Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 21

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 |l umsjón: B.St. og K.L. andlát Sigurður Guðgeirsson, Háagerði 20, Reykjavík, andaðist í Gjörgæsludeild Landspítalans 6. júlí sl. Björn Jónsson, frá Mýrarlóni, Skarðs- hlíð 6, Akureyri lést í Fjórðungssjúkra ihúsinu á Akureyri miðvikud. 6. júlí. Guðmundur Helgi Ágústsson,Bergþóru- götu 51, Reykjavik, lést á'Höftí í' Hornafirði 3. júlí. Jarðsett var ira Fossvogskirkju föstud. 8. júlí. Guðbjörg Eh'nborg Ferrier, lést í London þann 4. júlí sl. Auðunn Halldórsson, frá Hnífsdal er látinn. Bálför hans hefur farið fram. desember 1982, sem gerð var með bráða- birgðalögum nr. 79 frá 21. ágúst 1982, og ætlað var að hamla gegn verðbólgu. Jafnframt sjá menn fyrir sér að verðbólgu- hraði hefur aldrei verið meiri hér á landi en eftir setningu þeirra. Fundurinn varar við þeim uggvænlegu afleiðingum sem það hlýtur að hafa fyrir fjölda launþegaheimila þegar stórfelld kjara- skerðing kemur til viðbótar minnkandi at- vinnu meðan greiðslubyrði heimilanna fer stöðugt vaxandi. Vandi þjóðféiagsins verður ekki leystur með því að þrengja svo kosti launþega að þeim verði ókleift að standa við skuldbind- ingar sínar og missi eigur sínar. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að taka nú þegar upp raunhæfar viðræður við verkalýðshreyfing- una um þessi mál í því skyni að finna á þeim lausn áður en þeirra háskalegu afleiðinga af setningu bráðabirgðalaga nr. 54/1983, sem hér er varað við, fer að gæta að marki. Loks varar fundurinn sérstaklega við banni 3. mgr. 2. gr. bráðabirgðalaga nr 54/1983 við því að umsamdar áfangahækkanir og aðrar leiðréttingar á kjarasamningum komi til framkvæmda á tímabilinu 25. maí 1983 til 31. janúar 1984. Afnám samningsákvæða í eins- tökum kjarasamningum svo sem samningi Byggingamanna frá 14. júní 1982, með þeim hætti er til þess eins fallinn að vinna gegn því að kjarasamningar verði eftirleiðis gerðir til langs tíma og stuðlar þannig að ófriði á vinnumarkaðinum. sundstadir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatimar I Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð I Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunarlíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. I Vesturbæjarlaug ( síma 15004, f Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkuri klst. fyrir lokun. Kvennatlmar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9—16.15 og á sunnudögum kl.. 9-12. Varmárlaug I Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi' á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna,, kvennatímar á þriðiud. og fimmtud. kl.i 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og' laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar I baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka' daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavfk Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 I kl. 19.00 I apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I mai, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. * Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgrelðsla Akranesisími 2275. Skrifstof- an Akranesi simi 1095. Afgreiðsla Reykjavík, simi 16050. Sím- svarl í Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 Frá fulltrúaþingi hins íslenska kennarafélags ■ Fulltrúaþing hins íslenska kennarafélags var haldið að Borgartúni 6 dagana 7. og 8. júní sl. Þingið sóttu um 70 fulltrúar víðs vegar að af landinu auk innlendra og erlendra gesta. Helstu verkefni þingsins voru kjaramál, reftinda- og menntunarmál kennara og sam- starf við önnur kennarafélög innlend og erlend. Einnig var fjallað um stöðu félagsins innan Bandalags háskólamanna. Kjaramál. Samþykkt var eftirfarandi ályktun um kjara- mál: Fulltrúaþing Hins íslenska kennarafélags, haldið í Reykjavík 7.