Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 12
1 2 WtWtWU- FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983 heimilistírninn Einkenni þessa dags og margra annarra: FIMMTAN MÍNÚTUM OF SEINN í ALLAN DAG! ■ Góðan daginn! Ég heiti Gunnar Steinn Pálsson og er framkvæmdastjóri Auglýsingaþjónustunnar hf. í Skúla- túni 4. Það mun vera tilefni þess að ég var beðinn um að segja frá degi í lífi mínu hér á síðum Tímans. Ég get afgreitt æviferilinn snarlega, útskrifaðist úr Mennta skólanum í Reykjavík árið 1975 (er núna 28 ára), starfaði sem Ijósmyndari, íþrottafréttamaður, blaða- maður og auglýsingastjóri á Þjóðviljanum í mörg ár, fyrst með námi og síðan í fullu starfi. Einmitt úr auglýsingastjórastarfinu þar fór ég yfir á Auglýsinga þjónustuna þar sem ég hef verið í rúm fjögur ár. Um þessar mundir hef ég heiðurinn af því að vera einnig formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, sem er góður félagsskapur, réttsýnn, sanngjarn og einhuga um að vinna á allan hátt eftir alþjóðlegum siðareglum um innihald og boðskap auglýsinga. Ég er giftur Lilju Magnúsdóttur og bý með henni í Kópavogin- um ásamt tveimur góðum sonum okkar, Gylfa Steini og Magnúsi Páli. Ég er hinn ánægðasti með allt þetta fólk og þakka máttarvöldunum oft fyrir að hafa gefið mér þessa góðu lífsförunauta. Og í dag, miðvikudaginn 29. júní klukkan stundvíslega fimm sit ég hér á ritstjórn Tímans í fyrsta sinn í því hlutverki að skrifa grein í þetta ágæta blað. Ég lofaði fyrir löngu að skila þessu efni fyrir klukkan sex í dag og ég verð að viðurkenna, að einmitt það að ég skuli hafa dregið þetta fram á elleftu stundu lýsir mér svolítið vel og ein- kennir oft dagana hjá mér. En takið samt eftir því, að ég stend við að skila þessu á umsömdum tíma og þið fáið að skyggnast pínulítið inn í lífið mitt á þeim tíma sem Tíminn hefur stefnt að. Petta þýðir hins vegar að ég neyðist til að rifja upp þá alkunnu blaðamanns- takta að semja heint á ritvélina og helst ekki að hafa tíma til þess að lesa greinina yfir, en slíkt er nokkuð sem maður verður að venja sig snarlega af í auglýsingatextunum, þar sem hvert orð þarf að vera meitlað og hnitmiðað ef árangur á að nást. Þessa grein lesið þið hins vegar yfir fyrir mig og vonandi leiðist ykkur ekki á meðan. Loksins sól! í dag skein sólin í fyrsta sinn í langan tíma hér á höfuðborgarsvæðinu ef frá er talinn sl. sunnudagur, en þá var svo kalt að ég tel það ekki með. Ég hoppaði glaður af stað í vinnuna klukkan átta í morgun og atburðir þessa fallega dags eru einmitt þeir sem ég ætla að segja ykkur frá. Ég leyfi mér að byrja á því að grobba mig yfir því að ég labbaði niður í miðbæ í góða veðrinu og kom fyrir vikið korteri of seint á fund, en slíkt er snarlega fyrirgefið þegar veðrið er gott. Ég verð þó að viðurkenna að gönguferðin var ekki ákveðin fyrr en ég hafði leitað lengi að bílnum mínum fyrir utan Auglýsingaþjónustuna og neyddist síð- an til þess að horfast í augu við þá staðreynd að gjaldkerinn hafði verið fyrri til og tekið bílinn traustataki til þess að komast í innheimtuleiðangur fyrir mánaðamótin. Petta óvænta labb tók ekki ncma um fimmtán mínútur og ég skammast mín mikið fyrir að gera þetta ekki oftar. Málið er bara að manni finnst tíminn alltaf svo lítill að gönguferð, sem nær lengra en út á næstu gangstétt og þaðan upp í bíl flokkast undir lúxus sem aldrei megi veita sér nema skrifborðið sé autt og nákvæmlega ekkert „þartara" að gera. Fundir og sími Þessi dagur eins og flestir aðrir fór í fundi og síma. Ég átti fund klukkan Dagur í lífi Gunnars Steins á Auglýsingaþjónustunni átta meðstarfsfólkinu, en þannig byrja flestir dagar. Við förum yfir verkefni dagsins, vikunnar, mánaðarins eða einstök stór verkefni sem oft geta tekið langan tíma í vinnslu. Auglýsingastof- ur sjá um ótal margt fyrir viöskiptavini sína, t.d. útvarps-, sjónvarps-, dag- blaða- og tímaritaauglýsingar, texta- hönnun, uppsetningu og prentun bækl- inga, samskipti við fjölmiðla vegna fréttnæmra atburða, uppsetningu alls kyns pappíra, dreifirita og þvíumlíks, og síðast en ekki síst gerum við markaðs- og kostnaðaráætlanir. Þá stöndum við og föllum með því að . verja skynsamlcga miklu fé til kynning- armála og að peningarnir skili sér til baka í eðlilegum árangri miðað við það sem kostað var til. Að