Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1983, Blaðsíða 5
Vinargreiði Alberts við stuðningsmenn sína eða eðlileg fyrirgreiðsla? ,1/ISSI AÐ SlAlfSðGÐU AÐ UPP MYNDUHOMA GAGNRÝMSRADMR” Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra. Tímamynd: Ari — segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra um á söluskatti af Tívolfínu á Miklatúni ■ „Ég felldi þennan söluskatt niður af Tívolíinu á Miklatúni, því ég taldi það vera mjög góða tilbreytingu fyrir börn og unglinga i Reykjavík, að eiga þess kost að njóta svona skemmtunar yfir sumartimann, eftir langan og strangan vetur, auk þess sem ég er og hef alltaf verið hlynntur framtaki einstaklinganna og verið á móti því að allur kostnaður og áhætta af svona löguðu hvíli að öllu leyti á einstaklingum, en ríkið geti alltaf tekið sinn skerf hvernig sem allt veltist hjá öðrum í þjóðfélaginu,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í sam- tali við Tímann í gær, er hann var spurður hverjar ástæðurnar hefðu verið fyrir því að hann ákvað að fella niður söluskatt af Tívolíinu sem haldið var á Miklatúni frá því um miðjan júní, og fram til síðustu helgar. „Úr því að þarna var framtak sem áður hefur reynst sæmilegt t.d. í sam- bandi við vörusýningar, en nú var ekki vörusýilíng , til þess að standa undir hallanum, auk þess sem 20% gengisfell- ing skall yfir sem gerði róðurinn fyrir aðstandendur Tívolísins ennþá erfiðari, þá fannst mér bæði rétt og sjálfsagt að fella niður söluskattinn - nægir voru erfiðleikarnir samt,“ sagði fjármálaráð- herra jafnframt. Albert sagðist jafnframt hafa viljað stuðla að því að hægt væri að hafa aðgang í Tívolíið og einstök leiktæki eins ódýran og hægt væri, heldur en að þetta yrði einhver einkaskemmtun fyrir þá sem hefðu mikla peninga. Hann sagði: „Það eru barnafjölskyldur sem hafa einkum sótt þennan stað, og það eru yfirleitt sömu fjölskyldurnar sem eru fjárlitlar. Börn eru alltaf börn, hvort sem þau eiga fjársterka foreldra eða ekki. Þegar eitt barn sér annað fara í ákvörðun hans um nidurfellingu leiktæki úr leiktæki, vill það einnig, og það get ég ósköp vel skilið. - Maður hefur sjálfur verið barn, líka átt börn og líka haft fjármuni handa á milli. þannig að mér fannst bara að í þetta skipti vildi ég nota það fordæmi sem mér var sagt að væri fyrir hendi.“ Albert var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýnisraddir sem heyrst hafa og sagt að hann hefði cinkum og sér í lagi fellt niður söluskattinn af þessu Tívolífyrirtæki þar sem mjög eindregnir stuðningsmenn hans úr kosningabarátt- unni, Pétur Sveinbjarnarson, svo og Þorvaldur Mawby, sem jafnframt er. tengdasonur hans, væru forsvarsmenn þessa fyrirtækis og sagði hann þá: „Ég er búinn að gera miklu stærri hluti fyrir kaupfélög og samvinnuhreyfinguna síðan ég kom hingað, heldur en þetta. Ef ég á að vera hræddur við að gera það sem ég tel að sé rétt, þá er eitthvað öðruvísi en ég hefði talið að það ætti að vera. Að sjálfsögðu vissi ég að upp myndu koma gagnrýnisraddir, og það yrði um það talað að tengdasonur minn væri einn af aðstandendum þessa fyrir- tækis, en hann var nú svo tiltölulega nýkominn inn í þetta, 'að ég áttaði mig ekki á því strax. En það er alveg sama hvað maður gerir, það eru alltaf uppi gagnrýnisraddir sem deila á mann fyrir hvaðeina. Til dæmis var harðlega deilt á mig í DV um daginn fyrir að hafa lækkað tolla, þar sem sagt var að tollalækkun á matvöru, búsáhöldum og ávöxtum væri bara blekking! Það er því alveg sama hvað maður gerir, allt er gagnrýnt." Albert var spurður hvort hann myndi beita sér fyrir því í framtíðinni að söluskattur af svona skemmtunum yrði felldur niður, og sagði hann þá: „Ja, ég útiloka það ekkert, ef það er á vegum • íslenskra aðila alfarið og ábyrgð, eins og var í þessu tilfelli, en hitt er annað mál að ég ætla heldur ekkert að vera að skapa neitt fordæmi með þessu. Það þýðir ckkert fyrir hvern sem cr að koma og segja, þetta var gert þarna, og því á að gera það aftur. Ég mun skoða hvert einstakt tilfelli í réttu samhengi á þeirri stundu sem ég þarf að taka ákvörðun." -AB Hugmyndir sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun gengismunar: „HLUTUR SJÓMANNA ER FYRIR BORÐ BORINN” ■ „Ef þetta er rétt þá tel ég að okkar hlutur hafi veriö fyrir borð borinn,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, þegar Tíminn spurði hann álits á fréttum um hugmynd- ir sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun gengismunar. Hugmyndir ráðherra, sem hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í fyrradag, munu vera á þá Iund að meginhluti gengismunar, 300 af 500 milljónum króna, gangi til Stofnfjársjóðs fiskiskipa í því skyni að mæta hækkun á skuldum flotans vegna gengisfellingarinnar, um 100 milljónir fari í olíusjóð fiskiskipa og um 60 milljónir fari til loðnubræðslu og loðnuskipa og afgangurinn til gæðamála og í lífeyrissjóði sjómanna. „í viðræðum við ráðherra gerðum við honum grein fyrir því að við teljum okkur sjómcnn eiga hlut í þessum geng- ismunasjóði. Það mikla áfall sem útgerð- in varð fyrir í sambandi við loðnuveiðar nær einnig til sjómanna," sagði Óskar Vigfússon. „Ég get ekki sagt annað en að ráðherra hafi tekið vel í þessa málaleitan okkar, en síðan höfum við ekkert frá honum heyrt,“ sagði Óskar enn freniur. „Við vitum ekki nákvæmlcga hver upphæðin er sem virðist eiga að fara í lífeyrissjóð sjómanna-, en það er þó ljóst að okkar hlutur er fyrir borð borinn." GM ST0RGLÆSILEG ÁSERIFENDA- GETRAUN! Núdrögumvið 15. júlí. HUSTJALD OG ALLAN VIÐLEGUÚTBÚNAÐ að verðmæti 35.000 kr. Frá SP0RTVAL Laugavegi 116. AÐALSKRIFSTOFA - SÍÐUMÚLA 15 - RÉYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.