Tíminn - 01.07.1983, Síða 1

Tíminn - 01.07.1983, Síða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTflRA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 1. júlí 1983 149. tölublað - 67. árgangur Kynsjúkdómurinn „clamydia”: TAUNN 50% ALGENGARI EN ABR- IR KYNSJÚKDÖMAR HÉR A IAN0I! Alls voru greind 500 tilfelli á sidasta ári Sýni tekin úr konum sem koma til fæðingarskodunar ■ Kynsjúkdómurinn „clam- ydia“ er nú talinn vera algengasti kynsjúkdómurinn hcrlendis. Þessi kynsjúkdómur hefur verið mjög útbreiddur í þriðja heimin- um en var hins vegar lítið þekkt- ur á Vesturlöndum þar til fyrir örfáum árum að hann byrjaði að ná þar útbrciðslu. Þessi sjúk- dóniur líkist lekanda um margt en það er ekki hægt að grcina hann með venjulegum smásjár- skoðunum þar sem gerillinn sem veldur honum er það smár og þrífst aðeins í lifandi frumum líkamans líkt og veirur. Talið er að sjúkdómurinn smitist aðeins við samfarir. Tíminn hafði samband við Ólaf Steingrímsson lækni og bakteríufræðing og spurði hann um þennan sjúkdóm og út- breiðslu hans hér. Ólafur sagði að fyrst hefði verið byrjað að rækta fyrir þessum sjúkdómi í desember 1981 þegar margir sjúklingar sem höfðu einkenni svipuð lekanda svöruðu ekki lek- andaprófun. . Ólafur sagði að nýbúið væri að taka saman yfirlit um kyn- sjúkdóma árið 1982, sem komið hafa til kasta heilsuverndar- stöðvarinnar en þangað koma um 80% tilfella á landinu. Þar er clamydia 50% algengari en aðrir sjúkdómar, eða rúmlega 300 clamydiusjúklingar á móti rúm- lega 200 lekandasjúklingum. Alls voru greind um 500 clam- ydiutilfelli í fyrra en nú eru tekin sýni úr flestum konum sem koma til fæðingarskoðunar eða vegna kvilla í cggjalciðurum. Ólafur sagði að clamydía væri mun algengari orsakavaldur sýkingar í eggjaleiðurum en aðrir kyn- sjúkdómar. Ólafur sagði að þessi sjúkdóm- ur þyrfti ckki að koma fram strax eftir smitun óg það gætu jafnvel liðið 1-2 ár áður én einkenni kæmu í Ijós. Þaö væri líka til í dæminu að sjúkdómurinn ylli sýkingu í cggjalciðurum og jafn- vel ófrjósemi án þcssaðcinkcnni kæmu nokkurn tímann fram. Einnig væri hætta á að karlar yrðu ófrjóir ef ckki væri að gert strax því sjúkdómurinn gctur valdið sýkingu í sáðgöngum. Island er líklega cina landið á Vcsturlöndum, fyrir utan Bretland, þar sem clamydia er skráð scm kynsjúkdómur og því er auðveldara að fylgjast með samböndum sjúklinga sem grein- ast hcr. Að vísu gctur verið erfitt að komast fyrir þau sambönd í sumum tilfellum þar sem dæmi eru um að sjúkdómurinn greind- ist hjá hjónum sem staðhæfa að þau hafi ekki haft kynferðislegt samband við aðra aðila svo árum skipti. Þcssi sjúkdómur cr auðlækn- anlegur með fúkkalyfjum, eins og lekandi. GSH ■ „Það er ai'ar mikiA kal á vissum stöduni hér í sveit", sagði Stefán Skaftason, ráðunautur í Straumnesi í Aðaldal í samtali við Timann í gær. „Þarsem þettaeráber- andi verst er allt upp í 70% kal í túnum. Sem betur fer hafa þó ekki allir bændur orðið fyrir þcssu. Þar sem svellin hafa legið alveg síðan í janúar, þar er kalið. Ætli þetta sé ekki verst í Bárðardalnum og Fn j ósk ad aln u mA Stafnsbæjum er ástandið mjög slæmt einnig í Kinn- og í Reykjahverfi. Það eru