Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 8
s LAUGARDAGUR 2.JÚLÍ 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrú): Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, GuðmundurSv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Helður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýslngasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. r Ognvekjandi aukn- ing kjarnavopna á N-Atlantshafi ■ Hinn 21. júní síðastliðinn flutti Ronald Marryott aðmíráll, yfirmaður varnarliðsins á íslandi, athyglisvert erindi á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbegs. Erindi þetta fjallaði um vaxandi sovézk hernað- arumsvif í lofti og á legi við ísland. Sitthvað kom fram athyglisvert í erindi þessu, en þó sérstaklega það, að ferðir kafbáta hafa aukizt mjög um Norður-Atlantshaf, en flestir munu þessir kafbátar búnir kjarnavopnum. Aðmírálnum fórust þannig orð um kaf- bátaferðir Rússa (þýðing Mbl.): „Því miður get ég ekki nefnt neinar tölur um fjölda sovézkra kafbáta, sem við finnum og fylgjumst með á ári hverju. Raunar vildi ég helzt geta sagt ykkur hve marga við finnum dag hvern... En farið er með þessar tölur sem algjört leyndarmál, af því að það gæti komið hugsanlegum óvini að notum, ef frá þeim yrði skýrt. Eina, sem ég get sagt ykkur, er að það er ógnvænlegt, hvað þessar tölur hækka ört. Siðustu tíu ár hefur miklum fjölda kafbáta verið haldið úti frá stöðvum Norðurflotans. Svo til allir kafbátar sovézka Norðurflotans, sem sendir eru til athafnasvæða á Norður-Atlantshafi, Miðjarðarhafi eða annars staðar, verða að fara fram hjá íslandi. Síðustu 10 ár hefur þeim kjarnorkuknúnu kafbátum Sovétríkjanna, sem sigla út úr Noregshafi, einnig fjölgað mikið. Athugan- ir okkar sýna, að þessar ferðir kjarnorkuknúinna sovézkra kafbáta hafa aukizt um meira en 300% á þessu 10 ára bili.“ Aðmírálnum fórust ennfremur orð á þessa leið um eldflaugamátt Rússa á Norður-Atlantshafi: „Eldflaugamáttur þeirra á hafinu er ógnvekjandi. Herflotinn hefur stækkað og hlutverk hans vaxið. Sovézkir kafbátar verða sífellt betri - gerðunum fjölgar, Delta, Oscar og Typhoon heita þeir nýjustu - og þeir eru hljóðlátari en áður. Ferðir kafbáta þeirra í undirdjúpunum um hafsvæðin milli Grænlands, íslands og Noregs eru fleiri en nokkru sinni fyrr.“ Það er vafalaust, að þessar lýsingar aðmírálsins á eldflaugamætti Sovétmanna í hafinu eru ekki neitt orðum auknar. Hins vegar er þetta ekki nema hálf sagan. Bandaríkin hafa áreiðanlega ekki dregizt aftur úr hvað snertir eldflaugamátt í hafinu. Af eðlilegum ástæðum víkur aðmírállinn ekki að því. En risaveldin hyggjast ekki láta hér numið staðar. Bæði eru þau með áætlanir um stóraukinn og endurbættan kafbátaflota, sem er búinn fullkomnari kjarnavopnum en áður. Frá sjónarmiði íslendinga hlýtur þetta að teljast ógn- vekjandi öfugþróun. Hættunum, sem fylgja auknum kjarnavopnabúnaði í og yfir hafinu, þarf ekki að lýsa. Aðeins eitt óhapp gæti haft örlagaríkar afleiðingar fyrir lífið í hafinu. íslendingar mega ekki láta eins og þessi öfugþróun sé þeim óviðkomandi. íslendingar eiga að hafa forustu um, að þjóðirnar, sem búa við Norður-Atlantshaf, efni til viðræðna um þessar hættur og leiti eftir samkomulagi, að úr þeim sé dregið. Þetta ætti að mæta góðum skilningi hjá frændum okkar á Norðurlöndum, en bæði Norðmenn og Svíar hafa lýst áhuga á, að reynt sé að ná samningum um hvernig kafbátar hagiferðum sínum, a.m.k. innan landhelgi annarra ríkja. A vettvangi Sameinuðu þjóðanna eiga íslendingar að hafa forustu um, að hafizt verði handa um gerð nýs alþjóðasáttmála um kjarnorkuvopnalaust haf. íslendingar ættu að hefja máls á þessu á næsta allsherj arþingi Sameinuðu þjóðanna, en þar verður sérstaklega rætt um afvopnunarmál í framhaldi af afvopnunarráðstefnunni á síðastl. ári. Það er rétt, að tré fellur ekki við fyrsta högg. En oft getur mjór verið mikils vísir. Þ.