Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2.JÚLÍ 1983 Gæstelærer til Snoghej nordisk Folkehojskole Snoghoj Folkehojskole soger en gæstelærer i perioden 1/11 '83 til 1/5 ’84. Vi arbejder meget med nordiske emner inden for kunst, litteratur, historie og mytologi. Desuden indtager de samfundsorienterede og de musisk-kreative fag en fremtrædende plads í skolens hverdag. Vi haromkring 75 elever, heriblandt 10-15 fra de ovrige nordiske lande. Vi vil bede ansogeren selv komme med forslag til undervisningsomráder. Lon mellem 80.000-90.000 dkr. Lille lejlighed findes pá skolen. Ansogningsfrist 15. august. Skoleplan og stillingsbeskrivelse sendes ved henvend- else til: Snoghoj nordisk Folkehojskole. 7000 Frederic- ia. tlf. 05 942799. ForstanderJens Rahbek Pedersen. Reiknistofa bankanna óskar aö ráöa fólk til starfa í vinnsludeild reikni- stofunnar. Störf þessi eru unnin á þrískiptum vöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bank- anna. Æskilegt er, aö umsækjendur hafi verslunar- próf, stúdentspróf eða sambærilega menntun og séu á aldrinum 18-35 ára. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bank- anna, Digranesvegi 5, Kópavogi, fyrir 13. júli n.k. á eyðublöðum, sem þar fást. Orðsending Til félagsmanna BSF Skjól (Byggingarsamvinnufélagið Skjól Reykja- vík) Þeir félagsmenn sem hug hafa á íbúðarbyggingum á þessu og næsta ári hvort heldur er í sambýli eða sérbýli hafi samband við skrifstofu félagsins að Neðstaleiti 5-13 sími 85562 eða sendi bréflega umsókn meö upplýsingum um séróskir sínar þar að lútandi fyrir 10. júlí 1983. Ath. félagið er opið öllum sem áhuga hafa. Nýir félagsmenn velkomnir. Stjórn BSF Skjól Fóstrur Hér meö eru auglýst til umsóknar eftirtalin störf viö dagvistunarstofnanir á Akranesi: 1. Hálft starf forstöðukonu við leikskóla við Skarðsbraut sem er laust frá og með 15. sept. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst. 2. Hálf staða fóstru við dagheimili sem er laus frá 15. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum sem gefur nánari upplýsingar um störfin í síma 93-1211. Umsókn- areyðublöð má fá á bæjarskrifstofunni. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28, Akranesi. Starf yfir- fiskmafsmanns á Snæfellsnesi Starf yfirfiskmatsmanns hjá Framleiðslueftirliti sjávar- afurða, með búsetu á Snæfellsnesi, er laust til umsókn- ar. Reynsla af framleiðslu og meðferð sjávarafurða svo og matsréttindi í sem flestum greinum fiskmats æskileg. Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 15. júlí n.k. Sjávarútvegsráðuneytið 30. júní1983 fréttir IMKL HftTlÐA HÖU) í EYJUM UM HELGMA ■ Mikil hátíðahöld verða í Vest- mannaeyjum helgina 2. og 3. júlí n.k. í tilefni þess að þá eru 10 ár frá því að eidgosi lauk í Heimaey. Mikil Ijósmyndasýning verður sett upp og eru það myndir úr Ijósmynda- safni Magnúsar Ólafssonar sem sýndar verða, og er þar um að ræða myndir frá Vestmannaeyjum frá ýmsum tímum. Þá verður samsýning í Akoges- húsinu þar sem 8 starfandi listmálarar sýna. Samhliða þeirri sýningu sýnir Sigmund um 4000 teikningar sínar sem hann hefur teiknað á undanförnum árum og landsmönnum eru kunnar úr Morgunblaðinu. Þá verður efnt til happdrættis og mun allur ágóði af því renna til Sól- og Blómaskálans. I félagsheimilinu verða kvikmynda- sýningar báða dagana frá kl. 2.