Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 6
6_______________ f spegii tímaris j PH SARURVEIRARFORM ■ Ekki getum við íslendingar kvartað undan því, aö of miklir hitar hafi bagaö okkur á þessu sumri. Reyndar hefðum við kosið fleiri góða sólskinsdaga en okkur hefur verið úthlutað til þessa, en hver veit nema eigi eftir að rxtast þar úr. Frændur okkar á Norður- löndum hafa búið við mun sólríkari og hlýrri sumardaga það sem af er en við. Hún Pia Nielsen, 18 ára gömul Árósa- stúlka, hefur svo sannarlega ekki látiö sumarblíöuna fram hjá sér fara. Satt að segja hefur hún látið hana leika um allan kroppinn og sogið hana í sig. Vonandi hefur hún safnað góð- um forða til vetrarins. Nú brá reyndar svo við sl. miövikudag, hér í Reykjavík a.m.k., að sólin brosti við sól- þyrstum borgarbúum. Þeir, sem áttu heimangengt, spók- uðu sig úti við, sumir jafn fáklæddir og hún Pia, en þeir, sem neyddust til að halda sig innan dyra við vinnu eða annað, höfðu sumir við orð, að svo sannarlcga væri óbærilega heitt. Fylltust þeir löngun til að fækka fötum líka, en sennilega hafa fæstir haft sig í það! ■ Útivera er holl JUUOIGLES- IAS LEGGUR IVÆR HILU DOLLARA UNMR — til að leggja undir sig bandaríska markaðinn ■ Spánski söngvarinn incö silkimjtiku röddina Julio Iglesias hefur uni árabil veriö einn vinsæl- asti raulari Evrópu. A síöari árum hefur hann haslaö sér völl víöar um hciminn og selt alls 70 milljón hljómplötur, en til þessa hefur hann veriö með öllu óþckktur í Bandaríkjunum, þar sem cr einna stærsti hljóm- plötumarkaöur heims. Þó hcfur Julio átt lög- heimili í Florida síöustu árin. Aö vonum hcfur honum þótt miöur, að hafa ekki náö aö leggja bandaríska hlustendur að fótum sér. En nú hcfur hann gert raunhæft átak í því aö leggja undir sig bandaríska inarkað- inn. í því skyui hefur hunn ráðið til sín blaðafulltrúa, War- ren Cowan að nafni. Gegn lítilii tveggja milljóna dollara greiðslu hefur Warren ábyrgst, að innan skamms verði Julio orðinn eins vinsæll í Bandaríkj- unum og Frank Sinatra var, þegar hann var upp á sitt besta. Nú þegar hefur Cowan komiö skjólstæðingi sínum á framfæri í Los Angelcs, Las Vegas og New York, og alls staðar söng Julio fyrir fullu húsi. í maí s.l. kom fyrsta brciöskífa Julios á ■ Julio Iglesias hefur fyrir löngu lagt undir sig evrópska hljómplötuinarkaðinn. Nú er rööin komin að Ameríku. markað í Randaríkjunum, og er þess því skammt að bíöa, að siign Cowans, að Julio syngi sig inn í hug og hjörtu Banda- ríkjamanna. Ekki skaðar álit hans heldur umsögn, sem hann hlaut í hinu virta vikuriti Time, þar sem þessar ráðleggingar eru gefnar: - Gefið þessum nianni góöan gaum. Virðið liann vel l'yrir ykkur, takið vel eftir andlitssvip lians og látiö nafn hans renna Ijúflega yfir tungu ykkar! Að vonum er Julio Iglesias rciöubúinn að fylgja ráðum Cowans í einu og öllu, eða næstum öllu. Aðeins á einu sviði hefur hann staðið fast gegn ráðleggingum Cowans. Það var þegar Cowan stakk upp á því, að Julio segði upp kærustunni sinni, Valtiere, sem ættuð er frá Kyrrahafs- eyjum, og tæki saman við ein- liverja bandaríska dís úr skemmtanaiðnaðinum. l*á spyrnti Julio við fótum og þver- tók fyrir að segja skilið við Valtiere sína! vidtal dagsins STOFNAÐ TIL VIN- ATTU SEM ENDIST ÆVINA ÚT ■ Á dögunum heimsóttu blað- ið þrír norskir gestir sem dvalist hafa hérlendis í tilefni af norr- ænu vinabæjamóti scm Norræna- félagið í Borgarnesi og Borgar- firði stóðu fyrir. Þau heita Arthur Lodding, Tove Lodding Svindal, dóttir hans og maður hennar John Svindal. Arthur Lodding er kunnur íþróttamaður frá fyrri tíð, starfaði sem blaðamaður um skeið, gerðist síðan bóndi en hefur haldið áfram að vera virkur blaðamaður og greinahöfundur allt til þessa dags, cn hann er nú kominn yfir áttrætt. Hann hefur verið afar virkur í starfi norrænu félaganna og á fleiri sviðum félagsmála. í 10 ár var hann formaður norrænu félaganna í Ullensaker í Noregi, sem er skammt frá Oslo. „Það hefur lengi verið mikill áhugi á íslandi hjá okkur í norrænu félögunum, formaður- inn okkar hefur heimsótt landið og haldið um það fyrirlestra og sýnt þaðan myndir. Það var því mikil eftirvænting ríkjandi með- al okkar fyrir þessa ferð og við urðum sannarlega ekki fyrir von- brigðum," sagði Arthur Lodding, þegar þremenningarn- ■ F.v. Haukur Sölvason kennari á Hvanneyri, leiðsögumaður þremenninganna í heimsókninni, Arthur Lodding, tengdasonur hans, John Svindal og Tove Lodding Svindal, dóttir Arthurs. Tímamynd Ari. ir ræddu við blaðamann Tímans yfir kaffibolla. „Þetta var skemmtilegasta vinabæjarmót sem ég hef upplifað og hef ég tekið þátt í mörgum, það má líka geta þess að þetta er stærsta mót sem þessir fimm vinabæir hafa haldið fram til þessa.“ „Það sem gefur þessu starfi mest gildi er það að í gegnum það tengist maður fólki á hinum Norðurlöndunum vináttubönd- um, sem oft cndast allt lífið," sagði Tove og hin tóku undir það. Þau sögðu að margir þátt- takendur hefðu lagt á sig löng og ströng ferðalög til að komast á mótið í Borgarfirði og nefndu þar sérstaklega finnsku þátttak- endurna frá Phithipudas u.þ.b. 400 kílómetra norður af Helsinki, en þeir þurftu að ferðast alla leið til Gardemen norðan við Osló til að taka vélina til íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.