Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.07.1983, Blaðsíða 11
10__________________________ íbróttir ____________15 umsjón: Jón Ólafsson Lofturog Jóhann sigruðu ■ Opna GR-mótiö fór fram s.l. laug- ardag og sunnudag. Óátttaka var injóg mikil að venju eða 124 þátttakendur. I 3 efstu sætunum urðu þessir: 1. l.oftur Ólafsson NK og Jóhann * Einarsson GR 80 punktar. 2. Ragnar Olafsson GR og kristinn Ólafsson GR 76 punktar. 3. Stefán UnnarssonGRogGuömund- ur Vigfússon GR 75 punktar. Fyrir að vera næstir holu hlutu eitirlaldir kylfmgar utanferðir i verð- laun: 2i hraut: Guðmundur Valdimarsson GL 6. b'raut: Karl Ómar Jónsson GR 11. braut: Ágústá Jónsdóttir GR 17. hraut: Þorsteipn Þorsteinsson GR. 16-liða úrsi'rt Bikarkeppni HSÍíkvöld: Peir leikir sem eftir á að leika í ,16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ eru á dagskrá í kvöld. Leikirnir sem hefjast kl. 20. eru Valur-ÍA í Laugardal, FH-Þór í Krikanum, ÍBV-Þróttur í Eyjum, Víkverji-Breiöablik á Mela- vellinum og Undastóll-ÍBK á „Sheep- river-hook“, eða Sauðárkróki. Kl.19 leika á Vopnafirði lið Einherja og Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Heimsmeistara- mót stúdenta: ■ Ingi Þór Jóitsson, sundmaðurinn knái af Skaganum, hafnaöi i 30. sæti af 45 keppenduin i undanrásum lOOm skriðsundsins í fyrradag á heimsmeist- aramóti stúdenta i Ednionton í Kan- ada. Háöi það honum verulega hve slaTmur hann var í öxl. Tími Inga var 57,18 sek, en íslandsmet hans er 55,70. Viðumefni Víkverjanna: U Þud er kimnski að bera i bakki full- an lækinn ar) skrita um 4. deildarlid Víkverja sem leikur við Breiðablik í kviild á Melavellinum. Íþróttasíðan getur þó ékki stillt sig eftir að hafa fengið i hendur leikskrá þá sem dreift verður á leiknum í kvöld. Eru þar kvnntir leikmenn liðsins og bera þeir hin furðulegustu viðurnefni, svo sem „Maðurinn með sundhettuna", „selur- inn", „faðir knattspyrnunnar" og „hringuháramaðurinn", Verður fróð- legt að athuga á leiknum í k völd bvort hægtjtr að þekkja leikmenn Víkvcrja eftir þessum viðurnefnum þvi engar myndir eru i leikskránni. Húmorinn lengi lilí! Góðframmistaða íslendinga í / svifflugkeppni ■ lslcnskir svifdrekaflugnienn tóku um síðustu helgi þátt i hinni svokölluöu Celtic Cup keppni í svifdrekaflugi, en þessi keppni hefur um skeið fariö fram árlega milli Skota, íra og Walesbúa. Að þessu sinni var keppt í Glenshec skammt frá Glasgow í Skotlandi. Er skemmst frá því að segja að íslensku flugmennirnir 7 sigruðu með yflrburð- um og varð enginn þcirra neðar en í 17 sæti en alls tóku 50 flugmenn þátt i mótinu. íslandsmeistannn, Árni Gunnarsson, nældi í annað sætið, Björn Matthíasson varð fjórði, Einar Eiríksson fimmti og Kristján Richtcr varð tíundi. Heildarúrslit urðu þau, að íslcndingar fengu 5911 stig, Skotar 4245, Wales 3835 og írar 2851. -SJ Slagsmálaleikurá Árbæjarvelli — Sjö gul spjöld á lofti þegar Fylkir vann KS 2-1 ■ Fylkismönnum tókst að komast í 8-liða úrslit Bikarkeppni KSÍ er þeir sigruðu eitilharða Siglflrðinga á hinum geysiskemmtilega malarvelli sínum íÁr- bæjardældinni. Var hart barist í leiknum og eigi færri en sjö leikmenn fengu að líta gula spjaldið. Leiknum lauk með tveimur mörkum gegn einu. Hefði leikurinn þó getað endað á hvom veginn sem var. Siglfirðingar urðu fyrri