-8. júní 1983, ályktar eftirfarandi vegna nýsettra bráðabirgðalaga um kaup og kjör: 1. Þingið áfellist stjórnvöld harðlega fyrir að ráðast gegn samningsrétti launafólks og brjótagerðasamningaumverðbæturálaun. 2. Þingið harmar að ríkisstjórnin skyldi ekki reyna að ná samkomulagi við aðila vinnu- markaðarins um aðgerðir til að mæta þeim vanda sem við blasir. 3. Þingið vekur athygli á þeirri sáru neyð einstaklinga og fjölskyldna sem þegar er farin að gera vart við sig og er afleiðing undangenginna kjaraskerðinga. Þingið krefst þess að stjórnvöld bregði við og láti tilrauna- starfsemi sína í efnahagsmálum ekki setja hinn almenna launþega á vonarvöl. 4. Þingið beinir því til launþega að fylkja liði um aðgerðir til vamar hagsmunum sínum. 5. Þingið krefst þess að alþingi verði þegar í stað kvatt saman og kjömir fulltrúar þjóðar- innar verði gerðir ábyrgir fyrir þeirri árás á kjör launafólks sem felst í bráðabirgðalögun- um pg sem fyrirsjáanlega mun lækka kaup- mltt lauita langt umfram þau mörk sem versnandi efnahagsástand réttlætir. Þá var jafnframt samþykkt að vinna að uppsögn kjarasamninga aðildarfélaga Bandalags háskólamanna strax og unnt er. Samstarf og bandalag við önnur félög. Samþykkt var að kanna viðhorf félags- manna til þess hvort félagið skuli vera áfram innan BHM eða leita eftir nánara samstarfi við Kennarasamband íslands - annað hvort innan BSRB eða í sérstöku Kennarabanda- lagi. Gert er ráð fyrir að niðurstöður þessarar könnunar geti legið fyrir vorið 1984. Samstarf á erlendum vcttvangi. Norrænir gestir frá Danmörku, Noregi, Færeyjum og Svíþjóð sögðu frá þeim niður- skurði til fræðslumála sem ýmist er áætlaður eða hefur verið framkvæmdur í heima- löndum þeirra undanfarin ár. Fram kom að um margt höfðu stjórnvöld þar rasað um ráð fram og neyðst til að draga aftur í land þar sem hugmyndir þeirra reyndust óraunhæfar. Hinir erlendu gestir hvöttu alla íslenska kennara til að vera vel á varðbergi og hagnýta sér reynslu hinna erlendu systursamtaka ef gripið verður til niðurskurðar á fjármagni til fræðslumála. Þingið fól stjórninni að kanna möguleika á kennaraskiptum milli Norðurlandanna og fjáröflun til þeirrar starfsemi. Menntunarmál kennara Þingið samþykkti að eðlilegt væri að starfsmenntun framhaldsskólakennara fari fram á háskólastigi. Talið var nauðsynlegt að skipuleggja kennaramenntunina á markviss- ari hátt en nú er. í því efni verði tekið mið af séreinkennum kennslustarfsins um leið og tryggð verði bæði traust fagleg menntun og traust undirstaða í uppeldis- og kennslu- fræðum. Skólar og tölvur. Þingið fól stjórninni að athuga meðal annars um samstarf við önnur kennarafélög og önnur launþegasamtök um stefnumótun í þeim málum sem tengjast tölvum og tölvun. Alyktun stjórnar Lands- sambands iðnverkafólks 6/61983 ■ „Harkalegar ráðstafanir á sviði launamála hafa nú verið kunngerðar af nýrri rfkisstjórn. Aðgerðir þessar fela í sér bann til tveggja ára við greiðslu verðbóta á laun og afnám samningsréttar til janúarloka 1984. Þessi lagasetning er með þeim fádæmum, að leita verður aftur til ársins 1942 til samjöfnuðar. Þrátt fyrir endurtekna íhlutun stjórnvalda í gerða kjarasamninga hafa þau ekki áður gengið það langt að svipta verka- fólk réttindum til þess að semja um kaup og kjör. Stjórn Landssambands iðnverkafólks