Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1983 9 menningarmál Orðaleppar Sigurdur H. Þorsteinsson: Að haustnóttum Norskar bækur frá Gyldendal ■ Haustið er tími bókaflóðsins, ekki síður í Noregi en á íslandi. Þegar er búið að gera áætlanir og ákveða margar bækur, sem út eiga að koma en aðrar eru enn á skipulagsborðinu. Hjá GYLDENDAL í Oslo verður að þessu sinni mikið um skáldsögur. en þar verða gefnar út 150 bækur að þessu sinni. Þar hyggjast menn gefa út fleiri norskar skáldsögur en í fyrra, en einnig fleiri þýddar. Tvær þeirra norsku verða frumraunir höfunda og þrjú ljóðskáld koma í dagsljósið í fyrsta skipti. Sputnik heitir skáldsaga eftir 22 ára gamlan mann, Jón Ege. Þetta er einskonar rock & roll skáldsaga manns sem að vísu býr í Osló, en er fæddur í New Jersey. Bókin fjallar um ástir unglinga og það sem þá skeður, vandamál o.fl. Hinn höfundur- inn er óþekktur. Á kápu stendur aðeins „1. Olsens bók“. hvórt það svo upplýsist hver þessi Olsen er, er eftir að vita. Af öðrum bókum má nefna; Det stumme rommet eftir Herbjörgu Wassmo, sem er framhald bókar hennar frá í fyrra; Huset med den blinde glassveranda. Þetta er því önnur bók höfundar, sem var valin til þátttöku í keppninni um bókmenntaverðlaun Norðurlanda. KerShuser heitið á bók Tor Aage Bringsværd um framtíðina. Bókin skeður eftir 3. heimsstyrjöldina. Þess má geta að fleira en vísindaskáld- sögur koma frá þessum höfundi. Hann gerði t.d. myndabók ásamt Judith Allan, Lísu langar til baka. Leif B. Lillegaard er tveggja bóka höfundur í ár. Er þar bæði um að ræða barnabók og skáldsöguna „Livet som döde“. Þá eru einnig nýjar skáldsögur frá hendi: Paul Erik Salvesen, Ragnar Hovland og Veru Sæther, auk þess sem Karin Bang sendir frá sér bókina Lövep- orten. Tormod Skagestad heldur áfram bókum sínum um Hild Rogne, og heitir sú nýjasta Paa Rogne og fjallar um eftirstríðsárin. Sögulegar skáldsögur eru einnig vin- sælar í Noregi og margir sem fást við þær. Den farlige vaaren eftir Johan 0 Jensen blaðamann, er bók sem ntargir bíða með eftirvæntingu. Hún er skrifuð með hliðsjón af handritum sem Per Hansson skildi eftir sig. Þá fjalla um 3. áratuginn bók sem Trond Hegnas hefir skrifað og kemur út þegar 1. ágúst. Lille Moskva. Den glemte krigen, eftir Kjell Fjörtoft er um norska föður- landsvini í þjónustu RúsSa. Hún skeður Kiberg á Finnmörku, en þaðan komu þeir flestir. Mikið mun af nýju efni í þeirri bók. Annað efni er svo að finna hjá Ketil Björnstad sem opnar fyrir lesendum bohemlífið í gömlu Kristíaníu í bók sinni Oda. Þar fjallar hann um Oda Krogh og Christian Krogh, sem og aðra er voru miðdepill Essa lífs og margar sögusagnir eru bundnar við. Björnstad reynir að gera ljóst hver hún var og hvers virði hún var, t.d. fyrir málara eins og Edward Munch og Jean Heiberg. I raun fyrir alla þá sem kynntust henni. Kjære publikum, nefnist bók þar sem Elisabeth Grannemann minnist 25 ára ferils síns, sem revíuleikkona og útdeilir vitnisburð- um í allar áttir. Allir eru í megrun nú á dögum, svo að bókin Ikke læt aa være tung, eftir Andreas Diesen um megrun og erfið- leika við að ná af sér kílóum, ætti að vera velkomin lesning á þessum síðustu og verstu tímum. Undirtitill bókarinnar er Lettlest bok í vektens tegn, segir það kannske nokkuð um að bókin er í léttum dúr en mest grín gerir hann að hrað- megrun, en gefur einnig sínar uppskriftir að því hvernig í raun eigi að taka á þessum málum. „Þannig var það“ segir Auðunn Rek- sten í sjálfsævisögu, þar sem hann segir frá ástleysi og einmanaleika í æsku og stórviðburðum síðustu ára í Reksten- málum. Fólk og fé í norskum dölum, heitir bók eftir Halvor