Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknartlokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Siml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Tímabundin lögbinding kaupgjalds er aigeng í lýðræðisríkjum ■ Það lýsir furðulegri vanþekkingu, þegar því er haldið fram, að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem binda kaupgjald í átta mánuði, séu eindæmi í lýðræðislandi. Hér skulu aðeins nefnd þrjú dæmi. í septembermánuði 1978 notaði minnihlutastjórn Verkamannaflokksins í Noregi sér bráðabirgðaheimild til að lögfesta allt kaupgjald frá 12. september og til ársloka 1979, eða í meira en 15 mánuði. Þetta var síðar staðfest í Stórþinginu. í marsmánuði 1979 hafði ríkisstjórn Ankers Jörgensen forustu um að óbreytt kaupgjald væri lögbundið til tveggja ára. Innan þess ramma voru aðeins heimilaðar smábreyt- ingar. í júlímánuði 1982 notaði Mitterrand sér heimild til að fastbinda allt kaupgjald í fjóra mánuði með örlitlum undantekningum. I öllum framangreindum dæmum eru það forustumenn sósíaldemókrata, sem hafa forustu um lögfestinguna. í Frakklandi naut hún einnig stuðnings kommúnista. í öllum þessum dæmum var lögfestingin rökstudd með því, að hér væri umóhjákvæmilegar neyðarráðstafanir að ræða til að sporna gegn verðbólgu og atvinnuleysi. I öllum þessum tilfellum var hinn svokallaði samning^ réttur um kaupgjaldsmál afnuminn að öllu eða næstum öllu meðan lögfestingin var í gildi. Meðan á framkvæmd þessarai lögbindinga stóð, höfðu verkalýðssamtökin bein eða óbein samráð við ríkisvaldið um framkvæmdina og framtíðarstefnuna. Hér hefur kaupgjald verið lögbundið í aðeins átta mánuði, en í Danmörku var það lögbundið í 24 mánuði og í Noregi í 15 mánuði. Pað er í algeru ósamræmi við afstöðu verkalýðssamtak- anna í Noregi, Danmörku og Frakklandi, ef launþega- samtökin hér vilja ekki ræða við ríkisvaldið um fram- kvæmd bindingarinnar meðan hún varir og ráðstafanir, sem gerðar verða í sambandi við hana, eins og t.d. breytingar á vísitölu verðtryggðra lána. Áreiðanlega er það ekki vilji hinna óbreyttu félags- manna í launþegasamtökunum, að þau hafni því að hafa samráð um svo mikilsvert mál. Það eitt skiptir fjölmarga þeirra miklu meira máli en óraunhæf krónuhækkun á kaupgjaldi. Síldarsalan og Mbl. ■ Það getur ekki verið að vilja viðskiptaráðherra eða utanríkisráðherra, að á sama tíma og yfir standa viðræður um síldarsölu til Sovétríkjanna, birtir Mbl. hverja æsinga- greinina á fætur annarri um að draga beri úr viðskiptum við Sovétríkin. Það veltur vafalítið mest á þessum viðræðum, hvort nokkur veruleg síldveiði verður hér á þessu ári. Norðmenn og fleiri þjóðir auka nú mjög síldveiðar sínar og bjóða niður verðið. Æsingaskrif Mbl. greiða ekki fyrir viðræðum, því að hætta er á, að þannig verði litið á þau, að þau túlki stefnu viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra. P.P. FIMMTUDAGUR 7. JULI 1983 Hundalógík ■ Lög, reglugerðir og sveitarstjórnasamþykktir um hundahald eru greini- lega meingallaðar á landi hér. Síðasta uppákoman í ævarandi stríði yfir- valda og hundaeigenda er slík að hún samrýmist tæpast þeim réttarfars- hugmyndum sem al- mennt ríkja. Samkvæmt bókstaf og úrskurði er sjálfsagt fullkomlega lög- mætt að setja Fjölnir Bragason