Tíminn - 29.03.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1956, Blaðsíða 7
T í M I N N, fimmtudaginn 29. marz 1956. 7 Lög um náttúruvernd merki legt nýmæli í íslenzkri löggjöf Það er meemngarleg skylda aS varS- veita náttórulíf og náttúripiyndanir úm landsks • S 1[í Ræða Páls Þorsteinssonaíáljþm. við nmræðn málsins á Alþingi * ■? Hugmyndin um náttúruvernd mun fyrst hafa komið fram meðal náttúrufræðinga. Fyrir aidarfjórðungi var um málið rætt í náttúruíræðingafélaginu og fyrir forgöngu þess fé- lags var skipuð nefnd til að semja frv. um náttúrufriðun, friðun sögustaða o. fl. búning. Samkv. frv. skal heimilt aði friSlýsa sérstæðar náttúru- myndanir, svo sem fossa, gýgi, hella, dranga svo og fundarstaði steingervinga og sjaldgæfra stein tegunda ef telja verður mikii- vægt að varðveita þær, sakir fræðilegs gildi þeirra eða þess, að þær séu fagrar eða sérkenni- legar. Jurtir eða dýr, sem miklu skiptir frá náttúrufræðilegu eða öðru menningarlegu sjónarmiði, að ekki sé raskað, fækkað eða útrýmt. Friðunin getur ýmist verið stað- bundin eða tekið til landsins alls. Ennfremur landssvæði, sem mikil- vægt er að varðveita sakir sér- stæðs gróðurfars eða dýralífs. Og Magnús Jónsson þáverandi þm. Reýkvíkinga flutti þetta frv. á Al- þingi 1932, en það hlaut ekki fulln aðarafgreiðslu á því þingi. Á þingi 1934 flutti allsherjarnefnd Efri- deildar að ósk þáverandi dóms- og menntamálaráðherra annað frum- varp, sem gekk í sömu átt, en það hlaut heldur ekki futlnaðaraf- greiðslu á þinginu. Á þingi 1848 var samþykkt tillaga frá Páli Þorsteinssyni og Jóni Gíslasyni með svo- felldri ályktun: Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa löggjöf um vei ndun staða, sem eru sér-; loks á að verða heimilt skv. frv. staklega merkir af náttúru1 að friðlýsa landssvæði, sem eru sinni eða sögu. I ríkiseign og sérstæð eru um lands- i lag, gróðurfar eða dýralíf, í því í framhaldi af þessari ályktun | skyni að varðveita þau með nátt- fól fyrrverandi menntamálaráö- j úrufari sínu og leyfa almenningi lierra, Björn Ólaísson, þeim Ár- aögang að þeim/ manni Snævarr prófessor og dr. I Sigurði Þcrarinssyni að semja frv. 1 Stjórn náttúruverndar- til laga um náttúruvernd. Þegar ]rjriai. þeir höfðu lokið því verki, skil- i ‘ , uðu þeir írv. i hendur mennta-1 SÓ°rn natturuverndarmala a að málaráðuneytisins. Núverandi 'rr®a þannig hagað að í hverju menntamálaráðherra lagði frum- syslufelagi skal skipa 3 manna varpið fyrir Efri-deild á síðasta nattúruverndarnefnd, sýslumaður þingi. Frumvarpið var þá afgreitt cr f°i’inaður nefndarinnar, en sýsiu frá þeiri’i deild með svohljóðandi | nefnd kís hina nefndarmenmna 2 rökstuddri dagskrá: í trausti þess ilil 4 ára 1 senn °S íafnmarga vara að ríkisstjórnin leiti umsagnar!menn- Menntamálaráðhr. skipar svslunefnda, bæjarstjórna og Bún | síðan náttúruverndarráð með að Páll Þorsteinsson aðai-félag Islands um málið og leggi fyrir næsta þing niðurstöður sínar að undangenginni endur- skoðun á frumvarpinu tekur deild- in fyrir næsta mál á dagskrá. Á milii þinga hafa bæjarstjórnir og sýslunefndir og ennfremur Bún- aðarfélag íslands athugað frv. Þeg- ar umsagnir frá þessum aðilurn höfðu borizt til menntamálaráðu- neytisins, fól ráðherra höfundum frumvarpsins að athuga umsagn- irnar og gera breytingar á frum- varpinu