Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 4
4 FOSTUDAGUR 1. JULI1983 WnYYHF I h! \Jr Wm. I KhT lani gúmmíteygjanleg samfelld húö fyrir málmþök. • Ervatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. • Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA S. Sigurðsson hf. Hafnarfírði, símar 50538 og 54535. fréttir GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝST ÞÚ GATEÐA GRIND? Eigum á lager sérhannaðar grjqt- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Ásetning á staðnum Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 „Þurfum mann með víð- tæka reynslu og þekkingu” — segir Stefán Hallgrímsson fulltrúi í Iðnskólanefnd Akureyrar ■ Með bókun minni er ég aðeins að árétta það að verkmenntakcnnslan hér á Akureyri sé ekki sett skör lægra en aðrar námsgreinar. Því tcl ég best borgið mcð því að maður með viðtæka reynslu og þekkingu á sviði kennslu hinna ýmsu verknámsþátta hafi yfir- umsjón með allri verknámsmenntun hér cn það hefur Aðalgeir Pálsson gert með prýði þau ár sem hann hcfur verið skólastjóri Iðnskólans hér“, sagði Stef- án Hallgrímsson rafeindavirki cr Tím- inn hafði samband við hann í gær, en Stefán á sæti í Iðnskólanefnd Akureyr- ar. Á fundi Iðnskóianefndar nú fyrir skömmu lét Stefán bóka eftir sér að hann hefði lagt fram uridirskriftarskjal, þar sem harmað er að gengið hafi verið fram hjá Aðalgeiri Pálssyni við ráðn- ingu í stöðu skólameistara Verk- menntaskólans. í undirskriftarskjalinu segir svo: „Við undirritaðir, stjórnendur fag- félaga og iðnfyrirtækja hðrmum, að við ráðningu skólameistara Verk- menntaskólans hafi verið gengið fram hjá Aðalgeiri Pálssyni, sem verið hefur skólastjór. Iðnskólans á Akureyri og gegnt hefur þeirri stöðu m cð prýði og notið trausts iðnaðarmanna á Akur- eyrt.” „Okkur sem stöndum að þessu undirskriftarskjali er það vel ljóst að verkmenntakennslan er orðin marg- flókin og hún þarf að stóreflast. Því miður hefur sú sorglega öfugþróun átt sér stað í okkar þjóðfélagi á undan- förnum árum að óll verkmennta- kennsla hefur verið sett skör lægra en aðrar námsgreinar. Það er því að mínu mati vel við hæfi að maður með víðtæka reynslu og þekkingu á þessu sviði stýri þessum málum áfram því þáttur verkmennta hefur eflst undir hans stjórn", sagði Stefán Hallgrims- son að lokum. ■ Kammerblásarar Tónlistarskólans á Akureyri. Tón- listar- menn þinga í Noregi ■ Dagana 11.-17. júlí heldur W.A.S.B.E. (World Assosiation for Simphonic Bands and Ensemblcs) fyrstu ráðstefnu sína í Skien í Noregi. Til ráðstefnu þesarar mæta hljóm- svcitarstjórar, tónskáld o.IT hvaðan- æva að úr heiminum til að ræða sín áhugamál. Einnig er boðið 12 lúðra- eða blásarasveitum víðsvegar að og hafa Kammerblásarar Tónlistarskól- ans á Akureyri verið boðnir til að kynna íslenska blásarasveitatónlist. Hér mun vera um einstakt tækifæri að ræða til að koma .íslenskri tóniist á framfæri crlcndis. Sunnudaginn 3. júlí halda Kammer- blásarar Tónlistarskólans á Akureyri tónleika í íþróttaskemmunni á Akur- eyri þar sem flutt verður efnisskrá sú er leikin verður í Skien.Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. -ÞB BSRB tekur í notkun 34 ný orlofshús 1. julí ■ Þann 1. júlí verða 34 ný orlofshús tekin í notkun á vegum BSRB í nýju orlofshverfi að Eiðum og Stóru- Skógum. Sex af aðildarfélögum innan BSRB eru nú að fá til umráða í fyrsta skipti hús í orlofshverfum. bandalagsins. Starfsmannafélag ríkisstofnana fær 10 hús og tvöfaldar húsafjöldann, Kennarasambandið fær 4 hús og Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar fær 3 hús og 10 aðildarfélög bæta við sig einu húsi. Á aðalfundi fulltrúaráðsorlofsheim- ilanna sem haidinn var 6. mars s.l. var dregið um nýju orlofshúsin að Eiðum á Austurlandi og að Stóru-Skógum í StafholtstunEum. Mvrarsvslu. -ÞB Hið nýja hús Atthagafélags Standamanna. , Átthagafélag Strandamanna Nýtt orlofshús tekið í notkun ■ Átthagafélag Strandamanna tók fyrir skömmu í notkun orlofshús sem það lét reisa við Hólmavíkurkaupstað. Húsið, sem er 50 fermetrar var keypt fokhelt af Trésmiðju Sigurðar Guð- mundssonar á Selfossi, en síðan hafa félagsmenn unnið við það í sjálfboða- vinnu að fullgera það. í húsinu er rafmagn til ijósa og hitunar, heitt og kalt vatn, svo og allir nauðsynlegir innanstokksmunir og húsbúnaður, t.d. öll eldhúsáhöld. Fé- lagið fékk land undir húsið að gjöf frá Þorgeiri Sigurðssyni frá Hólmavtk og fjölskyldu hans. Kostnaðarverð er um 270.000 krónur. Ætlunin er að brottfluttir stranda- menn og félagsmenn Átthagafélagsins geti fengið þar leigt þegar þeir heim- sækja sína gömlu átthaga og þá gegn vægu gjaldi sem er 1000 kr. núna fyrir vikuna. Formaður Átthagafélagsins núna er Gísli Ágústsson frá Hvalsá í Steingrímsfirði. -ÞB ■ Frá opnun orlofshússins. F.v. Arni Jóhannesson byggingameistari, Jón E. Alfreðsson kaupfélagsstjóri og Þorgeir Sigurðsson trésmíðameistari. Blaðið Bæjar- bót komið út ■ Út er komið 3. tölublað Bæjarbót- ar sem gefið er út í Grindavík. í fréttatilkynningu frá aðstandendum blaðsins segir að blaðið sé opið öllum þeim sem í það vilji skrifa og að það sé vettvangur frjálsra skoðanaskipta. Blaðið kemur út á tveggja mánaða fresti og kemur4. töiublað þessa árs út í lok ágúst n.k.. Blaðið cr ekki selt. heldur er því dreift í öll hús og fyrirtæki í Grindavík. Einnig liggur það víða framrni í nágrannabæjunum. Þeir sem viija fá blaðið sent eða vilja leita sér nánari upplýsinga er bent á að hringja í Björn Birgisson (92-8060) eða Lúðvík Jóelsson (92-8106). K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.