Tíminn - 07.07.1983, Page 11

Tíminn - 07.07.1983, Page 11
FIMMTUDAGUR 7. JULI 1983 FIMMTUDAGUR 7. JULI 1983 10 19 íþróttiri umsjón: Jón Ólafsson Unglinga- mótin / golfí: ■ Unglingameistaramótum íslands í golfi lauk nú um helgina á Nesvelli. Keppendur voru 79 frá 10 klúbbum, víðs vegar af landinu. Úrslitin uröu sem hér segir: 1. Úlfar Jónsson, GK,28ó hógg. 2. Sigurbjörn Sigfússoít, GK, 310 högg. 3. Þorsteinn Hallgrímsson, GV, 320 högg. í flokki 16 ára til 21 árs voru úrslit þessi: 1. Magnús Jónsson, GS, 297 högg. 2. Tryggvi Traustason, GK, 299 högg. 3. Gylfí Kristinsson, GS, 302 högg. Leikbönná leikbönn ofan ....... ■ Jóhann Hreiðarsson i eins leikja bann. ■ Þeir Lárus Jónsson, Snæfelli og Vigfús Davíðsson voru í fyrradag dæmdir í tveggja lcikja bann vegna 15 refsistiga og útafreksturs. Jói Hreiöars, Þróttari, fékk cins leiks bann vegna útafreksturs og einir fjórir í viðbót fóru í cins leiks bann vegna 10 refsistiga. Þeir cru Jón Kr. yMagnússon, Reyni Sandgerði. Óskar Gunnarsson, Þór Akurcyri, Ingólfur Jónsson, Selfossi og Jón B. Guðmundsson, Fylki. Já það liorgar sig ekki að deila við dómarann, strákar! Bikarkeppnin/ Framhaldið: ■ 8 liða úrslitin í Bikarkeppni KSÍ fara fram miðvikudaginn 20. júlí. Undanúrslitin fara síðan fram þann 10. ágúst og úrslitaicikur bikarkeppninnar verður svo sunnudagin 28. ágúst. Bara svona til fróöleiks sko. Oddur og Óskar tiugu i gegn á Heimsmeistara- móti stúdenta! ■ Oddur ■ Óskar ■ Strákarnir okkar sem keppa á Heimsmcist- arumóti stúdenta i frjálsum íþróttum stóðu sig mjög vel í undankeppninni í fyrradag og komust báðir áfram fyrirhafnarlítiö. Oddur varð þriðji í sínum riöli í 400 m hlaupi, hljóp á 46,96. en í þessum riöli náðist einmitt besti tíminn, 46,25 af sovéskum pjakk. Tínii Odds var sá áttundi besti og komst auðveldlega í undanúrslitin. í kúluvarpinu þurfti Óskar að varpa kúlunni cina 18 nietra til að komast í undanúrslilin og til þess þurfti hann aðeins eitt kast, 18,54 og þá var hann ekkert að reyna meira á sig. 19,18 var besta kastið í gær og cnn var þáð sovéskur pjakkur sem átti besta árangurinn. Þeir Óskar og Oddur hafa sótt um leyfi til að fá að keppa í 200 m og kringlukusti en óvíst er um hvort af því veröur þar eð þeir tilkynntu þátttöku sína svo seint. Við vonum samt hið allra besta. Heja, heja, hcja, heja. Vassavalla bing-bong! MARKALAUST HJA VAL OG SKAGANUM EFTIR FRAMLENGINGU ■ Markalaust jafntefli, varð niðurstað- an í leik Vals og Skagamanna sem fram fór í Laugardalnum í gær í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSI. Framlengja þurfti leikinn en ekki voru leikmenn á skotskónum og er það miður. Engin umtalsverð færi komu í fyrri hálfleiknum, mestmegnis barátta og læti sem einkenndu þann hálfleik, en í seinni hálfleik náðu Skagamenn góðum tökum á leiknum og sóttu grimmt að marki rauðu herdeildarinnar. Síðasta hálftímann áttu þeir nær alveg og áttu þá mjög góð færi en klúðruðu þeim auðvitað. Á 75. mínútu komst Sveinbjörn í gegnum Valsvörnina en skaut í hliðar- nctið. Rétt á eftir varði Brynjar glæsilega hörkuskot frá ekki nafna sínum honum Sigþóri Ómarssyni, Skagamanni. Á 80. mínútu komst Sigþór aleinn í gegn en skaut beint á Brynjar Guðmundsson, Valsmarkvörð sem var vel staðsettur. Sigurður