Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 09.07.1983, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Shemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91 )7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 í' abriel HÖGGDEYFAR ni ^Q>varahlutir.s“aa,y. A vexti r og græn- meti sem flutt ertil landsins: HÆKKAUM ÞRIÐIUNG „I HAFI ■ Segja má að verð nýrra ávaxta og grænmetis sem flutt er til landsins hækki um þriðjung „í hafi“, þ.e. að flutningskostnaður þessara nauðsynjavara hækkar verð þeirra um þriðjung frá því þær fara um borð í crlendri höfn og þar til þær komast hér upp á hafnarbakkann og í sumum tilvikum meira. Sem dæmi má nefna að fob. verð þeirra 1.918 tonna af banönum sem hingað voru flutt á s.l. ári var 6,90 kr. kflóið, en hingað komnir var verðið komið í 11,50 kr. kflóið (cif.) Hækkunin nemur um 40%. Inuflutningur ávaxta og grænmetis nam alls um 18.730 tonnum á árinu 1982, sam- kvæmt verslunarskýrslu Hag- stofunnar, sem samsvarar um 312 kílóum á hverja vísitölu- fjöiskyldu í landinu yfir árið. Verð þessarar hollustufæðu skiptir því verulegu máli í matarútgjöldum íslendinga. Heildarverð þcssara 18.730 tonna var um 177,3 millj. króna fob. en um 250 millj. króna hingað komið. Mismun- urinn er um 2,5 millj. króna vátryggingarkostnaður og 69,5 millj. króna flutningskostnað- ur, éða að meðaltali 3.710 kr. á hvert tonn. Þótt ólíku sé saman að jafna má geta þess að flutningskostnaður þessi er svipaður og á þeim 524.165 tonnum af olíuvör'um sem hingað voru flutt sama ár, eða 76 milij. (143 kr. pr. tonn), sem er 4,3% af cif verði. Hinn 18.730 tonna innflutn- ingur skiptist þannig að nýir ávextir voru 8.687 tonn (90,6' millj. fob og 131,4 millj. cif.), ferskt grænmeti og rótarávextir 6.326 tonn og niðursoðnir . v ' ávextir og grænmeti og ávaxta- safar 3.715 tonn. Fróðlegt er að sjá hvað inn- kaupsverð fyrmefndra vara á er-1 lendri grund er lágt, fyrir þann sem snúið hefur til baka frá litlu berjaboxi á „aðeins 95 kr.“, frcistandi vínberjaklasa scm kostað hefur hátt á annað hundrað krónur kílóið hér á Fróni eða öðru álíka. Tekið skal fram að neðangreint verð er' meðalverð a'rsins 1982, sem búast iná við að hafi hækkað a.m.k. tvöfalt síðan, eins og flest annað. Þrátt fyrir það er merkilegt að sjá'að appelsínur kostuðu þá 7,73 kr. hvert kíló erlendis, bananar6,90kr.,epli 9,70 kr., melónur 11,95 kr. perur 11,25 kr. vínber 20,95 kr. og önnur ber 27,95 kr. hvert kító. Grænmetisverðið var t.d.: kartöflur 3,03 kr. kílóið, laukur 2,66 kr., annað nýtt grænmeti 6 kr kílóið, fryst grænmeti 8,50 kr. og tómatar 15,95 kr. kílóið. Það er því greinilcga ekki nóg að vörur kosti ekki mjög mikið j' út- löndum til þess að Frónbúum standi þær til boða á viðráðan- legu verð. -FRI dropar LÍF OG FJÖR í HÚSAFELLI ■ Krístleifur Þorsteinsson bóndi í Húsafelli tekur vel á móti gestum sem sækja heim tjaldstæði staðarins eða sumarbústaði. Á hverjum degi gefst fólki kostur á ýmis konar tilbreytingu, fcrðum á Arnarvatnsheiði, útsýnisflugi, ferð í Surtshelli og sitt hverju flciru.