Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 Sigurjón Halldórsson í Tungu Mér voru sögð þau tíðindi að Sigurjón Halldórsson bóndi íTungu í Skutulsfirði hefði orðið bráðkvaddur að kvöldi 2. júlí, er hann var nýkominn heim af kjörmannafundi búnaðarfélaga í Norður-ísafjarðarsýslu. Mig langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Hann var fæddur í Tungu 24. febrúar 1912. Foreldrar hans voru hjónin sem þar bjuggu lengi síðan, Halldór Jónsson og Kristín Hagalínsdóttir. Halldór var alinn upp í Tungu, en Kristín var Önfirðingur, en í Tungu bjó Vilhjálmur Pálsson, móðurbróðir hennar frá Hóli í Önundarfirði, og var hann raunar mágur Halldórs. Tveir voru synir þeirra hjóna, Hall- dórs og Kristínar, Sigurjón og Bjarni, einu ári yngri. Þeir ólust upp í Tungu, unnu við bú foreldra sinna og tóku við af þeim. Halldór bjó af forsjálni og myndarskap og þeir bræður héldu starfi hans áfram. Þeir voru í fremstu röð sem bændur. Sauðfé þeirra var afurðagott og kúabú þeirra ekki síður, enda var stundum ekki vitað um afurðameiri mjólkurkú á íslandi annars staðar, en í þeirra fjósi. Þeir voru dýravinir og höfðu yndi af skepnum. Fannst mér jafnan friðsæll unaður móta daglega umgengni þeirra við búfé sitt. Þess varð ég var að sumum þótti með ólíkindum hve rólega slíkir hirðumenn tóku því að kindur frá þeim gengju í túninu en þeir gátu vel unnt fé sínu að njóta góðra grasa. Það þótti annálsvert um þá bræður, Sigurjón og Bjama, hve lengi fram eftir aldri þeir tóku þátt í kappgöngum skíðamanna. Þegar Mjólkursamlag ísfirðinga var stofnað, var Sigurjón kosinn í stjórn þess og var þar varaformaður alla tíð meðan ég fylgdist með málum þess.. Persónulega stendur mér næst að minn- ast starfa hans þar. Hann var hinn ákjósanlegasti samstarfsmaður á því sviði; félagslyndur, hófsamur, glöggur og ákveðinn í skoðunum. Okkur fannst stundum heldur þungt undir fæti með fjáröflun til að byggja upp mjólkurstöð, sem samboðin væri metnaði framleið- enda og nauðsyn neytenda. Kunnum við ekki önnur ráð en ganga fyrir allar peningastofnanir héraðsins og leita lánsfjár. Aldrei stóð á Sigurjóni í Tungu að taka á sig ábyrgð á þeim víxlum okkar. Og mikill styrkur var að hafa svo tillögugóðan mann, raunsæjan og örugg- an, þegar ákvarðanir þurfti að taka. Sigurjón gerði það af þegnskap fremur en metnaði að taka sæti í félagsstjómum. Hins vegar var hann það tillögugóður og velviljaður, að menn sóttust eftir honum til slíkra trúnaðarstarfa. Hann hafði öll einkenni hins trausta félagsmanns, sem gerir samvinnu og félagsstörf að unaði. Því minnast félagarnir hans með þakk- læti og trega. Það veit ég, að á nú við um þá, sem unnið hafa að félagsmálum bænda í Norður-ísafjarðarsýslu eða Mjólkursamlagi ísfirðinga. Og sama veit ég er um jafnaldra hans, sem ólust upp í firðinum áður en Eyrarhreppur samein- aðist ísafjarðarkaupstað. Sigurjón var ógiftur alla ævi og barn- laus. Þeir bræður höfðu samið um að afhenda granna sínum einum kýr sínar í haust og hugsuðu sér að sinna léttari og umsvifaminni búskap í ellinni, enda búnir að skila góðu dagsverki með miklum sóma. Sigurjón kvaddi því fé- laga sína á mjólkursamlagsfundi í vor. En nú hefur hann verið kallaður frá þessum félagsskap og búsýslu án frekari fyrirvara. Vonirnar um rólega elli á búi sínu fá ekki að rætast. En ferill hans var bjartur og skuggalaus. Þess er gott að minnast. Halldór Kristjánsson. ■ Hluti þátttakcnda í ferðinni. Mynd: HH Ungliðadeild FUF í Viðey ■ Fyrir skömmu efndi ungliðadeild FUF í Reykjavík til ferðar í Viðey. Að sögn Helga Hjartarsonar, formanns deildarinnar, voru um 40 þátttakendur í ferðinni, sem heppnaðist prýðilega. Helgi sagði að ungliðadeildin væri sérstaklega þakklát Örlygi Hálfdánar- syni, bókaútgefenda, sem var leiðsögu- maður hópsins um Viðey. „Annars er margt á döfinni11, sagði Helgi, „við höfum í hyggju að efna til útilegu og næsta haust verður starfið hafið á nýjan leik af fullum krafti. Ég vil sérstaklega hvetja krakka, sem hafa áhuga á að starfa með okkur, að hafa samband við mig eða skrifstofu flokksins. Því fleiri sem eru með - því líflegra er starfið". Athugasemd vegna skrifa í Dropum: „Séra Páll er að flæma sjálfan sig í burtu" — skrifar Tómas Kristinsson, sóknar- nefndarmaður