Tíminn - 14.07.1983, Page 1

Tíminn - 14.07.1983, Page 1
Vísa gervitennur á árásarmanninn? — Sjá bakslðu FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 14. júlí 1983 160. tölublað - 67. árgangur Síðumúlal5-Pósthólf 370 Reýkjavík-Ritstjórn86300-Augíýslngar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Albert Guðmundsson um fjárvöntun Lánasjóðs íslenskra námsmanna: ,SKERA VERÐUR HARFRAMLOG T1L HANS VERULEGA NIÐUR” — ,,Efast um að fólkiðvilji bæta á sig vinnu til að útvega það fjármagn sem vantar” ■ „Þeir frá Lánasjóði íslenskra námsmanna komu hingað til mín, og það eitt er um þcirra mál að segja á þessari stundu, að það er verið að kanna þeirra stöðu,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurð- ur hvort ákvörðun hefði verið tekin um á hvaða hátt fjárhags- vanda sjóðsins verði mætt, en eins og greint hefur verið frá í Tímanum, þá skortir um 180 milljónir upp á til þess að endar náist saman. „Við skulum bara átta okkur á því,„ sagði Albert, „að Alþingi hefur samþykkt meira framlag til sjóðsins, en til er af peningum. Þetta hefur einfaldlega þýtt það, að það hefur þurft að taka stór erlend lán til þess að standa undir fjármögnuninni. Mér er bara spurn hvort fólkið í landinu . kærir sig um áframhald á slíku. Ég er efins um að fólkið í landinu vilji bæta á sig vinnu og kostnaði til þess að útvega fjár- magn það sem Lánasjóðurinn segir að vanti. Ég er ekki búinn að taka neina afstöðu, en það er alveg ljóst í mínum huga, að það verður að skera fjárframlög til Lánasjóðsins verulega niður. Ég væri þess vegna tilbúinn til þess að láta fara fram þjóðarát- kvæðagreiðslu um hvort þjóðin vill halda áfram þessum stöðuga fjáraustri, og þá á ég ekki bara við Lánasjóð íslenskra náms- manna, heldur sinfóníuhljóm- sveitina, Þjóðleikhúsið og margt margt fleira sem gerir ekkert annað en að stækka og bólgna út, á sama tíma og við erum að boða samdrátt í þjóðfélaginu. Ég spyr bara: vill fólkið í land- inu, sem nú er verið að skera niður vísitöluna við í launum, bæta við sig fimm scx tímum á sólarhring í vinnu, til þess að fjármagna frekari útþenslu?“ Albert sagðist jafnframt hafa tjáð fulltrúum Lánasjóðsins, sem komu til fundar við hann, að þeim væri velkomið að fylgjast með þróuninni og ástandi pen- ingamála í landinu, og þar með gætu þeir sjálfir sagt sér hvort ríkisstjórnin væri ósanngjörn í afstöðu sinni til þeirra eða ekki. - AB. ■ „Já, bömin mín. Ef þið erað nógu dugleg við að taka blómfræflana og kvöldvorrósarolíuna verðið þið kannski einhverntímann jafn stór og ég“, gæti sá svartklæddi verið að segja við börain í Barónsborg. Tímamynd: Ami Sæberg. SAMDRATTUR 40% ISÖUlAFERDA- MANNAGIAIOEYRI ■ Sala á erlendum gjaldeyri til ferðamanna dróst saman um nær 40% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, samkvæmt upplýsing- um Sigurðar Jóhannssonar for- stöðnmanns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Frá janúarbyrjun til maíloka á þessu ári hafði ferðamanna- gjaldeyrir verið seldur fyrir um það bil 125 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var upphæðin 200 milljónir króna, framreiknað til núgildandi verðlags. „Já, þetta virðist vera talsverð- ur samdráttur,'1 sagði Sigurður Jóhannsson, en taldi líklegt að salan hefði tekið nokkurn fjör- kipp í júní og fyrstu daga júlí- ' mánaðar. Þorsteinn Friðriksson, deild- arstjóri erlends gjaldeyris í Út- vegsbankanum, kvaðst hins veg- ar ekki hafa orðið var við aukna sölu á ferðamannagjaldeyri á undanförnum vikum. „Salan hefur dregist saman í ár og á því hefur engin breyting orðið að undanförnu,“ sagði Þorsteinn. - GM. BLAÐAUKIUM Þorlákshöfn ■ í dag er 8 síðna blaðauki um Þorlákshöfn í Timanum. Þar er meðal annars rætt við Stefán Garðarsson svcitastjora, Bene- dikt Thorarensen í Meitlinum, Þorleif Björgvinsson fram- kvæmdastjóra Glettings og Hannes Gunnarsson í Mát. Einnig eru nokkrar verslanir heimsóttar og spjallað við eig- endur. Fjöldi mynda frá Þorláks- höfn er í blaðinu. Fjarmalaraöherra fellir nidur söluskatt af Tívolíinu á Miklatúni: „TENGDASONUR MINN NÝKOMINN í FYHRTÆKIB'1 — „áttaði mig ekki á því strax“, segir Albert Guðmundsson ■ „Ef ég á að vera hræddur við að gera það sem ég tel að sé rétt, þá er eitthvað öðruvísi en ég hefði talið áð það ætti að vera. Að sjálfsögðu vissi ég að upp myndu koma gagnrýnis- raddir, og þáð yrði um það talað að tengdasonur minn væri einn af aðstandcndum þessa fyrirtækis, en hann var nú svo tiltölulega nýkominn inn i þetta, að ég áttaði mig ekki á því strax“. Þetta sagði Albert Guð- mundsson, fjánnálaráðherra, í samtali við Tímann í gær, cr hann var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýnisraddir sem hcyrst hafa og -sagt að hann hafi einkum og sér í lagi fellt niður söluskattimv af Tí- volfinu á Miklatúni, vegna þess að forsvarsmenn þess fyrirtæk- is væru mjög eindregnir stuðn- ingsmenn hansúrkosningabar- *■ áttunni, m.a. Pétur Svein- bjarnarson, eigandi Asks, og Þorvaldur Mawby, sem jafn- framt er tengdasonur ráðherr- ans. Sjá nánar bls. 5.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.