fordæmir sérstaklega þá aðför að lýðréttind- um sem í þessum aðgerðum felst. Verkafólk í Landssambandi iðnverkafólks telst flest til þeirra tekjulægstu í þjóðfélaginu. Flestir félagsmenn búa nú við mánaðartekjur á bilinu 10-14 þúsund krónur. Öllum er ljóst að þessar tekjur duga vart fyrir nauðþurftum. Þær aðgerðir, sem stjómvöld hafa nú kynnt snúast fyrst og fremst um kaupmáttarskerð- ingu. Með kaupmáttarskerðingu á að berja á verðbólgunni, engin önnur úrræði virðast á færi stjómvalda. Sú kaupmáttarskerðing sem nú er st'efnt að svarar til þess, að sá sem nú hefur 10 þúsund á mánuði lækki um 2.300 krónur fram til áramóta. Sá sem nú hefur 14 þúsund á mánuði lækkar um tæplega 3000 krónur. Þegar kaupskerðingin verður öll komin fram verður hún þreföld á við sam- drátt þjóðartekna s.l. 2 ár. Þá verður verka- fólk að sækja 40% kaupmáttaraukningu til þess að ná aftur kaupmætti ársins 1982. Kjaraskerðing sú sem hér um ræðir er rothögg fyrir afkomu heimilanna í landinu, haldi stjómvöld stefnu sinni til streitu, Verkalýðshreyfingin verður sameinuð að beita afli sínu gegn þessum ráðum, sem ekki verður ætlað að upplýstir menn hafi bmggað. Stjórn Landssambands iðnverkafólks mót- mælir harðlega þeirri aðför sem nú er hafin að kjörum verkafólks og skorar á félagsmenn sína að skipa sér þétt saman til andstöðu við ráðstafanir ríkisstjómarinnar." Ályktun frá stjórn Kennara - Sambands Islands i ■ „Stjóm Kennarasambands íslands mót- mælir harðlega aðgerðum núverandi ríkis- stjórnar í efnahagsmálum, en þær ganga fyrst og fremst út á að leysa efnahagsvandann á kostnað launafólks. Auk þess sem vísitölubætur hafa þegar verið stórlega skertar hefur samningsréttur- inn verið afnuminn að fullu til 1. febrúar og jafnframt bannað að semja um vísitölubætur á kaup næstu tvö árin. A sama tíma verður greiðslubyrði verðtryggðra lána fjölda laun- þega ofviða. Hér er tvímælalaust um að ræða einhverjar harkalegustu aðgerðir í sögu lýð- veldisins. Stjórnin lýsir yfir fyllsta stuðningi við samþykkt samninganefndar BSRB um upp- sögn samninga og telur brýnt að beita samtakamættinum eftir því sem unnt er til að rétta hlut launþega“. bókafréttir Önnur útgáfa af Hornstrendingabók. ■ Bókaútgáfan Örn & Örlygur hefur sent frá sér nýja útgáfu af Homstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar, en hún kom fyrst út árið 1943 á Akureyri. 1 bókinni er greint frá byggðarlögum og náttúru Hornstranda. Sagt er frá mannlífi þar um slóðir, harðri lífsbaráttu fólksins í þessum afskekkta og hrjóstmga landshluta sérstæðri menningu þar. Þá er drjúgur hluti bókarinnar helgaður þjóðsögum. og sagna- þáttum af Homströndum og tekst höfundi þar að bregða ským Ijósi á liðnar aldir. Þessi nýja útgáfa er í þrem bindum og að miklu leyti nýtt verk. Höfundur hefur endur- skoðað fyrri gerð bókarinnar ítarlega og aukið við hana nýjum ritsmíðum. Höfundur segir svo í formála hinnar nýju útgáfu: „Önnur útgáfa, sem hér leitar lesenda er í nokkru frábrugðin hinni fyrri. Á nokkmm stöðum hefur verið bætt við texta og fyllri frásögn gefin. Þá era hér fjórir kaflar, sem ekki voru í fyiri útgáfu. Þeireru: Hvalveiðar, Mótorbátaútgerð, í Sléttuhreppi, Fiskimið Aðalvíkinga, og síðast sagnaþátturinn, Rauður logi í Reykjavík". -ÞB lll’ 111 ■ Hin nýja útgáfa Horastrendingarbókar í þrem bindum. Nýstárleg orðabók ■ Út er komin all-nýstárleg orðabók. Hún er fyrir þær sakir merkust að í henni er aðeins gerð tilraun til að útskýra eitt orð, Frelsi Til þess að draga upp sem skýrasta mynd af Frelsinu em Ijóð óspart notuð, svo og uppdrættir. Orðabókin sem er í öllu falli heiðarleg hefur hlotið nafnið Dunganon’s retura og er allur texti hennar á alþýðumálinu ensku, ættu því sem flestir menn að geta notið bókarinnar. Að bók þessari standa, Súrrealistar á norðurlöndum, alþjóðahreyfmgin Phases og Bauhaus Situationisteme. Nokkrir íslendingar gáfu kraft sinn og orð í verkið þ.