Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 3
SiiJJÍi' fréttir Góð reynsla af viðhaldi togara BÚR slðan það var flutt á eina hendi inni í Bakkaskemmu: HEFIIR FARIÐ FRAM ÚR V V OKKAR BJÖRTUSTU VONUM — segir Björgvin Guðmundsson annar framkvæmdastjóra BÚR ■ „Þetta verkstæði hefur reynst mjög vel og raunar farið framúr okkar björt- ustu vonum, skilað góðri vinnu og oft á tíðum tekur það alveg viðgerðimar sem til falla í inniveru en áfram er það þannig hvað stærri viðgerðirnar varðar, svo sem vélahreinsun og meiriháttar vélaviðgerð- ir að við verðum að leita annað“ sagði Björgvin Guðmundsson annar fram- kvæmdastjóra B.Ú.R. í Bakkaskemmu. í fyrra var mikið rætt og ritað um gífurlegan kostnað af viðhaldi togara B.Ú.R. en þetta leiddi til þess að viðhaldið var flutt á eina hendi inn í Bakkaskemmu, að tillögu Björgvins, og tók nýja verkstæðið til starfa um mán- aðamótin nóv./des. í fyrra. ■ Jón Baldvinsson, einn af skuttogumm Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en kostnaður við viðhald á honum mun hafa minnkað eins og á öðmm skipum útgerðarinnar. Hvað tölulegan samanburð varðaði sagði Björgvin að enn væri of snemmt að segja til um það...„Við höfum ekki gert nákvæman samanburð með kostnaðinn þar sem svo stuttur tími er liðinn síðan þetta nýja kerfi komst á. Síðastliðið ár höfum við uppgert en þar var að mestu leyti eftir gamla kerfinu" sagði hann. Hann vildi taka það fram að þeir hefðu verið heppnir með mannskapinn á verkstæðinu, þeir væru aðeins 4 talsins sem vinna þar og ekki væri áhugi á að þenja þessa einingu neitt út. Verkstæðis- formaðurinn væri þar að auki gamall vélstjóri af einu skipa þeirra og væri því þaulkunnur öllu um borð. -FRI humarafli á Höfn! ■ HumaraflibátaáHöfníHomafirði hefur verið frekar lélegur það sem af er vertíðarinnar. Að sögn Kristjáns Jónssonar verkstjóra í fiskvinnslu Kaupfélags Austur Skaftfellinga hafa 175 tonn verið unnin af humarhölum í ár en á sama tíma í fyrra var aflinn 263 tonn. Kristján sagði að humarvertíðin hefði byrjað 26. maí og henni myndi iíklega Ijúka seinni part júlímánaðar. í fyrra var heiidaraflinn 320 tonn en útiit væri fyrir að aflinn í ár yrði öllu minni. Alls gera 22 bátar út á humar frá Höfn í Hornafirði.1 GSH Nýjar alþjóða- siglingareglur ■ Breytingar á alþjóðlegum reglum til að koma í veg fyrir árekstra á sjó tóku gildi nú um mánaðamótin, og um leið féllu úr gildi eldri reglur frá 15. júlí 1977. Reglur þessar voru birtar í Stjórnar- tíðindum, C-dcild, sem út kom 31. maí síðastliðinn. Einnig hefur siglinga- málastofnun ríkisins látið sérprenta reglurnar til notkunar fyrir íslenska sjófarendur. . -Sjó. MALARSUTLAG OLFUSVEGARINS ENDURNYJAÐ I SUMAR! ■ Ölfusvegurinn milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hefur lengi verið mjög slæmur og íbúar á þessu