til að skora og var þar að verki Ólafur H. Ólafsson. Boltinn barst út fyrir vítateig og var Óli þá mættur á svæðið, bráðhress og ber- leggjaður og skaut þrumuskoti í bláhorn- ið. Má með sanni segja að Fylkismark- vörðurinn hafi ekki séð glóru. Mark þetta kom á 5. mín. eins og köld gosgusa framan í Árbæinga. En Fylkismenn gáfust ekki upp og áttu næsta kafla í leiknum. Á 35. mínútu handlék sterkur varnar- leikmaður Siglfirðinga knöttinn rétt utan vítateigs og dæmd var aukaspyrna þar sem þetta er alls ekki leyfilegt í knatt- spyrnu. Á meðan KS-ingar voru að stilla upp varnarvegg sínum flautaði dómar- inn, Ragnar Örn Pétursson, og Guð- mundur Fylkismaður Baldursson hleypti af og boltinn fór í netið án þess að norðanmenn hreyfðu legg né lið. Það sem eftir var hálfleiksins var baráttan um miðjuna í algleymingi. Siglfirðingar byrjuðu seinni hálfleik af miklum eldmóð án árangurs þó, reyndu þeir að dæla háum fyrirgjöfum inn í vítateig Fylkis en þar réðu Fylkismenn ríkjum og unnu þeir langflest skallaein- vígjanna. Um miðjan síðari hálfleikinn áttu Fylkismenn eina af fáum sóknum sínum og Hafsteinn Eggertsson rauk upp völl- inn en markvörður KS braut á honum, vítaspyrnuvar staðreynd og úr henni skoraði Guðmundur Baldursson. Eftir þetta færðist mikil harka í leikinn og Ragnar dómari hafði nóg að gera og var ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Gaf hann 3 Fylkismönnum og 4 Siglfirð- ingum gula spjaldið. Knattspyrnulega séð var leikurinn lélegur því harkan var í fyrirrúmi. Markaskorari KS sást varla enda í strangri gæslu Sighvats Bjarna- sonar. -GTG. Molar Júnímót drengja ■ Júnímót drengja fór fram í Grafarholti þ. 23. þ.m.. úrslit urðu þessi: Án forgjafar: 1. Karl Ó. Karlsson 2. Sigurjón Arnarsson 3. Jón Karlsson Með forgjöf: 1. Heiðar Gunnlaugsson 2. Sigurhans Vignir 76 högg 84 högg 84 högg 90-27=63 högg 93-26=67 högg ^ ORIONT ORION ^ M * á // ■ Sumarhátíð U.Í.A. verður lialdin að Eiðum 8-10. júlí næstkomandi. Verður þar dagskrá með hefðbundnu \ sniði, með viðamikilli frjálsíþrótla- kcppni sem mcginuppLstöðu. Munu margir þekktir skemmtikraftar koma fiárn á sumarhátíð þessari. T.d. Magnús Þór Sigmundsson, Ingunn Gylfadóttir, Bubbi Morthens og Laddi. Nú verður í fyrsta sinn kcppt í sundi á Súmarhátíð. ' Heiðursgestir verða Helgi Seljan al- þingismaður og Ingimundur Ingi- mundarson, frjálsíþróttaþjálfari ásamt konum sínum. Landslið kvenna í knattspyrnu mun leika tvo vináttuleiki við sterkt kvennaúrval atistflrskra knattspyrnukvenna. Fmsti vann í hjólreiðunum ■ Hjólreiðafélag Reykjavíkur stóð fyrír hjólreiðakeppni síðastliðinn laug- ardag og hófst keppnin klukkan 14.00. Úrslitin urðu þessi: Karlaflokkur 17 ára og eldri: 1. Frosti Sigurjónsson (SchaulT) 2. Hilmar Skúlason (Motobecane) 3. Helgi Geirharðsson (Pcugeotj Sveinaflokkur 15-16 ára: 4 1. Sigurður Gíslason (Colner) 2. Ingólfur Einarsson (Motobecane) 3. Ólafur E. Jóhannsson (Colner) ....................--------— Fyrirtækja- keppni Golf- sambandsins ■ Föstudaginn 8. júlí.verður haldín Fyrírtækjakeppni Golfsambands ís- lands á golfvelli GR í Grafarholti. Verður ræsl út milli kl. 14.00 og 18.00. Þátttökurétt hafa allir starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Keppnin er sveitakeppni og i hverri sveit skulu vcra þrír menn. Hcimilt er að senda fleiri en eina sveit frá hverju fyrirtæki. Leiknar skulu 18 holur með forgjöf og árángur tveggja bfestu telur. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Stefán H. Stefánsson veitir ailar upp- lýsingar um keppnina í sima 42461 og 84033. Þátttökujýald er 1000 kr. á sveilina. Fer Kjartan holu í höggií 6. sinn? ■ Einherjakeppnin i golfl - keppni þeirra kylflnga sem hafa lariö holu í höggi og eru mcðlimir í Einherja- klúbbnum - fer'fram á Hvaleyrarvell- inum í Hafnarflrði á sunnudaginn kem- ur og hefst hún kl. 13.00. Léiknar vetrða 18 holur, Stablcford 7/8 forgjöf. Vonast er til aö allir Einhcrjar í golfinu láti sjá sig þarna. Golfað á Skaganum ■ Hin árlega opna kcppni i golfi sem kennd er við Sementsverksmiðju ríkis- ins verður haldin á golfvelli Leynis á Akranesi, laugardaginn 9. júlí. Spilað- ar vcrða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 9 til 13. Sements- verksmiðjan hefur gefið nýja gripi til keppninnar og eru þeir hinir glæsileg- ustu. sigraði í Minolta Million ■ Minolta Million golfkeppninni lauk á þriðjudaginn. Júlíus P. Guð- jónsson, umboösmaður Minolta- myndavéla sióð að kcppninni. Sigur- vegari í keppninni í karlaflokki varð Gunnlaugur Jóhannsson og varö hann myndavél að verðmæti 24.000 kr. rík- ari fyrir besta skor, 73 högg. Þátttak- endur voru 142 út ORION ORION ORION ORION ORION Pétur Pétursson. Ajax býdur 10 millj. — Antwerpen vill 15! — segir Pétur Pétursson Ég er hundfúll íþessa karla” ■ „Pað er biðstaða í málinu núna. Það er alls ckki víst að ég fari til Ajax", sagði Pétur Pétursson, knattspyrnukappi er Tíminn bar undir hann hvort það væri rétt að hann væri á förum frá Antwerpen til Ajax í Hollandi. „Undanfarið hafa forráðamenn félag- anna verið að þrasa um upphæðina á mér en nú liggja þær umræður niðri. Ég verð bara að bíða og sjá hvað setur", sagði Pétur. Ertu með tilboð frá fleiri félögum en Ajax? „Já Valencia hefur sýnt áhuga svo og annað spánskt félag. Það verð sem Antwerpen setur upp fyrir mig er 20 millj. belgískra franka og þeir vilja alls ekki fara niður fyrir 15 millj. franka. Ajax er reiðubúið að greiða 10 millj. þannig að talsvert ber á milli. Ef allt siglir í strand þá er það alveg á hreinu að ég kem heim til íslands og þá fær Antwerpen ekki krónu fyrir mig. Ég neita núna alveg að spila fyrir þá vináttuleiki sem eru í gangi enda er ég hundfúll út í þessa karla. Það er vonandi að málin skýrist í þessari viku og ég á satt að segja von á því", sagði Pétur að lokum. Nýliðakeppni í golfinu: ■ Nýliðamót fór fram á Korpúlfsstaðavelli þ. 21. þ.m. Úrslit urðu þessi: m 1. Rúnar Gíslason 87-30=57 högg 2. Almar Sigurðsson 88-30=58 högg 3. Eyjólfur Bergþórss. 90-30=60 högg Besta skor: Lee Tian Choi. Vestfjarðar- meistaramót í sundi: ■ Vestfjarðarmeistaramótið í sundi, 1983, verður haldið í Sundhöll ísafjarðar, fimmtu- daginn 14. júlí og sunnudaginn 17. júlí. Hefst keppnin á fimmtudeginum klukkan 19.00 en 15.00 á sunnudeginum. Keppt verður um tvo verðlaunagripi, annan fyrir besta félagið, sem er stigakeppni félaga og hinn fyrir besta afrek mótsins. Verðlaunapeningar verða fyrir þrjá fyrstu keppendur í hverri grein. Þátttaka tilkynnist til Sunddeildar Vestra, c/o Sundhöll ísafjarðar fyrir 10. júlí, 1983, á tímavarðar- kortum heist. ■ Heimir Karlsson kom Víkingi í 8-liða úrslitin. VIKINGUR SLO UÐ IBI IÍT DR BIKARKEPPNINNI Heimir Karlsson skoradi eina mark leiksins ■ Víkingar sigruðu ísfirðinga með einu marki gegn engu á Fögruvöllum í Laug- ardal í gærkveldi. Leikurínn var oft á tíðum ágætlega leikinn og barist af kappi, stundum of miklu. Mark Víkinga gerði Heimir Karlsson, á 37. mín. og náðu leikmenn ekki að bæta við fleirum. Á 10. mínútu átti Stefán Halldórsson ágætt skot yfir mark ísfirðinga. Leik- menn liðanna þreifuðu fyrir sér en þó var greinilegt að Víkingar voru sterkari, voru miklu meira með knöttinn. Á 24. mínútu átti Jón Oddsson þrumuskot rétt framhjá Víkingsmarkinu. Sex mínútum síðar þurfti framherji Víkings, Stefán Halldórsson að yfirgefa leikvöllinn vegna nárameiðsla en í hans stað kom Húsvíkingurinn Sigurður Aðalsteinsson, ansi hreint sprettharður náungi. Sá hinn sami Sigurður fékk dauðafæri á 35. mínútu en hitti þann kringlótta illa og boltinn rúllaði beint á hinn rauðbirkna ref í ísafjarðarmarkinu, Hreiðar Sig- tryggsson. Víkingar höfðu á takteinum sínum rangstöðutaktík eina væna og gekk hún ágætlega þar til á 36. mín. að einir 3-4 Vestfirðingar voru dauðafríir á markteig, línuvörður hélt höndum með síðum og flaggaði ekkert, það kom í hlut Kristins Kristjánssonar að skjóta, en hann hitti ekki boltann. Eina mark leiksins kom síðan á 37. mín. og var afar glæsilega að því marki staðið, sæmdi það Islandsmeisturunum fyllilega. Þórður Marelsson og Ómar Torfason léku skemmtilega í gegnum ísafjarðarvörn- ina, notuðu „þríhyrninginn" gamla og góða og endaði samvinna þeirra á því að Ómar gaf í vítapunktinn og þar kom markaskorarinn frá í fyrra, Heimir Karlsson aðvífandi og þrumaði knettin- um í mark ísfirðinga, það söng meira að segja í! Dúndurmark! Seinni hálfleikur var ágætur einnig og strax á 47. mínútu braust Sigurður Aðalsteinsson inn í vítateig eftir nokk- urn einleik, en skaut rétt framhjá marki ÍBÍ. Tveimur mínútum síðar átti Ög- mundur rosa langt útspark og skoppaði knötturinn yfir Isafjarðarvörnina og á vítateig og þar skallaði Heimir knöttinn en Hreiðar bjargaði með góðu úthlaupi. Á 56. mín. var gefið fyrir mark ÍBÍ og þar klikkaði enn Sigurður Aðalsteins- son. í sömu sókn barst þá knötturinn út til Gunna Gunn. og hann þrumaði knettinum í þverslá ÍBÍ-marksins og enn barst knötturinn Víkingi, nú til Ómars Torfasonar og sá bombaði að markinu en einhver náði að bjarga ótrúlega á markalínu. Á 68. mín. komst Kristinn innfyrir Víkingsvörnina en Ögmundur barg glæsilega með úthlaupi og á 80. mín. komst Jón Oddsson í dauðafæri en skaut framhjá markinu. Já, ísfirðingar sóttu töluvert síðustu mínúturnar það er óhætt að segja það. Á 85. mín. lentu þeir í samstuði, Þórður Marelsson og Guð- mundur Jóhannsson og féllu báðir. Guðmundur náði að standa upp á undan en þá danglaði Þórður í hann með löppum sínum þannig að Guðm. féll. Skipti þá hreinlega engum togum að Baldur hreinlega gaf Þórði rauða spjaldið, hárréttur dómur. Á 87. mín. komst Jóhann Torfa. í færi við Víkings- markið, en skaut í utanverða stöngina. Finido. 1-0 fyrir Víking, og ÍBÍ dottið út. Bestir Víkinga voru þeir Jói Þorvarð- ar og Ómar Torfa en Jóhann Tofa skástur Vcstfirðinga. Áhorfendur: fáir. -Jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.