Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 9
Ólafur Ketilsson: Nokkur ord um öku- kennslu og umf erðarmál á umferðaröryggisári ■ Nokkur orð um ökukennslu og um- ferðarmál, á umferðaröryggisári. Á árunum eftir að bílaöldin ruddi sér til rúms hér á landi, voru sett lög og reglur um akstur og ökukennslu. Síðan hefur þeim lögum og reglum verið breytt, samkvæmt lagapappír frá Al- þingi. 25. maí 1981 varbílalögum breytt, 1968 lög nr. 40 1970 lög nr. 55,1977, lög nr. 30 og lög 25. maí 1981, sem skráð eru í 7 greinum, en flest og jafnvel öll hérnefndu lög og breytingar hafa reynst of væg og upp í það haldlaus, sérstaklega hin síðasta, þar sem undanþágur eru endurteknar. Ég vona að næsta laga- breyting færist ekki niður í 77 sinnum 77 undanþágur, heldur verði lagalega já- kvæð og framkvæmd samkvæmt því. Lagabreytingin 25. maí 1981 felldi líka niður viðurlög og sektir, í henni eru ekki nein leiðbeinandi orð, er verða til þess að fækka umferðartjónum. Meðan þessar lagabreytingar ganga yfir fer umferðartjónunum fjölgandi og umferðarvandinn vex. Mun ég í því tilefni nefna nokkrar tjónatölur og byrja þá að sjálfsögðu í minni Árnessýslu, aðrir eiga að skrifa um sínar sýslur, að sjálfsögðu. í Árnessýslu hefur bílatjónafjöldi samkvæmt skýrslum lögreglunnar orðið sem hér segir: 1978 461 bflatjón 1979 517 bflatjón 1980 452 bflatjón 1981520 bflatjón 1982 588 bflatjón Nú eru allir með eina ósk um að reyna að fækka tjónum og slysum. í tilefni af því lét sjónvarpið sýna og flytja erindi þann 5. janúar s.l. þar sem ein var látin spyrja, en fjórir að svara, þar sem helmingurinn af þeim hefur sýnt fágæt afrek í umferðarmálum. Þá margar tölur eru sagðar, er erfitt að muna, sumir hafa ekki heyrt aðrir vilja sjá. Þar sem ég hef bæði heyrt og séð, og verið sendar slíkar tölur birti ég þær hér með: Heildartölur tjóna fyrir hvert ár voru ekki nefndar, en tölur þeirra látnu tala og bókað voru: 1972 létust 23 1973 létust 25 1974 létust 20 1975 létust 33 1976 létust 19 1982 slösuðust 736 1977 létust 37 1978 létust 27 1979 létust 27 1980 létust 25 1981 létust 24 1982 létust 24 brotna. Þeir sem eru akandi þurfa stund- um keðjur, og það broddakeðjur, en stundum hafa þeir ekki keðjur og aka hratt, og það í vinkilbeygjum,þó fyrst og fremst þeir þurfi tilsögn í hvernig á að aka í hálku, og verulega kennslu í því, en um það eru ekki fyrirmæli í öku- kennslunni, og ekki á ökuprófi það ég veit. Daginn eftir þennan þátt hringdi ég til stjórnandans, og ræddi um þáttinn. Lagði ég svo fyrir hana eina spurningu. „Hvernig á að aka í hálku?“ Svarið kom: Bremsa ekki og beygja stýrið. Máske eitthvað fleira. Því miður hefur það ekki nægt, þar tala sínu máli tjónafjöldinn í gegn um árin. Það eru nú liðin meira en 60 ár síðan lögfest var ökukennsla í landinu og allir þeir sem fengju leyfi til að aka bíl yrðu að ganga undir próf og fá ökuskírteini, sem búið er að gefa út fyrir 156700 menn og konur. Erum við ökumenn og öku- konur því fjölmennasta stétt landsins, þó margir séu fallnir. Þá kemur spurn- ingin: Hefur okkur verið kennt það mikið og það vel, að við séum sæmilega starfhæfir? Samkvæmt þeim umtalaða umferðarvanda og umferðartjónum þá virðist ástæðan helst vera sú að of lítið sé kennt. Það var í gegn um árin að ökukennsla skyldi vera 24 tímar, en er nú komin niður fyrir það. Finnst ykkur alþingismönnum og fleirum að fólkið sé svo fluggáfað að slík kennsla nægi? Ég álít að svo sé ekki. Mörg námskeið taka mánuði, margur lærdómur tekur árin. Ég tel að kennsluna verði að lengja og bæta. Tek ég þá niður mín fyrstu boðorð þá ég kenndi á bfl. 1. Að aka hægt. 2. Að aka hægt. 3. Að aka hægt. En vegna breyttra tíma og vaxandi ökuhraða tel ég rétt að breyta því þannig: 1. Það þarf að læra svo vel á bílinn að ökumaður skipii strax niður í 3. gír þá nokkur vandi sé framundan. 