Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. JULI1983 ■ Er sólarlandaferðamarkaðurinn á Islandi að þorna upp. Er hrun yfirvof- andi hjá þeim íslensku ferðaskrifstofum sem hafa byggt sína starfsemi á sólar- landaferðum. Þessar og viðlíka spum- ingar hafa heyrst undanfarið enda hefur það ekki farið framhjá neinum að síðustu vikur hefur verið mikil samkeppni hjá þeim ferðaskrifstofum sem bjóða upp á sólarlandaferðir. Allskonar undirboð hafa verið í gangi; boðið frítt fyrir börn; lánskjör hafa verið með ólíkindum og um leið hefur ferðaskrifstofum sífellt verið að fjölga. Einnig hafa öðruhvoru borist fréttir um erfiðan rekstur ferða- skrifstofa sem bjóða upp á sólarlanda- ferðir og jafnvel að gamalgróin fyrirtæki eigi í rekstrarörðugleikum. Á meðan virðist rekstur ferjanna Eddu og Norr- ona ganga ágætlega og einnig aðrar ferðir sem ekki er beint til sólarland- anna. Tíminn ákvað að kanna hvað hæft væri í þessu: hvort sólarferðamarkaður- inn væri að þrengjast verulega, hvort ferðamáti íslendinga væri að breytast eða hvort samdráttur væri alfarið í Samdráttur í sólarferðum Það er staðreynd að sólarferðir íslend- inga hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár enda „búnir að vera uppgangstímar í þjóðfélaginu, skráð gengi krónunnar búið að vera snarvitlaust þannig að ferðakostnaður hefur verið alveg úr samhengi við raunveruleikann", sagði einn viðmælanda Tímans í ferðaiðnaðin- um þegar hann var spurður um þetta. „Það fer ekkert á milli mála að það er verulegur samdráttur í sólarbransanum nú og allar ferðaskrifstofurnar hafa minnkað sitt framboð. Vonandi dugar það til þess að flestar sleppa með heilt skinn en einhverjar brenna sig.“ En í hverju er samdrátturinn fólginn? Hjá stærstu „sólarskrifstofunum" Útsýn og Úrval, fengust þau svör að ferðum hefði verið fækkað nokkuð miðað við þá ■ Þessi væni skammtur af auglýsingum frá ferðaskrifstofunum er aðeins afrakstur einnar helgar ■ dagblöðunum, og sýnir betur en margt annað hversu geysileg samkeppnin nú er. þegar þangað væri komið. Þannig væru þeir farþegar sem færu með Eddunni ekki endilega þeir farþegar sem hefðu fyrirhugað að fara í sólarlandaferðir en hætt við vegna hagstæðari tilboða á ferðum Farskipa. Raunverðið á ferðun- um væri heldur ekki ódýrara en flugfar til meginlandsins. Raunin væri sú að fólk hefði áhuga fyrir þessum ferðamáta og skýringin á betra gengi Farskipa væri sú að fyrirtækið hefði verið fljótara að aðlaga sig breyttum markaði. Skýringar Ferðaskrifstofanna væru vegna þess að það var ljóst í vor að sætaframboð þeirra var allt of mikið og þetta væri afsökun fyrir þeim mistökum. Þarna er ef til vill komið að kjarna málsins. Það er ljóst að þessi nýi ferðamáti þykir forvitnilegur. Steinn Lárusson talaði um „sjósveiflu" en hann er umboðsmaður fyrir Norrona sem siglir á milli Seyðisfjarðar Færeyja og Skotlands. Hann sagði að eftirspurn eftir ferðum Norrona væri óvenjulega mikil og vikuferð til Færeyja sem nú stendur yfir hefði t.d. selst mjög vel. Aðrar ferðir sem ekki er stefnt til sólarlanda virðast einnig hafa gengið vel. Samvinnuferðir/Landsýn buðu upp á sumarhús í Hollandi í sumar og að sögn Helga Jóhannssonar sölustjóra seldust þær ferðir upp á svipstundu. Þetta kemur einnig heim við ummæli Ágústar Ágústssonar um breyttan ferða- máta því frá þessum sumarhúsum er hægt að ferðast um Evrópu á eigin vegum. Undirboð stöðvað? Það er því Ijóst að ekki hefur dregið úr ferðum íslendinga í bili að minnsta kosti. Nú sjá ferðaskrifstofur fram á bjartari tíma þegar líður á sumarið. Framámenn þeirra ferðaskrifstofa sem eru innan Samtaka íslenskra ferðaskrif- stofa komu líka saman fyrir stuttu og þar var áréttað að einstaka skrifstofur væru með undirboð og um leið reynt að sporna á móti því. Menn töldu að sá tími ER SuLARLANDAFEREIAMARKAÐIIR- INN A fSLANDI RÐ ÞORNA UPP? dagskrá sem sett var upp fyrir sumarið. Útsýn aflýsti t.d. heilli seríu til Sikileyjar sem var fyrirhuguð í sumar. Einnig hafa verið felld niður flug til Mallorca. Það vekur einnig athygli að nú er mikið um að ferðaskrifstofur sameini leiguflug sín. Útsýn, Úrval og Olympo hafa verið með sameiginleg flug á Spán síðan í maí og í júlí hafa Samvinnuferðir og Útsýn sam- einað tvö flug til ftalíu. En á þessum ferðaskrifstofum, og einnig hjá Sam- vinnuferðum, var bent á að tíminn frá því lok júní til seinast í júlí væri