Paus dýralækni, aðal- heiti Dyrelegen forteller. Hann skrifar þarna af reynslu manns sem hefir verið dýralæknir í 31 ár í Övre Rendalen. Gamansöm frásögn manns sem hefir frá mörgu að segja og kemur því vel til lesandans í þessari frumraun sinni. Frá Hákonarmálum til okkar daga mætti kalla 6 binda verkið Norske dikt, sem kemur út í haust. Eða norsk ljóð í þúsund ár. Brikt Jensen hefir valið Ijóðin, en verkið kemur út í október. Deilur kann að vekja bók Kari Gar- mannslund, sem hún kallar Geta stúlkur ekki reiknað. Hún er annars höfundur kennslubóka og tekur fyrir í þessari bók á gagnrýninn hátt kennsluaðferðir, kennsluefni og hvernig kynjunum er mismunað í hinni duldu námsskrá. Verð- ur þessari bók áreiðanlega ekki tekið þegjandi, hvorki af norskum kennurum né norskum skólum. Kannske gætum við lært eitthvað af henni. Af þýddum skáldsögum og bókum má ncfna: Elias Canetti, framhald sjálfs- ævisögu, Fakkelen í Öret. Heinrich Böll, æskubókin Testamente. Loks cr svo Fay Weldon, Presidentens barn. Andlitslyfting Fyrir um tveim árum skrifaði ég þátt um Cappelen, þar sem rakin var saga þess hver ósköp af stórum ritverkum væri gefin út af því forlagi. Verk sem drægju til sín mikið fjármagn á meðan á útgáfu stæði, en væru jafnframt örugg fjárfesting og skiluðu arði er tímar liðu. Nú hefir forlagið vent kvæði sínu í kross og fækkar nú þessum verkum en leggur meiri áherslu á einstakar bækur, svo sem sérhæfðar bækur í ýmsum greinum og almennar bókmenntir. Hingar til hafa skólabækur og stóru verkin verið driffjöðrin hjá þessu forlagi, en hvort tve'ggja krefst mikils fjármagns. Meðal annars má nefna að tvö síðustu stórverkin hafa verið: „Cappelens ver- denshistorie" og „Cappelensleksikon". Þetta þykja einstaklega góð verk og hafa hlotið einróma lof þeirra er um hafa skrifað. Þess má geta að leksikoninn hefir keppt við Stóra norska frá Asche- houg og Gyldendal og ekki selst síður en hann. Hinsvegar er helst um samkeppni að ræða frá Grimberg, sem Cappelen gefur einnig út, að því er varðar heims- söguna. Fækkun barna og sparnaður hjá sveit- arfélögunt hefir hinsvegar komið hart niður á skólabökaútgáfunni hjá Cappel- en að undanförnu. Hins vegarvarð 20% aukning á þeint vetvangi á s.l. ári svo þar er aðeins að rætast úr. Alfræðabókin sent áður er nefnd hefir selst í 12-13 þúsund eintökum, þ.e.a.s. Heimssagan en leksikoninn í 8-9 þúsund eintökum, sem er heldur minna, en þess ber að gæta að bækur þessar eru gefnar út á lengra tímabili. Þetta þýðir einnig háan sölukostnað. Bagley og MacLean eru nöfn sem hafa selst vel í þýddum skáldsögum, en aðrir seljast minna. Þó hefir verið góð sala í innlendum skáldsögum og í því efni er um að ræða 16% aukningu á síðasta ári. í viðtali nýlega sagði Jan Wiese að hið nýja andlit, sem Cappelen væri að reyna að skapa sér væri minna af stórum verkum, en reynt að leggja meira í útgáfu bóka, sent ekki krefðust eins mikilla fjárútláta. Ný sérfræðibókadeild hefir verið stofnuð og deild fyrir almenn- ar bókmenntir verið styrkt. Auk þess væri verið að reyna að auka eiginfjár- magn með hlutafjárútboði. Það fer ekki á milli mála, að margir munu sakna hinna stóru og geysi góðu uppsláttarbóka, sem margir hafa reitt sig á að fá frá Cappelen. Hitt er svo annað mál að nokkuð hefir þrengst í búi hjá norskum forlögum að undanförnu. Er sagt þar að mörg þeirra standi og falli með bókaklúbbunum. Það fer heldur ekki á milli mála að stofnuri nýrra bókaklúbba hér heima staðfestir að þetta er ekkert norskt sérfyrirbæri. Þarna er um alvarlegt vandamál að ræða. Þess má geta að aðeins Gyldendal hefði sýnt ágóða á s.l. ári án þess að vera hlutareigandi