Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983 FOSTUDAGUR 1. JULl 1983 11 íþróttir NIVI fatlaðra í sundi 50 GULL, 28 SllfUR, 17 BRONS! ■ 25 krakkar frá Islandi, sem kepplu á Norðurlandamútinu í sundi fyrir fötluð börn í síðustu viku, stóðu sig með mikluin sóma. Á mótinu sem var haldið í Sarpsborg í Noregi, og fyrir bi'irn á aldrinum 12-16 ára hirtu ís- lensku krakkarnir langflest verðlaun, og varð ísland því óopinber sigurvegari á mótinu. Þátttakendur voru rösklega 120 börn frá öllum Norðurlöndunum, þar af 25 frá fslandi. t>au voru úr röðum hrcyfi- hamlaðra, þroskaheftra, blindra- og sjónskertra og heyrnarlausra. Fréttir hafa nú borist af mjög góðri frammistöðu íslcnsku barnanna og hlutu þau alls 95 verðlaun, þar af 50 gullverðlaun, 28 silfur og 17 brons. Næstir í röðinni voru Danir og Svíar mcð sinn hvor vcrðlaunin, þá Finnar mcð 37 verðlaun og Norðmcnn með 36. Þctta er í þriðja sinn sem svona barnamót fatlaðra barna cr haldið og hafa íslcnsk börn vcrið mcö í þeim öllum. Að sögn fararstjóra gekk ferðin í alla staði vcl og hinn góði árangur mjög uppörvandi fyrir börnin og áframhaldandi þáttöku þcirra í íþrótt- astarfinu. ■ Þcssir krakkar fóru frá íslandi í Sarpshorg. Þau stóðu sig meö miklum sóma, en alls fóru 25 krakkar, og 10 fararstjórar og þjálfarar á mótið. Nóg að gerast á Austf jörðum Sumarhátfð ÚÍA um aðra helgi — meistaramótið um helgina ■. Frjálsíþróttafólk U.Í.A. hefur nóg fyrir stafni í sumar. Meistaramét U.Í.A. 19 ára og eldri (karlar og konur) verður haldið um nxstu helgi 2.-3. júlí. Um þar næstu helgi verður sumarhátið U.I.A. en þar verður að vanda geysifjölmenn keppni í frjálsum fyrir 18 ára og yngri. Því næst er bikarkcppni FRÍ á dagskrá en þar trónar lið U.l.A. í 1. deild síðan í fyrra og síðustu helgina í júlí verður meistara- mót íslands 14 ára og yngri, en það er sú keppni sem hvað mest áhersla er lögð á, enda hefur U.Í.A. sigrað óformlcga bikarkeppni á móti þessu 5 sinnum í röð. Þá hefur U.Í.A. tekið að sér að halda Meistaramót íslands 15-18 ára hclginu 13.-14. ágúst. U.Í.A. á íþróttasvæði á Eiðum með tilheyrandi mannvirkjum. Ákveðið cr að sýna þessu svæði sérstaka rækt í sumar og hafa vellina í sérstaklega góðu ástandi. Nú er að rísa 170 m2 hús á svæðinu og er þcgar búið að innrétta snyrtingar í því. Er hugmyndin að leigja út tjaldstæði á svæðinu, nýta þar með þessa snyrtiaðstöðu betur og afla einhverra tekna með þeim rekstri. Sundþjálfari U.Í.A. Auðunn Eiríks- son hcfur hafið störf, og hafa nú þegar verið haldnar sundæfingar á 4 stöðum. Hugmyndir eru uppi um að sundfólk úr Bolungarvík heimsæki Austurland með sameiginlegar æfingar og mót fyrir augum. Þá hcfur U.