-6, og verða þar m.a. sýndar myndir frá gosinu 1973 og frá vatnslögninni til Eyja auk fleiri innlendra mynda. Margrét Hermannsdóttir fornleifa- fræðingur mun setja upp Ijósmynda- og teiknisýningu á fornleifamunum þeim sem fundist hafa í Herjólfsdal á undanförnum árum. Þá mun Guðmund- ur Sigfússon ljósmyndari í Vestmanna- eyjum setja upp sýningu á litmyndum frá ýmsum tímum gossins. Á laugardag verður svo knatt- spyrnuleikur milli drengjalandsliðsins og annars flokks ÍBV. Á sunnudagsmorguninn verður svo hátíðar og þakkarguðsþjónusta í Landakirkju og mun biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, predika þar. Þá munu forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir og forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermannsson heiðra Vestmanneyinga með nærveru sinni. Síðar um daginn verður sýnt bjargsig og einnig verður sprangað í Heima- kletti. Þá mun Herjólfur fara hringferð um eyjarnar og er hátíðargestum gef- inn kostur á að sigla með skipinu frítt í þeirri ferð, en um þessar mundir vill svo til að Herjólfur er 7 ára. Það eru íþróttafélögin í Vestmanna- eyjum sem hafa veg og vanda að hátíðahöldum þessum. Aðsögn bæjar- stjórans þar Ólafs Elíssonar, var sú ákvörðun tekin fyrir nokkrum árum að láta þau sjá um öll hátíðahöld sem fram fara í bænum. Er talið að með því verði flestir sem virkastir í því að gera allt slíkt sem best úr garði. - ÞB ■ Nú eru 10 ár liðin frá því að formleg yfirlýsing var gefin 1 út um að gosinu á Heimaey væri lokið. Vinnuskólinn hyggur á hverffa- skemmtanir ■ Starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur 1983 er með svipuðu sniði og undanfar- in ár. í sumar voru innritaðir tæplega 1200 unglingar í skólann og starfa þeir í 36 hópum í borginni og nágrenni hennar. Aðalvcrkefni Vinnuskólans er trjá- rækt og umhirða á opnum svæðum og við íþróttavelli, skóla og borgarstofn- anir. Einnig starfa unglingar við aðstoð á leik- og gæsluvöllum, í skólagörðum ellilífeyrisþega. Samhliða aðaltilgangi Vinnuskólans að kenna unglingum til verka er reynt að efna til íþrótta- og félagslegra atriða öðru hvoru. Unglingarnir ásamt verk- stjórum í Vinnuskólanum hafa komið með hugmyndir og tillögur í áður- nefnda þætti starfseminnar. Fyrirhugað er að efna til hverfa- skeinmtana í júlí með ýmsu sniði allt eftir aðstöðu og áhuga í hverju hverfi fyrir sig. Meðal atriða á hverfaskemmt- unum má nefna úrslit í knattspyrnu- og brennómótum, einnig fer fram poka- boðhlaup, reiptog, limbókeppni, eggjahlaup, starfsíþróttir o.fl. Þá verð- ur opið hús og diskótek í félagsmið- stöðvum og skólum. - ÞB Tónleikar i Vestmannaeyjum ■ Sunnudaginn 3. júlí n.k. heldur kór Langholtskirkju tónleika í sam- komuhúsinu í Vestmannaeyjum og hefjast þeir kl. 17.00. Flutt verður NELSONS-messan eftir Hayden. Kórinn er skipaður 43 söngvurum en auk þess taka þátt í flutningnum einsöngvararnir Sigurður Björnsson óperusöngvari, Sigríður Gröndai sópran, Anna Júlíana Sveinsdóttir alt og Geir Jón Þórisson bariton. Undir- leik annast félagar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni, samtals 21 talsins. Stjórnandi er Guðmundur H. Guðjónsson. Tónleikarnir eru liður í hátíðahöld- um sem haldin eru í Vestmannaeyjum um þessa helgi vegna þess að þá eru liðin 10 ár frá því að eldgosi lauk í Heimaey. - ÞB Templarar hvetja til baráttu gegn vímuefnum ■ Vorþing sunnlenskra templara var haldið 28. maí s.l.. Eitt meginviðfangs- efni ráðstefnunnar var um áfengisbölið og fíkniefnaneyslu og voru gerðar nokkrar ályktanir þar um. Stúkan lætur í Ijós ánægju yfir skipan nefndar til að móta opinbera stefnu í áfengismálum, og telur að hún tryggi sjónarmið bindindismanna. At- hygli er vakin á skýrslu landlæknisem- bættisins um neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna á Islandi. Þá bendir vorþingið á ýmislegt það sem gerst hefur á síðustu tímum í sambandi við vímuefni og baráttu gegn þeim. Telur þingið að sú barátta hafi leitt í Ijós að allar vonir um betri tíma og minna eiturlyfjabö! eru bundnar við hugar- farsbreytingu sem leiðir til meiri bind- indissemi. Þetta telur þingið að ætti að vera hvöt til að styrkja bindindishreyf- inguna fyrst og fremst með meiri þátt- töku almennings, en jafnframt með opinberum fjárstuðningi. Vorþingið beinir að síðustu þeirri áskorun til biskupsembættisins að það gangist fyrir að veitt verði óáfeng vín við altarissakramenti. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.