Jónsson hafði þá tekið snöggt aukaspyrnu frá miðju og inn fyrir óvið- búna Valsvörnina og Sigþór fékk áður- nefnt færi. Á 89. mínútu fengu svo Valsmenn aukaspyrnu. Hana tók Úlfar Hróarsson, hinn eitilharði, örfætti Valsbakvörður og hann þrumaði knettinum að marki íA, Bjarna tókst þó að verja en hélt ekki knettinum og barst þá knötturinn út til Bergþórs Magnússonar sem var í sann- kölluðu dauðafæri, eins og þeir segja „proffarnir", en Bjarni var mættur eins og köttur á Sólvallagötunni og náði að verja á ótrúlegan hátt. „Fantastiskt". Valsmenn hófu svo framlenginguna af ægilegum krafti og fengu góð færi. Valur Valsson skallaði naumlega framhjá og Porgrímur átti hörkuskot í þverslá Vals- marksins. Eftir þetta fór leikurinn fram sem barátta og hamagangur en hvorki gekk né rak og ekki náði neinn að sýna dug þann er felst í þeirri framkomu að setja mark. Því miður. Þrjú gul spjöld voru á lofti í þessum leik. Þau spjöld komu í hlut þeirr Sigurðar Jónssonar, Hilmars Sighvats- sonar og Vals Valssonar. Bestu mennirnir á vellinum voru þeir Þorgrímur Þráinsson og Sigurður Jónsson. Um þann síðarnefnda segi ég ekkert meir en Þorgrímur er greinilega í toppæfingu enda hefur hann sýnt jafna og góða leiki það sem af er þessu keppnistímabili. Kynningarrit Breiðabliks: ■ Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gefið út annað tölublað Kynningarrits deildarinnar og verður að segja að það er afar veglegt. Vel og glæsilega unnið og aðstandendum til sóma. Aðal uppist- aða blaðsins er kynning á stjórn, ung- linganefnd, meistaraflokksráðum, ölluin keppnisflokkum deildarinnar ásamt leikjaniðurröðun í mótum sumarsins, símaskrá deildarinnar o.fl. Jafntefli milli Þróttar og IBV 2-2 íEyjum, f framlengdum leik: Þróttur jafnaði á lokamínútunni ■ Jafntefli varð í leik Þróttar og ÍBV í Vestmannacyjum eftir framlengdan leik, sem lauk 2:2 og skoruðu Þróttarar jöfnunarmark sitt á lokamínútu fram- lengingarinnar cn þar var að verki Páll Olafsson og var mark hans stórglæsilegt, tók boltann fyrir utan teiginn vinstra megin og sendi föstu skoti upp í markhornið fjær án þess að Páll mark- vörður IBV kæmi nokkrum vörnum við en hann var illa staðsettur til að ráða við boltann. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og strax á 4. mínútunni negldi Kári Þorleifsson ÍBV boltann í netmöskva Þróttmarksins eftir sendingu frá Hlyni Stefánssyni en Þróttarar töldu Kára rangstæðan . Á þrítugustu mínútu seinni hálfleiks kom svo jöfnunarmarkið en þá skallaði Júlíus Júlíusson Þrótti yfir Pál markvörð ÍBV eftir sendingu frá Páli Ólafssyni. Jóhann Georgsson skoraði svo seinna mark ÍBV með skalla á 12 mín. seinni hálfleiks í framlengingunni og síðan jafnaði Páll á lokamínútu eins og áður segir. Bestu menn ÍBV voru Hlynur og Kári, besti maður Þróttar Páll Ólafsson. S.G Eyjum/- FRI PáU Ólafsson dúndraði inn KR í erfiðleikum med Vopnafjarðarliðið! — en náði að sigra 1-0 í fram- lengdum leik ■ KR-ingar tryggðu sér rétt til að leika í 8-liðaúrslitum Bikarkeppni KSÍ er þcir sigruðu Einherja frá Vopnafirði á heimavelli þeirra fyrir austan á grasvelli, nánar tiltekið. Bæði liðin áttu sín færi í leiknum, en þeir röndóttu voru ívið meira með boltann. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 0-0, engin mörk fyrir hina 3-400 hundruð sem létu vel í sér heyra á meðan á leiknum stóð. En KR-ingum tókst að skora sigurmarkið í framleng- ingunni, nánar tiltekið fyrri hlutanum og var þar að verki Björn Rafnsson frá Stykkishólmi, anzi mikill markaþefari, sem er nú loks búinn að ná sér eftir þó nokkur meiðsli. Seinni hlutan framlengingarinnar átti svo Einherji að mestu leyti og pressuðu þeir afar stíft en án árangurs. Birkir Kristinsson var mjög góður í marki Austfirðinganna og varði ákaf- lega vel. Leikurinn var prúðmannlega leikinn og oft á tíðum mjög skemmtilegur og eins og áður sagði var stemmningin á vellinum væna mjög góð enda ekki amalegt að fá 3-400 mannsc á völlinn á Vopnafirði. GG/Jól Það var markalaust hjá Val og í A í gær en hart var nú barist. Á innfelldu myndinni sést besti maður IA, Sigurður Jónsson. (Tímamynd Ari) Knattspyrnusýning: FH BURSTAÐI ÞÓR ■ FH gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Þór frá Akureyri 5:1 í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar á Kaplakríkavelli í gær- kvöldi. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti í fyrri hálfleik og á 23. mín. náði Helgi Bentsson að skora eftir misheppnaða sendingu hjá FH-ingum. Annars var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar fengu þó öllu hættu- legri marktækifæri. í síðari hálfleik stóð ekki steinn yfir steini hjá Þór, vörnin opnaðist upp á gátt hvað eftir annað og FH-ingar gengu á lagið. Ólafur Dani- valsson sem var yfirburðarmaður á vellinum jafnaði fyrir FH strax á 3. mín. 1:1. Annað mark FH var sérlega fallegt. Magnús Pálsson gaf bananasendingu yfir Þorstein markvörð Þórs og Pálmi Jónsson átti auðvelt með að skalla knöttinn í netið, 2:1. Á 25. mín. stakk Pálmi Jónsson hægfara varnarmenn Þórs af og skoraði sitt annað og þriðja mark. Skömmu síðar komst Jón Erling Ragn- arsson upp að endamörkum og gaf fyrir. Þorsteinn hafði hendur á knettinum en missti hann siðan inn á klaufalegan hátt, 4:1. Viðar Halldórsson skoraði síðan 5. markið eftir að FH-ingar höfðu platað Þórsara upp úr skónum. Hjá Þór stóð ekki steinn yfir steini í síðari hálfleik þó sýndi Þorsteinn markvörður stundum laglega markvörslu. Lang bestur hjá FH var Ólafur Danivalsson en einnig áttu Viðar Halldórsson og Pálmi Jónsson góðan leik ASl — Víkverji 2:1 RANGSTODUMARK FÆRÐI BUKUNUM SIGURINN! Hér liggur knötturinn í netinu eftir vítaspymu Alberts Jónssonar Víkverja í gærkveldi. A innfelldu myndinni er honum fagnað innilega. Tímamynd: Ari. ■ Breiðablik þurfti rangstöðumark til að bera sigurorð af 4. deildarliði Vík- verja á Melavellinum í gær en leikurinn var liður í 16-liða úrslitum Bikarkeppn- innar. Leiknum lauk 2-1 fyrir Breiða- blik. Víkverjar urðu fyrri til að skora og skoraði það Albert Jónsson úr víta- spyrnu eftir að Jón Gunnar Bergs hafði fellt hann innan vítateigs. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í Blikana. Áttu þeir nokkur hættuleg færi í fyrri hálfleiknum en Halldór Víkverjamark- vörður Þórarinsson átti frábæran leik og varði ævintýralega. Blikunum tókst svo að jafna á 58. mínútu er Sigurður Grétarsson fékk knöttinn einn og óvald- aður á markteig og Halldór átti ekki möguleika í skot Sigga. Á 72. mínútu kom svo sigurmark leiksins og skoraði það Jón Gunnar Bergs. Var hann kol- rangstæður er hann fékk knöttinn einn fyrir innan Víkverjavörnina. Liðin skipt- ust síðan á að sækja það sem eftir var en þar við sat. Leikurinn var spennandi en ekki að sama skapi vel leikinn. U.