loknum „áttafundinum" fór ég út í bæ á fund með viðskiptavini út af vörumerkimiðum á íslenskar landbún- aðarafurðir sem selja á víða í út- löndum. Mér til trausts og halds var sérfræðingur Auglýsingaþjónustunnar í markaðsmálum í Evrópu og oft veitir ekki af að geta leitað til slíkra manna, sem þó hafa e.t.v. ekki fast starf af því að starfa að auglýsingamálum. I föstu starfi á Auglýsingaþjónustunni eru hins vegar tæplega tuttugu manns, auglýsingateiknarar, textagerðar- menn, „kúnnakontaktsfólk" og fólk, við skrifstofustörf. Klukkan tólf beið mín fundur á Auglýsingaþjónustunni þar sem rætt var um sjónvarpsauglýsingar fyrir einn af stærstu viðskiptavinum stofunnar. Meðeigandi minn í fyrirtækinu, Gunn- ar Gunnarsson, lagði fram ýmsar hug- myndir og við áætluðum kostnaðinn sem þótti nokkuð hár. En þannig eru hlutirnir einfaldlega í dag - það sem er gott kostar oft mikið, og í þessu tilfelli þóttumst við nafnarnir reyndar vera með góðar hugmyndir sem ekki voru svo mjög dýrar í framleiðslu. í lok fundar voru allir sammála því, og eftir að hafa boðið kúnnanum far í bæinn bauð ég honum upp á áðurnefnda gönguferð þegar við höfðum leitað af okkur allan grun um að farartækið væri til taks. Svifaseinn Ijósmyndari! „Eitt-fundurinn" dróst úr hömlu og ég kom upp á stofu aftur klukkan rúmlega þrjú, hræddastur um að Ijós- myndari Tímans væri farinn að bíða eftir mér. Svo var þó ekki, ég fór í símann og sinnti þar með ýmsum skilaboðum til mín um leið og ég ræddi ■ „Hvernig skyldi ég líta út með hönd undir kinn og horfandi í myndavélina“ er nú allt og sumt sem ég er að hugsa um á þcssari virðulegu mynd. (Tímamynd Ari) við ýmsa samstarfsmenn um þau verk- efni sem þcir unnu að í dag. Þetta er traustur hópur og samstilltur, við þykj- um bara talsvert létt og skemmtileg, þó ég segi sjálfur frá, en ég er gjarnan minntur á það að það sé engan veginn mér að þakka! En hvað um það. Ljósmyndarinn mætti og missti af því frábæra mótífi þegar ég rakaði mig á baðherberginu með þrjár sætar stelpur á þröskuldin- um sem voru ýmist að reka á eftir mér við að semja auglýsingatexta fyrir sig eða ræða um fjárhagsstöðuna um mán- aðamótin. Hún var í lagi sem betur fer en það er verra með textana mína - þeir eru stundum alltof seint á ferðinni og hart fyrir teiknarana að þurfa að bíða eftir þeim í langan tíma. Enda fékk ég yfirhalningu þarna á baðher- berginu þótt það sjáist ekki á þessari virðulegu mynd sem tekin var af mér skömmu síðar og Ijósmyndarinn var rétt í þessu að leggja hérna á borðið hjá mér. Ég er bara ánægður með þessa mynd - svona lít ég út. Of seinn í Síðumúlann Og síðan lá leiðin upp í Síðumúla á enn einn fundinn klukkan fjögur, og eins og þið vonandi skiljið og fyrirgefið mér, þá var ég aðeins of seinn eins og raunar á alla aðra fundi dagsins. Það er einkennilegt að það er alveg sama hvað ég vakna snemma, ég er alltaf u.þ.b. fimmtán mínútum of seinn! Þetta verður einhvern veginn að vond- um lífsstíl sem afar erfitt er að venja sig af. Ég var illa undirbúinn fyrir þennan fund, hafði haft langan tíma til þess að útbúa tillögur og leggja fram hugmyndir en þegar maður hefur trass- að slíkt þarf oft að tala svolítið lipurt og hugsa hratt. Ég held þó að mér hafi ekki tekist neitt alltof vel upp í þetta skipti (frekar en oft áður!), ég gruna viðskiptavininn um að hafa séð í gegnum þessa leiksýningu, en þetta er einstakt ijúfmenni sem ekki lét á neinu slíku bera. Ég hljóp þaðan yfir í næsta hús þar sem Tíminn hefur aðsetur sitt - og í fyrsta sinn í dag mættur á þeim tíma sem ég ætlaði mér, meira að segja kominn á staðinn tveimur mínútum fyrir fimm. Og nú er klukkan alveg að verða sex, ég hef fimm mínútur til þess að kveðja ykkur og labba héðan út klukk- an sex eins og til stóð. Framundan er vonandi góður kvöldverður og síðan leikur hjá Breiðabliki gegn Þór í 1. deild. Fjölskyldan feröll á Breiðabliks- leikina, en konan og börnin eru latari við að koma og horfa á mig keppa með því ágæta félagi Augnabliki í 4. deild. Ég er heldur ekki neitt sérlega áferðar- fallegur á velli né heldur knattspyrnan hjá Augnabliki, en við höfum allir gaman að þessu og það er jú fyrir öllu. Takk fyrir samfylgdina í gegnum þetta sýnishorn af lífi mínu og veriði bless. umsjón: B.St. og K.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.