Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. JÚLf 1983 Enginn er fullkominn — látið fötin hylja ágallana ■ Hjá mörgum okkar eru „lærapok- arnir“ svokölluðu talsvert vandamál, ■ Eiga börn eiturlyfjasjúkra mæðra sér ekki upprcisnar von? Eiturlyf jasjúkar verðandi mæður forðast fóstureyðingar — gera sér vonir um að fæðinglækni þær ■ Þær fregnir berast nú frá Dan- mörku, að stöðugt færist í vöxt, að eiturlyfjasjúkar verðandi mæður leyni ástandi sínu í lengstu lög til að komast hjá fóstureyðingu. Sífellt fleiri börn þessara kvenna eru því borin í heiminn. Þetta á einkum við um konur á aldrinum 24-25 ára, en á þann aldur eru nú einmitt komnir stórir árgangar af eiturlyfjaneytendum. Þessar kon- ur gera scr vonir um, að bamsfæðing geti hjálpað þeim til að losna úr víti eiturlyfjanna. Ungar stúlkur aftur á móti, sem ekki eiga eins ianga eitur- lyfjanesylu að baki, eru fúsari til að lata eyða fóstrum. Að sögn yfirlæknis í Árósum eiga þessar ólánsömu konur það sameig- inlegt, að þær halda ástandi sínu leyndu í lengstu lög í þeirri von að ekki takist að tala um fyrir þeim og þær látnar fara í meðferð. Þær vilja gjarna losna úr því niðurlægjandi lífi, sem þær nú lifa, oftast sem vændis- konur, og finnst vonir til að þjóðfé- lagið líti þær öðrum augum, ef þær eru orðnar mæður. En það er tíma- frekt verk að vera eiturlyfjaneytandi, og bæði það og þessi leyndarárátta kvennanna leiðir til þess, að þær koma ckki til rcglubundins mæðra- eftirlits. Þar að auki hafa'þær til- hneigingu til að láta sig hverfa af sjúkrahúsinu hið allra fyrsta eftir fæðinguna, þannig að ekki gefst tæki- færi til að ná til nýburanna, sem sýna frá hvarfseinkenni, en þau geta staðið dögum saman. Börn eiturlyfjasjúkra mæðra fæð- ast með þrisvar sinnum meira andr- enalín í blóðinu en önnur börn. Rannsóknir hafa leitt f ljós, að þegar á fósturstigi þjáist þau af ótta og streitu, sem afleiðingar af misnotkun mæðra þcirra á eitrinu. Yfiriæknirinn segir það mjög mik- ið vafamál, að þessi börn nái sér nokkurn tíma eftir þær raunir að hefja lifið á þennan ha’ft. Hann segir, að m.a. megi finna hjá nýburum með fráhvarfseinkenni vöðvabólgur, rétt eins og hjá stressuðu fullorðnu fólki. Þegar þau koma á leikskólaaldur, eru þau afbrigðilega óróleg og leita mjög mikið eftir félagsskap. Þegar þau hefja skólagöngu, þurfa þau undantekningarlaust á aðstoð sál- fræðings að halda. Rannsókn hefur leitt í ljós, að 75% barna eiturlyfja- sjúkra mæðra hafa ekki náð sama þroska og jafnaldrar þeirra. Pólsk rannsókn sem gerð var á börnum þeim, sem fæddust í fanga- búðum nasista, leiddi f ijós, að þau voru öll biluð á geðsmunum. í fyrstu var haldið, að þetta stafaði af nær- ingarskorti, en síðar var komist að þeirri niðurstöðu að ástæðan væri ótti og öryggisleysi mæðranna á mcðgöngutímanum. Það hefði leitt til einhverra efnabreytinga hjá fóstr- unum. Þykja líkur benda til að svipað sé ástatt með böm eiturlyfja- sjúklinga. f Noregi og Svíþjóð ber skv. iögum að eyða fóstrum eiturlyfja- sjúkra mæðra, ef þær fást ekki tii að gangast undir meðferð. f Danmörku hins vegar ná lögin ekki svo langt, en yfirlækninum finnst fyllsta ástæða til að herða löggjöfina og bjarga þannig bömunum frá ábyrgðarleysi mæðra sinna. Ein af 62 eiturlyfjasjúkum mæðr- um í Árósum hcfur alið 6 böm. Eitt þcirra dó við fæðingu. annað lest vcgna légrar umhirðu. Hin fjögur em öll á stofnunum. ■ Vítt klæðilegt pils og blússa og peysa utan- yfir er góður vinnuklæðn- aður. ■ Marilyn fór í svartan samfesting til þess að Ijósmyndarinn gæti náð góðri mynd af hcnni, sem sýndi „lærapok- ana“. ■ Samfest- ingur í fall- egum lit er mjög klæði- legur, þegar hann er víður yfir mjaðmir og læri. ■ Þessi smáröndótti kjóll er mjög klæðilegur, úr bómuilarefni sem dagkjóll. Belti og aðrir smáhlutir geta líka puntað upp á hann. þegar á að klæðast þröngum pilsum eða síðbuxum. Hér sjáum við tillögur tísku- sérfræðings, sem vill hjálpa til að klæða þessa vankanta af okkur. Hún segir í fyrsta lagi, að meðan þetta vandamál er til staðar, þá eigi að forðast þröng föt, sem falli að lærunum, svo sem þröngar síðbuxur. Best sé að nota pils og blússu í sama lit, en ekki klæðast tvískiptum fatnaði hvorum í sínum lit. Alls ekki skal vera í munstruðum pilsum og einlitum topp, - heldur öfugt. Á meðfylgjandi myndum sjáum við tillögur að fötum fyrir þær læraþykku. Leiðrétting Það ur enn lúxus-tollur á hvítkáli og gulrótum! ■ í sambandi við uppskrift að Blönduðu hrásalati, sem birtist á bls. 16 í Tímanum 5. júli (Heimilistím- anum) sögðum við frá því - með fögnuði - að nú væri að konta til um 20% lækkun á grænmeti og ávöxtum. Þessi frétt hefur því miður ekki verið alveg cins gleðileg og við bjuggumst við, því að það er mjög takmarkað hvað fólk hefur gott af þessum tollalækkunum. Þær cru sem sagt ekki af þeim algengustu grænmetistegundum, sem fóik helst kaupir, svo sem hvítkáli og gulrótum o.fl. Tollurinn af hvítkáli er um 70%(!) og gulrótum 50% (I), sem sagt lúxus-tollur. Lækkunin er helst merkjanleg á niðursoðnum aspargus og þurrkuðum ffkjum, og hvað viðvíkur nýjum ávöxtum, þá fengum við þær upplýsingar hjá Verðlagsstofnun, að þeir hefðu að undanförnu verið án tolla, og það hefði ekkert breyst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.