í samræmi við þær eftir því sem þurfa þætti. Þetta frumvarp, sem hér ligg- ur fyrir, hefir því fengið mjög mikla aíhugun og góðan undir- setri í Reykjavík til 4 áca í senn. Á það að vera skipað 7 mönnum, forstöðumönnum 3 deilda náttúru- gripasafnsins, einum manni með sérþekkingu á búnaðarmálum skv. till. Búnaðarfélags íslands og ein- um manni sem Fei'ðafélag íslands nefnir til, einum verkfræðingi samkv. till. Verkfræðingafólags ís- lands og einurn embættisgengnum lögfræðingi, sem menntamálaráð- herra skipar. Menntamálaráðhr. hefir svo yfirstjórn náttúruvernd- armála. Jarðsvæði verða friðuð Störf náttúruverndarnefndar verða í því fólgin að aðili, sem lögunum um náítúruvernd er reynt a5 tryggja eftir föngum, að fag- náttúru sé ekki spillt að óþörfu með mannvirkjagerð, og fyrirbyggja að slæm umgengni eyði nátturuminium. óskar að fá friðað landssvæði, á að snúa sér til náttúruverndar- nefndar í héraði með beiðni um það og greiðir nefndin þá fyrir því að friðunin komist á. Rísi ágx-einingur í héraði um mál, sem varða friðunina, reynir náttúruverndarnefnd að leita sam- i komulags milli aðila, en fellir úr- i skurð um málið, náist ekki sam- j komulag. Náttúruverndarnefnd get : ur einnig átt frumkvæði að því að ! ákveðið sé að friða landssvæði eða jurtir eða dýr, ef hún telur það miklu máli skipta. Komi til þess samkv. úrskurði náttúi’uverndar- ; nefndar að bætur verði greiddar, þá fellir náttúruverndarnefnd úr- j skurð um hæð þeirra bóta. Úr- skurðir, sem nátíúru.verndarnefnd i fellir í hóraði, skulu síðan lagðir fyrir náttúruverndai-ráð og getur það breytt úrskurðum nefndarinn- ar eða staðfest þá, eftir því sem ráðinu virðist efni standa til. Nátt- úruverndarráð skal kynna sér eftir föngum náttúruminjar, sem ástæða er til að friðlýsa og getur ráðið átt frumkvæði að því að stofna til náttúruverndarmáls. Náttúruvernd arráð skal ennfremur samkv. frv. seir.ja skrá um náttúruminjar, sem æskilegt er að íriðlýsa og fá á þann hátt heildaryfirlit yfir land- ið allt, um þau verkefni, sem fyrir liggja á þessu sviði. RíkissjóSur greiðir bætur. Ef greiða þarf bætur vegna þess að eigandi lands eða rétthafi verði fyrir tjóni vegna friðunarinn ar, þá verður meginreglan sú sam- kværnt frv. að bæturnar greiðast að % hlutum úr ríkissjóði en að Vi úr sýslusjóði hlutaðeigandi sýslu ef það landssvæði, sem frið- að er og bæturnar eru greiddar fyr ir, liggur í byggð. En ef náttúru- minjar, sem á að vernda ei'u ofar byggð, þá greiðir ríkissjóður einn óskiptar bætur. Undantekning frá þessu er þó sú, að ef land er tekið og friðlýst og gert að fólkvangi eða almenningssvæði í því skyni að veita almenningi færi á að njóta náttúrunnar, þá skal ríkis- sjóður einn greiða bætur sem af slíkum skiptum kann að leiða. Menntamálanefnd telur tíma- bært að þelta frumvarp verði lög- fest. Menningarleg sjónarmið iiggja til grundvallar. Liggja því til grundvallar fyrst og fremst menningarleg sjónarmið. Sú kynslóð, sem nú býr í landinu, harmar það, hvað þær kynslóðir, sem liðn- ar eru, voru hirðulausar um eyðingu skóganna. Dró það úr fegurð landsins, rýrði gróður- far þess og gerði það miklum mun verra til búskapar en el!a. Af brýnni nauðsyn eru nú gerð stór átök með fjár- framlög af almannafé í skóg- ræktarmálum og ennfremur er lögð fram mikil sjáifboða- — Á