Í.A. gengist fyrir knatt- spyrnuskóla á Eiðum, sem lauk í gær og um síðustu helgi var frjálsíþrótta- skóli haldinn á Eiðum einnig. Knatt- spyrnuskólinn var ætlaður drengjum og stúlkum á aldrinum 8-11 ára, enda á Austfjörðum mikið af upprennandi knattspyrnufólki scm annars staðar. Mikill viðbúnaður er þegar hafinn vegna sumarhátíðarinnar, þar verður mikið um skemmtikrafta og alls kyns íþróttir, en nánar verður frá því greint síðar. umsjón Samúel Örn Erlingsson Guðmundur Knútsson Víðismaður lætur vaða á Fylkismarkið í gærkvöld. Friðrik Guðmundsson formaður HSÍ: LÍKLEGA ENGIN UP AWFEM) I VETIIR’’! Undir 21 árs liðið fer ekki á HM í Finnlandi ■ „Það eru allar líkur á að engin ulanferð verði hjá íslenska karlalandsliöinu næsta vetur, þar sem Svisslcndingar og Vestur- Þjóðverjar sjá sér ekki fært að taka á móti okkur á þeim tíma sem um var rætt, og um ferð landsliösins skipuöu 21 árs og yngri á Heimsmcistaramótið í Finnlandi í haust er tómt mál að tala, sú ferð kostar 8011 þúsund krónur, og skuldir HSI nenia einmitt cinnig þeirri upphæð," sagði Friðrik Guðmunds- son formaður HSÍ í samtali við l'ímann í fyrradag. Áætlað var að íslenska landsliöið færi í kcppnisfcrð í vetur til Mið-Evrópu, þar scm leikið yrði við Sviss, Frakkland og V-Þýskaland. Ljóst er að ekki getur af þcirri ferð orðið, þar eð Vestur-Þjóðverjar og Svisslendingar geta ekki tekið við ís- Guðmundsson form. HSÍ. Hjólreiðakeppni á morgun ■ Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur hjól- reiðakcppni laugardaginn 2.7. í minningu STAÐAN ■ Staðan í annarri deild eftir leik Víðis og Fylkis í gær er þessi: Völsungur .......... 7 5 11 9-3 11 Njarðvík........... 7 4 12 10-5 9 Víðir............... 7 4 1 2 7-5 9 KA ................ 6 3 2 1 12-6 8 Fram ................5 3 11 6-3 7 KSS................. 7 1 4 2 6-7 6 FH ................. 6 1 2 3 5-9 4 Reynir.............. 7 1 2 4 4-11 4 Einherji.............4 112 1-4 3 Fylkir.............. 8 116 6-11 3 Guömundar Baldurssonar sem var einn af frumkvöðlum hjólreiðaíþróttarinnar hér á landi, en lést í umferðarslysi 1982. Keppni þessi hefst við íþróttahúsið í Keflavík kl. 10 f.h. og cndar við Kaplakrikavöll í Hafnar- firði. Keppt vcrður í þrem flokkum 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri. Þátttöku- gjald er kr. 150 fyrir félagsmenn og 200 íyrir aðra. Skráning keppenda er kl. 9:30 við rásmark. lendingum á þeim tíma sem um var að ræða. Landsleikir hér heima verða einnig eitthvað í færra lagi, þar eð Svíar, sem ætluðu að koma í vetur, koma ekki, og Pólverjar sjá sér ekki fært að koma um áramótin, eins og ætlað var. „Það er ljóst, að við ættum að geta haldið úti skemmtilegu Islandsmóti í vetur, þar sem engin stopp verða á mótinu, eins og var í fyrra,“ sagði Friðrik Guðmundsson. „Þetta að lið komi ekki hingað er vandamál sem við stöndum æ oftar frammi fyrir, það er orðið svo dýrt að fljúga, að hinga koma helst engir, nema þeim sé boðið alla leið.