú rnun lægri en flest önnur far- gjöld innan Evrópu. Loftleiðir h.f. áttu engan hlut að því máli. 5. Loftleiðir h. f. hefir nú tjáð sig andvígt umræddri fargjalda- hækkun og telur sig ekki þurfa á henni að halda vegna mikils gróða Vera má að svo sé, þó aðrar orsak ir séu líklegri, en rétt er að benda á, í því sambandi, að Flugfélag ís- lands staríar á nokkru dýrari vinnumarkaði en Loftleiðir. þar sem nær allir starfsmenn F. í. (98 %) eru íslc-ndingar og bækistöðv- ar félagjins eru hérlendis, en Loft- leiðir hins vegar að verulegu leyti starfrækt í Noregi, þar sem vinnu laun eru mun lægri en hér. Framangreind ástæða kann að ráða einhverju um afstöðu Loft- leiða í þessu máli, en þó er önnur líklegri. Hún er sú að Loftleiðir hafi talið sig sjá leik á borði að gera F. í. tortryggilegt í augum almennings. Stjórn Loftleiða vissi vel að umrædd fargjaldahækkun yrði ekki leyfð nema bæði félögin samþykktu hana. Þessi afstaða hins opinbera hefir henni verið kunn úm nokkurt skeið. Aðeins hin formlega afgreiðsla málsins var eftir. Um helgina fréttu Loft- leiðir að henni ætti að ljúka á mánudag kl. 4 e. h. Þá var tæki- færið gripið og blaðamannafund- urinn boðaður kl. 3 e. h. sama dag. Vinnubrögð þessi tala sínu máli. Um þau tilboð Loftleiða h. f. a6 kaupa hlutabréf í Flugfélagi ís- lands, kaupa flugvélarnar ög yfir- taka starfsemi þess, skal ég vera fáorður. Verið getur að Flugfélag- ið svari einhverju þeirra atriða síðar. Ég vil þó geta þess að næg verkefni bíða beggja Skýmaster- flugvéla félagsins á komandi sumri og ekki er enn sjáanlegt að Flug- félag íslands gefist upp við inn- anlandsflug þó aðrir hafi gert það til þessa. Beykjavík, 27. marz 1956, Örn Ó. Johnson, f ramkvæmdast j óri Flugfélags íslands h. f. Sjóðeignir prentara miklar Aðalfundur Hins íslenzka prent- arafélags var haldinn sunnudaginn 25. marz s.l. Var þar meðal annars skýrt frá úrslitum stjórnarkosning- ar og skipa sljórn félagsins nú þessir menn: Magnús Ástmarsson, formaður, Kjartan Ólafsson, gjald- keri, Ellert Ág. Magnússon, ritari, Jón Kr. Ágústsson, 1. meðstj., Sig- urður Eyjólfsson, 2. meðstj., Árni Guðlaugsson, varaform., og Gunn- hildur Eyjólfsdóttir, form. Kvenna | deildar. — Hagur félagsins er mjög 1 góður, onda greiða félagsmenn ríf- leg gjöld til sjóða þess, en þeir eru sex: félagssjóður, framasjóður, styrktarsj óður, atvinnuleysisstyrkt arsjóður, fasteignasjóður og lána- sjóður. Eignir allra sjóðanna voru í árslok 1955 kr. 1.598.938,22, og var eignaaukning á árinu rúmlega 170 þús. kr. — Styrkveitingar úr sjóðunum námu alls árið 1955 kr. 128.697,80. Allar brekkur aí verUa grænar Vík í Mýrdal, 26. marz. — Hér er hlýviðrisrigning í dag og eru nú allar brekkur að verða greinar til að sjá. Alltaf er brim við sand- inn, og bátar komast ekki á sjó úr Mýrdal, þótt mikill fiskur virðist við sandinn. Fuglager er mikið við ströndina, og Eyjabátar eru við net sín rétt utan við brimgarðinn og afla vel. Ef hér væri bátahöfn í nánd, væri nú áreiðanlega mikið fjör hér á vertíð. — ÓJ. Flugmái á dagskrá. BAÐSTOFUNNl hefir borizt bréf um flugmál, en þau eru nú m.iög á dagskrá og mikið um þau rætt í blöðum. Einkum millilandaflug. En þótt „siglingar séu nauðsyn", má hitt ekki gleymast, að innan- landsflugið er orðinn alveg ótrú- lega þýðingarmikill þáttur í dag legu iífi landsmanna. Flugferð- irnar út um byggðir landsins eru lífæð þeirra í vissum skilningi. Bréf það, sem hér fer á eftir, vek ur máls á því, að umræður og áróður í sambandi við millilanda- ferðir megi ekki yfirskyggja ó- metanlegt gildi innanlandsflug- ferðanna. Og munu flestir þeir, sem úti um landið búa, vera bróf- ritaranum sammála í því efni. En hér kemur bréfið: Mál