víöavangi • Hljótt um niðurgreiðslu- iillögurnar. Það var mikið um að vera hjá Sjálfstæðismönnum daginn sem Ieiðtogarnir fundu bjargráðið. Morgunblaðið lagði mestan hluta forsíðunnar uiidir það. Ýmsum foringjum fannst sem viðskiptamálaráðherra flokksins hefði sjálfur fundið upp púðr- ið. En að þessum sigurdegi ! loknum, datt allt í dúna logn I og hcfir lítið golað síðan. Sjálf : stæðismenn hafa ekki hreyft hönd né fót til að koma bjarg- ráðunum í framkvæmd. Þeir hafa ekki flutt nein frv. á AI- þingi í þcim dúr. Þeir hafa yfir- Ieitt haldið að sér höndum og P : lofað bjargráðunum að rykfalla á blaðsíðum Morgunblaðsins. Á- li stæðan er einfaldlega sú, að .■ hjargráðatillögur Sjálfstæðisfl. Ii — að bjarga framleiðslunni úr klóm dýrtíðar með stórauknum greiðslum úr ríkissjóði á kostn- að opinberra framkvæmda — i eru utan og ofan við allan skiln ing þjóðarinnar og hagsmuni hennar og skoðanir. Peninga- furstar Sjálfstæðisflokksins vilja bara prjóna við ástandið í dag með bráðabirgðaúrræðum og halda áfram að uppskera úr gróðaakrinum eins og fyrr, en þjóðin hefir fengið nóg. Bjarg- ráð Ingólfs voru andvana fædd. Enginn hefir séð lífsmark með þeim nema Morgunblaðið, og iii það fyrir mörgum vikum. Hrifning í hámarki. I hinni frægu ræðu í minn- ingu Stalíns, skýrði Krústsjoff frá því, að Stalín hefði látið fangelsa og síðan taka af lífi fjölda fulltrúa á 17. þingi komm ! únistaflokksins í Rússlandi. — Kommúnistablaðið hér heima lýsti þinghaldinu í janúar 1934 og hafði sömu góðu heimildirn- | ar og axtíð fyrr og síðar, frá- sögn „fulltrúa“, sem mættu sem gestir, og opinberar skýrslur að austan. En er blaðið lýsti koniu Stalíns inn í þingsalinn, var frá i| sögnin á þessa leið: „ . . . enn meiri hrifning, fé- I lagi Stalín er kominn líka (áður voru nokkrir af minni | spámönnunum gengnir til || sæta). Félagi Stalín heilsar I þingfulltrúunum. Foringi bol- 1 sévíkaflokksins. Hinn sveigj- |l anlegi fulltrúi og forvígismað || ur hugsjónar Lenins. Leiðtogi | verkalyðsins. Var sem storm- I ur og Þórdunur færu um sal- j| inn. Lifi Stalín! . . . “ Þjóðviljinn hefir enn ekki :| komið því í verk að skrifa eftir | mæli um þá fulltrúa sem Stalín 1 lét taka af lífi alsaklausa eftir ij að hafa þegið af þeim þessa | hyllingu. Sjúklingur fékk sprautu Það var myndarleg auglýsing || í Morgunblaðinu í gær, náði yfir | þvera síðu: Flugvallarblaðið er ij komið út. En þetta fósturbarn |: Bjarnadeildar Sjálfstæðisflokks- | ins liefur verið lasið að undan- | förnu og ekki haft fótavist. Nú | er það risið úr rekkju og Mbl. til Pi kynnir atburðinn með stórunm I stöfum Kröm Flugvallarblaðsins mun P hafa verið fjárskortur, en nú | hefur það væntanlega fcngið | sprautu og hcfur orðið gott af. ii Læknisaðgerðin minnir á, að P nú muni ciga að taka upp á ný j ófrægingarstríðið gegn Fram- j sóknarmönnum út af endurbót- j unum á varnarmálunum, sem | þessari deild Sjálfstæðisflokks- | ins þykir varpa nokkurn skugga P á „sinn mann“. Ráðlegt hefur þótt að hafa | Flugvallarblaðið uppistandandi :!! í þann mund, sem varnarmálin | kæmu til umræðu á Alþingi fyr | ir forgöngu Framsóknarmanna. ,P Hefur ailt þetta farið samkvæmt i: áætlun, og ólíklegt er því að ji bíða níðskrifanna, sem Mbl. pj treystir sér ekki sjálft til að i birta. — vinna í sama skyni ti! að reyna aS