“ 0 0 r1 I n ,\ O 'h PI3 i Skagastúlkurnar nýttu ekki færin og töpuðu 0:1 ■ Islandsmeistaramir í fyrstu deild kvenna mörðu í gærkvöld sigur á einum helsta keppinaut sínum í deildinni, ÍA á Akranesi. Sigurinn var ekki stór, 1-0, og gátu Kópavogsstúlkurnarvel við unað, þar sem mikið jafnræði var með liðunum, og ef eitthvað var sóttu Skagastúlkurnar meira. Bryndís Einarsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks úr víti í fyrri hálfleik. Skagastúlkurnar sóttu stanslítið undan vindinum í fyrri hálfleik. Breiðablik átti þó nokkrar hættulegar skyndisóknir, sem ekki tókst að nýta. Seint í hálfleiknum lenti knötturinn í hendi Rögnu Lóu Skaga- mánns, og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Bryndís Einarsdóttir af öryggi. I síðari hálfleik jafnaðist leikurinn mjög, enda vindurinn í bak Breiðabliksliðsins, og liðin sóttu til skiptis á hálum og blautum grasvellinum. Besta færi leiksins kom þó Breiðabliksmegin. Pálína Þórðardóttir Fylkir átti lelkinn - Viðir sótti stigin ■ Víöismenn úr Garðinum sóttu tvö dýr- mæt stig í baráttunni í annarri deild í gxrkvöld á Laugardalsvöll í fang Fylkis. Fylkir átti mun meira í leiknum, átti fleiri færi, en Víðismenn notuðu sín færi, meðan Fylkir gerði ekki slíkt hið sama. Urslitin urðu 4-2 Víði í hag. Fylkir átti þrjú sæmileg færi í fyrri hálfleik, Víðir tvö, eina mark fyrri hálfleiks skoraði Jón Bjarni Guðmundsson fyrir Fylki. Allan fyrri hálfleik voru Fylkismenn mun meira með boltann, en barátta jaxl- anna úr garðinum hélt þeim á floti. í síðar hálfleik mátti telja góð færi hjá Fylki, cn aðeins eitt var notað. Víðismenn áttu 5 góð færi, notuðu 3. Víðismenn náðu að jafna fljótlega í síðari hálfleik, Baldvin Gunnarsson, en síðan gerðist ekkert að ráði fyrr en 10 mínútur voru eftir. Þá skoraði nýinnkominn varamaður, Jönatan Ingimundarson á 81. mín., eftir að Vilberg hafði lcikið upp allan völlinn. Guðmundur Knútsson skoraði þriðja markið á 84. mín., með góðu skoti fyrir Víði. Sighvatur Bjarnason skoraði fyrir Fylki með skalla á 87. mín., en Jónatan skoraði fjórða mark Víðis og sitt annað á lokamínútunni. / Mjög góður dómari leiksins var Magnús Jónatansson, úrslitin voru fremur ósann- gjörn eftir gangi leiksins, Víðismenn hefðu verið góðir með annað stigið, En það eru mörkin sem telja. Skagamaður stóð fyrir opnu marki cn skallaði yfir, og Skagastúlkunum tókst því ekki að jaína. STAÐAN Staðan er nú þcssi í 1. deild kvénna: Breiðablik.......... 4 4 0 0 9-2 8 KR ................. 4 2 2 0 8-2 6 ÍA................... 4 12 16-3 4 Valur................ 4 12 16-3 4 Víkingur............. 4 1 0 3 2-10 2 Víðir................ 4 0 0 4 3-14 0 Eins og sjá má af stöðunni, hcfur Breiða- blik nú mjög sterka stöðu, og KR-stúlkurn- ar, sem leikiö hata mjög vcl í sumar, eru það lið sem helst gæti velgt þcim undir uggum, enda eiga jressi lið eftir að leika báða leiki sína í mótinu. Páll fer ekki til Svíbióðar! Páll Ólafsson Með hvaða liði leikur hann næsta vetur? ■ „Ég ákvað að hafna þessu tilboöi frá Svíþjóð," sagði Páll Ólafsson hand- boltakappi í samtali við Tímann í gær. „Ekki það að tilboðið væri slæmt, það var í raun ágætt, en ég vil helst ekki fara út strax, enda nógur tími framundan að hugsa um slíkt. Mér liggur ekkert á“, bætti Páll við. Eins og Tíminn skýrði frá í júnímánuði fékk Páll tilboð