Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 6
6______________ í spegli tímans LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ1983 ■ Susie stendur á öðrum skautanum og fer í lóðrétt splitt. ur í stólnum, sem er hannaður eins og sólstóll. Líka er hægt að fá sófaborð og smáborð, gólflampa og margs konar smáhluti, - allt úr gagnsæju plexigleri. Fyrirsætumar, sem auglýstu glerhúsgögnin, vora sammála um, að svona gamal- dags reimuð lífstykki (sem reyndar fást í Illum vöruhúsinu í Kaupmannahöfn) væru svo skemmtileg mótsögn við ný- tískuleg húsgögnin, og þess vegna hefðu þær valið að klæð- ast þeim á auglýsingunni. ■ Stöngin er í tveggja feta hæð, en Susie lætur sig renna undir hana á hjólaskautunum. ■ Susie Walls, hjólaskauta- drottning er hún kölluð þessi stúlka í heimalandi sínu, en hún er frá Perth í Vestur- Astralíu og er 17 ára gömul. Fyrir utan það, að Susie er geysilega ieikin á hjólaskautum, þá er hún líka lærður dansari, og þar að auki hefur hún sýnt „akrobatik“, og er engu líkara en hún sé „gúmmídúkka“, eftir myndunum að dæma. Susie getur „farið í splitt'* - bæði lárétt og lóðrétt. Ein af listum hennar er líka að fara á hjóla- skautum undir tveggja feta háa (lága) „limbóstöng“. Þar sem Susie er ekki nema 17 ára er henni spáð frægð og frama á hjólaskautunum Nýtísku glermublur og gamaldags lífstykki ■ Nýtt og gamalt fer vel saman ■ Þessi gagnsæju húsgögn eru úr plexigleri og framleidd í Ítalíu. Þau eru það nýjasta á húsgagnamarkaðnum, en era fokdýr, segir í dönsku blaði, þar sem sagt er hvar hægt er að kaupa svona glerhúsgögn. Seg- ir í blaðinu að það séu einkum fyrirsætur og annað glæsifólk, sem sækist eftir þessum gler- mublum. „Þær eru svo klæði- legar“, segir módelið, sem sit- ALGJOR TEYGJA ER RÉTTNEFNI! viðtal dagsins Sumar- sælu- vika á Sauðár- króki: ,4EILMKD UMAÐVERA" j 1 — segir Jónas Björnsson, fram- kvæmdastjöri sæluvikunnar ■ Níu daga sumarsæluvika á Sauðárkróki, hin fyrsta í röðinni, hefst laugardaginn 16. júlí næst komandi. Verður heilmikið um að vera alla dagana - alls kyns uppákomur, íþróttakeppnir, tónleikar,sýningar og dansleikir. íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Þar keppa Strandamenn, Sunn- lendingar, Barðstrendingar, Þingeyingar og Skagfirðingar í „Skagfirðingar voru fyrstir til að halda sæluviku að vetrinum og þótt þær hafi yfirleitt heppnast ágætlega þótti tilhlýðilegt að hafa sæluviku að sumri líka - ekki síst til að fá fólk sem búsett er utan Skagafjarðar í heimsókn, “ sagði Jónas Björnsson, tónlist- arkennari á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Sumarsælu- vikunnar, í samtali við Tímann. -Hvað verður um að vera? „Við byrjum á flugdegi, sem sennilega verður sá eini á íslandi í sumar," sagði Jónas. „Við bú- umst við fjölda flugvéla, það verður fallhlífastökk og frá Eng- landi kemur einn reyndasti loft- belgsflugmaður heims og sýnir listir sínar. Síðar sama dag verð- ur fjölmennt frjálsíþróttamót á ■ Jónas Björnsson, frani- kvæmdastjóri Sumarsæluvik- unnar á Sauðárkróki. Timamynd Ari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.