Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1983 BIFREIÐA SKEMIMJVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 77840 Kverkstæðið nostás SINDY Póstsendum. JOJO LEIKFANGAVERZLUNIN JUJl AUSTURSTRÆTI 8 - SÍM113707 Vélaleiga E. G. Höfum jafnan til leigu: Traktorsgröfur, múrbrjóta, borvélar, hjólsagir, vibratora, slípirokka, steypuhrœrivélar, rafsuöuvélar, juðara, jarð- vegsþjöppur o.fl. Vagnhöfða 19. Sími 39150. Á kvöldin 75836. Eyjólfur Gunnarsson SERHÆFÐIRIFIAT 06 Sauðárkrókskirkja - Organisti Starf organista við Sauðárkrókskirkju er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa formaður sóknar- nefndar í síma 95-5326 og sóknarprestur í síma 95-5255. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og þarf organistinn að geta hafið störf 1. október nk. Umsóknir berist formanni sóknarnefndar Sveini Friðvinssyni Háuhlíð 13, Sauðárkróki. Sóknarnefnd. ■ Þeir Hjörleifur Sveinbjörnsson og Úlfar Þormóðsson með plakat af forsíðu þriðja tölublaðs Spegilsins. Tímamynd Árni Sæberg Sem dæmi um efni nýjasta blaðsins sem farið gæti fyrir brjóstið á við- kvæmum sálum tiltók Úlfar, „voðalega klámfengna mynd á bls. 8 sem heitir Viðhald í gömlum húsum“... tilvitnanir í biblíuna og ýmislegt fleira. Aðspurður um hvort það væri löglegt fyrir þá að gefa út Spegilinn meðan málið útaf 2. tölublaðinu væri enn í gangi sagði Úlfar að þeir litu svo á að það mál næði eingöngu yfir það tölublað og myndu þeir því halda útgáfunni áfram. Hinsveg- ar væri það baggi á henni að ekkert hefði komið inn í kassann fyrir 2. tölublaðið þar sem það var gert upptækt. „Við höfum heyrt að eintakið af því gangi nú á allt að 1500 kr. á svörtum markaði“ sagði hann. -FRI veiðihornið - Tregt í Laugardalsá: „Mikið af bleikju ppVIÐSKIPTI VIÐ SOVÉTRÍKIN HAGKVÆM” — segir Steingrímur Hermanns son forsæsisráðherra ■ „Mér eru þessi skrif leið, því við- skiptin við Sovétríkin eru okkur ákaflega mikilvæg, og hafa verið mjög góð í gegnum árin,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra en Tíminn spurði hann í gær álits á þeim neikvæðu skrifum sem að undanförnu hafa birst í Morgunblaðinu um viðskipti okkar ís- lendinga við Sovétríkin. „Við seljum til Sovétríkjanna miklar afurðir, ss. síld, en það má heita að okkar helsti markaður fyrir síldarafurðir sé í Sovétríkjunum," sagði forsætisráð- herra, „og einnig er þar góður markaður fyrir ýmsar aðrar sjávarafurðir, sem þeir hafa keypt af okkur á góðu verði". Ég lít svo á, að olíukaupin frá Sovétríkjunum hafi verið okkur ákaflega hagkvæm. Það kom gleggst í Ijós þegar leitað var eftir og samið við Breta um olíukaup, en það var á verði sem stóð fyrir utan Rotter- damverðið, og reyndist það okkur mjög óhagkvæmt og kostaði þjóðarbúið nokkrar milljónir dollara aukalega. Ég held því að við ættum að fara mjög varlega í annað slíkt ævintýri. Ég legg því áherslu á að þessi viðskipti okkar við Sovétríkin hafa verið hagkvæm okkur, og væntanlega báðum aðilum." -AB Og afætu” ■ „Það hefur ekki verið nein ofsa- veiði hér frá því áin opnaði og hjá okkur hefur þetta gengið rólega. Hins vegar er mikið af bleikju og afætu í ánni“ sagði Indriði G. Þorsteinsson í samtali við Veiðihornið er við hittum á hann í veiðihúsinu við Laugardalsá fyrir vestan en hann var þar að veiðum ásamt þeim Jóni Hákoni Magnússyni, Helga Ólafssyni, Gunn- ari Bjarnasyni, Víglundi Þorsteinssyni og syni Víglundar Þorsteini. „Vatnið er mikið í ánni þannig að ekki er beint hægt að fara á sína gömlu veiðistaði til að sækja hann og erfíð- leikar við að standa að þessu þessa dagana". Þeir félagar höfðu engan lax fengið í gær. nokkrar 2-3 punda bleikjur höfðu fengist en voru samt hóflega bjartsýnir á að fá hann enda Itöfðu þeir misst nokkra, að sögn, á flugu. Alls eru komnir 40 laxar upp úr . Laugardalsá það sem af er tímabilinu en 150 laxar hafa farið uppfyrir teljar- ann í ánni. Þrjár stcngur eru í ánni. -FRI Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2”, 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotiö, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝST ÞÚ GAT EÐA GRIND? Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Asetning á staðnum fréttir Þridja tölublad Spegilsins komid út: „Vissara ad tryggja sér eintak í tímaM — segir Úlfar Þormóðsson en hann á von á ad þetta tölublad verdi einnig gert upptækt ■ „Það er víst vissara að taka til fótanna og tryggja sér eintak í tíma því við eigum von á að þetta blað verði einnig gert upptækt'* sagði Úlfar Þor- móðsson ábyrgðarmaður Spegilsins en nú er þriðja tölublað þess blaðs komiö á markað. Annað tölublaðið var sem kunnugt er gert upptækt af ríkissaksókn- ara og það mál stendur þannig að saksóknari hefur frest til að skila álits- gerð sinni í málinu í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.