|>. skrifað og skrafal Óþörf sóun A síðasta ári voru bætt 2.369 tjón á bíFum sem voru ábyrgðartryggðir. Lögregluskýrslur sýndu aðeins 7.622 tjón, en samantekt tryggingafélag- anna sýnir mun hærri tölu, enda er lögreglan ekki ávallt kölluð til þótt bílar stangist á. Sam- kvæmt frétt í Tímanum í gær nemur tjónaupphæð- in sem svarar verðgildi 200 einbýlishúsa. Geta lag bílstjóra. Fyrir utan að kunna ekki ökureglur, kunna þeir ekki heldur almennar umgengnis- venjur en böðlast áfram og láta guð og gæfuna um hvort þeir komast heilir á ákvörðunarstað eða þeir sem á vegi þeirra verða. Ökukennslu er greini- lega mjög ábótavant og fer að verða leiðinleg þula að klifa á svo aug- ljós atriði án þess að nokkur ábyrgur aðili „kryppur" á göturnar. Þetta hefur víða verið gert og mætti gera miklu víðar, þar sem ökumenn hafa tilhneygingu til að láta gamminn geysa. Það er ekki í þágu ökumanna eða annarra vegfarenda að gera allar leiðir greiðfærar fyrir hraðakstur. Það verður að hafa vit fyrir bíl- stjórum því reynslan sýn- ir að fæstir þeirra eru færir um það sjálfir. Um s.l. helgi ók égum Vesturlandsveg og hafði lofað að hætta glanna- akstri mót ökuföntum. Nú, þetta var sama sagan. Enginn undi því að aka á eftir bíl á „aðeins" hámarkshraða, þótt á holóttum malar- vegi væri. Undantekning var að mæta ökumanni, sem kunni þá reglu að hægja á ferð áður en mæst var. Ofbeldið nær hámarki, ef maður er svo bláeygður að stöðva menn svo reiknað út hve margar smærri íbúðir og hagkvæmari í byggingu mætti reisa fyrir þennan pening. Þarna er ekki talið með það fjárhagstjón, eða kostnaður sem heil- brigðisþjónustan og Tryggingastofnun bætir úr, vegna slysa á fólki í umferðaróhöppum. En sú upphæð er margfalt hærri en bílatjónið. Að auki verða einstaklingar að standa undir miklu fjárhagstjóni í þeim til- vikum að tryggingafélög- in eru ekki bótaskyld fyr- ir allar skemmdir á öku- tækjum vegna árekstra og útafaksturs. Mannslát og örkuml af völdum umferðar verða ekki talin í peningum. En bíla- og vélhjólaum- ferðin tekur sannarlega sinn toll í fjármunum og mannlegum harmleikjum. Þegar leitað er orsaka ber ávallt allt að sama brunni, frekja, kunnáttu- leysi, dómgreindarleysi, tillitsleysi og almenn héimska einkenna öku- blaki auga til að færa þau mál til betri vegar. Hægjum ferðina í annarri frétt í Tíman- um í gær er skýrt frá umræðum á fundi fbúa- samtaka Vesturbæjarþar sem spjallað var um þá ákvörðun borgarstjórnar að lækka hámarkshrað- ann í Vesturbænum í 30 km., á klukkustund. Þessi gagnmerka ákvörð- un gefur góðar vonir um að hraðinn minnki. Hann er nú leyfður 50 km. á klukkustund en er al- gengur 70-90 km. á klukkustund. Með góðu eftirliti væri kannski von til að koma umferðar- hraðanum eitthvað niður fyrir 60 km. á klukku- stund þegar borgar- stjórnin ákveður 30 km. hámarkshraða. Fundurinn taldi æski- legt að fleira yrði gert til að lækka hámarkshrað- ann, svo sem að þrengja götur, fleiri einstefnu- akstursleiðir og setja Víðar er aðgæslu þörf En það er ekki aðeins í þéttbýli sem ökumenn og umferðaryfirvöld verða að taka á honum stóra sínum til að bæta stjórn og hegðan. Lang- þreyttur ferðalangur skrifar í Velvakanda s.l. fimmtudag og segir farir sínar ekki sléttar á öku- ferðum um landið. Fyrir- sögn á bréfi hans er Á íslenskum vegum eru ruddar á ferð, og er það svohljóðandi: Ferðalög hér innan- lands hafa lengi verið áhugamál mitt. Þó er far- ið að draga verulega úr ákefðinni. Framrúðu- brot og lakkskemmdir eru fylgifiskar slíkra ferðalaga. Margsinnis hef ég staðið mig að því að aka á miðjum vegi móti ökuföntum, þannig að þeir neyðist til að slá af ferð á síðustu stundu áður en mæst er. Þetta gefst einatt vel, en veldur spennu og leiðindum hjá manns eigin farþegum. „ sjálfur og víkja sem mest. Á íslenskum veg- um eru ruddar á ferð, sem hvorki vilja né kunna að haga akstri eftir aðstæðum. Annað dæmi um ferðalanga: Tjaldstæði er á Þingvöllum í grennd við nýreistan þjónustuskála. A þessum flötum er varla hægt að drepa niður fæti fyrir hrossaskít og þessa gætti víðar, svo sem á hlaði þjónustuskálans og bekkjum, sem víst átti að vera hægt að tylla sér á. Ferðalangar, sem leigt höfðu tjaldstæði þarna, !máttu svo þola það að góðglaðir hestamenn flengriðu á flötunum meðfram tjöldunum. Þarf fleiri gaddavíragirð- ingar eða hvað?“ Eini staðurinn sem er verndaður gegn rudda- skap og átroðningi ökumanna er hálendið. Keðjur eru strengdar yfir vegi sem þangað liggja til að hefta bílaumferð. En þar er verið að vernda gróður en ekki fólk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.