Miðkoti, V-Landeyjum ■ Um þessar mundir er ár liðið frá því að séra Páll Pálsson hætti níðskrifum sínum á síðum Tímans og Dagblaðsins um nágranna sinn. Sannarlega hefðu þau skrif mátt hvíla áfram, en 21. júní s.l. birtist í dropum Tímans klausa þar sem sagt er að guðsmaðurinn sé sá aðili sem iðnari er við „eldun gráa silfursins" í nábúadeilunum. Til viðbótar er farið háðslegum orðum um prest varðandi vígslubiskupskjör. Föstudaginn 24. júní halda dropar áfram að ræða þetta mál, en nú er hlutunum snúið við frá fyrri frétt og farið í sama farveg og jafnan hafði áður verið á síðum Tímans er um þetta mál var fjallað. Nú er prestur saklaus og Eggert hinn seki. Greinilegt er að einhver hefur kippt í spottann. Höfundur dropa verið skammaður fyrir fréttina 21. júní og fyriskipað að bæta úr svo um munaði. En hin nýja frétt dropa er alröng. Það er ekki skipulagt af neinum að koma í veg fyrir að séra Páll fái prestverk. Það eru hinsvegar mörg sóknarbörn sem hafa gengið framhjá séra Páli þegar þau hafa þurft á presti að halda. Þessi hópur fer stækkandi og séra Páll ætti að líta í eigin barm um skýringar á því fyrirbæri, heldur en að vera stöðugt að kenna öðrum um. Rúsinan í pylsu- endanum hjá dropum í fréttinni 24. júní var að prestur hefði „beðið sína menn að hafa hægt um sig“. En hver er sann- leikurinn um þetta. Nýlega gekk prestur á milli fólks hér í sveit og bað það að syngja ekki yfir líkbörum gamals manns er annar prestur hafði verið beðinn að jarðsyngja. Ennfremur pantaði prestur nýlega tvo lögreglumenn frá sýslumanni til að siga á nágranna sinn af engu tilefni. Er þetta að halda friðinn eins og dropar hafa eftir sínum heimildarmanni. Það er ekki Eggert sem er að flæma séra Pál í burtu heldur er það séra Páll sem með sinni framkomu hér í sveit er að flæma sjálfan sig í burtu, en það er hans mál. Sannleikurinn er sá, að þar sem séra Páll hefur áður verið hefur fylgt ófriður af hans hálfu. Það er eins og honum sé það einkar lagið og lifi fyrir það að ð Orðaleppari ~ Þrátt fyrir allt ■ Oft gleymist að þakka það, sem vel er gert. Lærdómsmenn kvarta sáran yfir því, að þeir standi klumsa frammi fyrir „tæknivæddu þjóðfélagi“. Ekki skortir hana þó auðskilin, íslenzk orð, konuna (eða manninn), sem þýddi og samdi leiðarvísi um sænsku Húskvarna-saumavélina. Hver erkiklaufi skilur á auga- bragði allar leiðbeiningarnar. Heiti hinna ýmsu hluta vélarinn- ar eru svo snjöll, að enginn sér þýðingarfálm á þeim. Pað er fólk eins og þessi saumavélarkynnir, sem ætti að koma til hjálpar, þegar lærdómsmenn eru að snúa lítt skiljanlegri útlenzku á óskiljanlega íslenzku. Orðfimi er gáfa, sem ekki er ásköpuð öllum, fremur en hand- lagni og söngeyra. Margir mál- fatlaðir menn hafa á síðustu árum álpast inn á svið fræðslu- mála og gert þar óskunda. Pakklát er ég þeim fáu, sem hafa valið efni barnatíma út- varpsins þannig, að ég minnist bernsku minnar, þegar fullorðið fólk talaði við börn eins og maður við mann, en hjalaði ekki við þau á tæpitungu um einskis verða hluti, undir því yfirskini, að þau skilji ekki annað. Matsmaður sagði fyrir skömmu, að nýjan texta þyrfti að semja við lagið „Komdu, kisa mín“, því að börn skilji ekki svona gamalt mál. Hverskonar fólk umgangast menn, sem lifa í svona hugarheimi? Eða sitja þeir bara í leiðslu undir skemmtiþátt- um fjölmiðlanna? Ekki veit ég það. En eitt er víst: Þá vantar ekki viljann til að fræða okkur. Hnignun málsins meðal rit- höfunda, blaðamanna og há- skólakennara er auðsæ. Þó er óhamingja íslands ekki alls ráð- andi. Allir forsetar íslenzka lýð- veldisins hafa verið málsnjallir menn. Og enn eigum við því láni að fagna að geta hlakkað til áramótaræðu forsetans á hreinu máli og hljómfögru. Oddný Guðmundsdóttir. 4 Oddný Guðmundsdóttir skrifar standa í illdeilum og það út af engu. Frægt er sambýli hans við nágranna sína í húsi við Kvisthaga í Reykjavík fyrir allmörgum árum. Það var látið kyrrt liggja í fyrra að svara óhróðri sem séra Páll og blöðin tvö blésu upp, enda sáu flestir í gegnum þann málflutning. En vegna þess að nú er farið að vekja þetta upp að nýju er þessi athugasemd gerð. Tómas Kristinsson sóknarnefndarmaður Miðkoti V-Landeyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.