framtíðarinnar. „ÞAÐ MUN FLESTUM íslending- um ljóst, að flugið hér er málefni framtíðarinnar í enn ríkari mæli en þeirrar samtíðar, sem við lif- um og hrærumst í. — Þeir, sem þar hafa brotið ísinn og hafið þessi mól til vegs og gengis, eiga því hina fyllstu viðurkenhingu skilið, ekki sízt okkar ágætu flugmenn, sem ruddu erliða braut með dug og kjarki við hin frumstæðustu skilyrði á aila lund. Það verður að sjálfsögðu að iíta svo á, að innanlandsflugið sé hér höfuðatriði þessara mála. því að það er okkar mikla nauðsyn, on utanlandsfiug, þótt mikilsvert sé, ekki þvílík nauðsyn, nema sem at- vinnuvegur, og að því leyti sem þáð styður innanlandsflugið. Og þetta er kjarni málsins!" | Utanlandsferðir, sem | styðja innlenda þjónustu. J „ALLIR VITA AÐ innanlandsflug er dýrt, og þarf mikið fjármagn til að halda því uppi. Og heyrzt hefir, sem trúlegt er, að styrkja- I laust frá hinu opinbera, sé þess enginn kostur í þvílíku fámenni. nema hjálp komi annars staðar frá, og þá aðstoð mun utanlands flugið hafa veitt. Þetta þurfa ali- ir íslendingar, sem ferðast, að hafa í huga. Þeir styrkja innan- landsflugið um leið og þeir ferð- ast með F. í. milli landa. Því að flugfélagið, sem heldur uppi innanlandsfluginu af mikl- um dugnaði og ósérplægni, myndi annars þurfa að hækka fargjöid fyrir menn og muni. Það er því augljóst mál, að íslendingum ber að styðja að því, að milliianda- flug þessa flugfélags mætti efi- ast frá því sem nú er. Með því er stutt að meiri og betri flug- þjónustu innanlands, stutt að þvi að byggja loftbrú milli hinna dreifðu byggða.“ Rödd utan af landi. „VIÐ HINU flugfélaginu amast að sjálfsögðu enginn. Síður en svo. Það heldur uppi ferðum milli landa og heimsálfa af miklum dugnaði. En með því leysir það ekki vandann hér lieima. Furðu- legt er, hve mikið ber á bumbu- slætti og básúnum í sambandi við utanlandsflugið, rétt eins og allt standi og falli með því. Það lítur stundum svo út eins og sá aðil- inn, sem vinnur sitt þjóðnytja- starf hér innanlands, án alls yfir- lætis og bægslagangs, eigi varia tilverurétt. Áróður gegn því fé- lagi, sem gegnir innaniandsflug- ferðum, er að verða ógeðugt fyr- irbæri. Ég skrifa þessar línur sem maður hinna dreifðu byggða. Ég ann Flugfélagi íslands alls góðs og þakka því árvökult þjón- ustustarf. Það hefir mikilsverðu hlutverki að gegna og verðskuld- ar stuðning þjóðarinnar. Ég vona að því takist, ekki aðeins að hnlda áfi-am þeirri þjónustu, sem það veitir landsbyggðinni, heldur verði megnugt þess að auka hana að mun---------” — og lýkur þar bréfinu. — Frosti. i Þáttur kirkjunnar: Sælir eru þeir 5 EITT AF ÞVÍ eftirminni- legasta, sem unnt er að sjá í Osló, eru myndir Werenskjolds á bronzhurðinni í Frelsarakirkj- unni. Hinn stórfenglegi inngangur dómkirkjunnar sýnir Drottinn standa efst í hópi margra manna og kvenna. Vel^gætum við haldið við fyrstu sýn, að; þetta væri táknmynd lista- mannsins af sælu eilífðarinn- ar og ætti að tákna „hinn mikla ! flokk“, sælla og útvaldra; frammi fyrir stóli lambsins,1 því að yfir myndinni stendur: | „Sælir eru þeir.“ EN SE BETUR að gætt,! kemur í ljós, að þarna er fólk, í sem er svo langt frá að vera himneskar verur, að það er ein-1 mitt nákvæmlega sams konar fólk og það, sem gengur út og inn um dyr kirkjunnar, nefni- lega jarðnéskar manneskjur í allri sinni fátækt, sorg og synd, hræddar, hrjáðar og þjáðar, en þó líka hógværar, friðsamar og miskunnsamar. Það er að dómi listamannsins ! þetta fólk, sem Jesús ávarpar með Fjallræðu sinni. Það eru ekki einhverjir sérstakir og út- valdir, sem hann hefir í huga. Sælan er til hér í heimi, og það eru ekki fyrst og fremst hinir hamingjusömu að dómi almennings, sem njóta hennar | og eiga