þ.b. 300 manns komu á leikinn og flestir á bandi Víkverja. Blikarnir áttu erfitt með að byggja upp spil en Sigurður Grétars- son átti ágæta spretti. Víkverjar voru jafnir en besti maður þeirra og jafnframt vallarins var Halldór markvörður. .,, Jol Dregið í Evrópubikarkeppnunum í knattspyrnu í gær: Yíkingur-Vasa, Ungverjalandi. ÍBV-Carl Zeiss Jena, A-Þýskalandi. ÍA-Aberdeen, Skotlandi. ORIONÍORIOnIORION Sovétmenn sópa til sín gullinu i sundkeppninni! ■ Sovétríkin virðast vera einráð í því að hirða gullvcrðlaunin í sundkcppni Heimsmeistara- móts stúdenta sem nú fer fram i Edmonton. í fyrradag hlaut það öll gullverðlaunin sem um var keppt. En það er kannski ekki við öðru að búast þar sem Bandárikin eru, langt frá því að vera með sitt sterkasta lið og Austur-Þjóöverjar voru ekki með keppendur. Sergei Zabolötnov setti nýtt Evrópumet í 200 m baksundi og synti á tímanum 2:00,42. Það var 23 sekúndubrotum betra en eldra metið, scm landi hans Vladimir Shmeetov átti. Sovétmcnn hafa hlotið 11 af 14 gullverðlaunum í sundkeppninni. Stelpumar sparka í kvöld ■ Kvennafótboltinn rullar og rúllar, það er nú meira hvað hann rúllar. Hann bara kjötrúllar ckki! Nei en að öllu léttu spaugi siepptu þá eru tveir leikir á dagskrá í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Báðir leikirnir hefjast klukkan átta að staðartima. Á Valsvclli keppa Valur og Víðir frá Garði og á Víkingsvelli Víkingur og Skagafljóðin fögru. Áfram stelpur. Nú svo í annarri deild B-riðli í Keflavík leika Keflavíkursnótirna'r gegn Haukahlínunum klukkan átta einnig. Oddur og Óskar komust báðir íúrslití sínum greinum á HM-Stúdenta ■ Oddur Sigurðsson og Óskar Jakobsson spjara sig bærilega á Heimsmeistaramóti Stú- denta sem nú fer fram í Edmonton ■ Kanada. í gær sögðu síöustu fréttir að þéir kumpánar, vestúrfarar og kraftakarlar hafi báðir örugglega tryggt sér sæti i úrslitunum í þeim greinum er þeir keppa í. Óskar er kominn i úrslitin í kúluvarpinu og á mikla möguleika á að komast á vcrðlaunapall, ef allt gengur samkvænit áætlun. Oddur er kominn í úrslitin i 400 m sprett - hlaupiog á nokkuð góðan „sjens“ á að komast á verrtlaunapall, einnig ef allt gengur samkvæmt áætlun. íslenska lands- liðið í frjálsum keppir í Kalott- keppninni 9. -10. júlí . ■ Um næstu helgi tekur íslenska frjálsíþrótta- landsliðið þátt í Kalott-keppninni og er það í 10. sinn sem Islendingar tuka þátt í henni. Að þessu sinni fer kcppnin fram í Noregi, nánar tiltekið í Alta í norðurhluta landsins. Þátttakendur í keppninni auk íslendinga eru úrvalslið Svia, Norðmanna og Finna af Kalott- svæðunum, það eru landsvæðin norðan 64. breiddargráðu. ÚtlJt er fyrir spennandi keppni og eiga íslendingar ágæta möguleika á að sigra samanlagt, en það hefur aðeins einu sinni gerst, árið 1975 í Tromsö. Nokkrum sinnum höfum við unnið í annaðhvort karla- eða kvennaflokki. íþróttasiða Tímans sendir keppendum og öðrum íslendingum baráttukveðjur með von um góð afrek og sigur að launum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.