svæði hafa oft vakið athygli á því að nauðsynlegt væri að koma þessum vegi í viðunandi horf. Nú er langur kafli þessa vegar svo holóttur og grófur að til vandræða er, og ekki er hægt að hefla veginn því hraun- nibbur og grjót er farið að standa upp úr honum. Þessi vegur er mjög þýðingarmikill fyrir byggðarlögin enda tengir hann saman atvinnusvæðin við Ölfusá. Mikið af fiski er flutt eftir þessum vegi frá Þórlákshöfn í fiskvinnsluhús á Stokks- eyri og Eyrarbakka og fiskurinn fer að sögn illa á þessum flutningum. Það er einnig nokkuð um það að íbúar í Hveragerði og Þorlákshöfn sæki vinnu á sitt hvorum staðnum og síðast en ekki síst þurfa íbúar í Þorlákshöfn að sækja nær alla aðdrætti, s.s. mjólk og aðrar nauðsynjavörur annað. Og nú er svo komið að íbúarnir fara frekar til Reykja- víkur en Selfoss því Þrengslavegurinn er auðfarnari en Ölfusvegurinn enda með bundnu slitlagi. Þetta hefur valdið Þor- lákshafnarbúum, sem finnst þeir vera að einangrast frá öðrum þéttbýlisstöðum í nágrenninu, nokkrum áhyggjum. Tíminn hafði samband við Steingrím Ingvarsson umdæmisverkfræðing vega- gerðarinnar á Selfossi. Hann sagði að í sumar yrði malarslitlagið endurnýjað á Ölfusveginum og þá sérstaklega 11 kíló- metra kafli, en alls er vegurinn um 14 kílómetrar. Ekki væri hægt að vonast eftir bundnu slitlagi á veginn í bráð, heldur er gert ráð fyrir því í 3. áfanga vegaáætlunar sem kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir 1990. Hins vegar væri ný brú yfir Ölfusá á 1. og 2. áfanga vegaáætlunar og er stefnt að því að hún verði tilbúin innan 6 ára. Þá kemst á beint samband milli Þorlákshafnar og atvinnusvæðanna handan árinnar, en á meðan væri ekki hægt að búast við fjárveitingu til annars en að halda Ölfus- veginum sæmilega við. GSH Opið 1-5 & 13837 Einbýlishús og raöhús Heiðarás, 300 fm fokhelt einbýlishús með innb. bílskúr. Verð 2 millj. Eignaskipti möguleg. Álftanes, 2 stórar einbýlishúsalóðir við Sjávargötu. Verð á hvorri lóð 280 þús. Góð kjör. Klyfjasel, fallegt hús með stórum innbyggðum bílskúr. Eignaskipti. Unufell, 140 fm. fallegt raðhús á einni hæð. Bílskúrssökklar. Verð 2,2 millj. Vesturberg, 190 fm fallegt einbýlishús á einni hæð. Bílskúr. Verð 3 millj. Fýlshólar, 450 fm stórglæsilegt einbýlishús á tveim hæðum. Falleg lóð. Upplýsingar á skrifstof- unni. Eskiholt, 280 fm fallegt hús með frábæru útsýni. Skipti möguleg. Verð 3,3, millj. Tunguvegur, 120 fm raðhús á þremur hæðum. Góð eign. Skipti möguleg. Verð 1,6 millj. Brekkubyggð Gbæ., fallegt sérbýli með 23 fm bílskúr. Verð 1,6 millj. Laugarásvegur, 190 fm hús á einni hæð. Miklir möguleikar. Verð 3 millj. Arkarholt Mos. 143 fm fallegt hús 1.100 fm lóð. Útsýni. Verð 3,2 millj. Sérhæöir Mávahlíð, 125 fm sérhæð með 30 fm bílskúr. Skipti möguleg. Verð 2,5 millj. Safamýri, 140 fm efri hæð m/bílskúr. Skipti mögu- leg. Verð 3 milljónir. Borgargerði, 75 fm íbúð á efri hæð í tvíbýli. Verð 1,1 millj. Mosabarð Hf., 110 fm falleg neðri hæð. Bílskúrs- plata. Verð 1,5 millj. Kársnesbraut, 96 fm falleg íbúð á 1. hæð m/ bílskúr. Verð 1,7 millj. Skaftahlíð 130 fm góð íbúð á efstu hæð. Skipti möguleg á 3ja herb. íbúð á svipuðum slóðum. Ákv. sala. Verð 2 millj. 