Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 ai'iiiíiií 7 umsjón: B.St. og K.L. Cornelis Vreeswijk í hungurverkfall til að mótmæla skattpíningu Corrnelis Vreeswijk hefur löngum verið í góðum holdum, en nú er eftir að sjá, hvort lætur fyrr undan, sænsk skattyfirvöld eða Cornelis. ■ Vísnasöngvarinn Cornelis Vreeswijk stendur í ströngu þessa dagana. Hann hefur nú látið til skarar skríða og sagt sænskum skattyfirvöldum stríð á hendur. Tilefnið er það, að sænsk skattyfirvöld halda því fram, að Cornelis skuldi 1,3 milljónir sænskra króna. Mcstur hluti þessarar upphæðar er skuld frá árunum 1978-79-80, en þá voru skattar lagðir á Cornelis skv. mati skattyfirvalda, en Cornelis hefur átt í stríði við þau árum saman. Nú hafa yfirvöldin ákveðið að láta ekki bara við það sitja, að skuldin fái að liggja gleymd og óhreyfð. Nú skal Cornelis gcra hreint fyrir sínum dyrum. Fyrst tóku yfirvöldin það til bragðs, að leggja hald á allar greiðslur, sem Comelis voru ætlaðar fyrir söngferðalög, plötur o.fl. Hann fékk aðeins að halda þeim tekjum, sem hann átti að fá frá Noregi og Danmörku. En nú hafa yfir- völdin líka sett fyrir þann leka, svo að Cornelis virðast allar bjargir bannaðar. Hann segist hafa fengið fjöldann allan af atvinnutilboðum, en sjái sér ekki fært að taka neinu þeirra, þar sem skatturínn hirði öll hans laun jafnóðum. Viðbrögð Cornelis Vrees- wijk hafa því orðið þau, að hann settist bara hreinlega inn í bfl þann, sem hann notar á söngferðalögum sínum, og til- kynnti stutt og laggott, að hér með væri hann farínn í hungur- verkfall til að ieggja áherslu á þær kröfur sínar, að skattayfir- völd hætti að leggja hann í einelti. - Mér er fúlasta alvara með þessu, segir Cornelis. -Ég ætla að halda áfram sveltinu fram í rauðan dauðann, ef nauðsyn krefur, og mun ekki taka í mál að verða gefin næring nauðugum. Þetta er engin fluga til að skemmta fjölmiðlum, heldur er ástandið orðið svo alvarlegt, að ég sé enga aðra leið út úr ógöngun- um. Meistarakeppni KSÍ. Um kvöld- ið verður svo ball í Bifröst með hljómsveit Ingimars Eydal. A sunnudeginum, öðrum degi sæluvikunnar, verða haldnir úti- hljómleikar með mörgum þekkt- ustu rokkhljómsveitum landsins: Medíum, Týrol, Vonbrigði, Iss og Egó svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Jónas. Þá nefndi hann að öll kvöld sæluvikunnar verða farnar báts- ferðir út í Drangey, þar sem mönnum býðst að skoða veru- stað Grettis Ásmundarsonar, en hann var sem kunnugt er lengi í útlegð á eynni. Öll kvöldin verð- ur hægt að fá sérstakan „sumar- sælumat" í veitingahúsunum Hótel Mælifelli og Sælkerahús- inu undir léttri lifandi tónlist. „Eitt kvöld verður bókmennta- kvöld á Bifröst og annað jazzkvöld. Þá fær Tindastóll, knattspyrnulið Sauðkræklinga, eitthvað 1. deildarliðanna í heimsókn. Útiskákmót verður haldið, stangveiðimót í Sauðár- króksfjöru og sá sem fær stærsta sjóbirtinginn verður verðlaunað- ur; og líka sá sem veiðir flesta," sagði Jónas. Á listasviðinu verður m.a. málverkasýning Jónasar Guð- mundssonar og útileikhús leik- félagsins Svart á hvítu. í Aðal- götunni verður útimarkaður. Á honum má búast við einhverjum uppákomum. Þá má nefna að síðasta kvöld vikunnar verða dansleikir í Bifröst með hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar og Aifa Beta. „Það eru margir sem koma nærri framkvæmd þessarar viku, Sauðárkrókskaupstaður og áhugamannafélög og fyrirtæki í bænum. Við stefnum að því að um verði að ræða árvissan viðburð,að minnsta kosti ef vel tekst til núna,“ sagði Jónas. - Sjó. erlent yfirlit ■ ENSK tunga hefur nýlega auðgast um tvö orð, sem kunna að geta orðið næstum eins fræg og Watergate, þótt ekki séu þau tengd eins örlagaríkum atburði. Þessi orð eru Debategate og ' Briefing-gate. Uppruni þessara orða rekur rætur til bókar, sem kom út í Bandaríkjunum í síðastliðnum mánuði og ber heitið „Gambling With History". Bókin fjallar um síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum, en höfundur hennar, Laurence I. Barrett, var áður fréttamaður hjá vikuritinu „Time“, og hafði m.a. það verk- efni að fylgjast með kosninga- baráttunni. í bókinni upplýsir hann það m.a., að þeir ráðgjafar Reagans, sem bjuggu hann undir sjón- varpseinvígið við Carter, hafi haft í fórum sínum minnisbók Carters, þar sem m.a. var að finna þær spurningar, sem hann ætlaði að leggja fyrir Reagan, ásamt gagnrýni á stefnu hans. Vegna þessarar vitneskju var Reagan mun betur undir einvíg- ið búinn, því að hann var búinn að læra svörin við þeim ádeilum, Var minnisblöðum Carters náð með ólöglegum hætti? Sögulegar yfirheyrslur að hefjast í Bandaríkjunum sem