í tugthúsið fyr- ir að eiga hund í sjálfri Reykjavík. En að þetta sé slíkur glæpur að það réttlæti að setja piltinn í fangelsi þar til góðhjart- aður maður borgaði hann út er nokkuð hörkulega að farið. Auðvitað eiga borgar- arnir að hlýða lögum og sæta úrskurði dómara ef þeim verður á í mess- unni. .En löggæsla og framkvæmdavald gæti svosem litið í fleiri áttir til að leita að brotlegum delikventum. Mikið væri til að mynda þarflegra verk að framkvæmda- valdið fylgdist með aug- ljósum umferðarlaga- brjótum, sem eru stór- hættulegir lífi og limum meðbræðra sinna og mætti gjarnan taka af sér silkihanskana þá sjaldan að þeir eru staðnir að verki. Það er skrýtin sú frá- sögn Fjölnis að ekki hafi verið hjá því komist að kæra hann og dæma vegna þess að hundinum hans varð það á að finna lík af týndum manni og tilkynnti Fjölnir það náttúrlega hið snarasta til réttra aðila. Þar með komst upp um það lög- brot hans að halda hund innan borgarmarkanna. Og ekki varð hjá því komist að taka málið fyrir, dæma manninn og búra inni. Synd væri að segja að þetta sé ekki áhrifamikið réttarkerfi. Það virðist liggja ljóst fyrir að nú verður að fara að dæma og tugthúsa nokkur hundruð manns fyrir hundahald. Allir eru jafnir fyrir lögunum og allir vita að hundahald er algengt í Reykjavík, sem víðar, og verður nú erfitt fyrir þjóna réttvís- innar að sjá í gegnunt fingur sér þar sem hund- ar eru á ferli. í Kópavogi eru enn aðrar reglur um hunda- hald en í Reykjavík og enn aðrar í öðrum sveit- arfélögum. Kópavogs- búar hafa kosið um hundahald eða ekki og meirihlutinn ákvað að neita minnihlutanum að eiga hunda. Undantekn- ingar eru þó frá reglun- um og eiga hundaeigend- ur þess kost að borga væna upphæð fyrir að halda hund með tiltekn- um skilyrðum. Hunda- eigendur eru óánægðir og klögumálin ganga á víxl. í sveitarfélögum þar sem hundahald er bann- að með öllu eru samt starfandi hundavinafélög og hundaræktunarfélög og væri lítill tilgangur með starfsemi þeirra ef engir væru hundarnir. Enda er mála sannast að líkur benda til að síðan hundaeign var bönnuð hefur kvikindunum fjölg- að um allan helming. Yfirleitt er þetta allt hið mesta vandræðamál. Óbilgjarnir meirihlutar sem er skítsama um alla hunda meina hundaað- dáendum að halda þessi dýr og samþykktir mæla svo fyrir um að þau skuli bönnuð. En þeim er ekki hlýtt og yfirleitt bregður lögreglan kíkinum fyrir blinda augað þegar hundar eru í sjónmáli. Lög og reglugerðir verða að vera þess eðlis að þær brjóti ekki í bága við réttarvitund almenn- ings, að minnsta kosti að þær séu ekki brotnar vís- vitandi og það gerir dóm- stólum erfitt um vik að dæma í málum þar sem sakborningur telur sig í fullum rétti að fara á skjön við lögin með at- hæfi sínu. Ekki bætir úr skák að viðvíkjandi hundahaldi er um tilfinn- ingamál að ræða og þá má bókstafurinn sín stundum lítils. Hér verður að finna einhvers konar mála- miðlun. Það er illt að meirihluti gangi um of á rétt minnihluta og taki ekkert tillit til þarfa hans og óska. Eins er slæmt að minnihluti virði ekki meirihlutaákvarðanir, eins og á sér stað með ólöglegu hundahaldi. Kjörnir fulltrúar fólksins og góðgjarnir ættu nú að setjast niður og reyna að finna einhverjar viðun- andi lausnir á málunum áður en farið