2. Þá vandinn sýnist vaxandi skipta niður í 2. gír. 3. Þá hættan nálgast verður að skipta niður í 1. gír. Þessum þremur liðum þarf að beita við ótal ökutækifæri á hverjum degi, við mætingu á þröngum vegum, þá hleypa þarf fram úr þegar aðrir sem á eftir koma óska eftir meiri ferðahraða, svo og þá móttökumaður sést vera á of miklum hraða þá minnkar sá ætíð sinn hraða og vandinn minnkar. Við þessar þrjár aðferðir sem ég hefi ætíð viðhaft í akstri, getur varla talist að nokkur ökumaður hafi sært minn bíl í gegn um árin, hvorki í mótakstri né í framúrakstri. Vil ég hér með þakka það ökusamstarf í 54 ár. Tillögur mínar til betri aksturs og fækkandi ökutjóna til viðbótar því er ég hefi áður sagt eru þannig: Til löggjafarvalds og alþingismanna. 10 bílaboðorð: 1. Láta auka ökukennslu fyrir 1. próf um 80-100%. 2. Ný ökupróf fyrir 1. og 2. ökuskírt- eina endurnýjun. 3. Fyrirskipa kennslu í snjó og hálku með fyrirmæli um að læra og nota gírskiptingu með hóflegum handtökum. 4. Þá ekið er í hálku eftir aðstæðum, að vera í 1., 2. eða 3. gír, eftir halla, brekkum og beygjum. Það verður öku- maður að sjá og meta. Ekki í frígír og ekki á því sem ncfnt er beint samband eða hæsti gír. 5. Lækka hinn löglega manndráps- hraða á Miklubraut í Reykjavík, sem búinn er að valda ofhröðum akstri út um landið, í öllum bæjum og kaupstöðum er mun eiga allt að hálfri sök á öllum ökutjónum þar sem menn og konur veikjast af bílaæði og smita út um landið. Á Miklubraut er öllum skipað að aka á sama hraða, byrjendum, bækluð- um, áratuga vönum ökumönnum, svo og okkur sem komnir eru yfir miðjan aldur. Á þeirri götu hafa orðið eftirtalin ökutjón: Árið 1979 150. Árið 1980 128. Árið 1981 183. Árið 1983 er verið að telja tjónin. Á sama tíma á Hverfisgötu samtals 361 ökutjón. Á sama tíma á Suðurlandsbraut 450 ökutjón. Undir þessar tölur ritar Guttormur Þormar, yfirverkfræðingur umferðar- deildar Reykjavíkurborgar. Árið 1979 voru framin 414 siðferðisbrot á bílum Árið 1980 voru framin 443 siðferðisbrot á bílum Árið 1981 voru framin 413 siðferðisbrot á bílum Undir þessar tölur ritar Guðmundur I. Sigurðsson lögregluvarðstjóri. Tel þörf á að hugleiða 1270 siðferðisbrot á þremur árum hvort þar séu af of stuttum vinnudegi, ofeldi eða af einhverjum öðrum ástæðum þá líta þau þannig kynferðislega út. 6. Sekta þá sem fremja slík siðferðis- brot Kenna hvernig á að stöðva bíl þá bremsur bila t.d. þá keðjuhlekkur slær í sundur bremsurör, þá þarf að skipta niður í 3. 2. og 1. gír, taka af neistann svissinn, þannig getur bensínbíllinn stöðvast í fyrsta gírnum. 8. Banna stöðvun á bíl nær en 3. metrar frá þeim næsta, til varnar öllum siðferðisbrotum, svo og að akstur áfram sé mögulegur án þess að bakka, ef bíllinn á undan stöðvar lengur, við töku eða losun farþega á götum og vegum. 9. Kenna hvernig á að setja í gang, er fari sem best með vél, sérstaklega í frosti, hvað vélin skal látin ganga hratt, hvað lengi í lausagangi, í hvaða gír skal vera fyrsta kílómetrinn, svo vélin eyði sem minnstu eldsneyti, þá þarf og að prufa styrkleika á bremsum þá menn taka óþekktan bíl, með því að stíga hægt á bremsu.sleppa, endurtaka tvisvar til þrisvar, mjög varlega svo sem beita má með mestu varúð í lítilli hálku. 10. Kenna hvað bíllinn eyði á 60 km eða 80 km hraða á klukkustund, það hafa ekki verið lögð nein fyrirmæli hér að lækka hraða og spara eldsneyti. Fleiri atriði finnið þið svo til þá ökulög verða löguð, þá mæli ég með, að þið fáið upplýsingar hjá þeim sem eru reyndari í akstri en ég, sem geta gefið góðar akstursupplýsingar. Bið svo alþingismenn og lagayfirvöld að lögleiða eitthvað af þessum 10. bíla- boðorðum að sjálfsögðu með bættum breytingum. Mín von er, að ef þau væru löglcidd, og haldin, þá mundu allir aka sínum vagni heilum heim. Lokaorð eru oft annara orð, það læt ég nú verða.sagan segir: Þá Halldór Laxness ók, og átti að mæta bíl sem var á fleygiferð á móti honum sem honum leist ekki á, ók hann út fyrir veg. Móttökumaður hægði