bæta það sem eyðst hefir og hefir það þó ekki fekizí nema að litiu leyti. islenzk náttúra er sérsfæð. Aukin ræktun prýðir landið jafn franxt því, að hún eykur hagsæld þeirra, er hennar njóta. En fleira þarf að koma til. íslenzk náttúra, bæði hin dauða og lifandi, er um margt sérstæð. Landið er strjál- byggt og til skamms tíma hafa á- höld, sein völ hefir verið á, ekki verið stórvirkari en svo að fram- kvæmdir hafa valdið tiltölulega litlum breytingum á yfirborði landsins og náttúrufari þess. En á síðustu árum hefir orðið gerbreyt- ing í þessu efni. Með hinum stór- virku tækjum má á stuttri stund raska jarðlagi og sérkennilegum og fögrum náttúruminjum, ef gá- lauslega er að farið. Má þegar sjá dæmi slíkra framkvæmda á ýms- um stöðum. Er því fullkoniin ástæða til að setja í lög ákvæði, sem ætlað er að girða fyrir spjöll á náttúru- minjum og náttúrumyndunum, sem gildi hafa til fegurðar og skilningsauka á nátíúrufari lands ins og að búa svo um eftir föng- um, að náttúruminjum sé ekki spillt að þarflausu í sambandi við framkvæmdir og mannvirki. Óhappaverk rifjað upp. Sama sumarið og íslenzka þjóð- in valdi í fyrsta sinn fulltrúa á Alþingi, eftir að það var endur- rcist, var kvöld eitt í júnímán- uði bát hrundið úr vör á Reykja- nesi og róið að eyju allfjarri landi. í þeirri för voru veiddir 2 geirfuglar. Þegar í land kom létu veiðimennirnir hina dauðu fugla af hendi fyrir nokkra skildinga en það voru liinir síðustu ein- staklingar þeirrar tegundar. Þetta óhappaverk verður aldrei bætt. Geirfuglinn verður ekki vakinn til lífs, hve mikið fé, sem í boði væri til þess, en þær fáu Ieifar fuglsins, sem til eru og geymdar í söfnurn í nokkrum löndum, þykja nú svo dýrmætar, að ein eggskurn er metin á þús- undir króna. Þegar svo er um dauðar leifar þessarar tegundar má af því ráða, hvers virði það væri ef geirfugl- inn hefði fengið að eiga friðland á íslenzku útskeri, hvílíka eftirtekt það hefði vakið, hve mikill menn- ingarvottur það væri talinn ef þjóð in hefði borið gæfu til þess að þyrma hinum fágæta fugli. Þetta dæmi á að verða til viðvörunar. Fjölbreytt dýralíf og gróðurfar eyk ur fegurð landsins og gildi þess. Lagaákvæði sem að því lúta, að veita vernd í þessu efni, eru áreið- anlega ekki sett að ófyrirsynju. íslendingar eiga fagurt land. íslenzka þjóðin getur notið þess í æ ríkara mæli, að hún á víðáttumik- ið land og fagurt. Hvert sem farið er, blasir við fjölbreytt landsiag og náttúrufegurö. En umgengni manna við náttúru landsins er stundum þann veg að ástæða er til, að lög- gjafinn veiti aðhald i þeim efnum. Saga iandsins og þjóðarinnar er tvinnuð saman. Orð skáldsins um föðurlandio eru i fullu gildi: Þú ert allt, sem eigum vér ábyrgð vorri falið. Það er menningarleg skylda, að reynt sé að varðveita fögur landsvæði, að stuðla að góðri um gengni um náttúru landsins, að koma í veg fyrir óþörf tiltæki og ósnxekkleg, svo sem að letra aug- lýsingar og áróðursmál á ir.ann- virki og náttúrumyndanir úti á víðavangi, að friða jurtir eða dýr, sem miklu skiptir frá náttúru- fræðilegu eða öðru menningar- Iegu sjónarmiði, að ekki sé rask- að, fækkað eða útrýmt. Menntamálanefnd telur að í frv. þessu felist merkileg nýmæli í íslenzkri löggjöf og leggur til, að frv. verði samþykkt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.