verður að eyða stórfé í fangelsis- byggingar yfir hundaeig- endur. Menningarleg einokun rofín Hjörtur Eldjárn Þór- arinsson skrifaði fyrir nokkru forystugrein Dags á Akureyri og fjall- ar þar um þá hættu að landsbyggðin einangrist frá þéttbýlinu syðra í menningarlegum og verklegum efnum. En dreifbýlismenn hafa full- an hug á að rétta sinn hlut og hefur þegar orðið nokkuð ágengt. Hjörtur skrifar: „Lestur forustugreina í Ríkisútvarpinu er merkilegur þáttur í hinni pólitísku umræðu í þjóð- félaginu og er óhætt að fullyrða að hann stuðlar flestu öðru fremur að vakandi meðvitund al- mennings út um breiðar byggðir landsins um hreyfingar og gang þjóð- málanna um leið og þær gerast. Þessargreinareru að sjálfsögðu misjafnlega úr garði gerðar og sumar hverjar ekki merkilegir smíðisgripir en spegla þó vel íslenska pólitík með kostum hennar og löstum. Nú í seinni tíð hefur það bætt og breikkað tóninn í þessum lestri að raddirnar eru ekki allar runnar upp úr dag- blöðum Reykjavíkur- borgar. Héraðs- og byggðablöð hringinn í kring um land fá senuna til umráða á mánudögum og auðga til muna alla umræðuna. Mest munar þó um þátt þessa blaðs, Dags, sem nær að blanda sér í umræðuna þrisvar í viku og hefur þar með rofið einokun Reykjavíkur- pressunnar til frambúð- ar. Það verður vart of- sögum sagt hve mikil- vægt það er fyrir lands- byggðina að ná einhverj- um árangri í að hamla gegn því sem kalla mætti menningarlega einokun höfuðborgarsvæðisins. Og þetta, að geta látið rödd sína hljóma í söng- sveit dagblaðanna, er ár- angur sem skiptir máli. Það vottar vissulega fyrir góðri þróun í þessa átt á fleiri sviðum fjöl- miðla. Stofnun RÚVAK, deildar Ríkis- útvarpsins á Akureyri, er dæmi um annan þátt sem vel og menningar- lega hefur tekist frá upp- hafi. En enginn lifir af menningu og andleg- heitum einum saman, hann þarf líka daglegt brauð. Og þannig er það með Norðurland og raunar landsbyggðina alla, hún heldur ekki hlut sínum nema atvinnulífið sé líka nægilega kröftugt. En því er einmitt ekki til að dreifa og hér við Eyjafjörð á atvinnulífið t.d. í vök að verjast. Þrátt fyrir sterkan landbúnað og öfluga sjósókn og þrátt fyrir myndarlegan iðnrekstur samvinnumanna og fleiri aðila er dauft yfir at- vinnulífinu. Og því mið- ur er vel hægt að hugsa sér að það geti kreppt til muna meir að okkar hefðbundnu atvinnuveg- um af náttúrunnar völd- um heldur en við höfum reynt um sinn og leikur þó veðurfarið ekki bein- línis við okkur þessi árin. Nú er það nokkurn veginn öruggt mál að í hönd fer hér á landi tími vaxandi orkuiðnaðar. Hann er raunar hafinn og mikil og dýrmæt reynsla hefur fengist þ.á m. víti til varnaðar í samskiptum við erlent kapítal. Næstu ár munu trúlega skera úr um það hvaða áhrif orkuiðnaður kemur til með að hafa á búsetu þjóðarinnar í landinu. Þau áhrif geta orðið mjög afgerandi og líklega óafturkallanleg. Orkuiðnaður getur, ef vel tekst til um staðarval, orðið aflgjafi til kröftugs viðnáms í byggðunum. Ef illa tekst til verður hann tilefni nýrrar og stórfelldrar búsetu- röskunar og enn þverr- andi máttar landshlut- anna gagnvart höfuð- borgarsvæðinu og þá er stutt í það að slagorðið um „borgríkið Island“ verði söguleg staðreynd."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.