hana, heldur þeir, sem bera lífsins þungu byrðar. En hvernig er þetta skiljan- legt? Hverjir verða þá hólpnir? spurðu lærisveinar Jesú, þeg- ar hann taldi auðæfin ekki geta veitt sæluna. JÚ, SÆLAN eða lífsham- ingjan er ekki fyrst og fremst fólgin í hinu ytra. Hún er hug- arástand, sem auðvitað getur mótazt af ytri ástæðum. En samt er það fyrst og fremst hugarástandið, sem mótar hin- ar ytri kringumstæður. Þetta, hvernig menn taka hlutunum. Sumir geta unnið hamingjuvoð sína úr þyrnum og þistlum, ef svo mætti segja. Öðrum nægir |j ekki silfur og gull til að skapa sinn skrúða úr. Sumir geta gjört eitthvað || gott og fagurt, eithvað ják\ ilt úr öllu. Þeir geta borið s< i a i með stillingu og hugarró, <.i- sóknir með fyrirgefningu á \or um og grimmd og ranglæti með |§ miskunn og mildi. Hið imira með þessu fólki býr §§ styrkur, sem lyftir þeim út og j| upp yfir öll myrkur vansælu ; og böl og færir það hærra inn §§ í lönd ljóss og lífs í sinni eigin §| sál, skapar því nálægð hins al- §i máttka og algóða. Það er ein- j§ mitt þessi sæla, sem lýst er í | hinum sigurvissu orðum: „Hver 1 og ein hörmung mín. hefur mig § Guð til þín.“ Og hvað veitir !§ þessa sælu, þennan styrk, þetta gullna jafnvægi? MYNDIN, SEM ÉG minnt- ist á, er við innganginn að húsi I Guðs, við kirkjudyr. Þar í felst §§ svarið. Það er guðsnálægðin, I þetta að finna sig sífellt studd- an af traustinu á sigur hins | góða, sigur lífs og ljóss, sigur ; Guðs. Það guðshús, hvar sem þar er byggt, hvort heldur á heimili sínu eða við störf sín, eða það er kirkjan sjálf, það er manns- sálin í nálægð Guðs, manns- andinn í faðmi Guðs, sem get- ! ur eignazt hina æðstu sælu, jafnvel í dimmustu skuggum lífsbaráttunnar. Já, sælir eru þeir, sem fela sig hans náðarfaðmi í trú á orð Jesú og anda. Rvík, 12. marz 1956. Árelíus Níelsson. ■U— - - r - :i Rússneska flugvélin vakti athygli í London. Þegar Serov, yfirmaður rússnesku leynilögreglunnar kom til Lundúna á dögunum, ferðaðist hann í nýrri rússneskri þrýstilofts-farþegavél, og vakti hún mikla athygli á Vesturlöndum. Þetta er tveggja hreyfla véi, sem getur flogið með 800 km hraða á klst. og tekur 50—60 farþega. Brefar báru hana saman við Comet-flugvélar sínar, sem eru 4 hreyfla, en lyfta ekki þyngra hlassi. Rússneska vélin er ekki með jafnþrýstings- útbúnaði í farþegarúmi og verða farþegar að nota súrefnisgrímur, þegar flogið er í mikilli hæð, en það var þessi jafnþrýstingsútbúnaður, sem varð til að tortíma fyrstu gerð Comet-flugvélanna brezku. Þessi flugvél vakti athygli á framförunum í rússneskri flugvélasmíði. Ríkislögregla annist löggæzlu í þorpum á sumrum vegna síldveioanna Frumvarp Gísla GuSmundssonar samþvkkt á mánudagskvöldið Á mánudagskvöldið samþykkti Alþingi sem lög frumvarp Gísla Guðmundssonar um skyldu ríkisins til að annast löggæzlu í kauptún- um sumarmánuðina meðan síld- veiði stendur yfir. Hin nýju ákvæði eru: Lögreglumenn ríkisins og vara- lögreglumenn (samkvæmt 6. gr. laga frá 1940 um lögreglumenn), annast löggæzlu frá 15. júní til 15. september ár hvert í kauptúnum, þar sem fjöldi aðkomufólks dvelur um stundarsakir vegna síldveiða; enn fremur á öðrum stöðum og árs tímum eftir ákvörðun ráðherra, þar sem nauðsyn þykir til slíkra ráðstafana vegna hliðstæðra or- saka. Ráðherra er heimilt að láta lög- reglumenn ríkisins og varalög- reglumenn samkv. 6. gr. annast lög gæzlu á samkomum utan kaup- staða, ef hlutaðeigandi lögreglu- stjóri gerir grein fyrir þörf þess. Lögreglustjóri gctur þó krafizt þess, að forráðamenn samkomu- halds annist hæfilega gæzlu innan- húss. í reglugerð skal kveðið nánar á um löggæzlu samkvæmt þeSsari grein. íFramháld á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.