í norska bókaklúbbnum. hin hefðu tapað hefði ekki komið til salan gegnum bókaklúbba. Sigurður H. Þorsteinsson. á vettvangi dagsins Árni Björnsson: Spurning til Haralds Ólafssonar ■ Stundum getur manni þótt svo snögglega, að ásetningur um að skipta sér ekki framar af málefnum líðandi stundar fýkur út í vind. Svo varð um mitt far. þegar ég las eftirfarandi málsgrein í pistli Haralds Ólafssonar miðvikudaginn 29. júní, sem bar heitið Einlægni ábótavant: „Hvernig stendur á því að við rísum ekki öil upp og mótmælum þjóðarmorð- inu í Afghanistan einsogvið mótmæltum stanzlaust hernaði Bandaríkjamanna í Víetnam?. Hvað hefir gerzt í huga okkar?“ Hver eru þessi „við öll“, sem Haraldur er að mæra og eggja? Af orðanna hljóðan mætti halda, að það hefði verið aliur almenningur. En sé það meining orðanna, þá er einhverju ábótavant hjá Haraldi, annaðhvort minninu, skilningnum - eða þá einlægn- inni. Allur þorri almennings lét sig Víet- namstríðið litlu skipta, en drjúgur hluti hans var á bandi Morgunblaðsins, sem þindarlaust réttlætti hernað Bandaríkja- stjórnar þar eystra - eins og vera bar. Eins og ævinlega var það fámennur hópur, sem stóð fyrir mótmælum. Og •ss kost að rúa frelsis- að nafni. m sinna við Dsndingum itlamanna- s Pakistan. •stjorna við I þetta var >ist feimni. jóðarslolts unda, jafn- fa fallið i inn. Akrar aður drep- öfnuð við nir manna n þessarar en það var ekki hsrgl að leggja hana fyrír Assii. Það var spuming scm ég og þú verðum að svara. Hún er þessi: Hvemig stendur á þvi að við rísum ekki óll upp og mótmælum þjóðar- morðinu i Afghanistan eins og við mótmsltum staiulaust heroaði Banda- ríkjamanna i Vietnam? Hvað hefir ger/t i huga okkar? Eg er ekki viss um, að ég hafi svör á reiðum höndum. Vietnamstríðið var andmxla. Það gaf athofnunum inntak, lífinu merlungu að taka þáll i þvi að stöðva þetta voðalega stríð. En við vivsum ckki þá, að óflugasta andstaðan gegn stríðinu var i Banda- ríkjunum sjálfum. Það var bandanskur almenningur, sem ekki vildi þetta stríð. Þegar þvi lauk galum við sagt: Við fengum nokkni áorkað en okkar skerfur var lítill á móts við það, sem Bandankjamenn sjalfir, alþyða manna HARALDUR ÓLAFSSON SKRIFAR: I MIÐRI VIKU lægninni ábóta iörk sett. halda þvi is og be/t n aður en ig hóf að þjóð sem um leið m einung- gur gerða kost einan fureflið, - lur menn- •svarað að nska and- lil vigvall- lan Khvb- st i huga, andstyggilegt stríð, þar sem forvstu- þjóð lyðræðis og menningar i heimin- um sökk dvpra og dýpra i kviksyndi innanlandsófríðar i fjarlægu landi og reyndi að viðhalda rotnu og duglausu sljórnarfari. Það var auðvelt að fyllast andstyggð á þessu stnði. Það fór fram fyrír augunum á okkur Vesturkanda- búum. A hverju kvöldi sá maður þátt ur striðinu i almennum fréllatímum sjonvarpsstöðva um heim allarf. Eng- inn frétlatimi leið svo ekki vxrí minn/t a einhvem hroðalegan atburð. Við saum sprengjuregnið ur B-52 falla yfir hnsgrjónaekrur og slraþorp fátxkra bxnda. Og við gengum og stóðum og skrífuðum undir i þeirrí trú, að eitt- hvað mundi gerast ef allir risu til og stjóromálamenn. logðu af morkum. Lm Afghanistan gegnir óðru máli. Þxr myndir sem við sjaum frá stnðinu þar eru teknar við verstu hugsanlegu aðstxður. Nokkrir Ijallanvenn með gamla ríffla og vélbyssur, sem teknar hafa veríð af sigruðum Kússum, reyna að skjóta niður fijugandi þyrluvirki. Ogn stríðsins birtist ekki i mvnd heldur orðum. og þeim oft sluttaralegum. Stríðið er ekki nalxgt okkur a sama hátt og Vietnamstríðið. Sú spuming geríst * aleitnari hvort virkUega se buið að *ra okkur með sibyljunni um, að Bandaríkjamenn seu að undirbua að cyða heúninum i