alltaf erfiðastur. Kristín Aðalsteinsdóttir sölu- stjóri hjá Útsýn sagði að yfirleitt hefðu allar ferðir verið fullar hingað til nema ein ferð sem farin var rétt fyrir páska. Og útlitið í ágúst væri gott. Steinn Lárusson hjá Úrval hafði sömu sögu að segja og að ferðir þar væru yfirleitt fullbókaðar í ágúst en þessi millitimi hefði velgt mörgum undir uggum. En eftir stendur sú staðreynd óhögguð að sætaframboð hefur dregist saman miðað við áætlanir. Það er jafnvel talað um 10-12% í því sambandi. Það er Ijóst að í áætlunum var gert ráð fyrir meira sætaframboði en var t.d. í fyrra en nú er það framboð jafnvel minna, eftir að ferðir hafa verið sameinaðar eða verið aflýst. Og þó ferðum hafi verið aflýst er ekki öll sagan sögð. Þegar áætlanir eru gerðar fram í tímann kaupa ferðaskrif- stofurnar afnot af íbúðum og þær íbúðir þarf að greiða hvort sem hægt er að koma þangað gestum eða ekki. Og meirihluti gistinga í sólarlöndum er ein- mitt í þessum íbúðum, líklega 85-90% hlutfall. Þó hægt sé að afpanta leiguflug hjá Arnarflugi og Flugleiðum án mikils tilkostnaðar er Ijóst að mikið tap er á þeim ferðum sem ekki eru famar nema hægt sé að selja öðrum aðilum þessar íbúðir. Og það hefur jafnvel verið gripið til þess ráðs að sameina flug en gefa síðan íbúðirnar! Undirboð vegna Eddunnar? En hvernig stendur á þessari miklu samkeppni sem hefur verið undanfarið. Einn þátturinn er auðvitað allur sá fjöldi ferðaskrifstofa sem hefur sprottið upp eins og gorkúlur undanfarið, og allar stefna á sólarmarkaðinn, markað sem er í rauninni ekki stór. „Það er eins og það sé einhver Ijómi yfir þessari iðju“, sagði Steinn Lárusson þegar hann var spurður um þetta. Þessar skrifstofur hafa sumar verið fullbjartsýnar í áætlunum þó hægt væri að sjá fram á lakari tíð. Þegar fór að syrta í álinn fóru ýmisleg tilboð að sjá dagsins ljós. Ein ferðaskrifstofa bauð t.d. upp á fríar ferðir fyrir börn en eins og einn viðmælandi Tímans sagði: „Það er ekkert hægt að framleiða frítt fyrir börnin þegar einingarverðið í leiguflug- inu kostar um 9000 krónur þegar gert er ráð fyrir ca. 85% sætanýtingu." En þetta segir ekki alla söguna því „samkeppnin hefur alltaf verið fyrir hendi“, eins og Kristín Aðalbjörnsdóttir sagði. Flestir viðmælendur Tímans voru sammála um það að þau tilboð sem Farskip buðu með Eddunni hefðu verið upptök þeirra gífurlegu undirboða sem nú virðast ætla að tröllríða sumum litlum ferðaskrifstofum. Steinn Lárusson sagði að það væri ekkert launungarmál að Farskip hefðu verið með allskyns undir- boð á markaðnum í byrjun og um leið og ferðaskrifstofurnar hefðu séð þetta síðast í maí hefði gripið um sig viss hræðsla. Kristín Aðalsteinsdóttir sagði einnig í þessu sambandi að fólk hefði haldið að það gæti fengið ferðir fyrir lítinn sem engan pening vegna undir- boða Farskipa. Þessi ummæli voru borin undir Ágúst Ágústsson sölustjóra hjá Farskipum. Hann sagði að staðreyndin væri sú að fólk hefði nú minna milli handanna en áður og væri því ekki tilbúið til að fara í dýrar sólarlandaferðir. Og Farskip hefði náð markaði sem ekki væri sambærilegur við þær ferðir. Nú væri fólk á höttunum eftir nýjum leiðum í ferðalögum sem ekki væru mjög dýrar. Það hefði einnig komið í ljós að lengri ferðir sem voru skipulagðar af Farskip og áttu að kosta á milli 15-17000 krónur bókuðust alls ekki. íslendingar að breyta um ferðamáta Ágúst sagði að það væri einnig stað- reynd að fólk á íslandi væri orðið mun þroskaðra í ferðamáta. Áður voru allir hræddir við að aka erlendis en nú væri sífellt að aukast að fólk færi með bíl til Evrópu og skipulegði ferðir sínar sjálft væri kominn að ekki þyrfti að lækka verðið eftir að búið væri að fækka sætum og þetta erfiðleikatímabil væri liðið hjá. Hverjar efndirnar verða á því kemur auðvitað í Ijós því ljóst er að þessi undirboð hafa skemmt markaðinn og verðskrár sumra ferðaskrifstofa eru ein- faldlega ekki teknar trúanlegar lengur af ■ bifreiðaeigendur Vegna sumarleyfa starfsfólks, verður bifreiðaverkstœði Véladeildar Sam- bandsins að Höfðabakka 9 lokað frá 18. júlí til 15. ágúst 1983. Þennan tíma verður veitt neyðarþjónusta á staðnum, en við biðjum viðskiptavini velvirðingar á þeirri óhjákvœmilegu röskun sem þetta kann að valda. SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar= Verkst.:85539 Verzl:84245-84710

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.