Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 2
fréttir „Fmnst bónusvinna á sjúkradeildunum spennandi hipiynd“ — segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna ■ „Það sem nýtt er í þessu er að þarna er stungið upp á að prófa það virlcilega að bjóða út ýmsa þxtti rekstrarins. Og annað, sem aldrei hefur verið skoðað áður, að taka upp breytt launafyrir- komulag á sjúkradeildum, það er að segja bónusvinnu, sem mér finnst spenn- andi hugmynd,“ sagði Davíð Á. Gunn- arsson, forstjóri Ríkisspítalanna, þegar hann var spurður hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í bréfi tryggingaráð- herra, Matthíasar Bjarnasonar, þar sem þess er farið á leit að kannaðir verði allir möguleikar á að koma við sparnaði í rekstri Ríkisspítalanna. Aðspurður hvað fælist í hugmyndum ráðherrans um bónusvinnu, sagði Davíð, að slíkt fyrirkomulag hefði lengi tíðkast hjá læknum í Bandaríkjunum, þeir fengju sérstaklega greitt fyrir hverja aðgerð. Hann sagðist hins vegar ekki vita um að slíkt kerfi væri notað hjá öðrum starfsstéttum á sjúkrahúsum, en það segði ekkert um að slíkt væri ómögulegt. „Útboð á matargerð fyrir sjúkrahúsin höfum við ekki athugað af alvöru og að svo stöddu get ég ekkert sagt um hvort það hefði í för með sér einhvern sparnað. Hins vegar höfum við alltaf annað slagið borið okkar kostnað af matargerð við hliðstæðar stofnanir og ég verð að segja að við höfum komið sæmilega út úr þeim samanburði," sagði Davíð. - í bréfi ráðherrans var minnst á breytt samningafyrirkomulag við sér- fræðinga? „Þar geri ég ráð fyrir að átt sé við að tekið verði upp svipað launafyrirkomu- lag og er á Landakotsspítala. Við höfum skoðað þessa hugmynd mjög gaumgæfi- lega en um hana eru mjög skiptar skoðanir. Sumir halda því fram að það hvetji lækna til að gera meira en raun- verulega þarf, en aðrir telja að það hvetji þá til dáða,“ sagði Davíð. Hann sagðist ennfremur telja að hjá stórri stofnun eins og Ríkisspítölunum væri alltaf hægt að spara. Og það væri verkefni stjórnenda að leita leiða til þess, sífellt. „Þess vegna tel ég þessar tillögur af hinu góða,“ sagði Davíð. -Sjó S Tónleikar Ray Char- les á Broadway: MJÖGGÓÐ CTCMyiyA ditmmrih ■ Óhætt er að segja að tónleikar grammið nokkuð hefðbundið. jazzleikarans Ray Charles og hljóm- Hann var bcstur fyrri part tónleik- svcitar hans á Broadway hafi tekist vel anna er hann var einn með hljómsveit- til, mjög góð stemmning var allan inni og tók soul, rythm 'n ’blús lög, tímann og áheyrendur skemmtu sér þeirraámeðalhinþekktu.Georgiaon vel, voru með á nótunum allan tímann my mind og Baby please don’t go. og tóku þátt í flutningnum. Síðan bættust fimm söngkonur við, í Ray hélt tvenna tónleika á fimmtu- silfurlitum kjólum, og þá breyttist dagskvöldið og að sögn heimildar- prógrammið yfir í nokkurskonar gosp- manns Tímans, Ásmundar Jónssonar, el tónlist. scm var á seinni tónleikunum var Ray lék fremur stutt, var búinn um kappinn mjög traustur, 25. manna miðnættið og þá kiappaður upp en hljómsveit hans pottþétt en pró- kom ekki fram aftur. -FRI Tilmæli tryggingaráðherra um sparnað í almannatryggingakerfinu: „Megin okkar út- gjalda lögbundið“ segir Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins ■ „Sannleikurinn er sá að við höfum árlega fengið óskir um að halda eins vel á spöðunum og hægt er. Það er kannski þyngri tónn núna en oft áður sem auðvitað er skiljanlegt með hliðsjón af ástandinu í þjóðfélaginu," sagði Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, þegar Tíminn átti við hann tal um bréf tryggingaráðherra, þar sem þess er farið á leit að stofnunin kanni að gaumgæfni öll útgjöld almanna- trygginga, og hvort unnt sé með skipu- lagsbreytingum að koma við hagræð- ingu, sem leiði til sparnaðar. „Annars er megnið af okkar útgjöld- um lögbundið og það er ekki hægt að skera niður lögbundna pósta nema með lagabreytingum. Hins vegar munum við í einu og öllu fara að tilmælum ráðherr- ans og reyna að finna leiðir til að spara í rekstrinum," sagði Eggert. Hann sagðist að svo stöddu ekki hafa mikla trú á að hægt yrði að spara launagjöld stofnunarinnar. Tilfellið væri að starfsfólk stofnunarinnar hefði veru- lega lág laun, þannig að í raun væri erfitt að fá fólk í sum störfin. Um aðrar skipulagsbreytingar sagðist Eggert ekk- ert geta sagt að svo stöddu. Það væri málið sem kanna þyrfti. -Sjó Sumargetraun Tímans: Getraun •* ^ðill II ■ Hér er endurbirtur getraunaseðillinn í öðrum áfanga hinnar glxsilegu sumargetraunar Tímans, en eins og lesendur muna var dregið 16. júní í fyrsta áfanga um ferð fyrir tvo til Rimini og dvöl þar í þrjár vikur. Að þessu sinni verður dregið 15. júlí um viðleguútbúnað: Hús tjald með öllu frá versluninni Sportval. Fyrirkomulag sumargetraunarinnar er hið sama og áður. Síðasti getrauna- seðillinn verður birtur á laugardaginn. Aðeins þeir sem eru skuldlausir áskrifendur þegar drátturinn fer fram geta tekið þátt í getrauninni. Dregið verður í þriðja áfanga getraunarinnar 19. ágúst n.k., en þá verður vinningurinn ferð fyrir tvo til Amsterdam. 16. september verður svo dregið í fjórða áfanga um húsbúnaðarúttekt frá J.L. húsinu. í hvaða sýslu er Skaftafell? □ Vestur-Skaftafellssýslu □ Austur-Skaftafellssýslu □ Strandasýslu □ Snæfellssýslu Nafn...............................................Nafnnúmer...................... Heimilisfang..................................................................... O Ég er áskrifandi að Tímanum Q Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.