kjaroorkubálinu. Erum við farin að trúa þessarí fjarstxðu. einhvers staðar djupt í huga okkar? Eni þcir sem háværastir voru i molmælunum gegn slríðinu i Vietnam kannski tUbunir að réltlxta ofbeldi Russa i Afghanistan með þvi. að Sovétríkin séu brjóslvörn sósialismans, og ein f*r um að hindra Bandarikjamenn i að eyða mannkyn- inu tU að vernda kapitalismann? Eg vona að svo sé ekki. í lengstu lóg vU ég halda í þá von, að alþýða manna i austri og vestrí sameinist um að gera stnð ohugsandi, eins og alþyða Banda- rikjamanna knúði fram endalok stríðs- ins i Vietnam. Fregniroar frá „Fríðarþinginu" i Prag eru þó ekki upporvandi. Lndir slagorðum um eUifa tryggð við rísa- veldið i austrí stcndur einn fulltrúinn a eitt er víst, aö hvorki ég né Haraldur vorum þar í fremstu víglínu, þótt við höfum sjálfsagt drattast með endrum og sinnum. Enda voru þetta yfirleitt heldur ósmart baráttuaðferðír fyrir virðulega menn. Morgunblaðið hrakyrti þær. Mér cr minnisstætt eitt skipti, þegar ekki var einu sinni hægt að fá Harald sem fundar- stjóra á einn þvílíkan fund. Hann átti eftir að sjá, hvemig málin „kristölluð- ust". Nú hafa málin kristallast. Núerorðinn heiður að því að hafa ekki mælt Víet- namstríði Bandaríkjastjórnar bót. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Þannig hefur þetta svosem gengið í mannkynssögunni alla tíð. Forsjárlitlir fullhugar ryðja brautina. Þá fyrst kemur hinn varkári og hugdeigi meirihluti í slóðina og eignar sér afrekin. „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa“, sagði Jesús Kristur á sinn meinfyndna hátt. Kannski er ég að opinbera eigin gleymsku cða skilningsskort. En ég spyr þó a.m.k. í einlægni: Hvað áttiHaraldur við með orðunum „við öll“ í fyrrnefndri málsgrein? Upp- skera á knatt- spyrnu- velli ■ Vertíð er auðskilið orð. En óþarft er að trana því fram í yfirfærðri merkingu, þar sem venja hefur verið að segja aðeins tíð eða tími. Nú er talað um: sláturvertíð, uppskeruvertíð, bókavertíð, jólavertíð og haust- vertíð í kjólatízku. Reykvíking- ur brá fyrir sig dagblaðafyndni og spurði, hvenær hrútavertíð byrjaði. Pað orð hef ég þó ekki séð á prenti. Er ekki einfaldast að nota gömlu orðin: sláturtíð, uppskera bókamarkaður, jólaös, fengi- tími? Þetta er furðuleg árátta, að skipta um orð - bara til að skipta um, þó að þau nýju séu óhentugri en þau gömlu. Jafnframt því sem talað er um kartöfluvertíð, er uppskera einmitt tízkuorð. Eitt blaðanna nefndi „uppskeru á knattspyrnuvelli“. Annað sagði frá „uppskeru námskeiðs“. Bókauppskeru er talað um jafn- framt bókavetíð. Eitt dagblaðanna sagði fyrir jólin í fyrra: „Gizkað var á, að uppskeran samanstæði af meir en þúsund titlum". Auk þess var sagt, að ætti að „bregða upp vinnsluferli bóka“. Var víst átt við að kynna bókagerð. Til er félag bókagerðarmanna. Ekki kenna þeir sig við „vinnsluferli“. Vel á minst „titla“. Rétt eins og ekkert sé til sölu, nema heiti bókanna! Hvers vegna var ekki sagt blátt áfram, að þúsund bækur hafi verið prentaðar? Allir vita, að gefið er út fleira en eitt eintak af hverri bók. Stundum er talað um, að út sé komin önnur eða þriðja bók einhvers höfund- ar. Ekki verður það misskilið. Ég spyr bóksalann, hvort hann sé búinn að fá margar nýjar jólabækur - ekki marga „titla“. Hann skilur undir eins, að ég á ekki við samanlagðan eintaka fjölda í búðinni, heldur hvaða höfundar hafi sent bækur. Handa hverjum er þetta titla- tog, sem ekki þarf að nota í viðskiptunum? Nú er farið að kalla hvaða lesmál sem er “texta“. Ég hélt, að texti hefði alveg ákveðna merkingu. Oddný Guðmundsdóttir. Oddný Guðmundsdóttir skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.