á.m. Medúsu- menn og Alfreð Flóki. Bókin er 48 síður, og prentuð á góðan pappír. Útgefandi er A dunganon en bókin er seld hverjum sem hafa vill og fæst í bókabúð MM. Eymundsson, Gramminu og í Skraggubúð Lækjartorgi.“ flokksstarf Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1983 VINNINGASKRÁ Ferö í leiguflugi með Samvinnuferðum-Landsýn 1983; kr. 30 þús. hver vinningur: Nr. 28364, 30188 og 1612. Sólarlandaferð með Ferðaskrifstofunni Úrval sumarið 1983, gisting í fbúð, kr. 15 þús. hver vinningur: Nr. 46395,41537,25049,28253 og 44943. Ferð í leiguflugi með Samvinnuferðum-Landsýn 1983; kr. 10 þús. hver vinningur: Nr. 32801,27839,44834,1775,6807,22406,25971, 23200, 1857, 23903, 23194, 17652, 22031, 1740, 6566, 9916 og 1568. . Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Til Englands með SUF Þann 24. ágúst verður farið í einnar viku ferð til Englands á vegum SUF. Farið verður með' MS EDDU og haldið frá Reykjavík að kvöldi 24. ágúst. Komið til Newcastle kl. 10 á laugardagsmorgun. Farþegar munu dvelja tvær nætur á Imperial Hotel í Newcastle. Laugardagurinn er frjáls, en fólki er bent á að gott er að versla í Newcastle, þar er m.a. ein stærsta verslunarmiðstöðin í allri Evrópu. Á sunnudaginn verður farið í skoðunarferð um nágrenni Newcastle. Rútur koma og ná í farþegana að morgni mánudagsins og farið verður um borð í EDDU. Samkvæmislífið er fjölskrúðugt um borð og svo mikið er víst að engum ætti að leiðast. Vel er hugsað um börn um borð í skipinu. Til Reykjavíkur er komið miðvikudagskvöldið 31. ágúst. Fararstjóri er Guðmundur Bjarnason alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu SUF og hjá Farskipi í síma 91-25166. Góðir greiðsluskilmálar. P.s. þetta er tilvalinn sumarauki fyrir framsóknarfólk á öllum aldri. Óflokksbundnu fólki, sem' hefur áhuga á að skemmta sér með framsóknarmönnum, er að sjálfsögðu heimilt að koma með. Sumarferð - Suðurnes Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 23. júlí nk. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18, kl. 10 fh. og verður farin hringferð um Suðurnes, og skoðaðir helstu merkisstaðir og mannvirki. - Þátttaka tilkynnist í síma 24480. Skemmtiferð FUF Félag ungra Framsóknarmanna efnirtil skemmtiferðar í Þórðarhöfða 9. júlí nk. Lagt verður af stað frá Framsóknarhúsinu við Suðurgötu kl. 10 f.h. Allir framsóknarmenn velkomnir. Þátttaka tilkynnist fimmtudags- og föstudagskvöld (7. og 8. júlí) í síma 5374. FUF Skagafirði J§|j RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn AÐSTOÐARMENN sjúkraþjálfara óskast frá 15. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi á endur- hæfingardeild. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæf- ardeildar í síma 29000. Geðdeildir Ríkisspítala HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast sem fyrst á geðdeild Landspítalans 32 C. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 38160. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 10. júlí 1983. Bifhjól Til sölu bifhjól Kawasaki GPZ1100 árg. 1982 svart á lit með nýjum, flækjum, verð kr. 130.000 nýtt kostar 180.000. Útborgun og eftirstöðvar samkomulag. Kemur einnig til greina að skipta á ódýrari bíl eða jafndýrum. Upplýsingar í síma 91-41884.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.