mörgársíðan ástand- ið hefur verið í líkingu við þetta“, sagði Stefán að lokum. - Jól Vegamerkingum fer smám saman fram á íslandi. Þetta skilti er nýkomiö upp við Elliðaárbrúna. Ef þú ert að koma ofan úr Árbæ eða i Mosfellssveit og ert á leiðinni til Englands beygir þú til hægri og ekur Kleppsveginn. Annars heldurðu bara beint áfram. Tímamynd GE HEWCASTLE ALLT AD 70% KAL í TÚNUM MNGEYINGA! Dómur Sakadóms Reykjavikur yfir Þórði Jóharmi Eyþórssyni: DÆMDUR113 ARA FANGELSIFYR- IR MANNDRflP AÐYFIRLÖGDU RtM ■ Þórður Júhann Eyþórsson var dæmdur í 13 ára fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur í gær- morgun fyrir að hafa orðið Osk- ari Arna Blómsterberg að bana aðfararnótt 1. janúar sl. Birgir Þormar sakadómari kvað upp dóminn en brot Þórðar Jóhanns var heimfært undir 211 grein hegningarlaganna um manndráp að yfirlögðu ráði og refsilækkun- arástæður voru ekki taldar vera fyrir hendi. Dæmdi var sakfelld- ur samkvæmt játningu sinni, framburði vitna og öðrum gögnum sem allt var talið sanna að ásetningsverk hafi verið að ræða. Atburðurinn sem um ræðir gerðist um síðustu áramót í húsi við Kleppsveg. Á nýjársnótt var þar samkvæmi sem dæmdi var staddur í en Óskar heitinn kom þangað kl. 4.00 um nóttina. Strax hófust deilur milli þeirra tveggja. Það næsta sem vitni sáu var að Þórður réðist að hinum Iátna með brauðhníf í símakrók í íbúðinni og stakk hann í bakið. Við rannsókn kom í Ijós að fjórar hnífstungur voru á hinum látna: þar af þrjár á hol en ein stöðvaðist á rifi. Ein stungan gekk á kaf í lungað og varð banameinið. Auk þessa fundust 6 hnífstungur í sófaborði í íbúð- inni og þrjár á frakka hins látna. Dæmdi var handtekinn skömmu seinna í íbúðinni og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Við yfirheyrslur hefur hann haldið því fram að aðdrag- andinn að þessum verknaði eigi sér langa sögu. Fyrstu kynni þeirra Þórðar og Óskars hafi verið er ákærði var 16 ára gamall en þá varð þeim sundurorða vegna stúlku fyrir utan veitinga- hús í borginni. Þeir hafi síðan lent í slagsmálum og nokkrir vinir Óskars hafi síðan ráðist á sig og þjarmað að sér. Dæmdi ber síðan að þeir hafi hist aftur í desember síðastliðn- um er ákærði ók kjöti í verslun þar sem Óskar vann. Þar lentu þeir í deilu og dæmdi ber að honum hafi fundist Óskar reyna að niðurlægja sig. Dæmdi bar að þeim Óskari hafi orðið sundurorða fljótt eftir að Óskar kom í áðurnefnt sam- kvæmi og líklega hafi dæmdi átt upptök að því. Dæmdi kvaðst hafa verið það ölvaður að hann myndi ekki skýrt atburði en sagðist hafa sótt hnífinn til að hræða hinn látna. Vitni bera hins vegar að Þórður hafi haft við orð að hann ætlaði að drepa Óskar. Eins og fyrr sagði var Þórður Jóhann dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir manndráp að yfirlögðu ráði og hann var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Gæsluvarðhald frá 1. janúar dregst frá dómnum. Sækjandi málsins var Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari en verjandi var Sveinn Snorrason hrl. Málinu er sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar og verður tekið þar fyrir innan árs. - GSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.