4ra—7 herb. íbúöir Breiðvangur, 130 fm falleg endaíbúð með 4 svefnherb., stórri stofu og þvottahús. Bílskúr. Skipti möguleg á stærri eign. Verð 1.800 þús. Laugavegur, 100 fm snyrtileg íbúð á hæð. Verð 1.200 þús. Vesturberg, 107 fm falleg íbúð. Skipti möguleg á stærri eign. Verð 1.450 þús. Seljabraut, 120 fm. glæsileg íbúð á 2 hæðum. Laus strax. Verð 1.500 þús. Snæland, 117 fm mjög falleg íbúð á 1. hæð. Verð 1.950 þús. ákv. sala. Álfheimar, 110 fm snyrtileg íbúð með suður svölum. Skipti möguleg á stærra. Verð 1.500 þús. Hamraborg, 120 fm góð íbúð með sér aukaherb. á sömu hæð. Skipti möguleg á minni eign. Verð 1.700 þús. Hraunbær, 110 fm íbúð á 3. hæð. Suðursvalir. Verð 1,4 millj. Álfaskeið, 100 fm falleg íbúð á 4 hæð. 25 fm bílskúr. Verð 1,5 millj. Flúðasel, 110 fm falleg íbúð. Bílskýli. Verð 1550 þús. Hrafnhólar, 120 fm falleg íbúð ásamt 30 fm bílskúr. Verð 1750 þús. Austurberg, 115 fm góð íbúð ásamt bílskúr. Verð 1450 þús. Lokastígur, 90 fm góð íbúð á jarðhæð, sér inngangur. Laus strax. Verð. 1.150. 3ja herb. íbúöir Engihjalli, 95 fm falleg íbúð á 2. hæð. Verð 1,3 millj. Kambasel, 90 fm falleg íbúð á 1. hæð. Sér inng. Verð 1350 þús. Kóngsbakki, 80 fm íbúð á 1. hæð. Sér garður. Verð 1,2 millj. Smyrlahraun Hf., 90 fm íbúð m/bílskúr. Verð 1 ,E millj. Stóragerði 90 fm snyrtileg íbúð m/bílskúr. Verð 1,4 millj. Hamraborg, 90 fm góð íbúð, suðursvalir. Bílskýli. Verð 1,3 millj. Grettisgata, 65 fm efri hæð í tvíbýli. Verð 900 þús. Engjasel, 110 fm mjög glæsileg íbúð á efstu hæð. Fullbúið bílskýli. Verð 1,4 millj. Hringbraut, 90 fm falleg íbúð á 2. hæð auka herb. í risi. Verð 1.3Q0 þús. Vesturberg, 81 fm falleg íbúð. Þvottahús á hæðinni. Verð 1,2 millj. Fagrakinn, 75 fm góð íbúð í risi. Verð 1 millj. 2ja herb. íbúöir Frakkastígur, 40 fm snyrtileg íbúð á 1 hæð Hörðaland, 65 fm snyrtileg íbúð á jarðhæð. Sér garður. Verð 1.150 þús. Lyngmóar, 65 fm falleg íbúð, verð 1,2 millj. Barónsstígur, 60 fm falleg kjallaraíbúð. Verð'850 þús. Vesturberg, 65 fm snyrtileg íbúð á 3. hæð. Verð 950 þús. Hraunbær, 65 fm falleg íbúð á 1. hæð með aukaherb. í kjallara. Verð 1050 þús. Álfaskeið, 67 fm góð íbúð með bílskúr. Skipti möguleg á stærri eign. Verð 1 millj. Efstasund 80 fm falleg íbúð á jarðhæð í tvíbýlis- húsi sér garður, öll endurnýjuð verð: 1.100. EIGflH UldBOÐID LAUGAVEGI 87 - 2. HÆO Kristinn Bernburg viðskiptafr. Þorlákur Einanson sölustj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.