Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1983 Tíreston* hjólbarðar undir heyvínnuvélar traktora og aðrar vinnuvélar ★ Sumarhjólbarðar ★ Jeppahjólbarðar ★ Vörubílahjólbarðar Allar almennar viðgerðir Tíre$tone umboðið FLATEYRI Sigurður Sigurdórsson sími 94-7630 og 94-7703 ÍSSKAPA OG FRYSTIKISTU VIDGEROIR Breytum gömlum Isskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. verkt REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Útboð Kísiliðjan hf. óskar eftir tilboðum í byggingu húss fyrir buningsklefa, böð og kaffistofu á lóð verk- smiðjunnar í Mývatnssveit. Hús þetta er viðbygging við skrifstofuhús og er um 220 ferm. að flatarmáli en 880 rúmm. Húsinu skal skila því sem næst fullfrágengnu að utan en ófrágengnu að innan. Útboðsgögn fást afhent á skrifstof u Kísiliðjunnar í Mývatnssveit, hjá Verkfræðistofu Norðurlands, Akureyri og hjá Almennu verkfræðistofunni í Reykjavík gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit fyrir kl. 11 mánudaginn 25. júlí nk. en þá verða þau opnuð. Kísiliðjan hf. SLÁ TTUORFIÐ LEYSIR VANDANN Þú slærð blettinn með blaðinu, og í kringum tré, runna og fl.með spottanum. ^SHINGU HOMELITE fréttir HLUTFALL LEIGUIBUÐA EFTIR HVERFUM ■ Hlulfall leiguíbúða í Reykjavík eftir hverfum er sýnt á þessari mynd. Á Ijósustu hlutunum eru innan við 10% allra íbúða i leigu, á næst Ijósasta 11-20%, því næst 21-30% og á dekkstu svæðunum, þ.e. öllum gamla bænum vestan Snorrabrautar og stórum hlutai Hlíðahverfis eru 31% allra íbúða eða meira leigðar út, eða jafnvel um þriðja hver íbúð. Elstu hverfin í Reykjavík: Allt að 40% af öllum íbúðum leigðar út ■ Mjög mikill munur virðist á því milli einstakra hverfa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna hve íbúarnir eru stöðugir í hverfum þeim er þeir búa í, samkvæmt könnun á fasteigna- markaðinum í Reykjavík sem gerð var í október í haust undir stjórn Bjarna Rcynarssonar, landfræðings. Þá kom t.d. íljós að meðan40afhverjum 1000 íbúðareigendum í suðurbæ Hafnar- fjarðar, 36 af þúsund í efra Breiðholti og 27 í gamla Vesturbænum vildu selja íbúðir sínar voru aðeins 7 af hverjum 1000 íbúðareigendum á Hvassaleitis- og Stóragerðissvæðinu og 8 af hverjum 1000 í Smáíbúðahverfi í söluhugleið- ingum. En samkvæmt könnuninni voru 21 af hverjum 1000 íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu auglýstar til sölu fyrsta sunnudaginn í október á s.l. hausti. Síðan hafa auglýsingar á íbúðum á þessu svæði heldur aukist fremur en hitt -HEI ■ A myndinni má sjá hlutfall auglýstra íbúða af öllum íbúðum á hverju svæði höfuðborgarsvæðisins. Sem sjá má er munurinn allt að sexfaldur. Auglýstar ibúdir sem hlutfall (%) af ibúdafjölda hverfa Medaltal á hótudborgarsvœdinu 2.1% Morgunblaðid 3 okt. 1982 FASTEIGNAKÖNNUN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hafnarfjördur - nordur Hatnarfjördur sudur Reykjavík og nágrenni: Hreyfing á íbúðarmarkaði mjög misjöfn eftir hverfum ■ I sumumelstu hverfum Reykjavík- ur eru allt að 40% af öllum íbúðum leigðar út, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um fasteignamarkaðinn á höf- uðborgarsvæðinu. Á öllu svæðinu norðan Hringbrautar, frá Snorrabraut og vestur að Granda eru meira en 3 af hverjum 10 íbúðum leigðar út og sömuleiðis í Hlíðunum sunnan Miklu- brautar. I vesturbænum sunnan Hringbrautar er meira en fimmta hver íbúð leigð út. Fáar leiguíbúðir, eða innan við 10%, eru hins vegar í Árbæjarhverfi, Smáíbúða- og Bú- staðahverfi og sunrum hverfum Breið- holts. í skýrslunni er vitnað til nýlegra kannana þar sem fram komi að 15-20% af öllu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu sé leiguhúsnæði. Á þessu svæði eru um 4.000 íbúðir, þannig að leiguíbúðir ættu að vera 6-8000 talsins. Af þeim eru um 900 leiguíbúðir í eigu Reykja- víkurborgar. _ HEI Nýr upplýsingabæklingur ■ Út er kominn bæklingur sem hefur að geyma ýmisskonar upplýsingar um söfn, sýningar og fleira sem koma mun ferðamönnum að góðum notum vilji þeir skoða sig um í Reykjavík. Tilurð bæklings þessa má rekja til þess, að á fundi borgarráðs þann 7. des. sl. var kosin samstarfsnefnd sem gerði tillögur til borgarráðs og hagsmunaaðila í ferðamálastarfsemi um sameiginlegar aðgerðir á sviði ferðamála, einkum hvað varðar þjónustu og kynningarstörf. Fulltrúar þessir áttu síðan fund með fulltrúum safna í Reykjavík og tókst með þeim samvinna um útgáfu þessa bæklings. Hann kemur nú fyrst út á íslensku og verður dreift meðal þeirra sem annast þjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Innan skamms kemur bæklingurinn út á fleiri tungumálum. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.