Á föstudags- og laugardagskvöldum er kveiktur varðeldur og fólk safnast saman í kríng með gítarspili og söng og fleirutil skemmtunar. Dráttarvél með kerru fer um skóginn í útsýnisferð með yngslu gestina og njóta þær ferðir mikiila vinsælda. Áð ferðum loknum fá þátttakendur sleikibrjóstsykur að gjöf frá Þjónustumiðstöðinni, sem verslar á staðnum með allar helstu nauðsynjavörur fyrir fcrðafólkið. Tímamynd Toggi Hasshund- ur í ham ■ Dagur á Akureyri segir frá því að hart hafi verið leitað '■ eftir hassi þegar fyrsta áætlun- arvél Flugleiða kom til Akur- eyrar beint frá Kaupmanna- höfn. „Farangrinum var raðað skipulega upp á hlaði flug- stöðvarinnar, beint fyrir fram- an farþegana. Síðan gekk1 hundurinn þefandi umhverfis farangurinn en loks óð hann yfir hrúguna miðja. Voru ekki allir farþegarnir jafn hrifnir af þessum aðförum; minntust ekki slíks hundagangs frá Keflavíkurflugvelli. Þar hnussa hundarnir að vísu af farangrinum, en það fá þeir ekki að gera beint fyrir framan nefið á farþegunum. En á meðan hart var leitað að óleyfi- legum varningi í farangrinum labbaði áhöfn þotunnar af gömlum vana beint upp í flugturn, rétt eins og um venju- legt innanlandsflug væri að ræða.“ Glötuð æra Liberottos ■ „Itölum finnst hún hrein móðgun við Puccini og Liber- otto, þessu væri alltof mikið breytt,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristjáni Jóhannssyni óp- erusöngvara um uppfærslu Ken Russels á Madam Butter- fly eftir Puccini, en Kristján syngur í henni um þessar mundir. Ekki kemur nánar fram í viðtalinu hver hann var eða er þessi sármóðgaði Liber- otto. Dropum virðLst einsýnt að ’ hér hafi bæst enn ein þýðinga- perlan í safn íslenskrar blaða- mennsku. Alþjóðlegt orð yfir óperutexta er nefnilega libr- etto, eins og flestir sem þekkja til óperu kannast við. Líklega hefur Russel breytt librettóinu fullmikið fyrir smekk blóð- heitra ítalskra óperuunnenda. Þetta vekur upp minningar um gömul þýðingadjásn, eins og þegar Vigdís forscti borðaði kryddsíldina með Möggu drottningu sællar minningar, eða þá þegar skýrt var frá því að sá stærsti af öllum stór- söngvurum, hetjutenórinn Co- vent Garden væri væntanlegur til íslands. Eða þegar greint var í íslensku blaði frá afrekum þess mikla hershöfðingja Gen- eral Staff. Krummi ...heyrir að gengið verði fljót- andi, þar tU Seðlabankahús- grunnurinn verður kominn á fast. Skráð atvinnuleysi jókst í júnímánuði: ISTMEST Á AKUREYRI ■ Skráð atvinnuleysi í júní- mánuði jókst frá því sem var í maí, og jafngilti 0,8% af mann- afla á vinnumarkaði. Skráð at- vinnuleysi samsvaraði nú 919 atvinnulausum allan mánuðinn á móti 843 í maí. Skráð atvinnu- leysi fyrri helming þessa árs var um fjórðungi meira en á sama tíma 1982, en það ár var skráð atvinnuleysi þó rösklega tvöfalt meira en að meðaltali næstu 7 ár á undan. Mikil fjölgun atvinnu- leysisdaga á 2. ársfjórðungi, mið- að við 1982, bendir að sögn vinnumáladeildar félagsmála- ráðuneytisins ótvírætt til þess að dregið hafi úr framkvæmdum og á móti 56, Akranes 45 á móti 31, í Stykkishólmi tvöfaldaðist talan úr 7 í 14, á Selfossi fjölgaði úr 32 í 45 og í Keflavík úr 29 í 45 atvinnulausa í júní. í Reykjavík voru atvinnulausir 272 í júní sem var fjölgun um 18 manns. At- vinnuleysi í júní skiptist nær jafnt á milli kvenna og karla. -HEI samdráttur orðið í verslun, þjón- ustu og ýmsum öðrum greinum. Hlutfallslega hefur atvinnu- leysi í júní eflaust verið mest á Akureyri þar sem 177 voru skráðir atvinnulausir (106 í maí). Af öðrum stöðum þar sem at- vinnuleysi hefur aukist að marki frá maí má nefna Hafnarfjörð 84 HLUTFALLSLEGA AUK-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.