hann átti helzt von á frá Carter. Fljótlega eftir að bókin kom út, gaus upp sá orðrómur, að fylgismenn Reagans hefðu kom- izt yfir minnisbók Carters eða afrit af henni með óeðlilegum hætti. Alla vega væri ástæða til að reyna að fá það upplýst. Það mun hafa verið David A. Stockman, sem nú er fjárlaga- stjóri Reagans sem varð óvart valdur að þeirri uppljóstrun, að ráðgjafar Reagans hefðu haft minnisbók Carters undir höndum. Stockman, sem þá átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkja- þings, hafði það hlutverk með höndum, að búa Reagan undir sjónvarpseinvígið. Stockman mun hafa látið um- mæli falla, sem skilja mátti á þessa leið, meðan á kosningabar- áttunni stóð. Enginn virðist þá hafa tekið þetta alvarlega, en þetta festist þó einum blaða- mannanna í minni og því er áðurnefndar upplýsingar að finna í bók Barretts. RÁÐUNAUTUR Reagans hafa ekki borið á móti því, að þeir hafi haft þessa minnisbók undir höndum eða minnisblöð, því að hér virðist hafa verið um laus- blaðabók að ræða. Vörn þeirra er sú, að ekkert hafi verið óeðli- legt við þetta. James A. Baker, sem nú er starfsmannastjóri í Hvíta hús- inu, en hann var einn af helztu kosningastjórum Reagans, viðurkennir að hafa haft bókina með höndum. Hann segir að Wílliam J. Casey, sem nú er yfirmaður CIA, hafi látið sig fá hana, en Casey segist ekki muna eftir því. Baker segist hafa látið David Gergen fá bókina, en Gergen er nú einn af æðstu yfirmönnum í Hvítá húsinu. Frá Gergen hafi hún borizt til Stockmans, þegar hann var að undirbúa Reagan. Reagan ber það, að hann hafi aldrei séð þessa bók og ekkert vitað um hana fyrr en nú. Hann hefur brugðizt hart við og falið dómsmálaráðuneytinu rannsókn málsins. Á vegum þess mun innanríkisleynilögreglan (FBI) annast rannsóknina. ■ Donald J. Albosta Jafnframt þessu hefur Reagan hlutazt til um, að dómsmála- ráðuneytið fengi öll þau plögg, sem kosningastjórn Reagans hafi undir höndum meðan á kosn- ingabaráttunni stóð og snertir Carter á einhvern hátt. í þeim mun þó ekki finnast hin umtal- aða minnisbók Carters. Reagan mun því telja, að hann sé búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og ekki sé nú annað að gera en að bíða eftir niðurstöðunni af rannsókn dómsmálaráðuneytisins. í FULLTRÚADEILD á sæti bóndi frá Michigan, Donald Jo- seph Albosta, sem ekki telur þetta nægja. Hann gegnir líka því hlutverki að vera formaður þingnefndar, sem hefur það verkefni, að fylgjast með því að þingmenn og aðrir opinberir starfsmenn brjóti ekki þær siða- reglur, sem slíkir menn eiga að lúta. Albosta hefur því ákveðið að taka þetta mál til meðferðar og reyna að upplýsa það til fulls. Það má því búast við því, að margir nánustu samverkamenn Reagans eins og Casey, Baker, Stockman og Gergen verði kvaddir til yfirheyrslu hjá nefnd- inni og látnir gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þykir fullljóst, að Reagan muni koma með hreinan skjöld frá þessum yfirheyrslum, því að hann hafi ekkert um málið vitað og ekkert gert til að þagga það niður. Afstaða hans sé því ólík Nixons. Það gæti hins vegar komið í Ijós, að ekki hefðu allir áhrifa- menn hjá republikönum jafn hreinan skjöld. Um þetta verði þó ekki neitt fullyrt á þessu stigi. Minnisbók Carters getur hafa borizt republikönum með ýms- um hætti. Einhver af trúnaðar- mönnum Carters kunni að hafa svikið sjálfviljuglega og látið republikana bókina eða minnis- blöðin í té. Hitt sé líka til í dæminu, að slíkum manni haft verið mútað, eða minnisbókinni eða minnisblöðunum haft hrein- lega verið stolið. Upplýsist eitthvað slíkt getur það orðið til þess, að Reagan verði að vísa einhverjum hátt- settum mönnum úr starfi. Þótt það yrði Reagan ekki sjálfum beinn persónulegur álits- hnekkir á þann hátt, að hann sjálfur yrði talinn viðriðinn málið, myndi þetta þykja benda til þess að hann hafi ekki verið nógu vandur að vali starfsmanna sinna. Spilling hafi því auðsjáan- lega dafnað í kringum hann. Þetta mál vekur enn meiri athygli en ella vegna Watergate- málsins, þótt á engan hátt verði það talið sambærilegt. Bandaríkjamenn hafa alltaf verið viðkvæmir, ef uppvíst hef- ur orðið um opinbera spillingu, og krafizt fyllsta viðnáms gegn henni. Áreiðanlega hefur þetta við- horf almennings átt sinn þátt í því, að stjórnmálalífið í Banda- ríkjunum hefur orðið heilbrigð- ara en ella, þótt oft hafi margt farið úrskeiðis í þeim efnum. Af þessum ástæðum mun rannsókn umrædds máls ekki fara framhjá Bandaríkja- mönnum heldur m unu þeir fylgj- , ast með því af áhuga. Þórarinn ps Þórarinsson, ritstjóri, skrifar uTm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.