á, stöðvaði og spurði, eins og venja er, þá eitthvað skeður. Halldór svaraði: Get ég nokkuð fleira gjört fyrir yður? Skrifað 15. janúar 1983 Olafur Kctilsson Kostnaður á sjúkrahúsum slasaðra 1980 51 milljón. Kostnaður tryggingarfélaga 1980 77 milljónir. Tekjutap einstaklinga 1980 74 milljónir. Rekstur 19 manna umferðarráðs ríkissjóös 800 þús. Rekstur 19 manna umferðarráðs Reykjavíkurborgar 100 þús. Það var og spurt og svarað hverjar breytingar á ökukennslu þeir teldu nauð- synlegar, ásamt því hvort þörf væri á fleiri ökuhæfnisprófum er tekin væru við endurnýjun ökuskírteina. (Ég hef verið prófaður þrisvar, ég vona með árangri). En eitt var það sem engin spurning kom um og ég hef aldrei séð að hafi verið ritað um í blöð né sagt í útvarp. (Hvernig á að aka í hálku). En á þeim degi var allt landið þakið snjó, og hálka því veruleg. Ég teldi þvt' eðlilegt og sjálfsagt að ökutilsögn í hálku hefði verið nauðsynleg og helst aðalefnið. Við heyrum oft í útvarpi, það var hálka, og það urðu 10-80 tjón um eina helgi sem ætíð er skráð í blöðum líka, en það er ekki nauðsynlegt að detta þó það sé gönguhálka og ökuhálka. Hinir gang- andi hafa stafi, og sumir broddstafi, aðrir ganga hægt og hafa breitt bil milli hæla, en sumir ganga hratt detta og Áskell Einarsson sextugur Það er gantall íslenskur siður, þegar gestur knýr dyra að spyrja hver maður- inn sé. Þessu er oft erfitt að svara, þó skýrist málið, ef vitað er hver séu áhugamál hans og starf. Tímamót eru þegar menn hittast og taka tal saman. Tímamót er þegar menn skipta um starf eða aðsetur. Tímamót nefnist einnig sú stund er ártal í ævi manna stendur á heilum eða hálfum tug. Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga fyllir 6 tug ævihlaups síns hinn 3. júlí. Það er ástæða fyrir mig að minnast Áskels. Það voru tímamót í lífi mínu, er ég hóf störf hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga 1980. Mér voru starfsmenn einstakra landshlutasamtaka lítt kunnir. Hafði haft spurnir af þeim og þekkt af orðspori. Skammur tími leið frá því er ég hóf störf að hringt var frá Akureyri. Þetta voru ákveðin tímamót fyrir mig. Áskel Einarsson hafði ég reyndar séð, heyrt til hans og lesið greinar hans um þjóðmál, hlutverk landshlutasamtaka og vanda- mál sveitastjórna. Einnig hafði ég heyrt getið um bók hans eða rit, sem nefnist Land í mótun. Ég fékk strax í þessu fyrsta samtali staðfest hugboð mitt, að Áskeli var annt um starf sitt. Hann hafði hugsjón til að vinna fyrir. Einnig fann ég að hann hafði í senn lagni, kjark og baráttuhug. Síðan þetta samtal átti sér stað höfum við oft hist og haft mikil samskipti. Áskell hefur ákveðna lífsstefnu og helg- ar þeirri stefnu alla krafta sína. Hann kryfur til mergjar þau mál, er vinnur að hverju sinni. Þar sparar hann hvorki orð né athafnir. Byggðastefna er sfórt mál og örlagamál hverrar þjóðar. Skilgrein- ing þess er ekki auðveld. í hinum víðasta skilningi er hér um að ræða afkomu og afdrif einstaklinga og byggðarlaga, jafn- vægi og jákvæða uppbyggingu gagnvart einstökum landshlutum, stjórnmál og stýring fjármála fyrir einstök héruð, velferð og valddreifing í þjóðfélaginu. í huga Áskels er það í senn „alfa og omega" að byggðastefnan nái farsælum framgangi. Byggðastefna sem í raun verði allri þjóðinni til heilla og framfara. Ekki aðeins stundarhagur einstaklings eða seinstakra byggða, heldur miklu frckar langtímamarkmið og stefna sjálf- stæðrar þjóðar og þjóðfélags. Nái slík stefna að þróast og eflast, fái hún fleiri og fleiri liðsmenn, þá getum við tekið undir með skáldi okkar: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga“. Sú er ósk okkar starfsbræðra hans hjá hinum einstöku landshlutasamtökum, að þessar hugsjónir hans rætist. Þetta er okkar hamingjuósk honum til handa á þessum tímamótum í ævi hans. Lifi hann og hans fjölskylda heil og sæl. Hjörtur Þórarinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.