frá sænska fyrstu deildarlið- inu Visby, og fór til Svíþjóðar og kannaði aðstæður. Páll fer sem sagt ekki til Svíþjóð- ar, en hvað gerir hann þá, leikur hann áfram með Þrótti, eða fer hann til annars félags? „Ég hef ekkert ákveðið í því sambandi. Vissulcga heldur maður ákveðinni tryggð við sitt gamla félag, en þar var lítill áhugi fyrir að standa vcl að málum síðastliðinn vetur, og ekkert bólar á átaki í þeim efnum fyrir næsta vetur. Yfir slíku er ckki hægt að hanga endalaust, ef maður vill sjálfur halda áfram að taka framförum og ná topp- formi,“ sagði Páll Ólafsson að lokum. íþróttafélag þroskaheftra stofnað á Kópavogshæli: Hlaut nafnið Hlynur Félaginu ætlað aö efla útivist og íþróttaiðkun þroskaheftra ■ Hinn 14. júní s.l. var stofnað íþróttafé- lag þroskaheftra á Kópavogshælinu og hlaut það nafnið HLYNUR. Rösklega 50 manns sátu stofnfundinn og voru þeir bæði úr röðum vistmanna, starfsmanna og for- eldra- og vinafélagsins. Einnig sátu stofn- fundinn fulltrúar frá íþróttasambandi fatl- i Sá fyrsti í níu ár! ■ Eins og Tíminn skýrði frá í vikunni, I sigraði Austri Þrótl Neskaupsstað 1-0 í 13. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Þetta er fyrsti sigur | Austra á Þrótti í íslansmóti í knatt- spyrnu í 9 ár, síðast var það árið 1974, leik í úrslitakcppni 3. deildar, og var ■ hann leikinn á Melavellinum í Reykja-| vík. Það var Bjarni Kristjánsson sem ■ skoraöi skigurmark Austra úr víta-1 spyrnu. aðra og Ungmennasambandi Kjalames- þings. Það var ekki síst fyrir hvatningu Sonju Helgason íþróttakennara og félagsráðgjaf- anna Láru Björnsdóttur og Rannveigar Gunnarsdóttur og áhuga fleiri starfsmanna, að félagið var stofnað. Tilgangur félagsins er að efla útivist og íþróttaiðkanir fyrir þroskahefta með æf- ingum, námskeiðum ogkeppni. Ertilkoma þessa nýja félags einn þáttur í vaxandi íþróttastarfsemi fatlaðra. í fyrstu stjórn félagsins voru kjörin: Kristján Sigurmundsson, formaður, Han- sína Jónsdóttir ritari og Elísa Þorsteins- dóttir gjaldkeri. í varastjórn voru kjörin: Guðmundur Jensson. Halldór Jónsson og Elísabet Ólafsdóttir. ■ Stjórn og varastjórn íþróttafélagsins Hlyns á Kópavogshæli. Frá vinstri, Guðmundur Jensson, Elísa Þorsteinsdóttir, Kristján Sigurmundsson formaður, Hansína Jónsdóttir, Halldór Jónsson og Elísabet Ólafsdóttir. pkiymobll pkiumobll Pte&?*** ptoymtb# " Z. . \ 51 ti ‘ M „> “N ptoyrwWÍ '■________ {<?*»**>*» pkiymcibit ítowwST" ^ pi^mow) Úrvalið af leikföngum fyrir alla krakka á öllum aldri. Póstsendum w w LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 Tir«$fone hjólbarðar undir heyvinnuvélar traktora og aðrar vinnuvélar ★ Sumarhjólbarðar ★ Jeppahjólbarðar ★ Vörubílahjólbarðar Allar almennar viögeröir umboðið FLATEYRI Sigurður Sigurdórsson sími 94-7630 og 94-7703 ISSKAPA- OG FRYSTIK4STTJ VIÐGERÐIR Breytum gömlum isskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. aroslvark REYKJAVIKURVEGI 25 HáÉnarfiröi sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.